Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1992, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1992, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: Auglýsingar: (91 )626684 - aðrar deildir: (91)27079 GRÆN NÖMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Minna gildi herstöðvar Gildi herstöövarinnar á Keflavíkurflugvelli hefur snöggminnkað og mun áfram minnka á næstu árum, ef ekki veröa snögg skipti á stjórnarfari í Rússlandi. Eftirlit meö hemaðarskipum, -kafbátum og -flugvélum veröur ekki eins brýnt og var á dögum Sovétríkjanna. Lýöræðislegt Rússland hefur erft hernaðarmátt Sov- étríkjanna í Murmansk og á Kólaskaga. Þaðan hafa komið og munu koma þau hernaðartæki, sem talið hef- ur verið og talið verður skynsamlegt að fylgjast með í nágrenni við íslenzku hhðin í Norður-Atlantshafi. Meðan enn er hætta á bakslagi í Rússlandi heldur herstöðin á Keflavíkurflugvelli hluta af fyrra gildi sínu. Mikil óánægja er með verðhækkanir í Rússlandi. Aftur- haldsöflum í her og kommúnistaflokki landsins gæti tekizt að virkja hana til gagnbyltingar. Ef Rússum tekst að varðveita nýfengið lýðræði, dreg- ur smám saman úr möguleikum afturhaldsaflanna á að hrifsa til sín völd. Um leið minnkar hættan við ís- lenzku hhðin á Norður-Atlantshafi og verður fljótlega fyrst og fremst fræðhegs eðlis, en ekki raunveruleg. Átök í sunnanverðum erfðaríkjum Sovétríkjanna og á Balkanskaga skipta litlu hér norður í höfum. Erfða- deilur og önnur eftirmál heimsveldishrunsins hafa ekki og munu ekki hafa áhrif á öryggi á íslandi og hafsvæð- um þess. Sá vandi verður austar og sunnar í álfunni. Staðreyndin er einfaldlega sú, að dauður er „vondi“ karhnn í tilveru Atlantshafsbandalagsins og varnarhðs- ins á Keflavíkurflugvelli. Þetta bakar bandalaginu th- vistarvanda og vamarhðinu tilvistarhrun. Þannig veit enginn, hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. I sjónmáh er nýr óvinur vestursins. Sá verður erfið- ari viðfangs en Sovétríkin, því að hann hefur meiri innri sannfæringarkraft og hefur önnur markmið en hinn fyrri óvinur. Þetta er íslam, eini marktæki hemilhnn á útbreiðslu vestræns lýðræðis um allan hnöttinn. Hættan frá íslam kemur einkum fram á suðurmörk- um hins vestræna heims, við Miðjarðarhaf og Svarta- haf, fjarri íslandi og vamarliði þess. Atlantshafsbanda- lagið mun varðveita tilverarétt sinn með því að beina sjónum sínum frá norðri th þessara suðlægu átta. Hryðjuverkahætta, sem einkum stafar frá íslam, mun einnig fara vaxandi með aukinni spennu vesturs og ísl- ams. Hættan er ekki bundin við suðurmörk vestræns lýðræðis. Hana getur borið niður hvar sem er, th dæm- is á íslandi, en einkum í stórborgum Vesturlanda. Skynsamlegt væri að beina viðbúnaði á Keflavíkur- flugvelh í auknum mæh gegn hugsanlegum árásum fá- mennra hryðjuverkahópa. Sá viðbúnaður hlýtur að vera aht annars eðhs en hinn hefðbundni viðbúnaður, sem var miðaður við atómstríð vesturs og austurs. Minnkandi gildi herstöðvarinnar á Keflavíkurflug- vehi og breytt viðfangsefni í vörnum landsins munu kaha á endurskoðun varnarmála. Betri efnisrök verða fyrir því, að íslendingar taki sjálfir að sér eftirht og hryðjuverkavamir að töluverðu eða öllu leyti. Þar sem Norður-Atlantshafið er ekki lengur í spennu- miðju alþjóðamála, er komin ný staða, sem kann að auðvelda Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu að komast að raun um, að bezt sé, að íslendingar taki við leifunum af hlutverki Keflavíkurflugvahar. Ekki þýðir að láta eins og ekkert hafi í skorizt, þótt kalda stríðið hafi hrunið. Gildi Keflavikurflugvallar verður óhjákvæmhega annað og minna en verið hefur. Jónas Kristjánsson Umræðan um drög að nýju Gatt- samkomulagi, sem framkvæmda- stjóri Gatt kynnti skömmu fyrir jól, hefur nú róast eilítið. Fram til þessa hefur umræðan einkum ver- ið í fréttaskeytastíl í íjölmiðlum og ekki vel til þess fallin að upplýsa almenning um hvaö drögin fela í sér í raun. Enda er full ástæða til að gagnrýna stjórnvöld fyrir lélega kynningu á þessu máli. Það gerði t.d. forystumönnum bændasamtakanna kleift að stilla málinu þannig upp að fjölmargir telja að hér sé aðeins samið um landbúnað og að markmiðið sé að leggja hann nánast í rúst. HvaðerGatt? Rúmlega 100 þjóðlönd eiga nú aðild að „General Agrement of Ta- rifs and Trade“, skammstafað Gatt. Hér er um að ræða samkomulag um tolla og viðskipti og við það „Því má búast við verðlækkun á þessum mikilvægu vörum ...“ segir m.a. í grein Jóhannesar. GATTer okkuríhag miðað að örva viðskipti landa á milli, draga úr tollamúrum og óeðlilegum afskiptum af sam- keppni í einstökum löndum. Strax með Kennedy-viðræðun- um, sem lokið var 1968, náðum við umtalsverðum árangri. Samið var um lækkun tolla á mikilvægum sjávarafurðum á Bandaríkjamark- aði. Einnig var samið um tolla- lækkun á lagmeti og ullarvörum og fjölmörgum öðrum iðnaðarvör- um. Eftir Tokyo-viðræðurnar 1979 lækkuðu tollar enn frekar og á fleiri sjávarafurðum. Auk tolla á ull lækkuðu tollar á osti sem seldur hefur verið til Bandaríkjanna og víöar í talsverðu magni. Mikilvæg- ir markaðir opnuöust einnig í Kanada, Japan og víðar. Við íslendingar erum mjög háðir milliríkjaviðskiptum. Við seljum stærstan hluta framleiðslu okkar til annarra landa og flytjum annað eins inn. Það er því afar mikilvægt fyrir okkur að sem minnstar höml- ur séu í viðskiptum landa á milli. Því er ljóst að aðild okkar að Gatt hefur skilað okkur ómældum ár- angri. Úrugvæ-viðræður Erfiðlega hefur gengið að ná sam- komulagi í þeim viðræðum sem nú er verið að reyna aö ljúka og eru kenndar við Úrugvæ. Enda eru við- ræðumar kannski viðameiri en nokkm sinni fyrr. Þær munu ná til nánast allra vara en einnig ýmissar þjónustu. Einnig er reynt að gera leikreglumar sanngjamar landa á milh. íslendingar munu ná fram tolla- lækkunum á ýmsum mikilvægum útflutningsvörum, náist samkomu- lag. Þar má nefna dæmi um fiskaf- urðir á mikilvægum mörkuðum og einnig búnað og tæki í fiskvinnslu. Það sem erfiöast hefur gengið að ná samkomulagi um í þessum við- ræðum em viðskipti með landbún- aðarvörur. Þar hafa iðnríkin, undir forystu EB og Bandaríkjanna, stað- ið á bremsunni og viljað viðhalda afskiptum ríkisvalds af þessari framleiðslugrein þótt stríðskostn- aður af því sá hár hjá skattgreið- endum þessara landa. í raun hafa þessi lönd múrað sig inni í hafta- kerfi sem hindrar öh eölileg við- skipti með þessar vömr. Þetta hefur ekki síst komið illa við þróunarríkin sem mörg hver eru vel fallin til framleiðslu land- búnaðarvara. Þessar þjóðir hafa bara ekki markaði fyrir þær land- búnaöarvörur sem iðnríkin geta framleitt sjálf. Með auknum við- skiptum með þessar vörur myndu þróunarríkin því mörg hver fá langþráðan gjaldeyri til kaupa á vörum sem iðnríkin framleiða. Enda snúast Gatt-viðræðumar ein- KjáUarinn Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna landsneyslu innan hverrar vöm- tegundar og mun sú tala hækka í 5% á nokkrum ámm. Það sem flutt verður inn til viðbótar mun bera það háan toll að verðið verður það sama og á innlendum vömm. Toll- ar munu síðan lækka um 36% en samtímis verða útflutningslöndin að lækka útflutningsstyrki sína um sömu prósentutölu. Jafnvel verður heimilt, ef innlenda varan er sér- staklega viðkvæm fyrir erlendri samkeppni, að lækka tollana enn minna á þeim vörum og þá eitthvaö meira tolla á þeim vörum sem bet- ur þola verðsamkeppni. Ríkis- stjómin hefur'þar aö auki sett nokkra fyrirvara við drögin og geta Neytendasamtökin tekið undir þá flesta. „Því meira sem dregiö verður úr ríkis- afskiptum af landbúnaði í heiminum munu möguleikar íslensks landbúnað- ar á hagkvæmum útflutningi aukast.“ mitt um að auka heimsviðskipti til hagsbóta fyrir allar þjóðir. Landbúnaðurinn í þeim drögrnn sem nú hggja fyr- ir um landbúnaðarmál er aðeins gert ráð fyrir htlu skrefi í að örva heimsviðskipti með þessa vöm. Er þar gengið mun skemmra en t.d. Alþjóðasamtök neytenda hafa gert tillögu um. í meginatriðum er reynt að semja um þrennt. í fyrsta lagi að tryggja betri markaösaðgang en verið hef- ur landa á milh. í ööm lagi eiga aðildarlönd samningsins að draga úr markaðstruflandi stuöningi við landbúnað um 20%. Og í þriðja lagi á aö draga úr útflutningsstuðningi um 36%. Með þessu er stigið fyrsta skrefið th að draga úr óeðhlegum við- skiptaháttum með landbúnaðar- vörar. Ljóst er að ef þessi drög veröa að veruleika verður um mjög tak- markaðan innflutning að ræða á þessum vörum hingað til lands. Ekki verða fluttar til landsins ferskar mjólkurvörur, einfaldlega vegna fjarlægðar. Vegna hehbrigð- isreglna þarf heldur ekki að búast við innflutningi á hráu kjöti. Hér er því eingöngu um að ræða ein- hvem innflutning á unnum mjólk- ur- og kjötvörum, auk grænmetis og afskorinna blóma sem þegar em flutt inn í talsverðu magni. Eingöngu verður heimht að flytja inn á lágum tohum 3% af innan- Hagsmunir neytenda Gatt-drögin eru neytendum hag- stæð. Þaö er hins vegar ljóst aö ef þessi drög leiða th niðurstöðu mun íslenskur landbúnaður áfram pjóta mikhlar vemdar. Sú htla sam- keppni, sem þó kemur th, mun hins vegar knýja á um að nauðsynlegri hagræðingu verði flýtt. Því má bú- ast við verðlækkun á þessum mik- hvægu vömm og hefur norska neytendaráðið raunar fullyrt að Gatt-drögin geti lækkað verð á matvörum í Noregi um 10-20% að meðaltah. Það er hins vegar fráleitt, eins og rakið hefur verið hér aö framan, aö halda því fram að íslenskur landbúnaður muni hrynja verði þetta að veruleika. Ljóst er að hér er aðeins verið aö stíga fyrsta skref- ið th að viðskipti með þessar vörur lúti sanngjömum reglum og að í þeim viðskiptum ghdi eðlileg sam- keppni. Því meira sem dregið verð- ur úr ríkisafskiptum af landbúnaði í heiminum munu möguleikar ís- lensks landbúnaðar á hagkvæmum útflutningi aukast. Hinar ríkustu þjóðir heimsins hafa vahð þann kost að reyna að vemda oft og tíðum óhagkvæma landbúnaðarframleiðslu í löndum sínum og hindra með því eðlheg viðskipti milh landa. Vonandi hafa íslensk stjómvöld nægjanlega framsýni og nægan kjark th að leggjast ekki á árar með þessum þjóðum. Jóhannes Gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.