Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1992, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1992, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1992. 15 Mennt er máttur „íslendingar verja mun minna fé til rannsókna og þróunar en þær þjóð- ir sem hafa verið að ná okkur og fara fram úr í hagsæld." Ríkisstjómin stendur í stórræð- um þessa mánuðina og er margt af gjörðum hennar mjög til bóta. Til dæmis á loksins að takast á við hallarekstur ríkissjóðs af festu. Það eru hins vegar stórkostleg mistök að skerða framlög til menntamála. Þvert á móti þarf að auka það f]ár- magn sem þjóðin ver til menntunar og rannsókna. Þótt fiskistofnamir og fallvötnin séu mikilvægar auðlindir þá er vel menntuð þjóð margfalt mikilvæg- ari auðlind. Þetta hafa til að mynda Hollendingar og Svisslendingar vitað lengi og æ fleiri þjóðir verða þess meðvitaðar. - í slenskir stj órn- málamenn hafa einnig flutt ræður á þessum nótum, en oftar en ekki hefur verið lítið samhengi milli orða og athafna. Grunnskólann verður að efla Það er nokkuö útbreiddur mis- skilningur að gmnnskólamenntun sé góð hér á landi. Þegar saman- burður er gerður við nágranna- löndin kemur í ljós að við erum mikhr eftirbátar á flestum sviðum. Það lýsir sér í of stóram bekkjar- deildum, of stuttum skóladegi og vanmáttugri sérkennslu sem allt . má rekja til þess að minna fjár- magni er varið í þennan málaflokk hér á landi en annars staðar. Því ætti niðurskurður á framlög- um til grunnskólans ekki að vera til umræðu, heldur hvaða úrbótum þurfl að slá á frest. Framhaldsskólar og háskólar Nemendum hefur fjölgað ört í Kjallarinn Snjólfur Ólafsson dósent við Háskóla íslands framhaldsskólum undanfarin ár og kostnaður því aukist. Það er engan veginn sjálfsagt hvernig og hve mikið þessi uppbygging eigi að halda áfram. Hins vegar er þörf á því að móta miklu skýrari stefnu varðandi framhaldsskólana, t.d. um hvað stúdentspróf á að fela í sér. Sama gildir að nokkru leyti um skóla á háskólastigi. Eflaust er eðh- legt að skera þar eitthvað niður á þessum samdráttartímum, en það á að gerast með pólitískum ákvörð- unum um einstaka liði en ekki sem flatur niðurskurður. Ætti t.d. að leggja niður Háskól- ann á Akureyri sem er mun dýrari á nemanda en Háskóh íslands? (Það skal tekið fram að ég er ekki hlynntur því.) Ætti að takmarka flölda nemenda við Háskóla ís- lands? Ætti að gera (strangari) kröfur um námsgetu þeirra sem vilja hefja nám í framhaldsskólum? Ætti að flytja íþróttakennaraskól- ann til Akureyrar? Þó að í ár þurfi að draga saman seglin verður síðan að halda áfram að byggja upp og er þörfin líklega hvað brýnust í ýmiss konar fag- menntun. Rannsóknir og þróun íslendingar verja mun minna fé til rannsókna og þróunar en þær þjóðir sem hafa verið að ná okkur og fara fram úr í hagsæld. Stjórn- völd hafa oft markað þá stefnu að setja aukið fé í þennan málaflokk, en þegar til kastanna hefur komið hefur þeirri stefnu ekki verið fylgt. Þetta hefur orðið þjóðinni mjög dýrkeypt og má sem dæmi nefna að með því að veija fleiri milljónum kr. í rannsóknir varðandi fiskeldi en gert var, hefði mátt koma í veg fyrir tap upp á tugi eða hundruð milljóna kr. Kjarni málsins Það þarf að hækka framlög til menntakerfisins en ekki lækka þau. Það er viðunandi að þau standi í stað í ár, eða lækki jafnvel lítils- háttar, en stefnan verður að vera sú að auka þau á næstu árum. Þetta verður þó að gerast án þess að rík- issjóður sé rekinn með halla (eftir 1992) og er það vel framkvæman- legt. Það má t.d. spara mikið í heil- brigöiskerfinu og fjárframlög til framleiðslu landbúnaðarafurða ætti að skerða verulega (eða leggja af). Tekjur ríkissjóðs má auka með því að leggja niður forréttindi ein- stakra stétta svo sem sjómannaaf- slátt og óhófleg lífeyrisréttindi ráð- herra og sömuleiðis með því að skattleggja fjármagnstekjur og e.t.v. leggja á hátekjuskatt. Að lok- um gæti þjóðin innheimt auölinda- gjald af þeim fiski sem er veiddur úr fiskistofnunum sem hún á sam- kvæmt lögum. Til að gera skaðann sem minnst- an ætti Alþingi að samþykkja fjáraukalög fyrir 1992 sem fyrst, þar sem framlög til menntamála verða aukin. Snjólfur Ólafsson „Það er nokkuð útbreiddur misskiln- ingur að grunnskólamenntun sé góð hér á landi. Þegar samanburður er gerður við nágrannalöndin kemur í ljós að við erum miklir eftirbátar á flestum sviðum." „Bíllinn festist í forarpytti...“ Nýlega skýrði DV frá því að átta skátar úr Garðabæ hefðu villst af leið og fest bíl í forarpytti í ná- grenni Tindfjallajökuls. Flestir fjölmiðlar hafa ræft máhð á nótum hetjuskapar sem oftast er hugsað mest um þegar einhver er úr helju heimtur. Fáir hafa notað tækifærið til að huga að almennum afleiðing- um óbyggðaferða af þessu tæi. Akstur utan vega Samkvæmt lögum um náttúru- vemd er allur akstur utan vega og merktra slóða bannaður. Þar með er t.d. akstur á snjó í raun bannaö- ur þótt fæstum þyki mikh hætta á náttúruspjöhum þegar ekið er á hörðum sköflum. Þó er það svo að snjór er hvorki haldgóð hlíf í leys- ingum eða hálku, eins og var þegar Garðbæingarnir lentu í svaðilfór sinni, né gagnvart því sem kann að standa upp úr snjónum. Ég hefi t.d. séð myndir af akstri á snævi þöktu hrauni við Landmannalaug- ar (í Friðlandi að Fjahabaki) þar sem ekkert varði hraunnibbur fyr- ir akstri jeppa og vélsleða annað en þeir hagsmunir ökumanna að skemma ekki tækin sín. í frétt DV um garðbæsku skátana kom fram að þeir hefðu fylgt stik- um en vihst af leið. Ekki er ástæða til að efast um að ætlunin hafi ver- ið að gæta vel að og fara að lögum Kjallarinn Ingólfur Á. Jóhannesson kennari við KHÍ og landvörður og góðum vepjum um umgengni við landið, enda ekki grín að festa bíl sem e.t.v. er ónýtur og þarf að senda þyrlu til að sækja er vorar. Fólk gerir sér sjaldan leik að því aö eyðileggja verðmæti, hvorki náttúru landsins né sín eigin tæki. Bruðl En meinlaus og skemmtilegur leikur, eins og óbyggðaferð ung- mennanna átta eflaust var í upp- hafi, getur snúist upp í alvöru. Ekki eingöngu háskalega alvöru lífs og dauða, eins og hefði getað gerst ef kólnað hefði í veðri, heldur einnig leik að náttúru landsins og peningum. Ferðir af þessu tæi kosta peninga sem hugsanlega væri betur varið með öðrum hætti. Ferðir af þessu tæi eru munaður og þær byggjast á hugsunarhætti „karlmennsku" þar sem „vel heppnuð" svaðilfor er einn af æðstu draumunum. Þeg- ar ég var unglingur fór ég aldrei th óbyggða að gamni mínu, heldur ...ég hefi áhyggjur af þeim eyðslu- hugsunarhætti sem veldur því hversu mörg tæki, sem auðvelt er að skemma náttúru landsins með, óvart, hafa verið keypt til landsins.“ „Betri efnahagur hluta þjóðarinnar sér dýran búnað...“ veldur því svo að fleiri og fleiri kaupa eingöngu í erfiöar göngur. Síðar hefi ég farið um óbyggðir, eingöngu þó að sumarlagi, en kynnst því að það þarf mikinn búnað, bæði til að komast um og einnig til fjarskipta. Ennþá meiri búnað þarf til vetrar- ferða ef fyllsta öryggis er gætt. Betri efnahagur hluta þjóðarinnar veldur því svo að fleiri og fleiri kaupa sér dýran búnað og leggja upp í ferðir sem veröa stundum að svaðilforum. Vélsleðaferðir um hálendið eru kapítuh út af fyrir sig. Strangt tiltekið kemur mér ekki við í hvað garðbæsk ungmenni eyða sínu eigin fé eða frítíma. En ég hefi áhyggjur af þeim eyðslu- hugsunarhætti sem veldur því hversu mörg tæki, sem auðvelt er að skemma náttúru landsins með, óvart, hafa veriö keypt til landsins. í þessu krepputah þurfum við ís- lendingar að leggjast á eitt og minnka einkaneysluna. Það er hún sem er vandamáhð, ekki samneysl- an. Væri ekki rétt að hugleiða að fækka ferðalögum er krefjast dýrs búnaðar? Og spara þannig gjald- eyri? Shkir leikir koma því vissulega öllum við. Hávaðamengun Einn vina minna flutti einhvem tíma pistil í útvarp um hávaðann sem truflaði hann við aö ganga á skíðum um Helhsheiðina. Þetta var hávaði frá vélsleðum aö leik og flugvélum sem flugu lágt. Af hverju þarf að flengjast um óbyggðirnar á hávaðasömum far- arskjótum? Af hverju þarf að leggja rafmagnshnur, sem líka eru há- værar, um allt? Eigum við ekki að taka frá hálendi sem er alveg frið- að? Hvers á hálendið að gjalda að samgöngutækni fleygir sífeht fram? Hvaða rétt höfum við mann- fólkið umfram náttúru hálendisins, lifandi og dauða, sem gerir það að verkum að okkur þykir sjálfsagt að hver og einn geti ferðast þangað sem honum sýnist, á hvaða farar- tæki sem honum sýnist? Þessar spurningar eru farnar aö nálgast verksvið heimspekinga svo aö það er rétt að ég hætti, a.m.k. að sinni. Ingólfur Á. Jóhannesson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.