Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1992, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111,105 RVlK, SlMI (91 )27022-FAX: Auglýsingar: (91 )626684
- aðrar deildir: (91 )27079
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Pólitísk Þjóðhagsstofnun
Forsætisráðherra hefur ráðið Ólaf Davíðsson hag-
fræðing sem ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu.
Þar hefur ráðherrann fengið góðan mann, einkum fyrir
þá sök að Ólafur Davíðsson nýtur virðingar og áhts sem
hleypidómalaus hagfræðingur, auk þess sem hann hefur
starfað í atvinnulífmu og er ekki kontóristi í líkingu við
marga aðra kohega sína, sem alast til metorða á opinber-
um stofnunum.
í stjómsýslunni hefur þróunin verið sú að efnahags-
mál heyra að verulegu leyti undir forsætisráðherra. Þau
mál hafa og lengstum verið helsta viðfangsefm forsætis-
ráðherra hverju sinni sem og ríkisstjómarinnar í heild.
Forsætisráðherra er í rauninni efnahagsmálaráðherra.
Þess vegna er löngu tímabært að maður með þekkingu
og reynslu Ólafs Davíðssonar sé við hhð forsætisráð-
herra og að ráðherrann hafi aðgang að gögnum og upp-
lýsingum undir handarjaðri sínum. Ráðning Ólafs Dav-
íðssonar á að koma að þessum notum og þjóna hlutverk-
inu.
Það fylgir hins vegar sögunni að forsætisráðherra
hyggist draga úr hlutverki Þjóðhagsstofnunar, ef ekki
að færa hana að öhu leyti undir sína stjóm. Eins og nú
háttar heyrir stofnunin undir forsætisráðherra en er
engu að síður hlutlaus og óháð stofnun, sem forsætisráð-
herra hefur engin bein afskipti af, nema þá að ráða yfir-
mann hennar og hafa aðgang að trúnaðarupplýsingum.
Þessi skipan mála var ákveðin á sínum tíma beinlínis
í því skyni að koma á fót hagfræðistofnun, sem væri
ekki fjarstýrð af stjórnmálamönnum og sem allir gætu
borið traust th vegna óhlutdrægni. Sú lenska tíðkaðist
hér lengst af að engu var treystandi þegar spáð var í
efnahagsmál, vegna þess að ráðherrar, flokkar og ríkis-
stjómir gátu pantað skýrslur og niðurstöður eftir því
sem þeim hentaði hverju sinni. Stöðugar deilur um stað-
reyndir í efnahagsmálum voru hvimleiðar og settu nei-
kvæðan blett á stjórnmálaumræðuna. Skýrslur voru
tortryggðar og jafnvel rengdar og því varð að ráði að
skapa Þjóðhagsstofnun sjálfstæði, þannig að efnahags-
legar forsendur, horfur og niðurstöður væru lagðar til
grundvaUar í stað óskhyggju pólitíkusa.
Með hliðsjón af þessari reynslu er það afturhvarf til
fortíðar að leggja Þjóðhagsstofnun niður og gera hana
að deUd í forsætisráðuneytinu. Þá mun hún ekki lengur
njóta virðingar sem shk, heldur vera tæki í höndum
ríkisstjómar tU að senda frá sér álitsgerðir, sem ekki
verða marktækar í umræðunni, nema þá sem sú hhð
sem snýr að ríkisstjóm hverju sinni.
Stjómarandstaðan hefur varað við þessum hugmynd-
um. Sjálfsagt er það í og með sett fram til að gera Dav-
íð Oddssyni lífið leitt en rök stjórnarandstöðunnar em
engu að síður málefnaleg. Talsmenn stjórnarandstöðu-
flokkanna benda aUir á að skipulagsbreyting í þá átt,
sem forsætisráðherra hyggst leggja tU, muni draga úr
trausti á Þjóðhagsstofnun eða ígUdi hennar.
Yfirleitt geta menn verið sammála því að efnahags-
umræður séu að færast á mun vitrænna svið en hér
hefur tíðkast. Hagsmunasamtök, aðilar vinnumarkað-
arins og stjómmálamenn yfirleitt eru að mestu hættir
að rífast um staðreyndir og flestir taka mark á hagfræði-
legum lögmálum. Þar hefur hlutur Þjóðhagsstofnunar
átt sinn þátt og sjálfstæði hennar.
Forsætisráðherra á vissulega að efla ráðgjöf sína um
efnahagsmál innan ráðuneytisins. En hann á ekki að
gera það á kostnað Þjóðhagsstofnunar.
EUert B. Schram
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1992.
„Bankarnir verða fyrir tekjutapi á meðan beðið er eftir kaupendum," segir Stefán m.a. i greininni.
Milljarðar
tapast
Aðferðum við að meta veð og
greiðslutryggingar er áfátt hér á
landi. Árlega tapa lánastofnanir
milljörðum króna vegna þess að
frumstæðar aðferðir eru notaðar
við veðmat. Ófullkomin veðmöt
valda hækkun skatta og auka
vaxtakostnað. Opinberir lánasjóðir
þurfa framlag úr ríkissjóði og
bankar tapa lánsfé.
Veð og tryggingar
Lánastofnanir þurfa tryggingu
fyrir því að lántakendur endur-
greiði lán sín með vöxtum og kostn-
aði. Lánveitendur verða að full-
vissa sig um að þeir sem lánin taka
ráði við afborganir og vexti. Einnig
þurfa þeir að endurheimta féð ef
ekki er staðið í skilum. Lánastofn-
anir reyna að meta afkomu lántak-
enda og getu þeirra til að greiða af
lánunum.
Til dæmis er greiðslugeta íbúða-
kaupenda almennt talin 20%-25%
af launum. Lánastofnanir þurfa
tryggingar ef lántakendur hætta að
greiða af lánum. Algengast er að
taka veð í fasteignum. Þegar fast-
eignaveð þykja ótraust eða miklar
fjárhæðir eru í húfi þekkist að kraf-
ist sé bankaábyrgðar eða jafnvel
ríkisábyrgðar. Veðtaka og ábyrgðir
eru trygging lánastofnana ef ekki
er staðið í skilum.
Fasteignaveð og veðmat
Algengustu tryggingar eru fast-
eignaveð. í þvi felst að lánveitandi
getur gengið að hinni veðsettu fast-
eign til tryggingar láninu. Til þess
að breyta veðinu í reiðufé verður
að selja eignina. Öryggi lánveit-
enda er háð því veröi sem fæst.
Veðmat á að lýsa þessu verðmæti
og öryggi lánveitenda er háð ná-
kvæmni þess. Brunabótamat er
enn almennt notað sem veðmat
hérlendis eða annað mat á bygging-
arkostnaði.
Reynslan sýnir að það orkar tví-
mælis því veðsettar eignir seljast
oft ekki nema fyrir brot af bygging-
arkostnaði og brunabótamati. Mat
fasteignasala á markaðsverði eigna
gefur betri niðurstöður en er þó
ekki raunverulegt veðmat. Veðmat
tekur tillit til markaðsverös, eðlis
eigna, verðsveiflna og markaðsað-
stæðna, hugsanlegrar nýtingar og
tekjumöguleika og hversu seljan-
legar eignir eru.
KjaHarinn
Stefán Ingólfsson
verkfræðingur
Vafasöm möt hækka skatta
í nýbirtum skýrslum kemur fram
að opinberir lánasjóðir verða að
afskrifa milljarða af útlánum. Lán-
takendur standa ekki í skilum og
veð reynast ótrygg. Sjóðimir mátu
rangt greiðslugetu lántakenda. Veð
hafa einnig reynst ótrygg. Algengt
er að verðmæti fasteigna nemi
broti af áhvílandi veölánum. Út-
lánatöp í opinberu sjóðunum lenda
með einum eða öðrum hætti á
skattgreiðendum. Sumir sjóðanna
voru stofnaðir með framlagi úr rík-
issjóði.
Til þess að rétta þá við verður
ríkið aö auka framlag sitt. Aðrir
taka lán, oft gegn ríkisábyrgð, og
endurlána. Þegar lántakendur
standa ekki í skilum fellur kostnað-
urinn á ríkissjóð. Árlega verður að
skattleggja almenning um millj-
arða króna til að mæta tapinu,
Frumstætt veðmat hækkar
vexti
Veðmat banka og sparisjóða er
litlu betra en opinberu sjóðanna.
Mati á greiðslugetu lántakenda er
ósjaldan áfátt. Bankarnir ganga
árlega að mörgum veðsettum eign-
um vegna vanskila. Þær verður oft
að selja með tapi sökum þess að
veðmat þeirra var of hátt. Algengt
er að sá tími sé vanmetinn sem tek-
ur að selja eignirnar.
Bankarnir verða fyrir tekjutapi á
meðan beðið er eftir kaupendum,
einkum þegar um sérhæföar og
dýrar eignir er að ræða. Ekki er
ósennilegt að bankakerfið tapi ár-
lega á annan milljarð af þessum
sökum. Tap vegna glataðra útlána
og kostnaðar vegna kaupa og sölu
veðsettra eigna bætist við rekstrar-
kostnað bankanna.
Til að mæta því hækka þeir vexti
og þjónustugjöld. Léleg veðtaka er
einnig ein ástæðan fyrir lækkandi
ávöxtun á sumum flokkum skulda-
bréfa hjá verðbréfasjóðum. Sjóð-
imir keyptu fasteignaskuldabréf
með miklum afföllum og reiknuðu
meö mikilli ávöxtun. Mati á
greiðslugetu og veðhæfni var hins
vegar áfátt og sjóðimir sátu uppi
með eignir sem þeir töpuðu á.
Húsnæðiskaupendur einna
traustastir
Húsnæðiskaupendur em einna
traustustu lántakendumir. Fjöl-
skyldufólk er almennt gætnara en
fyrirtæki og býður tryggari veð.
Þess vegna tapa sjóðir sem veita lán
til íbúðakaupa minna en þær lána-
stofnanir sem áður voru nefndar.
Lífeyrissjóðirnir, sem em
stærstu lánasjóðir á landinu, lán-
uðu mikið til sjóðfélaga gegn veði
í íbúðarhúsnæði. Þó þeir miði flest-
ir við bmnabótamat við veðtöku
hefur það ekki komið að sök á
stærstu markaðssvæðum landsins.
Sjóðimir tapa þó árlega talsverð-
um fjárhæðum. Sama máli gegnir
um hina opinberu byggingarsjóði.
Tap þeirra er meira en menn viður-
kenna. Stefán Ingólfsson
„ÓfuUkomin veðmöt valda hækkun
skatta og auka vaxtakostnað. Opinber-
ir lánasjóðir þurfa framlag úr rikissjóði
og bankar tapa lánsfé.“