Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Síða 1
Þrettándagleði Fáks:
Brenna, álfa-
reið og púkar
Hestamannafélagið Fákur, íþrótta-
deildin og Lionsklúbburinn Týr
verða með þrettándagleði að Víði-
völlum í Víðidal sunnudaginn 5. jan-
úar klukkan 16.30.
Blysfor verður farin frá Reiðhöll-
inni og þeir sem vilja taka þátt í
henni mæta klukkan 16.00. í Reið-
hölhnni verða seld blys gegn vægu
verði og söngtextar afhentir. í blys-
förinni verður álfareið með álfakóngi
og álfadrottningu, álfum og púkum
ásamt Grýlu og Leppalúða og þeirra
hyski. Einnig verður álfabrenna við
skeiðvöllinn, þar sem verður sungið
og dansað og þar verður líka flug-
eldasýning. Fólk getur safnast saman
í brekkunum fyrir ofan skeiðvöllinn
og horft á álfareiðina því búist er við
að álfakóngur og drottning skeiðleggi
hesta sína og geri fleiri kúnstir. Þeg-
ar álfareiðin er komin að brennunni
verður kveikt í brennunni og þá hefst
almennur dans og söngur.
Veitingar verða seldar í félags-
heimilinu á meðan á fjörinu stendur
og á eftir og það er kvennadeild Fáks
sem sér um veitingamar. Ef veður
verður ekki hagstætt verða einnig
seldar veitingar í Reiðhöllinni fyrir
blysfór.
Ekkert þátttökugjald er í þrett-
ándagleðinni nema hvað fólk þarf að
borga fyrir blysin.
Hin fræga þrettándagleði Hestamannafélagsins Fáks veröur haldin á sunnudaginn, 5. janúar, og hefst með blysför klukkan 16 frá Reiðhöllinni. Þaðan
fer álfareið með kóngi, drottningu, púkum og ffeiri fyrirbærum sem tilheyra þrettándanum. DV-mynd GVA
Mosfellsbær:
Álfadans og brenna
Nokkur félög í Mosfellsbæ gangast
fyrir álfadansi og brennu á þrettánd-
anum sem er á mánudaginn, 6. jan-
úar. Álfakóngur og álfadrottning
mæta ásamt hirð sinni og ýmsar
uppákomur verða, svo sem söngur
og glens. Blysfór verður farin frá
bílastæði Nóatúns klukkan 20 og að
brennunni sem verður niður af Alm-
holti, vestan við svæði hestamanna.
Allir eru hvattir til að koma hlýlega
klæddir.
Eins og tíðkast á þrettándagleði
veröur mikið sungið og hér að neðan
birtist einn af þeim textum sem
sungnir verða:
Máninn hátt á himni skín,
hrímfolur og grár.
Líf og tími hður,
og hðiö er nú ár.
Bregðum blysum á loft,
bleika lýsum grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn,
og hratt flýr stund.
Kyndla vora hefjum hátt,
horfið kveðjum ár.
Dátt vér dansinn stígum.
Dunar ísinn grár.
Bregðum blysum á loft o.s.frv.
Nú er veður næsta frítt,
nóttin er svo bhð.
Blaktir blys í vindi,
blaktir líf í tíð.
Bregðum blysum á loft o.s.frv.