Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1992, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1992, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1992. 9 kokkum Kokkar þjást oftar af lungna- krabba en aðrir. Skýringin er sú að þeir eru meira í snertingu við krabbameinsvaldandi efni sem flnnast í reykjarbrælu i eldhús- um. Þetta segja tveir danskir vís- indamenn sem stunda rannsókn- ir á vinnuumhverfi. Limgnakrabbi er 2,5 sinnum algengari bjá kokkum en öðrum. Og úr því að kokkar reykja ekki meíra en aörir hlýtur skýringar- innar að vera að leita 1 vinnuum- hverfinu. Það er vel þekkt að krabba- meinsvaldandi efni myndast þeg- ar kjöt er steikt og myndast efni þessi við 140 gráðu hita. Magn þeirra eykst síðan þegar hitastig- ið hækkar. Þá hefur fita einnig áhrif á myndun þessara efna. Væitdiskoitur iokun skógarins Vændiskonur í miðborg Parísar eru ánægðar yflr því að lögreglan skuli hafa lokað hluta Boulogne- skógar fyrir bílaumferö til að stemma stigu viö vændinu sem fer fram á kvöldin. „Þegar þeir viðskiptavinir sem voru vanir að fara út í skóg koma í bæinn stendur ekki á mér að taka á móti þeim,“ sagði Lisa, ein fjölda vændiskvenna sem stunda iðju sína í hinni skuggalegu götu Rue St Denis. Lögreglan lokaði skóginum vegna frétta um að vændiskonur þar og -menn sýktu 40 viðskipta- vini af eyðniveirunni á hverju kvöldi. ! RokkiðskaS víkja fyrir klassíkinni Breskir skólamenn deila nú hart um nýja námsskrá í tónlist þar sem meiri áhersla verður lögð á sigilda vestræna tóniist á kostnað rapps, reggeis og rokks. Námsefnisnefhd ríkisins hefur lagt þetta til og búist er við að stjóm íhaldsmanna leggi blessun sína yfir áformin. Samkvæmt nýju námsskránni á ellefu ára nemandi að geta sagt álit sitt á fúgum eftir Bach. Kenn- arar segja hins vegar að þetta sé óréttlátt gagnvart innflytjendum frá þriðja heiminum. Handsprengja drepur keppi- nautaíástum Táningur nokkur á Filippseyj- um varð svo reiður við að sjá kærustuná á bíó með öðrum manni í gær að hann sprengdi handsprengju meö þeim afleið- ingum aö hann og keppinautur- inn létu báöir lífið. Sjö manns slösuðust alvarlega við sprenginguna, þar á meðal stúlkan. Fylgisveinn stúlkunnar var að reyna að taka sprengjuna frá þeim afbrýðisama þegar hún sprakk. Lögreglahand- samar víneitrun- armenn Lögregla á Ítalíu geröi fjórar milljónir lítra víns upptækar á þriðjudag og handtók flóra menn sem grunaðir eru um að hafa komiö eiturefnum fyrir í því. Lög- reglan rannsakar nú efnin í vín- inu. TTogKeuter Utlönd Jeltsín svarar gagnrýni á stjóm sina: Hendum ekki gömlum sokkum Forseti rússneska þingsins, Ruslan Khasbuiatov, veittist harkalega að efnahagsumbótiun Borís Jeltsín for- seta í gær, í annað sinn á tveimur dögmn, en Jeltsín sagði að hann mundi standa með ríkisstjórn sinni. Khasbulatov fór enn á ný fram á afsögn stjómarinnar og þykir það benda tii þess að heitt verði í kolun- um þegar þingið ræðir efnahagsað- gerðimar á fundi í dag. Jeltsín er á ferðalagi um landið til að afla stefnu sinni stuðnings og þeg- ar hann kom til borgarinnar Bry- ansk í suðvesturhluta Rússlands í gær sagði hann að ríkisstjómin væri ekki eins og gamhr sokkar sem menn hentu. Þá vísaði hann í landlægan vöm- skort í landinu og bætti við: „Það hendir heldur ekki nokkur maður gömlum sokkum um þessar mund- ir.“ Líklegt er talið að Jeltsín hafi meiri áhyggjur af því sem hann heyrir meðal almennings en í þinginu. Leið- togi kolanámumanna í Kuzbass, stærstu námum í samveldinu, sagði að hann óttaðist verkfoll og mót- mælaaðgerðir gegn Jeltsín. Verka- menn í einni námunni efndu til nokkurra klukkustunda skyndi- verkfalls á sunnudag. „Við viljum gera eitthvað fyrir námumennina en við viljum ekki grafa undan stjórn Jeltsíns," sagði leiðtoginn. Hann sagði að sendinefnd námu- manna færi til Moskvu í dag til við- ræðna við stjórnvöld. Khasbulatov sakaði stjórnina um að eyðileggja iðnað Rússlands með háum sköttum sem hafa verið lagðir á hann til að reyna að ná stjóm á sívaxandi fjárlagahalla ríkisins. Reuter Alsír: Fimm manna forsætisráð tekur völdin Fimm manna forsætisráð hefur tekið við völdum af Chandli Benjadid, fyrrum forseta Alsírs. í reynd hefur herinn öll völd í landinu þótt nýja ráðið fari formleg með for- setavaldið. Það kemur í hlut mannanna í for- sætisráðinu að ákveð hvort og hve- nær gengið verður til síðari umferð- ar þingkosninganna þar sem allar líkur vom á að flokkur strangtrú- aðra íslama færi með sigur af hólmi. Ekki er gert ráð fyrir forsætisráði af þessari gerð í stjómarskrá lands- ins en það er nú réttlætt með því að vísa til neyðarástandsins eftir að rétt kjörinn forseti sagði af sér. Nýja ráðinu er ætlað að sitja að völdum allt til ársloka árið 1993. Sú ákvöðrun ber með sér að herinn ætl- ar ekki að hætta á að efna til forseta- kosninga í bráð enda líklegast að frambjóðandi strangtrúarmanna yrði þá kjörinn. Vestrænir sendimenn í Alsír segja að forsætisráðið sé ekki líklegt til stórræða. Andstæðingar fyrri stjórn- ar em þó í ráðinu og er skipun þeirra greinilega ætlað að koma í veg fyrir deilur um þessa nýskipan mála. í forsætisráðinu er einnig fulltrúi hersins og vilja margir líta svo á að hann sé hinn raunverulegi forseti. Þessi maður er Khaled Nezzar varn- armálaráðherra. Reuter Morðið á Kennedy: forsetann? Ekkert lát virðist vera á getgátum manna í Bandaríkjunum um hver hafi drepið Kennedy forseta. Nú hef- ur nýr maður komið fram á sjónar- sviðið í því máli, verkalýðsleiðtoginn Jimmy Hoffa sem á sínum tíma var mikill andstæðingur forsetans. Rannsóknarblaðamaðurinn Jack Newfield við blaðið New York Post, sem þekktur er fyrir að íletta ofan af hneykslismálum í stjórnkerfl borgarinnar, skýrði frá því að hann hefði fundið mann sem heldur því fram að hann hafi verið meðalgöngu- maður milh Hoffa og tveggja mafíu- foringja í ráðabruggi um morðið. Maðurinn er lögfræðingur Hoffa, Frank Ragano. Hann ákvað eftir mikið hugarvíl að segja frá því að Hoffa hefði fyrirskipað sér að segja mafíuforingjunum að hann vildi að Kennedy yrði drepinn. Ragano segir að Hoffa hafi viljað drepa Kennedy til að stöðva herferð Roberts bróður hans á hendur skipu- lagðri glæpastarfsemi. Hoffano og mafían hafa lengi legið undir grun um að tengjast morðinu. Ragano segir að útlægir Kúbu- menn hafi myrt forsetann og að ann- ar mafíuforinginn hafi síðan látið drepa þá. Annar mafíósinn er látinn en hinn er á níræðisaldri og þjáist af alsheimer. Jimmy Hoffa hvarf árið 1975. Reuter VILTUFRIÐ?... FáðuþérHLIÐ! Óviðkomandi bílaumferð er úr sögunni með sjálf- virku hliði frá ASTRA Austurströnd 8 Sími 61-22-44 FAX 61-10-90 mottu og teppa M» «ntÚU6A 6Ó* KM"* - K®*® " w kwhib ykku* úwaub

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.