Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Blaðsíða 2
20 FOSTUDAGUR 27. DESEMBER 1991. Fhigeldar Umgangast b flugelda með varúð Flugeldar eru hættuleg leikföng og ber að gæta fyllstu varúðar við meðferð þeirra. Allar gerðir flug- elda skalnota utandyra, einungis partísprengjur og hurðarsprengjur er óhætt að nota innandyra. Til þess að forðast óvæntar uppá- komur ætti hver og éinn að hafa það í huga að geyma flugeldapakka fjarri skotstað svo neistar, eldur eða jafnvel flugeldarnir sjálfir komist ekki að pökkunum. Avallt skal nota stöðuga undirstöðu þegar flugeldum er skotið upp og gæta þess að ekkert í nágrenninu geti hindrað fiug þeirra. Það er um aö gera að útvega sér góða undirstöðu áður en að sjálfu gamlárskvöldinu kemur því þá viJl það oft vera of seint Ekki er víst að snjói á gaml- árskvöld og því varasamt að treysta á að snjóskaflar getí verið undirstaða undir flugelda. Þegar kveikt er á flugeldum eða blysum skal tehdra kveikinn með útréttri hendi og víkja frá um leið oglogifestistí kveikiþræði. Forðist að bogra yfir flugeldi í skotstöðu því mörg slysin hafa orðið af því að flugeldar eru gallaðir og rjöka af stað áður en tími er til að koma sér í burtu. Það eraldreiof varlega farið. Farið því í einu og öBu eftir leiðbeiningum. Velfiesttr ef ekki allir flugeldar eöa blys eru með ís^ lenskum leiðbeiningum og því ætti það að vera auðvelt. Þó geta verið á því undanteknihgar og skyldu menn þá reyna að kynna sér leið- beíningarnar á því tungumáli sem tiltækt er ef það er unnt Stingið skotblysum i jörð, góðan snjoskafl eða sandfiöt á opnu svæði. Alls ekki má halda á skotb- iysum. Handblysum skal ávallt halda frá Ukamanum og undan vindi ef einhver er. Notið ullar- eða leðurhanska. Þyrlu skal leggja á þurran flöt á vel öpnu svæði. Kveikið á þræðinum og víkíð yel frá. Sólir má ekki festa á eldfimt efni. Berið eld að kveiknum með útréttri hendi og víkið frá. Flugelda skal ávaUt geyma á þurrum og öruggum stað þar sem börn ná ekM til. Varast skal að geyma þá nærri varmagjöfum því púðrið geíur þornað og yaldi sjálfi- kveikju. Við óhöpp í meðferð flugelda skyldu menn hafa það í huga að kæhng í vatni er besta vörnin við brunasárum. KæMð fyrst með köldu vatni og síðan vatni með stofuhita þar til öll minnstu merki um sviða eru horfin. Leitíð læknis við öll meiri háttar brunasár. Notið aldrei hrunasmyrsl, vatn til kæl- ingar er iangbesta vörnin. -ÍS Fjórir innflutningsaðilar Þeir aðilar sem flytja inn flugelda hér á landi eru aðeins fjórir og hef- ur það verið þannig um tveggja ára skeið. Fyrir tveimur árum voru reglur hertar mjög um merkingar á flugeldum og það eru aðeins eftír fjórir innflutningsaðilar sem treysta sér til að fullnægja þeim reglum. Þessir aðilar eru Lands- samband hjálparsveita skáta sem eru stórtækastir í sölu flugelda, KR-flugeldar, Verslunin Ellingsen og SVD-flugeldar í Hafnarfirði. Verðið virðist vera á svipuðum nótum hjá öllum innflutningsaðil- unum en þó ekki nákvæmlega það sama. Innihald fjölskyldupakka er heldur ekki það sama. Fyrir nokkr- um árum voru fáeinir sjálfstæðir flugeldamarkaðir á vegum annarra en íþróttafélaga og hefðbundinna flugeldasala en þeir heyra nú sög- unni til. -ÍS Skotkökumar hafa náð miklum vinsældum á síðustu árum enda endast þær betur heldur en raketturnar. DV-mynd BG Flugeldasala KR* Fjórir útsölustaðir KR-flugeldar verða í ár með flug- eldsölur á 4 stöðum í Reykjavík. Höf- uðstöðvarnar eru í KR-heimilinu við Frostaskjól en einnig verða sölustað- ir á Suðurlandsbraut 16, í Skeifunni 11 (Bílasalan Skeifan) og í söluskúr við Hagkaup í Skeifunni. KR hefur undanfarin ár boðið upp á kredit- kortaviðskipti. KR-ingar flytja sjálfir inn allar teg- undir flugelda en töluverður fjöldi íþróttafélaga og annarra félagasam- taka um land allt kaupir flugelda frá þeim. Þar má telja Þór og KA á Akur- eyri, ÍBK í Keflavík, Björgunarsveit- ina Skyggni í Vogum, UMF Selfoss á Selfossi, Þrótt, IR, Fram, Fylki og Ægi í Reykjavík. Helstu viðskiptalönd KR-flugelda eru Kína og Þýskaland. Einnig kaupa þeir frá löndum eins og íalíu, Spáni, Sviss, Englandi og Taiwan. í fyrra tókst að fá Kínverja, aðalviðskipta- þjóðina til að merkja flugelda með íslenskum aðvörunarmiðum. Þá gilti það aðeins um hluta flugeldanna frá þeim en nú hefur tekist að fá merk- ingar á nær allar tegundir flugeld- anna. KR-ingar bjóða upp á 102 mismun- andi tegundir af rakettum sem kosta á bilinu 8-2500 krónur og 49 mismun- andi gerðir af skotkökum og tívolí- tertum á verði frá 250 krónum upp í 7000 kr. Að auki margar gerðir stjörnuljósa, gosa, standblysa, handblysa, innibomba og fleira dót. Litlar púðurkerlingar eru nú aftur leyfðar til reynslu í eitt ár eftir 8 ára hlé. Þessi tilraun er gerð með það í huga að reyna að draga úr því að krakkar séu að breyta eða rífa í sund- ur ýmsa smáflugelda til aö gera þá meira spennandi og er vonandi að þessi tilraun skfli árangri. Verðlag á flugeldum er svipað og í fyrra. Kinverskir flugeldar hafa hækkað lítils háttar milh ára vegna hærra gengis Bandaríkjadals en þýskir flugeldar eru á sama verði. KR-ingar eru með fjórar gerðir fjöl- skyldupakka og þeir eru allt að fjórð- ungi ódýrari en sama magn í lausa- sölu. Barnapakkinn er minnstur þeirra og kostar 1.400 krónur. Spari- pakkinn kemur næst og hann fæst fyrir 2.000 krónur. Bæjarins besti er númer þrjú og hefur selst best af pökkunum hjá KR. Hann kostar 2.900 krónur. Stærsti pakkinn hjá KR heit- ir Trölli og hann kostar 4.900. Hann inniheldur meðal annars risarakett- ur og skotkökur. Meðal nýjunga hjá KR eru keilugos frá Sviss og Lazerbyssu sem er handblys sem logar með skæru, ljósi. KR-ingar verða með flugeldasýningu á félagssvæði sínu við Frostaskjól þann 29. desember klukkan 20.30. Aðstaða verður fyrir áhorfendur í áhorfendastúku KR-vallar. -ÍS Verð á flugeldum og kökum 50 40 E 30 3 TJ C •3 ^£ O (n E 20 10 0 Kökur 1900 630 800 o 600 h- ,^//#/^ &&£&& & & 2500 2000 800 /,/ ^,// # ¦^ ^ •^ w <</ rgrou^ Fjölbreytt úrval Kökur Skotkaka frá Hjálparsveit skáta sem heitir Celebration. Mjög htrík kaka og mikill hávaði. Góður endingar- tími. Kaka frá Fiskakletti sem heitir CrackUng Chrysantemum. Hún var falleg og entíst hálfa mínútu en gosið úr henni náði ekki mikilli hæð. Góð fyrir yngri kynslóðina. Skotkaka frá Fiskakletti sem heitir Blossom after Thundering. Entist stutt, rauð og græn skot og myndar- legir hvelhr. Skotkaka frá Ellingsen sem heitir Flying Dragon and Jumping Tiger. Entist lengi. Mjög skrautleg, mikill hávað og brak. Kveikurinn á kök- unni reyndist bilaður og erfitt að koma henni af stað. Skotkaka frá Ellingsen sem heitir T.M. Repeater. Entist aðeins 20 sek- úndur. Skrautleg, í mörgum Utum og mörg skot en ekki hávaöasöm. Skotkaka frá KR sem heitir Pearl Flower. Ending í meðallagi, mjög skrautleg, í öllum regnbogans htum en ekki hávaðasöm. Flugeldar Flugeldur frá Ellingsen sem heitir Turbo 3. Flugeldurinn náði góðri hæð og var kraftmikil og björt með háum hvelh. Flugeldur frá Hjálparsveit skáta sem heitir Duplex Bomben. Hún reyndist vera mjög kraftmikil og björt, litrík með afbrigðum og hár hvellur. Flugeldur frá KR sem heitir Riesen Blumen og er nýjung hér á landi. Hún var mjög kraftmikil með mikilh gulri ljósadýrð en htiU sem enginn hávaði. Flugeldur frá Hjálparsveit skáta sem heitir Kamuro Rakete. Náði geysimikilli hæð, mjög glæsileg með háum hvelh og gulu gosi. Flugeldur frá Fiskakletti sem heitir Silver Dream Screamer. Náði tölu- verðri hæð og var mjög björt þegar hún breiddi úr sér, sæmilegur hvell- ur. Flugeldur frá KR sem heitir Salut Rakete. Sæmilega lo-aftmilal, ekki mikil ljósadýrð en nokkuð háværar sprengingar. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.