Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Síða 7
FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992.
Kvikmyndir
HÁSKÓLABÍÓ
Sími: 22140
Addams-fjölskyldan ★★'/2
Leikarar, umhverfi og tæknileg
úrvinnsla eins og best verður á
mkosið en söguþráður sundur-
laus. -ÍS
Tvöfalt líf Veróníku ★★★'/2
Tvær stúlkur, fæddar sama dag
hvor í sínu landi, nákvæmlega
eins í útliti og án þess að vita
hvor af annarri. Þetta er við-
fangsefni pólska leikstjórans
Krzystof Piesiewicz í magnaðri
kvikmynd. -HK
Hvíti víkingurinn ★★
Það skortir nokkuð á að þær
vonir sem þundnar voru við
Hvíta víkingin rætist. Þrátt fyrir
mörg ágæt atriði og góðan leik
er sagan illa sögð og myndin
fremuróspennandi. -HK
The Commitments ★★★★
Tónlistarmynd Alans Parker er
ógleymanleg skemmtun.
Söguþráðurinn er stór-
skemmtilegur og soul-tónlistin
frábær. Ein af betri myndum
Alans Parker. -ÍS
LAUGARÁSBÍÓ
Sími: 32075
Prakkarinn 2 ★★
Lítið vit en nokkuð gaman að
tveimur pottormum í vígahug.
Betri en sú fyrsta. • -GE
Freddy er dauður ★
Þótt fyrr hefði verið. Síðasta
myndin er ófyndin og brellurn-
ar sparsamar. Jafnvel 3-V virð-
istskorin við nögl. -GE
Brot ★★
Söguþráðurinn er flókinn og
uppgjörið í myndinni í lokin er
of ótrúlegt til að hægt sé að
sætta sig við málalok. -ÍS
REGNBOGINN
Sími: 19000
Ó, Carmela ★★★
Nýjasta kvikmynd Carlosar
Saura er létt og skemmtileg og
fjallar um þriðja flokks kabar-
ettfólk og raunir þess í
spænsku borgarastyrjöldinni.
Enn ein skrautfjöðrin í hatt leik-
konunnar frábæru, Carmenar
Maura. -HK
Ungir harðjaxlar ★★★
Góðum leikstjóra tekst vel að
byggja upp spennu í þessari
mynd. -ÍS
Fuglastríðið í
Lumbruskógi ★★
Hugljúf teiknimynd fyrir börn.
Það sem gerir hana þó eftir-
sóknarverða er íslensk talsetn-
irrg sem hefur heppnast sérlega
vel. -HK
SAGA-BÍÓ
Sími: 78900
Thelma & Louise ★★★
Davis og Sarandon eru framúr-
skarandi útlagar í magnaðri
„vega-mynd" sem líður aðeins
fyrir of skrautlega leikstjórn
Scotts.
Benni og Birta í Ástralíu ★★
Góð teiknimynd frá Disney, líka
fyrir fullorðna. Frábærlega
teiknuð með skemmtilegum
persónum. -GE
STJÖRNUBÍÓ
Sími: 16500
Bilun í beinni
útsendingu ★★★'/2
Heilsteypt kvikmynd frá Mont-
hy Python, leikstjóranum Terry
Gilliam, raunsæ og gamsöm í
senn og ekki spillir frábær leik-
ur Jeff Bridges og Robin Will-
iams. -HK
Tortímandinn ★★★
Áhættuatriðin eru frábær og
tæknibrellurnar ótrúlega góðar.
Bara að sagan og persónurnar
hefðu verið betur skrifaðar.
-GE
Börn náttúrunnar ★★★
Enginn ætti að verða fyrir von-
brigðum með Börn náttúrunn-
ar. Friðrik Þór hefur gert góða
kvikmynd þar sem mikilfeng-
legt landslag og góður leikur
þlandast mannlegum sögu-
þræði. -HK
íþróttir
Sund:
Nýársmót
hjá
fötluðum
Árlegt nýársmót fatlaðra
barna- og unglinga í sundi
verður haldið í Sundhöli
Reykjavíkur á sunnudag-
inn og hefst keppni klukk-
an 14. Rétt til þátttöku
eiga öll fötluð börn og
unglingar fædd árið 1975
eða síðar, hvar á landinu
sem þau búa. Keppt verð-
ur í flokkum hreyfihaml-
aðra, þroskaheftra, heyrn-
arlausra og blindra og
sjónskerta.
Einstaklingar í ólympíu-
iiði fatlaðra í sundi, sem
nú æfa fyrir ólympíuleik-
ana á Spáni 1992, keppa
sem gestir á þessu móti.
-GH
Ferðafélag íslands:
Létt gönguferð
sunnan Straumsvíkur
f þróttir helgarinnar:
Sunnudaginn 5. janúar efnir Ferða-
félagið til fyrstu dagsferðar á nýbyrj-
uðu ári. Þetta er létt gönguferð sunn-
an Straumsvíkur um Óttarsstaði og
Lónakot og einnig verður komið við
í kapellunni í Kapelluhrauni.
Kapellan er friðlýst og stendur á
lágum hól sem blasir við vegfarend-
um gegnt byggingum íslenska álfé-
lagsins á leiöinni suöur með sjó. Á
þessum hól er rúst af litlu húsi, vegg-
ir hlaðnir úr grjóti, ekkert þak, en
inni í tóttinni er líkneski af heilagri
Barböru - stækkuð eftirmynd af ör-
smárri styttu sem þarna fannst við
uppgröft 1950. Kristján Eldjám lýsir
svæðinu þannig: „Þetta eru einstæð-
ar þjóðminjar. Okkur finnst staður-
inn afskekktur. En fjölmenni og
umsvif vom eitt sinn meiri í
Straumsvík en í Reykjavík á sama
tíma. Því var þarna bænahús þar
sem menn gátu nálgast guð í ein-
rúmi, þar á meðal þeir sem kvíðnir
htu ógreiðfæran vegslóða þar sem
nú liggur rammgerð breiðgata til
Keflavíkurílugvallar sem tengir okk-
ur hinum stóra heimi handan hafs.
- Engin leið er að sjá hvernig um-
horfs var meðan kapellan var enn
guðshús. Álverksmiðjuhúsin um-
fangsmiklu norðan vegar og rudda
svæðið umhverfis hóhnn sunnan
megin hafa þurrkað út upphaflegt
landslag. Því stendur kapehurústin
átakanlega umkomuiaus í mengaðri
auðn.“
Hraunspildan mihi Kapehuhrauns
og Afstapahrauns kahast Almenn-
ingur. Nafnið mun dregið af því að
þar var sameiginlegt sauðfjárbeiti-
land Hraunabæja. Athygh vekur af-
Fjórir leikir fara fram í Japis-dehd-
inni í körfuknattleik um helgina. í
kvöld taka íslandsmeistarar Njarð-
víkinga á móti Skallagrími og hefst
viðureign liðanna klukkan 20. Njarö-
víkingar eru efstir í A-riðli og eru
fyrirfram taldir sigurstranglegir
gegn Borgnesingum sem eru í neðsta
sæti í A-riðli.
Á sunnudagskvöldið klukkan 20
eru þrír leikir. KR-ingar taka á móti
Tindastóli á Seltjarnarnesi. KR er í
2. sæti í B-riðh en Tindastóll í því
þriðja. Sauðkrækingar unnu KR-
inga á Sauðárkróki ekki alls fyrir
löngu og ætla sérærugglega að end-
urtaka leikinn.
Grindavík tekur á móti Þór. Grind-
víkingar þurfa á stigum að halda til
að eiga möguleika á að komast í úr-
slitakeppnina og það sama má segja
um Þórsara sem eru í neðsta sæti í
B-riðh og í fahbaráttu.
Loks leika Valur og Haukar að
Hlíðarenda. Þessi lið ásamt Grinda-
vík eru að berjast um 2. sætið í B-
riðli sem gefur sæti í úrshtakeppn-
inni og því er hörkuleikur þarna á
ferðinni.
í 1. deild kvenna eru tveir leikir.
Klukkan 14 á laúgardag leika KR og
UMFG í Hagaskóla og klukkan 18 á
sunnudaginn leika Keflavík og ÍS í
Keflavík. -GH
Páll Kolbeinsson og félagar hans í KR taka á móti Tindastól í úrvalsdeildinni
í körfuknattleik á sunnudagskvöldið.
Fyrsta dagsferð ársins á vegum Ferðafélags íslands verður um Óttarsstaði og Lónakot sunnan Straumsvikur.
leggjari niður aö fjárhúsum. Nær
ströndinni eru myndarlegar vöröur
við gamla troðninginn að vestustu
og kunnustu bæjum í Hraunum, Ótt-
arsstöðum og Lónakoti, en um þenn-
an troðning liggur leiðin í gönguferð-
inni á sunnudaginn. Brottfor er
klukkan 11.00.
Á þrettándanum, 6. janúar, verður
farin kvöldferð - blysfór - og er brotj-
fór klukkan 20.00 frá Umferðarmið-
stöðinni.
Japis-deildinni
Fjórir leikir í