Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 1991. 37 Flugeldar Flugeldasala Hjálparsveitar skáta: Flugeldasala í aldarfjórðung „Sölustaðir hjálparsveita skáta eru 50 um land allt en rjöldi aðila kaupir hjá okkur að auki. Allt í allt eru það rúmlega 100 staðir sem selja flugelda sem við flyrjum inn," sagði Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri flug- eldasölu Hjálparsveitar skáta í Reykjavík. „í Reykjavík eru sölustaðir hjálp- arsveitarinnar Skátahúsið við Snorrabraut 60, Hekla við Laugaveg, Ingvar Helgason, Sævarhöfða 3, sölu- skúr í Kaupstað við Mjódd, Bílaborg- arhúsið, Fosshálsi 1, Mikligarður við Sund, efra bílaplan við Kringluna, Bílabúð Benna við Vagnhöfða, Still- ing í Skeifunni, Skátaheimilið Sól- heimum 20A og Byko við Hringbraut. Fjölskyldupakkarnir eru á sama verði og í fyrra og samsetningin er svipuð. Við höfum þó reynt aö minnka eitthvað smádót í pökkunum sem Mtið er varið í. Við erum með fjórar tegundir fjölskyldupakka og einnig með nýjung sem heitir Bónus- pakki. Það er pakki sem einungis er með rakettum og tertum, allt frá Kína. Hann er góður fyrir þá sem vilja sleppa við allt smálegt dót. Við bjóðum einnig upp á sérstakt tertutilboð, poka sem inniheldur ein- ungis tertur, tilvalinn fyrir þá sem finnst terturnar skemmtilegastar, og sérstakan partípakka sem eingöngu inniheldur innidót. Hverjum fjöl- skyldupakka fylgir hattur, gríma eða jafnvel hvort tveggja. Flugeldasalan er aðaltekjuhnd hjálparsveita skáta, enda fer allur desembermánuður í pökkun og frá- gang á flugeldum. Flugeldasalan á landinu hefur náð vissu jafhvægi, hún jókst jafnt og þétt fyrir nokkrum árum en hefur jafnast síðustu ár. Flestir flugeldar okkar eru frá Kína, um 8-9 af hverjum 10. Kínverj- ar merkja flugeldana með íslenskum verðmiðum og hafa staðið sig mjög vel í því. Við kaupum einnig mikið frá Þýskalandi og eitfhvað af rakett- um frá Englandi. í hverjum pakka hjá okkur eru varnaðarleiðbeiningar við meðferð flugelda. Það er mikil- vægt að fólk lesi þær áður en farið er út til að skjóta upp því reynslan sýnir að enginn tími gefst til þess eftir að út er komið," sagði Kristinn. Terturnar vinsælastar „Það er athyglisvert að eftir að tí- volíbomburnar voru bannaðar hafa terturnar orðið vinsælastar, þrátt fyrir að til séu flugeldar sem eru keimlíkir tívolíbombunum. Það gæti verið vegna þess hve fjölbreytilegar terturnar eru að allri gerð og einnig því hve þægilegar þær eru í notk- un," sagði Þórólfur Freyr Einarsson, umsjónarmaður flugelda hjá Hjálp- arsveit skáta. „Sölustaðir Hjálparsveitar skáta úti á landi eru hjá Hjálparsveitinni LómfeUi á Barðaströnd, Skátaheim- ilinu ísafirði, Hjálparsveitarhúsinu Efstubraut 3 á Blönduósi, við Flug- björgunarhúsið í Varmahlíð og sölu- skúr neðan við Hafnarbraut í Dalvík. . Á Akureyri er stór flugeldamark- aður í Lundi, söluskúr við Hagkaup, Norðurgötu 2, Hita á Draupnisgötu, Glerárgótu 28 og við Bílasölu Stór- Hjá Hjálparsveit skáta er hægt að fá mikið úrval af risarakettum. DV-mynd BG holts-Toyota. Hjálparsveitin Dal- björg í Saurbæjarhreppi Eyjaflrði, Hjálparsveitin Aðaldal, nýju slökkvi- stöðinni við Tjarnarás á Egilsstöð- um, Skáteheimilinu við Faxastíg 38 í Vestmannaeyjum, Flugbjörgunar- húsinu Hellu, Hjálparsveitinni Snæ- koUi á slökkvistöðinni Flúðum, við Eyrarveg 25 á Selfossi og Hjálpar- sveitarhúsinu Austurmörk 9 í Hveragerði. Sölustaöir í Keflavík og Njarðvík- um eru íþróttavallarhúsið, Stakks- húsið Iðavöllum og áhaldahús Kefla- víkur við Vesturbraut. í Garðabæ í Hjálparsveitarhúsinu við Bæjar- braut, við Lyngás og við Krakkakot á Álftanesi. Loks í Kópavogi hjá Toy- ota, Nýbýlavegi 8, SkátaheimUinu, Borgarholtsbraut, við HveU, Smiðju- vegi og hjá Teiti Jónassyni við Dal- veg 14," sagði Þórólfur Freyr. Skátar eru með flugeldasýningu sunnudaginn 29. desember á Geirs- nefi við EUiðaár klukkan 17 og verð- ur þar eflaust mikið um dýrðir. -ÍS Flugelda- markadur Fiskakletts Hinn árlegi flugeldamarkaður Fiskakletts verður'á tveimur stöð- um. í slysavarnahúsi björgunar- sveitarinnar að Hjallahrauni 9 er um 200 fermetra húsnæði sem er nýtt undir flugeldasöluna. Hinn sölustað- urinn hjá Fiskakletti er í Sjóbúð björgunarsveitarinnar við Fornbúð, beint á móti Kænunni. Fiskaklettur fær sína flugelda hjá slysavarnadeUdunum en fjórar björgunarsveitir standa að þeim. Það eru KyndUl í MosfeUsbæ, Sigurvon í Garðinum, Þorbjörn í Grindavík og Fiskaklettur í Hafnarfirði. Fiska- klettur verður með sölustaði sína opna frá 10-22 dagana 27.-30. des- ember og frá 10-16 á gamlársdag, 31. desember. -ÍS Reykjavík og nágrenrd: AfgreiðslutímaLT flugeldasölunnar „Flugeldar verða ekki seldir 27. desember, f fyrra var tekin sú ákvörðun að leyfa ekki sölu á flug- eldum 27. desember, eins og venjan var áður, heldur 28. desember," sagði Jón Bjartmars, aðalvarðsrjóri lögreglunnar, í samtaU við DV. „Ástæðan er sú að fyrsti dagur- inn fór að mestu í að selja fiugeláa of ungum krökkum sem voru að skjóta þeim upp áður en gamlárs-; dagur rann upp. Þess vegna var- þessi ákvörðun teMn. Flugeldasöl- : ur mega vera opnar frá 10-22 dag- ana 28. desember til 30. desember og frá 10-16 á gamlársdag og ég geri ráð fyrir að flestir aðilar, sem selja flugeida, nýti sér þann tíma," sagði Jón. '.'.'" .'-ÍS' Flugeldar frá björgunarsveitinni Fiskakletti i Hafnarfirði verða til sölu á tveimur stöðum f Hafnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.