Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Blaðsíða 6
44 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991. Bflar Víöa um heim eru fyrirtæki sem taka bílaframleiðslu heföbundinna framleiöenda og umskapa hana aö sínum eigin geðþótta. Þessir um- skapendur létu sig ekki vanta í Tókíó og margt af því sem þar var sýnt af þessum sérsmíðaða toga var býsna laglegt. Blessuð bitaboxin eru hætt að sjást í sýningarsölum bílaumboða á ís- landi. Ekki er það þó af því að Japan- ar séu hættir að framleiða þau - öðru nær. Þeir hafa meira að segja víkkað út umsvif þeirra, eins og sjá mátti á Honda bitaboxi sem búið var að setja upp á vegleg snjóbelti, fest á hjólaöxl- ana. Suzuki sýndi hins vegar pallbíl á bitaboxgrind (og þessi bíll var ekki sérsmíðaður), með hliðarsturtum. Varla er að efa að þessi bíll gæti kom- ið ýmsum smáverktökum, garð- yrkjubændum og fleiri þvílíkum að góðu gagni, fengist hann hér. Mikið af sérsmíðuöu Isuzujeppum ZIG Recreational Factory sýndi umsmíðaðan Isuzujeppa, mjög fall- egan. Starfsmenn ZIG á svæðinu voru lítt mæltir á vestrænar tungur, svo ekki fékkst úr því skorið hvaða Isuzu undirvagn væri undir jeppan- um, en yðar einlægum þótti líklegast að það væri nýja útfærslan, sem væntanleg er og sýnd var á sýning- unni undir nafninu 960 Long eða Short, eftir þvi hve margra hurða hann var, og á að taka við af Troop- er. Annar bílasmiður, Mu, sýndi umskapaðan Isuzu Rodeo (sami und- irvagn og skúffubílamir sem hér fást) sem búið var að opna á ýmsa vegu og gera mjög sportlegan. Sá - þriðji, YMS, var með húsbíl (camper) á Isuzu Rodeo, eitt meö þeim falleg- ustu sem ég hef séð. Það var búið ýmsum þægindum, svo sem duggun- arlítilli Suzuki bensínrafstöð, þriggja kílówatta. Smárellur af þessu tagi má víða sjá í Japan, á götum og ann- ars staðar, frá Suzuki og Honda, undrasmáar og undrahljóðlátar, not- aðar til ýmissa hluta þar sem annars væri erfitt að ná í rafmagn. Bílasýningin í Tokyo: Sérsmíðaðir bílar með sérstökum svip ^OANQ Sérbúinn ZIG jeppi á Isuzu grind - laglegur bíll og tilbúinn I jeppaferðina Suzuki pallbill á bitaboxgrind, pallurinn með veltisturtum. 0 SU2TUKI Honda bitabox á snjóbeltum - stæðilegur snjóbíll og stöðugur að sjá. Hér standa nýheiðraðir Heklumenn með verðlaunagripi sina og skjöl. Fyrlr framan þá lúta lágt Asgeir Þorsteins- son þjónustustjóri, H. Noto, forstöðumaður þjónustudeildar Mitsubishi i Evrópu, Finnbogi Eyjólfsson fulltrúi og Slgfús Sigfússon forstjóri. Ljósm. DV-bflar, RaSi Heklumenn heiðraðir fyrir góða þjónustu Nú í vikunni voru 15 starfsmenn Heklu hf. heiðraðir fyrir góða þjón- ustu fyrir hönd Mitsubishi. Hver starfsmaður fékk klukku ásamt innrömmuðu viðurkenningarsKjali og voru klukkumar með tvennu móti, eftir því hvort starfsmaðurinn hafði þjónustað Mitsubishi í 10 ár eða 15 - en sumir hinna síðamefndu áttu gott betur en 15 ár að baki. - Það var forstöðumaður þjónustudeildar Mitsubishi í Evrópu, H. Noto, sem kom hingað að afhenda verðlaunin. Mazda 626: Ekkert fikt við hraðamælinn Nýi 626-bíllinn frá Mazda verður þannig útbúinn að ekki verður hægt að „fikta“ við hraðamælinn en marg- ur bílasalinn úti í hinum stóra heimi hefur fallið í þá freistni að „skrúfa niður“ mælana í bílmn sem verið er að selja þannig aö kílómetrateljarinn sýni mun lægri tölu en í raun og vem er búið að aka bílnum. Þessi nýja gerö hraöamæla, sem nú kemur í Mazda 626, á að koma í veg fyrir að þetta sé hægt. í framtíð- inni verða aliir bílar frá Mazda bún- ir hraðamælum af sömu gerð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.