Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1992, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1992, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1992. 5 Fréttir Rekstrarvandi Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík: Bærinn lánar 100 milljónir fyrirtækið hefur ekki enn fullnægt skilyrðum fyrir síðari hluta lánsins „Ef Einar Guöfinnsson heíöi orðið gjaldþrota hefði bæjarfélagið tapað bæði beinum og óbeinum tekjum. Auk þess ætlumst við til að fyrirtæk- ið endurgreiði þau lán sem það fær hjá bænum," segir Ólafur Kristjáns- son, bæjarstjóri í Bolungarvík. Bæjarstjóm hefur enn ekki afgreitt 50 milljóna króna lán fil Einars Guð- finnssonar hf., en lánið fær bæjar- sjóður hjá Landsbankanum. Á gamlársdag lánaði bæjarsjóður Bolungarvíkur EG 50 milljónir króna sem hann hafði fengið lánaðar hjá Byggðastofnun til atvinnuuppbygg- ingar á staðnum. Lánið var veitt með þeim skilyrðum að gerðar yrðu upp skuldir EG við bæjar- og hafnarsjóð svo og skuldir vegna vangoldins skyldusparnaðar. Veð sjóðanna á undan Lánið er tryggt með veðum í skip- um og kvóta EG. Bæjarsjóður er þó ekki á fyrsta veðrétti heldur eru al- mennir sjóðir svo sem Atvinnutrygg- ingasjóður, Fiskveiðasjóður, Byggðastofnun og fleiri með veð á undan bæjarsjóði. Ólafur segist ekki trúa því að þess- ir sjóðir gangi af byggðarlaginu dauðu ef í óefni stefni. „Við verðum að vonast til að albr aðilar hjálpist að við að halda skip- unum og kvóta í bænum,“ segir bæj- arstjórinn. í þessum mánuði á svo EG að fá aðrar 50 milljónir að láni hjá bæjar- sjóði en lánið hefur enn ekki verið afgreitt þar sem fyrirtækið hefur ekki fullnægt þeim skilyrðum sem bæjarstjóm setur fyrir láninu. Að sögn bæjarráðsmanns, sem ekki vill láta nafns síns getið, vill bæjarstjóm sjá meö hvaða hætti Atvinnutrygg- ingasjóður, Fiskveiðasjóður, Lands- bankinn og Byggðastofnun koma fyr- irtækinu til aðstoðar auk þess sem bæjarstjórn hefur óskað eftir að henni verði gerð grein fyrir væntan- legum skipulagsbreytingum innan fyrirtækisins. Þegar þessi atriði verði ljós verði lánið afgreitt, fyrr ekki. Of stórt dæmi fyrir bæjarfé- lagið Margir bæjarbúar efast um aö bæj- arsjóður rísi undir því að lána EG þessar 100 milljónir króna. Það komi einnig til að bæjarsjóður hafi fyrr í vetur keypt, ásamt Verkalýðs- og sjó- mannafélaginu á staðnum, hlutafé fyrir 43 milljónir króna í fiskvinnslu- fyrirtækinu Graeði hf. sem gerir út togarann Flosa ÍS. Ólafur segir hins vegar að það verði að taka stór skref ef bæjarfélagið eigi ekki að drukkna. „Það vita það allir að EG dæmið er allt of stórt tölulega séð fyrir bæj- arfélagið en við verðum því miöur að horfa fram hjá því og gera það sem við getum til að tryggja atvinnuör- yggið í bænum. Ef atvinnuöryggið minnkar hrynur fasteignaverð og fólk flytur burt í tugatali. Við erum þvi að vona að með þessum aðgerð- um og með þátttöku Byggðastofnun- ar, Fiskveiðasjóðs, Atvinnutrygging- arsjóös og Landsbankans sé fundin leið til að leysa rekstrarvanda Einars Guðfinnssonar hf. til lengri tíma. Ég hef trú á að það muni gerast," segir bæjarstjórinn. -J.Mar Á morgun, fimmtudag 16. jan. kl. 12 á hád. gerist nokkuð skemmtilegt! STÓRA BÓKAVEISLA FJÖLVAf ovnar i rúmeóðu verslunarhúsnœðí Grensásveei 12. 450 númer af allskonar lagkökum, tertum, stökum bókum og pökkum. 50-80 % verblækkun yflr alla línuna á merkilegustu bókaútsölunni. ALLT Á AÐ SELJAST! Opið virka daga 12-6, laugard. 10-4, sunnud. 12-4« Verðlaanagetraan! flllir fá varðlaan! p — ””””"” — — -"””"- — --”-1 — — — — — Þab er itteiri ösin á Stóru Bókaveislu Fjölva. Skobib vandlega I Tii Fjoiva/Vasa, Njörvasundi 15 a, 104 Reykjavík. | teikninguna meb ótal persónum úr bókum Fjölva og takib I Nafn. I þótt i verblaunagetraun. Allir fá verblaun. dýrar bókasend- J •••'•.................................I ingar af öllum tegundum ab gjöf meb póstinum. Þúsund ! Kennítaia: | verblaun. Merkib krossa X vib fimm veislugesti: I.......................................I 1) Dolla Dropa úti í horni, 2) Kaftein ísland svífandi meb I Heimiii: | bókatertu, 3) H.C.Andersen œvintýravin meb stromphatt, |...............*..................... |4) Betty ún dóttur minnar í svörtum serkog 5) Indíánann iPóstnúmen.......................... í v‘n^ * hári ab gefa galdramebal. Klippib alla auglýsinguna út L------1'-11-1.M 1*l'J 1/21! 11-l.*J (ekki ljósrit) skrifíb nafh ykkar og sendib til Fjölva/Vasa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.