Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1991, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991.
27
Kvikmyndir
HÁSKÓLABÍÓ
Sími: 22140
Tvöfalt líf Veróníku ★★★ 'A
Tvær stúlkur, fæddar sama
dag hvor í sínu landi, ná-
kvæmlega eins í útliti og án
þess að vita hvor af annarri.
Þetta er viðfangsefni pólska
leikstjórans Krzystof Piesi-
ewicz í magnaðri kvikmynd.
-HK
Hvíti víkingurinn ★★
Það skortir nokkuð á að þær
vonir sem bundnar voru við
Hvíta víkingin rætist. Þrátt
fyrir mörg ágæt atriði og góð-
an leik er sagan illa sögð og
myndin fremur óspennandi.
-HK
The Commitments ★★★★
Tónlistarmynd Alans Parker
er ógleymanleg skemmtun.
Söguþráðurinn er stór-
skemmtilegur og soul-tón-
listin frábær. Ein af betri
myndum Alans Parker. -ÍS
LAUGARÁSBÍÓ
Sími: 32075
Prakkarinn 2 ★★
Lítið vit en nokkuð gaman
að tveimur pottormum í víga-
hug. Betri en sú fyrsta.
-GE
Freddy er dauður ★
Þótt fyrr hefði verið. Síðasta
myndin er ófyndin og brell-
urnar sparsamar. Jafnvel 3-V
virðistskorin við nögl. -GE
Brot ★★
Söguþráðurinn er flókinn og
uppgjörið í myndinni í lokin
er of ótrúlegt til að hægt sé
aðsættasig viðmálalok. -ÍS
REGNBOGINN
Sími: 19000
Ó, Carmela ★★★
Nýjasta kvikmynd Carlosar
Saura er létt og skemmtileg
og fjallar um þriðja flokks
kabarettfólk og raunir þess í
spænsku borgarastyrjöldinni.
Enn ein skrautfjöðrin í hatt
leikkonunnar frábæru, Carm-
enarMaura. -HK
Ungir harðjaxlar ★★★
Góðum leikstjóra tekst vel að
byggja upp spennu í þessari
mynd. -ÍS
Fuglastríðið í
Lumbruskógi ★★
Hugljúf teiknimynd fyrir
börn. Það sem gerir hana þó
eftirsóknarverða er íslensk
talsetning sem hefur heppn-
ast sérlega vel. -H.K
SAGA-BÍÓ
Simi: 78900
Thelma & Louise ★★★
Davis og Sarandon eru fram-
úrskarandi útlagar í magnaðri
„vega-mynd" sem líður að-
eins fyrir of skrautlega leik-
stjórn Scotts.
Benni og Birta í Ástralíu ★★
Góð teiknimynd frá Disney,
líka fyrir fullorðna. Frábær-
lega teiknuð með skemmti-
legum persónum. -GE
STJÖRNUBÍÓ
Sími: 16500
Tortímandinn ★★★
Áhættuatriðin eru frábær og
tæknibrellurnar ótrúlega
góðar. Bara að sagan og per-
sónurnar hefðu verið betur
skrifaðar.
-GE
Börn náttúrunnar ★★★
Enginn ætti að verða fyrir
vonbrigðum með Börn nátt-
úrunnar. Friðrik Þór hefur
gert góða kvikmynd þar sem
mikilfenglegt landslag og
góður leikur þlandast mann-
legum söguþræði.
-HK
Sviðsmynd úr Rómeó og Júlíu. Eins og sjá má eru búningar sniðnir að nútímanum.
Þjóðleikhúsið - Rómeó og Júlía:
Ástarsaga allra tíma
Þjóðleikhúsið mun á annan í jólum
frumsýna eitt af stórverkum leiklist-
arbókmenntanna, Rómeó og Júlíu
eftir William Shakespeare. Birtist
það hér í þýðingu Helga Hálfdanar-
sonar. Rómeó og Júlía er tragísk ást-
arsaga og vilja flestir meina að hér
sé sögð ástarsaga allra tíma.
Leikritið gerist í borginni Verónu
á Ítalíu. Tvær voldugar ættir berjast
um völdin. Hatrið er mikið og hefur
magnast kynslóð fram af kynslóð.
Götubardagar blossa upp. Furstinn
sem ræður borginni reynir að koma
á friði. Hann úrskurðar að hver sá
er gerist friðarspillir skuli gjalda
með lífi sínu. Rómeó laumast á
grímudansleik andstæðinganna. Þar
sér hann Júlíu, dóttur erkióvinarins.
Þau fella strax hugi saman. Merk-
útsíó, besti vinur Rómeós, er veginn.
Rómeó drepur banamann hans, Tíb-
alt, sem er náfrændi og vinur Júlíu.
Ástin er heit og Rómeó og Júlía láta
gifta sig á laun. En vegna mann-
drápsins verður Rómeó að flýja.
Þó að leikritið sé skrifað 1595 fjallar
það um síungt efni, ástina, sem er
óháð tíma og rúmi. í uppfærslu Þjóð-
leikhússins er leikritið fært nær okk-
ur í tímanum án þess að atburðimir
séu njörvaðir niður í ákveðið tímabil
sögunnar. Tónlistin er til dæmis
sambland af blús, djassi og nútíma
dægurtónlist flutt af hljómsveit sem
er hluti af sýningunni.
Rómeó er leikinn af Baltasar
Kormáki og Júlía er leikin af HaU-
dóru Björnsdóttur. í öðrum helstu
hlutverkum eru: Lálja Guðrún Þor-
valdsdóttir, Helgi Skúlason, Erlingur
Gíslason, Sigurður Skúlason, Anna
Kr. Amgrímsdóttir, Ingvar E. Sig-
urðsson, Hilmar Jónsson, Þór H.
Tulinius, Róbert Amfinnsson, Sig-
ríöur Þorvaldsdóttir, Ámi Tryggva-
son, Steinn Ármann Magnússon og
Randver Þorláksson. Hljómsveitina
skipa Pétur Grétarsson, Kjartan
Valdimarsson, Þórður Högnason og
Sigurður Flosason. Söngkona hljóm-
sveitarinnar er Edda Heiðrún Back-
man. Leikstjóri sýningarinnar er
Guðjón Pedersen, dramatúrg Hafliði
Amgrímsson og leikmynd gerði
Gretar Reynisson.
; 4T
Körfubolti:
Þór-Haukar
á Akureyri
Síðasti leikurársins í úrvals-
deildinni í körfuknattleik fer
fram á Akureyri í kvöid. Þar
mætast Þór og Haukar og
hefst viðureignin kiukkan
20.30. Þórsarar þurfa nauð-
synlega á sigri að halda í fall-
baráttunni, og Haukar lenda
á hættusvæði deildarinnar ef
þeir bíða lægri hlut,
Körfubolti:
Ágóðaleikur
i Grindavík
Körfuknattleikslið Grinda-
víkur og Njarðvikur mætast í
íþróttahúsinu í Grindavík
klukkan 20 í kvöld. Þetta er
ágóðaleikur fyrir fjölskyldur
þeírra sem fórust með Eld-
hamri GK 13 fyrir skömmu.
Búast má við lífiegum leik,
ekki síst þar sem bæði lið eru
með mjög skemmtilega
bandaríska leikmenn í sínum
röðum, Joe Hurst og Ronday
Robinson, sem hafa verið I
miklum ham í úrvalsdeiidinni
að undanförnu.
Útivist:
Gönguferð um
Bessastaðanes
í sunnudagsgöngu Útivistar verður gengið á Skansinn á Bessastaðanesi.
í Póstgöngu Útivistar í sumar var farin gamla sjóleiðin frá Skildinganesi yfir
í Seyluna. Saga staðarins verður rifjuð upp á sunnudaginn.
Gönguferð Útivistar á sunnudag-
inn verður um Bessastaðanes. Gang-
an hefst við Bessastaði en fá höfuð-
ból eiga sér jafnlitríka sögu.
Á þjóðveldisöld átti Snorri Sturlu-
son staðinn síðastur íslendinga. Eftir
dauða hans komst jörðin í eigu Nor-
egskonungs og þar sátu embættis-
menn dönsku krúnunnar öldum
saman. Bessastaðir komust aftur í
eigu íslendinga þegar Grímur
Thomsen skáld keypti jörðina á síð-
ari hluta 19. aldar. Arið 1941 gaf Sig-
urður Jónsson forstjóri íslenska rík-
inu Bessastaði og þar hefur aðsetur
forseta íslands verið frá stofnun lýð-
veldisins 1944.
Gengið verður austur nesið yfir aö
Músavík og þaðan út á Ranann en
hann hefur einhvem tíma verið
áfastur Eskinesi, handan Lambhúsa-
tjamar.
Lambahúsatjöm er nú vogur sem
opnast í austur út í Amamesvog og
Skerjafjörð en landsig er þarna stöð-
ugt.
Þama á sunnanverðu nesinu er
taliö að Fálkahúsið hafi staðið áður
en það var flutt til Reykjavíkur
seinni hluta 18. aldar.
Eftir að hafa fylgt ströndinni enn
um stund er komið að Skansinum.
Árið 1627 var gert þar bráðabirgða-
virki til að verjast „Tyrkjum“ sem
heijuðu þá á landsmenn. Á leið sinni
inn á Seyluna strönduðu þeir öðm
skipi sínu. Eitthvað mun hafa verið
skipst á skotinn en danski höfuðs-
maðurinn tók þá ákvörðun aö láta
þá óáreitta meðan þeir léttu strand-
aða skipið og komust þeir undan með
fanga sem þeir höfðu tekiö í Grinda-
vík og víðar, enda mun höfuðsmaöur
hafa verið liðfár og ekki treyst sér
gegn innrásarliðinu. Sagnir em til
um að fámennt liðið hafi gengið lát-
laust í hringi um virkið með byssur
um öxl til að sýnast fleiri en þeir
raunverulega vom.
Fáum áratugum síðar var reist
þama virki sem enn sést móta fyrir.
Allir þekkja kvæðið um Óla Skans
en í lok síðustu aldar bjó hann á
kotbýli við Skansinn og hlaut viður-
nefni sitt vegna þess.
Áður fyrr gekk sjór inn í Bessa-
staðatjöm um svonefndan Dugguós
en nú hefur verið byggður garður
um ósinn þveran. Gengið verður eft-
ir honum og út með Seylunni yfir á
Breiðabólsstaðaeyri. Seylan var
kampskipahöfn en á smærri bátum
var siglt um Dugguós inn á Bessa-
staðatjöm. Bessastaðanes og fjömr á
Álftanesi em á náttúruminjaskrá.
Gönguhringnum verður síðan lok-
aö með þvi að ganga suöur með
Bessastaðatjöm að vestan, að Bessa-
stöðum þar sem rúta mun bíða.
Þetta verður létt ganga um
skemmtilegt svæði og allir geta verið
með.
Ferðir
Skauta-
skemmtun
Það eru margir sem bregða
sér á skauta, svona mitt í jóla-
undirbúningnum, og losa sig
þannig við stress og önnur
leiðindi. Fullorðna fólkið
finnur barnið koma upp í sér
aftur og börnin sjálf þeysast
fram og aftur um svellið með-
an þau allra minnstu eru að
reyna að feta sig á hálu svell-
inu.
Skautasvellið í Laugardal
verður opið að mestu yfir
hátíðarnar og það er ekki vit-
laust að skella sér á skauta
eftir át og letilíf jólanna.
Á Þorláksmessu verður opið
frá klukkan 10-22, lokað
verður á aðfangadag og jóla-
dag en aftur opnað annan í
jólum og þá verður opið frá
klukkan 13-18. Föstudaginn
27. desemþer verður opið frá
10-22, á laugardeginum frá
13-18, á sunnudeginum frá
13-18 og 30. desember verð-
ur opið frá 10-22. Það verður
svo lokað á gamlársdag og
nýársdag.
Þótt fólk eigi ekki skauta
heima hjá sér þarf það ekki
að hamla skautaferð því að
hægt er að leigja sér skauta
í Laugardalnum. Þar eru til
skautar fyrir lítil börn og alveg
upp í númer 45. Það kostar
500 krónur að leigja sér
skauta en innifalið í þeirri
upphæð er 200 króna skila-
gjald sem fæst endurgreitt
þegar skautunum er skilað.
Aðsókn er alltaf mikil að
skautasvellinu og meðalfjöldi
gesta á dag er um 300 en það
fer að sjálfsögðu eftir veðri.