Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1992, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1992, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1992. 25 Meiming Hildur Þórðardóttir, Þórhildur Halla Jónsdóttir og Edda Krist- jánsdóttir. Ungireinleikarar leikameð Sinfóníunni Tónlistarskólinn í Reykjavík og SinfóníuMjómsveit íslands halda tónleika annað kvöld í Háskóla- bíói. Eru tónleikar þessir fyrri hluti einleikaraprófs flautuleik- aranna Eddu Jónsdóttur og Hild- ar Þórðardóttur og Þórhildar Höllu Jónsdóttur sellóleikara. Verkin, sem flutt verða, eru Kon- sert fyrir flautu og hljómsveit í h-moll op. 30 eftir Bernhard Rom- berg og er Hildur Þórðardóttir einleikari, Konsert fyrir selló og hljómsveit í D-dúr op. 101, ein- leikari Þórhildur Halla Jónsdótt- ir, og Euridice fyrir þverflautu og hljómsveit eftir Þorkel Sigur- bjömsson, einleikari Edda Kristj- ánsdóttir. Bókaútaúgáfa Menningarsjóðs lögðniður „Líkast til hættir útgáfan störf- um um mitt ár. Við erum að setja bækur á rýmingarsölu þessa dag- ana, enda hggur fyrir mikið af bókum eftir tæplega fimmtíu ára útgáfustarfsemi. I fyrra gáfum við út til að mynda þrettán titla.“ Þetta sagði Einar Laxness, fram- kvæmdastjóri Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs, en stjórnvöld hafa ákveðið að leggja bókaútgáfuna niður. Ástæðuna kvað Einar vera að nokkru leyti þá að útgáfan skuldaði á miUi 30 og 40 milljón- ir. „Þetta eru aðallega fjármagns- skuldir en bækur, sem gefnar hafa verið út á vegum Menning- arsjóðs, eru yfirleitt bækur sem eru ætlaðar til langtímasölu og oft mjög dýrar í útgáfu." Að- spurður hvað yrði til dæmis um framhald á úgáfu á íslenskri leikhst, en 1. bindið kom út á veg- um Menningarsjóðs fyrir jól, kvaðst Einar ekki vita um fram- haldið en hann reiknaði með að höfundurinn leitaði til annarra útgefenda um framhaldsútgáfu. Einar sagði að lokum að þær bækur, sem seldar væru núna, væru á stórlækkuðu verði, aht að 80-90% afsláttur. Hrafnhildur tilnefnd til norrænna leik- skáldaverðlauna Norrænu leikskáldaverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn á Norr- ænum leikUstardögum sem haldnir verða í Reykjavík 4.-9. júní næstkomandi. Af íslands hálfu er HrafnhUdur Hagalin Guðmundsdóttir tilnefnd tU verð- launanna fyrir leikrit sitt Ég er meistarinn og er hún jafnframt yngsta leikskáldið í hópnum. Aðrir sem fá tílnefningar eru: Jess Ömsbo af hálfu Danmerkur, fyrir leikrit sitt, De forkerte, Björg Vik af hálfu Noregs, fyrir leikrit sitt, Reisen tíl Venezia, Barbro Smeds af hálfu Svíþjóðar, fyrir leikrit sitt, Sol och vár, og Juha SUtanen fyrir leikritið Fox- trott. Þess má geta að HrafnhUd- ur fékk menningarverðlaun DV í fyrra fyrir Ég er meistarinn. Verðlaunaupphæðin, sem sigur- vegarinn fær, er um það bU hálf miUjón íslenskra króna. Menningarverðlaun DV1 flórtánda sinn: Langlíf ust allra menningar* verðlauna hér á landi - áttatíu verðlaunagripir hafa verið afhentir Afhending Menningarverðlauna Dagblaðsins og DV hefur ávallt farið fram í hinum fallega veislusal á Hótei Holti, Þingholti, þar sem snæddur hefur verið hádegisverður á undan verðlaunafhendingunni. Menningarverðlaun DV verða af- hent í fjórtánda sinn þann 27. febrúar og fer aíhendingin fram í veislusaln- um Þingholti á Hótel Holti að undan- gengnum sérstökum málsverði þar sem Ustakokkar hótelsins munu matreiða fyrir verðlaunahafa og aðra gesti ljúffenga sjávarrétti. Afhending verðlaunanna hefur farið fram í Þingholti frá því stofnað var tU þeirra fyrir íjórtán árum og eru þessi menningarverðlaun orðin þau langlífustu hér á landi. í fyrra var metið jafnað við silfurlampann en það voru verðlaun sem leikUstar- gagnrýnendur aíhentu þeim ein- staklingi sem þeim þótti skara fram úr á leikUstarsviðinu. Silfurlampinn var afhentur þrettán sinnum. Þeirri verðlaunaafhendingu var hætt þegar síðasti verðlaunahafinn neitaði að taka við þeim. Önnur menningar- verðlaun hafa átt sér styttri lífdaga. Menningarverðlaun Dagblaðsins, eins og þau hétu áður en Dagblaðið og Vísir sameinuðust, voru fyrst af- hent árið 1979 og þá fyrir fimm Ust- greinar: bókmenntir, byggingarhst, leikhst, myndhst og tónUst. Tveimur árum seinna var kvikmyndalist bætt inn í og 1988 voru fyrst afhent verð- laun fyrir Usthönnun. Það eru því í dag afhent verðlaun fyrir sjö Ust- greinar. Frá upphafi hefur Aðalsteinn Ing- ólfsson Ustfræðingur séð um menn- ingarverðlaunin fyrir hönd DV og mun hann einnig gera það í þetta sinn. Sagði hann að í fyrstu hefði verið reynt að fá gagnrýnendur af öðrum blöðum reglulega meö í nefndimar en Morgunblaðið hefði á sínum tíma bannað sínum gagnrýn- endum að vera í þeim. Aðalsteinn sagði aö hugmyndin að menningar- verðlaununum hefði komið frá rit- sjóra Dagblaðsins, Jónasi Kristjáns- syni, en sér sem umsjónarmanni menningarmála á blaðinu hefði verið faUð að vinna úr hugmyndinni og hefði ákveðið hvaða Ustgreinar skyldi verðlauna og séð um fram- kvæmd. AUt frá upphafi hafa þriggja manna nefndir í hverri Ustgrein fyrir sig séð um að velja verðlaimahafann og hafa þessar nefhdir verið skipaðar gagn- rýnendum á DV í umræddum Ust- greinum, fuUtrúum Ustamanna svo og áhugafólki um Ustir. Á næstunni verða dómnefndirnar í ár kynntar. Menningarverðlaunin sjálf eru í formi sérsmíðaðra skúlptúra eða Ust- muna sem margir helstu listamenn og Usthönnuðir landsins hafa gert fyrir DV. í þetta sinn er smíði verðlaunagrip- anna í höndum Þorbergs HaUdórs- sonar guUsmiðs sem hefur vakið mikla athygU og fengið verðlaun fyr- ir Ustsmíð sína. Innan skamms verð- ur sagt nánar frá gripunum sem Þor- bergur er með í smíðum og rætt við Ustamanninn. DV mun síðan leyfa lesendum að fylgjast með störfum dómnefnda, meðal annars með því að birta tUnefningar nefndanna til verðlaunanna í ár. Áttatíu verðlaunagripum hefur verið úthlutað, oftast tll einstaklinga en stundum tíl hóps fólks eða stofn- ana. Hér á eftir er birtur listi yfir aUa þá sem fengið hafa Menningar- verðlaun Dagblaðsins og DV: Leiklist 1979: Stefán Baldursson. 1980: Kjartan Ragnarsson. 1981: Oddur Bjömsson. 1982: Hjalti Rögnvaldsson. 1983: Bríet Héðinsdóttir. 1984: Stúdentaleikhúsið. 1985: Alþýðuleikhúsið. 1986: Guðrún Gísladóttir 1987: Islenski dansflokkurinn. 1988: Arnar Jónsson. 1989: Róbert Amflnnsson. 1990: Grétar Reynisson. 1991: Hrafnlúldur Hagalín Guðmundsdóttir. Tónlist 1979: Þorgérður Ingólfsdóttir. 1980: Helga Ingólfsdóttir og Manuela Wiesler. 1981: Jón Ásgeirsson. 1982: Árni Kristjánsson. 1983: Guðmundur Jónsson. 1984: Jón Nordal. 1985: Einar Jóhannesson. 1986: Hafliði Hallgrímsson. 1987: Sinfóníuhljómsveit æskunnar. 1988: Paul Zukofsky. 1989: Rut Ingólfsdóttir. 1990: Hörður Áskelsson. 1991: Guðný Guðmundsdóttir. Bókmenntir 1979: Ása Sólveig. 1980: Sigurður A. Magnússon. 1981: Þorsteinn frá Hamii. 1982: Vilborg Dagbjartsdóttir. 1983: Guðbergur Bergsson. 1984: Thor Vilhjálmsson. 1985: Álfrún Gunnlaugsdóttir. 1986: Einar Kárason. 1987: Thor Vilhjálmsson. 1988: Ingibjörg Haraldsdóttir. 1989: Björn Th. Björnsson. 1990: Vigdís Grímsdóttir. 1991: Fríða Á Sigurðardóttir. Myndlist 1979: Gallerí Suðurgata 7. 1980: Ríkarður Waltingojer. 1981: Siguijón Ólafsson. 1982: Ásgerður Búadóttir. 1983: Helgi Þorgils Friðjónsson. 1984: Jóhann Briem. 1985: Jón Gunnar Árnason. 1986: Magnús Kjartansson. 1987: Gunnar Örn Gunnarsson. 1988: Georg Guðni Hansson. 1989: Sigurður Örlygsson. 1990: Kristján Guðmundsson. 1991: Kristinn Hrafnsson. Byggingarlist 1979: Gunnar Hansson. 1980: Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson. 1981: Gunnar Guðnason og Hákon Hertervig. 1982: Birna Bjömsdóttir. 1983: Pétur Ingólfsson. 1984: Valdimar Harðarson. 1985: Stefán Örn Stefánsson, Grétar Markússon og Einar Sæmundsson. 1986: Finnur Birgisson og Hjörleifur Stefánsson. 1987: Hróbjartur Hróbjartsson og Sigurður Björgúlfsson. 1988: Manfreð Vilhjálmsson. 1989: Leifur Blumenstein og Þorsteinn Gunnarsson. 1990: Ingimundur Sveinsson. 1991: Guðmundur Jónsson. Kvikmyndir 1981: Sigurður Sverrir Pálsson. 1982: Útlaginn. 1983: Erlendur Sveinsson. 1984: Egill Eövarðsson. 1985: Hrafn Gunnlaugsson. 1986: Karl Óskarsson. 1987: Óskar Gíslason. 1988: Friðrik Þór Friðriksson. 1989: Viðar Víkingsson. 1990: Þráinn Bertelsson. 1991: Láms Ýmir Óskarsson. Listhönnun 1988: Sigrún Einarsdóttir og Sören Larsen. 1989: Valgerður Torfadóttir. 1990: Kristín ísleifsdóttir. 1991: Guðrún Gunnarsdóttir. Það er mikill og fríður hópur leikhússfólks sem stendur að sýningunni á íslandsklukkunni. Leikfélag Akureyrar sýnir íslandsklukkuna: Tvöföld afmæHssýning Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Leikfélag Akureyrar hefur hafið æfingar á íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness en frumsýning verður í næsta mánuði. Segja má að hér sé um „tvöfalda“ afmæhssýn- ingu að ræða, Leikfélagið verður 75 ára í apríl og þá verður sérstök hátíð- arsýning. Þá verður höfundurinn, Halldór Laxness, níræður í þeim mánuði. Sunna Borg hefur gert nýja leik- gerð við íslandsklukkuna og Sunna er jafnframt leikstjóri. Jón Hlöðver Áskelsson hefur samið tónlist við verkið, Siguijón Jóhannsson hannar leikmynd, búningahönnuður er Freygerður Magnúsdóttir og um lýs- ingu sér Ingvar Bjömsson. Helstu hlutverk leikritsins em í höndum Elvu Óskar Ólafsdóttur, sem leikur Snæfríði íslandssól, Hallmars Sigurðssonar, sem leikur Arnas Amæus, og Þráins Karlsson- ar, sem leikur Jón Hreggviðsson. Sig- urður Hallmarsson leikur Eydalín lögmann, föður Snæfríðar, og Jón Þeófílusson, og Herdís Birgisdóttir leikur móður Jóns Hreggviðssonar. Þau Sigurður og Herdís eru foreldrar Hallmars sem leikur Arnas Arnæus. í öðmm helstu hlutverkum em Felix Bergsson, Valgeir Skagfjörð, Jón Stefán Kristjánsson, Gestur Ein- ar Jónasson, Sigurveig Jónsdóttir, Guðlaug Hermannsdóttir, Árni Val- ur Viggósson, Þórdís Ámadóttir, Aðalsteinn Bergdal, Eggert Kaaber, Marinó Þorsteinsson, Agnes Þor- leifsdóttir o.fl. Alls em hlutverk 26 talsins í leik- gerð Sunnu Borg auk „statista“ svo hér er um mannmagra sýningu að ræöa. í tilefni þessara tímamóta mun Leikfélag Akureyrar gefa út hið mikla ritverk Haraldar Sigurðssonar í máh og myndum „Saga leiklistar á Akureyri 1860-1992“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.