Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Síða 2
20 FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 1991. Flugeldar Umgangast ber flueelda með varúð Flugeldar eru haettuleg leikföng og ber aö gæta fyllstu varúöar viö meöferö þeirra. Allar geröir flug- elda skal nota utandyra, einungis partísprengjur og hurðarsprengjur er óhætt aö nota irtnandyra. Til þess að foröast óvæntar uppá- komur ætti hver og einn að hafa þaö í huga aö geyma flugeldapakka fjarri skotstaö svo neistar, eldur eða jafnvel flugeldarnir sjálflr komist ekki að pökkunum. Ávallt skal nota stööuga undirstöðu þegar flugeldum er skotið upp og gæta þess að ekkert í nágrenninu geti hindraö flug þeirra. Það er um að gera aö útvega sér góða undirstöðu áður en að sjálfu gamlárskvöldinu kemur því þá vill þaö oft vera of seint Ekki er víst aö snjói á gaml- árskvöld og því varasamt aö treysta á að snjóskaflar geti veriö undirstaða undir flugelda. Þegar kveikt er á flugeldum eða blysum skal tendra kveikinn með útréttri hendi og víkja frá um leið og logi festist í kveikiþræði. Foröist að bogra yfir flugeldi í skotstöðu þvi mörg slysin hafa orðið af því að flugeldar eru gallaðir og rjúka af stað áður en tími er til að koma sér í burtu. Það er aldrei of varlega farið. Farið því í einu og öllu eftir leiðbeiningum. Velflestir ef ekki allir flugeldar eða blys eru með is- lenskum leiöbeiningum og þvi ætti það að vera auðvelt. Þó geta veriö á því undantekningar og skyldu menn þá reyna að kynna sér leið- beiningarnar á því tungumáli sem tiltækt er ef það er unnt. Söngið skotblysum í jörð, góðan snjóskafl eða sandflöt á opnu svæði. Alls ekki má halda á skotb- iysum. Handblysum skal ávallt halda frá líkamanum og undan vindi ef einhver er. Notið uflar- eða ieðurhanska. Þyrlu skal leggja á þurran flöt á vel opnu svæði. Kveikið á þræðinum og víkið vel frá. Sólir má ekki festa á eldfimt efni. Berið eld að kveiknum með útréttri hendi og víkið frá. Fiugelda skal ávallt geyma á þurrurn og öruggum stað þar sem böm ná ekki til. Varast skal að geyma þá nærri varmagjöfum því púðrið getur þornað og valdi sjáifí- kveikju. Viö óhöpp í meðferð flugelda skyldu menn hafa það í huga að kæling í vatni er besta vömin við brunasárum. Kæliö fyrst með köldu vatni og síðan vatni með stofuhita þar til öll minnstu merki um sviða eru horfin. Leitið læknis við öll meiri háttarbrunasár. Notið aldrei brunasrayrsl, vatn til kæl- ingar er langbesta vörnin. -ÍS Fjórir innflutningsaðilar Þeir aðilar sem flytja inn flugelda hér á landi eru aðeins íjórir og hef- ur það verið þannig um tveggja ára skeið. Fyrir tveimur ámm voru reglur hertar mjög um merkingar á flugeldum og það eru aðeins eftir fjórir innflutningsaðilar sem treysta sér til að fullnægja þeim reglum. Þessir aðilar era Lands- samband hjálparsveita skáta sem eru stórtækastir í sölu flugelda, KR-flugeldar, Verslunin Ellingsen og SVD-flugeldar í Hafnarfirði. Verðið virðist vera á svipuðum nótum hjá öllum innflutningsaðil- unum en þó ekki nákvæmlega það sama. Innihald fjölskyldupakka er heldur ekki það sama. Fyrir nokkr- um árum vora fáeinir sjálfstæðir flugeldamarkaðir á vegum annarra en íþróttafélaga og hefðbundinna flugeldasala en þeir heyra nú sög- unni til. -ÍS Skotkökurnar hafa náð miklum vinsældum á síðustu árum enda endast þær betur heldur en raketturnar. DV-mynd BG Flugeldasala KR: Fjórir utsölustaðir KR-flugeldar verða í ár með flug- eldsölur á 4 stöðum í Reykjavík. Höf- uðstöðvarnar era í KR-heimiiinu við Frostaskjól en einnig verða sölustað- ir á Suðurlandsbraut 16, í Skeifunni 11 (Bílasalan Skeifan) og í söluskúr við Hagkaup í Skeifunni. KR hefur undanfarin ár boðið upp á kredit- kortaviðskipti. KR-ingar flytja sjálfir inn allar teg- undir flugelda en töluverður fjöldi íþróttafélaga og annarra félagasam- taka um land allt kaupir flugelda frá þeim. Þar má telja Þór og KA á Akur- eyri, ÍBK í Keflavík, Björgunarsveit- ina Skyggni í Vogum, UMF Selfoss á Selfossi, Þrótt, IR, Fram, Fylki og Ægi í Reykjavík. Helstu viðskiptalönd KR-flugelda era Kína og Þýskaland. Einnig kaupa þeir frá löndum eins og Íalíu, Spáni, Sviss, Englandi og Taiwan. í fyrra tókst að fá Kínverja, aðalviðskipta- þjóðina til að merkja flugelda með íslenskum aðvörunarmiðum. Þá gilti það aðeins um hluta flugeidanna frá þeim en nú hefur tekist að fá merk- ingar á nær allar tegundir flugeld- anna. KR-ingar bjóða upp á 102 mismun- andi tegundir af rakettum sem kosta á bilinu 8-2500 krónur og 49 mismun- andi gerðir af skotkökum og tivolí- tertum á verði frá 250 krónum upp í 7000 kr. Að auki margar gerðir stjörnuljósa, gosa, standblysa, handblysa, innibomba og fleira dót. Litiar púðurkerlingar era nú aftur leyfðar til reynslu í eitt ár eftir 8 ára hlé. Þessi tilraun er gerð með það í huga að reyna að draga úr því að krakkar séu að breyta eöa rífa í sund- ur ýmsa smáflugelda til að gera þá meira spennandi og er vonandi að þessi tilraun skili árangri. Verðlag á flugeldum er svipað og í fyrra. Kínverskir flugeldar hafa hækkað lítils háttar milli ára vegna hærra gengis Bandaríkjadals en þýskir flugeldar era á sama verði. KR-ingar eru með fjórar gerðir fjöl- skyldupakka og þeir era allt að íjórð- ungi ódýrari en sama magn í lausa- sölu. Bamapakkinn er minnstur þeirra og kostar 1.400 krónur. Spari- pakkinn kemur næst og hann fæst fyrir 2.000 krónur. Bæjarins besti er númer þrjú og hefur selst best af pökkunum hjá KR. Hann kostar 2.900 krónur. Stærsti pakkinn hjá KR heit- ir Trölh og hann kostar 4.900. Hann inniheldur meðal annars risarakett- ur og skotkökur. Meðal nýjunga hjá KR eru keilugos frá Sviss og Lazerbyssu sem er handblys sem logar með skæra, ljósi. KR-ingar verða með flugeldasýningu á félagssvæði sínu viö Frostaskjól þann 29. desember klukkan 20.30. Aðstaða veröur fyrir áhorfendur í áhorfendastúku KR-vallar. -ÍS Verð á flugeldum og kökum Fjölbreytt úrval Kökur Skotkaka frá Hjálparsveit skáta sem heitir Celebration. Mjög litrík kaka og mikill hávaði. Góður endingar- tími. Kaka frá Fiskakletti sem heitir Crackhng Chrysantemum. Hún var falleg og entist hálfa mínútu en gosið úr henni náði ekki mikilli hæð. Góð fyrir yngri kynslóðina. Skotkaka frá Fiskakletti sem heitir Blossom after Thundering. Entist stutt, rauð og græn skot og myndar- legir hvellir. Skotkaka frá Ellingsen sem heitir Flying Dragon and Jumping Tiger. Entist lengi. Mjög skrautleg, mikill hávaö og brak. Kveikurinn á kök- unni reyndist bilaður og erfitt að koma henni af stað. Skotkaka frá Ellingsen sem heitir T.M. Repeater. Entist aðeins 20 sek- úndur. Skrautleg, í mörgum litum og mörg skot en ekki hávaðasöm. Skotkaka frá KR sem heitir Pearl Flower. Ending í meðallagi, mjög skrautleg, í öllum regnbogans litum en ekki hávaðasöm. Flugeldar Flugeldur frá Ellingsen sem heitir Turbo 3. Flugeldurinn náði góðri hæð og var kraftmikil og björt með háum hvefli. Flugeldur frá Hjálparsveit skáta sem heitir Duplex Bomben. Hún reyndist vera mjög kraftmikil og björt, litrík meö afbrigðum og hár hvellur. Flugeldur frá KR sem heitir Riesen Blumen og er nýjung hér á landi. Hún var mjög kraftmikil með mikilfl gulri ljósadýrð en lítill sem enginn hávaði. Flugeldur frá Hjálparsveit skáta sem heitir Kamuro Rakete. Náði geysimikilli hæð, mjög glæsfleg með háum hvelli og gulu gosi. Flugeldur frá Fiskakletti sem heitir Silver Dream Screamer. Náði tölu- verðri hæð og var mjög björt þegar hún breiddi úr sér, sæmilegur hvell- ur. Flugeldur frá KR sem heitir Salut Rakete. Sæmilega kraftmikil, ekki mikil ljósadýrð en nokkuð háværar sprengingar. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.