Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1992, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1992.
15
Gninitlífeyrir al-
mannatrygginga
Grunnlífeyrir almannatrygginga
til aldraðra og öryrkja, sem nú er
12.123 kr. á mánuði, er ein elsta og
helsta stoð almannatryggingakerf-
isins.
Frá 1937 greiddu allir, 16 ára og
eldri, mánaðarlega sérstakt al-
mannatryggingagjald, sem standa
átti imdir elli- og örorkustyrk.
Frá 1937 til 1961 var ellistyrkur
tekjutengdur og ekki greiddur til
þeirra sem höfðu miklar tekjur eða
áttu miklar eignir, að mati þess
tíma.
1961 var þessi skerðing afnumin
og þáverandi félagsmálaráðherra,
Emil Jónsson, lýsti því yfir, þegar
hann talaði fyrir lagabreytingunni
á Alþingi, að hér væri um áunninn
rétt aö ræða, sem allir ættu að njóta
sem náð höfðu tilskildum aldri.
Sama viðhorf var einnig í nálægum
löndum.
Siðlaust afnám
Þannig var litið á þetta mál af
flestum þar til að fyrrverandi heil-
brigðisráðherra, Guðmundur
Bjarnason, lagði fram tillögu fyrir
nokkrum árum um aö tekjutengja
grunnlífeyrinn, þ.e. að skerða hann
ef menn hefðu meira en rétt til
hnífs og skeiðar.
1971 var þetta sérstaka almanna-
tryggingagjald lagt af og tekna al-
mannatrygginga eftir það aflað
KjaUarinn
Magnús H. Magnússon
fyrrv. ráðherra
lega í 30 ár eða lengur á tímabilinu
frá 1937 tfl 1971. Ég tel það siðlaust
að ætla nú að afnema þann rétt,
sem fólk taldi sig vera að afla sér,
með einu pennastriki og segja
gamla fólkinu að þetta hafi bara
verið plat.
Framan af var upphæð elli- og
örorkulífeyris miðuö við ákveðinn
hundraðshluta af almennum taxta
verkamanna. Því miður hefur þessi
viðmiðun ekki haldið eftir að tekju-
tryggingin kom til sögunnar. Bæði
er að ríkisstjómir hafa ekki staðið
að fullu viö það markmið og aðilar
vinnumarkaðarins hafa samiö um
ýmis atriði, sem ekki koma inn í
grunnkaup verkamanna, svo sem
júlíuppbót, desembemppbót og
margt fleira. Ekkert af þessu hefur
skilað sér í grunnlífeyrinn.
„Mér er spurn: Hvenær uröu menn
með allt niður í 66 þús. kr. í mánaðar-
laun taldir vera þeir tekjuhæstu á ís-
landi? - Þær tekjur virðast vera taldar
nægilegar fyrir eldra fólk.“
með almennum sköttum.
Flestir þeirra sem nú era á ellilíf- Ráðamenn þora ekki...
eyrisaldri greiddu þetta sérstaka Nú tala menn um að skerðingin
almannatryggingagjald mánaðar- nái aðeins til þeirra, sem em
Greinarhöfundur segir ráðamenn setja sig upp á móti hátekjuskatti en
hann sé þó viöa viðhafður i staðgreiðsiukerfi skatta.
„tekjuháir", „tekjuhæstir" eða
„allra tekjuhæstir". Mér er spurn:
Hvenær urðu menn meö allt niður
í 66 þús. kr. í mánaöarlaun taldir
vera þeir tekjuhæstu á íslandi? -
Þær tekjur virðast vera taldar
nægilegar fyrir eldra fólk.
Fyrir nokkrum árum var lögum
breytt þannig að sjómenn fengu
ellistyrk þegar þeir náðu 60 ára
aldri. Þetta var aðallega gert til að
auðvelda sjómönnum að fara í land
og skipta um starf, t.d. eftir áratuga
erfitt starf á fiskiskipum.
Sú skerðing, sem nú er verið að
tala um, hlýtur að gera þessi rétt-
indi sjómanna marklaus í flestum
tilvikum.
Mér finnst það fráleitt að skeröa
grunnlífeyrinn hjá þeim sem hafa
um eða innan við 70 þús. kr. á
mánuði (því miður em enn margir
sem lítilla eða engra lífeyrissjóös-
réttinda njóta) en snerta ekki fjár-
magnstekjur.
Menn geta allt eins haft milljón
kr. á mánuði í fjármagnstekjur og
haldið samt óskertum grunnlífeyri.
Og ekki bara grunnlífeyri heldur
og fullri tekjutryggingu (sem er
u.þ.b. tvöfalt hærri en grunnlífeyr-
irinn), heimihsuppbót, sérstakri
heimilisuppbót og jafnvel fleiri bót-
um almannatrygginga.
Ráðamenn þora t.d. ekki að af-
nema fráleit skatthlunnindi af
greiðslum fyrir laxveiðar og setja
sig upp á móti hátekjuskatti, segja
hann óframkvæmanlegan, sem
auðvitað er rangt, því hann er víða
viðhafður í staðgreiðslukerfi
skatta.
Og menn em ekkert að flýta sér
aö leggja fram tillögur um skatt af
fjármagnstekjum, en það bráðligg-
ur á að skerða gmnnlífeyri elli- og
örorkulífeyrisþega. - Mér fmnst
þetta vægast sagt röng forgangs-
röðun.
Magnús H. Magnússon
Nýir tímar í íslensk-
um landbúnaði
Það er fyrir löngu orðið ljóst að
íslenskur landbúnaður er og verður
baggi á íslensku þjóðfélagi svo lengi
sem hann er reldnn með svipuðu
sniði og nú er. Fram að þessu hefur
skort allan pólitískan vilja til þess
að taka á þessu vandamáli, en nú
lítur út fyrir að Úrúgvæ-lota GATT-
viðræðnanna muni gefa ríkisstjóm-
inni duglegt spark í rassgatið. Það
gefur auga leið að ekki má líða lang-
ur tími áður en bmgðist verður við
því nógu lengi hefur landbúnaðar-
vandanum verið velt áfram.
Hér á eftir verður rakið hvemig
ég tel að skynsamlegast væri að
bregðast við þessu vandamáli, og í
seinni grein minni um byggða-
stefnu verður nánari útfærsla á því
hvað slíkt hefur í for með sér.
Ný jarðabókarnefnd
I dag em um 5000 lögbýli í land-
inu, mörg hver nyög óarðbær. Til
þess að unnt sé að stuðla að auk-
inni hagkvæmni er nauðsynlegt að
fyrir liggi ítarlegar upplýsingar um
jarðnyt á öllum þessum jörðum.
Ég legg því til að skipuð verði ný
jarðabókarnefnd sem taki sér þetta
verk fyrir hendur.
Þegar niðurstöður nefndaiinnar
liggja fýrir má sjá hvaða búnaðar-
svæði henta best til framleiðslu á
hinum ýmsu búvörum og hvaða
jarðir henta alls ekki til framleiðslu.
Fyrirfram mætti hugsa sér að Suð-
urlandsundirlendi hentaði vel til
mjókurframleiðslu, Dalasýsla til
sauðfjárræktar en Vestfirðir ekki til
búskapar. Reyndar hefur Byggða-
stofnun unnið skýrslu á þessum
nótum, en henni var stungið undir
stól þar sem hún hentaði ekki því
hagsmunagæsluliði sem farið hefur
með landbúnaðarmál hér á landi.
Þrír meginfiokkar
Ég tel aö með þessu móti mætti
KjaUarinn
Ásgeir Baldursson
nemandi í þjóðfélags-
fræði við HÍ
flokka lögbýli landsins í 3 megin-
flokka. í fyrsta lagi hagkvæm bún-
aðarsvæði sem hggja vel við mark-
aði og henta vel til landbúnaðar.
Ámessýsla er sennilega hesta
dæmið um þess háttar svæði. - í
öðm lagi búnaðarsvæði sem henta
sæmilega til framleiðslu á ákveðn-
um búvörum. Skógrækt á Héraði
og sauðfjárrækt í Dalasýslu em
dæmi um slík svæði. - í þriðja lagi
em jaðarsvæði sem af ýmsum
ástæðum era óhentug til landbún-
aðar vegna einangrunar, lélegs
jarðvegs, gróðureyðingar o.þ.h.
Vestfirðir sem slíkir em ágætt
dæmi um slíkt landbúnaðarsvæði.
Mjóifjörður er annað öfgadæmi þar
sem senda þarf bát eftir mjólkinni
yfir vetrarmánuðina.
- í fjórða og síðasta lagi em svo
örfoka óbyggðir, ofbeittar afréttir
og friðlýstar náttúruperlur, sem
loka þarf fyrir allri ásælni búfjár
(hesta og kinda).
Vitneskjuna um hve vel einstök
landbúnaðarsvæði henta til fram-
leiðslu á hinum ýmsu búvörum
má nota til þess að koma í veg fyr-
ir frekari offjárfestingu í landbún-
aði á óhagkvæmum búsvæðum.
Þannig verður að teljast eðlilegt að
ekki sé lánað til uppbyggingar á
mjólkurbúum á Vestíjörðum svo
dæmi sé tekið.
Rýmka þarf möguleika
Undanfarin ár hefur verið dregið
töluvert úr framleiöslu á kinda-
kjöti þótt enn sé hún of mikil.
Stærsti og versti sökudólgurinn á
ástandi landbúnaðarmála er kvóta-
kerfið í landbúnaði. Á komandi
ámm verður að leggja það niður
og gefa dugandi bændum kost á að
hasla sér völl á kostnað slóðanna.
Það á að gefa hveijum þeim bónda
sem það vill kost á að fella niður
kvóta sinn og hefja þess í stað að
framleiða á markað.
„Stefna ber aö því að allir íslenskir
bændur framleiði fyrir markað strax á
fyrsta áratug næstu aldar. Einungis á
þann máta er mögulegt að skapa
grundvöll fyrir þjóðhagslega hag-
kvæman landbúnað.“
„Undanfarin ár hefur verið dregið töluvert úr framleiðslu á kindakjöti
þótt enn sé hún of mikil.“
Rýmka þarf möguleika á nýjung-
um í framleiöslu og slátrun. Gefa
mönnum t.d. möguleika á að slátra
sjálfir í litlu húsnæði (svo fremi það
standist heilbrigðiskröfur) og með
ýmsum mismunandi aðferðum.
Við getiun tekið dæmi af sjálfstæð-
um bónda í upphafi 21. aldar sem
nær hagstæðum sölusamningi við
arabískan kaupmann. Þá á í sjálfu
sér ekkert að vera því til fyrirstöðu
að slátra á íslamska vísu til þess
að þóknast kaupandanum.
Reglur verða að vera sveigjanleg-
ar. Stefna ber að því að allir ís-
lenskir bændur framleiði fyrir
markað strax á fyrsta áratug næstu
aldar. Einungis á þann máta er
mögulegt aö skapa grundvöll fyrir
þjóðhagslega hagkvæman land-
búnað.
Ríkið aðstoði
Það er óhjákvæmilegt að búum
verði fækkað á næstu árum, og í
því sambandi þarf hlutverk ríkis-
ins að vera bundið við aö draga úr
félagslegum sársauka vegna þessa.
Ég legg til aö ríkið kaupi óseljanleg-
ar fasteignir í dreifbýli af því fólki
sem vill selja og bregða búi en er í
reynd bundið efnahagslegum átt-
hagafjötrum. Loka á fyrir að fénaði
sé beitt á afréttir, og afdalabýh
skulu missa alla opinbera fyrir-
greiðslu að núverandi ábúanda
látnum, sé ekki hægt aö ná sam-
komulagi um shkt fyrir þann tíma.
Með opinberri fyrirgreiðslu á ég
viö snjómðning að vetrarlagi, að
náð sé í mjólk þrisvar í viku, að
vegum sé haldið við, að sjónvarps-
sendingar séu tryggðar og önnur
opinber þjónusta veitt ábúendum
að kostnaðarlausu og á kostnað
skattgreiðenda. Smám saman ætti
síðan að markaðsvæða landbúnað-
inn með þvi að leggja niður allan
kvóta og takmarka alla opinbera
stýringu á honum.
ÖU þessi endurskipulagning
landbúnaðar má að sjálfsögðu ekki
gerast óháð öðrum þáttum í
byggðastefnu. Sjávarútvegur og
málefni sveitarfélaga verða að
haldast í hendur viö þessa þróun.
Ég mun síðar víkja að þeim málefn-
um.
Ásgeir Baldursson