Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1992, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1992, Side 17
16 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1992. SHS' .51: FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1992. 25 Iþróttir Iþróttir Spovt- stúfar ¥ ¥ Keflavilí og ÍR, tvö af efstu liðum 1 deildar kvenna í körfuknatt- leik, mætast í Keflavík í kvöld og hefst leikurinn klukk- an 20. Á sama tíma mætast Hauk- ar og KR í Hafharfirði. McEnroe og Lendl falinir úrkeppní John McEnroe frá Bandaríkjunum og Ivan Lendl frá Tékkó- slóvakíu, tveir af fræg- ustu tennisköppum heiras, féllu í gær úr keppni í 8-manna úrshtum á opna ástralska meistaramótinu. MeEnroe, sem hafði áður lagt að velli þýsku stjörnuna Boris Beck- er, mátti sætta sig viö ósigur gegn tvitugum Suður-Afríkubúa, Wa- yne Ferreira, 6-4, 6-4 og 6-4. Lendl tapaði fyrir Svíanum Stef- an Edberg, 4-6, 7-5, 6-1, 6-7 og 6-1, í hörkuleik. Ferreira mætir Edberg i undanúrslitunura og Jim Courier frá Bandaríkiunum mætir Richard Krajicek frá Hol- landi. Borg ætlar að keppa í Nice Sviinn Björn Borg, sem eitt sinn var besti tennisleikari heims, ætl- ar að gera aðra tilraun til þess að keppa á móti atvinnumanna og stefnir að þátttöku í sterku móti í frönsku borginni Nice í apríl. Borg, sem er 35 ára gamall og hætti fyrir sjö árum, tók þátt í móti I Mónakó í fyrra en fékk háðulega útreið. Nú hefur hann æft stíft í nokkra mánuði og feng- ið sér nýrri spaða. Sá norski sigraði í Adelboden Ole Christian Furuseth frá Nor- egi sigraði í stórsvigskeppni karla í heimsbikarkeppninni sem fram fór í svissneska bænum Adelbod- en í gær. Hann var annar á eftir Aiberto Tomba frá ítalíu eftir fyrri ferðina en Tomba missti af sér annað skíðið í byrjun seinni ferðarinnar og féll þar með úr keppni. Hans Pieren, heímamað- ur í Adelboden, varð annar og Marc Girardelli frá Lúxemborg þriðji. Norðmenn eiga góða skíða- menn um þessar mundir og einn þeirra, Kjetil Andre Larsen, hafn- aði i 4. sæti. Paul Accola frá Sviss, sem er efstur í heimsbikarkeppn- inni, var dæmdur úr Mk fyrir aö vera of lengi aö koma sér af staö f fyrri ferðina! Accola er með 1.090 stig en Tomba næstur með 960 stig. Aðalsteinn og félagar I efsta sætinu Teningen, þýska hand- knattleiksliðið sem Aðalsteinn Jónsson þjálfar, er efst í sinum riðli í 3. deildar keppninni. Liðið vann þýöingarmikinn sigur um síðustu helgi, 20-18, og skoraði Aöalsteinn sex af mörkum Ten- ingen. Liöið er talið eiga góða möguleika á sæti í 2. deild og vann fýrir skömmu sigur á 2. deildarliðinu Osweil, sem Óskar Ármannsson leikur með, 21-19. Porto í vandræðum Porto, sem er í 2. sæti í 1. deild portúgölsku knattspymunnar, komst í hann krappan þegar liðið mætti 2. deildarliöinu Louletano I 5. umferö bikar- keppninnar i gær. Eftir venjuleg- an leiktíma og fraralengingu var staöan jöfn, 2-2, ogþurfa liöin að mætast ööru sinni. I sömu keppni vann Benfica liö Setubal, 4-1, og Braga vann sigur á Santa Maria, 1-0. Guömundur Bragason sýndi góóa takta á heimavelli sínum í Grindavík í gær og skoraði 18 stig. Litháar sýndu mátt sinn - gegn ágætu liði íslands og unnu, 95-107, í Grindavík „Það er mikill fengur aö fá þetta Uð til að leika gegn, enda gott og vel þjálfað lið. Strákamir læra mikið aö spila gegn svo sterkum liðum. Ég notaði sem flesta leikmenn í þessum leik og þeir öðlast dýrmæta reynslu. Við ætlum að gera betur á morgun og vinna þá í Höll- inni,“ sagði Torfi Magnússon, þjálfari íslenska landsliðsins í körfuknattleik, í samtali við DV, eftir að ísland hafði taþað fyrir Litháum, 95-107, í íþrótta- húsinu í Grindavik í gær. íslendingar byriuðu leikinn mjög vel, komust í 16-10 og settu Litháa nokkuð út af laginu á þessum upphafsmínútum. Eftir þaö náðu Litháar að komast meira inn í leikinn og náðu yfirhöndinni og höfðu 7 stig yfir í leikhléi, 38-45. Eftir 5 mínútna leik í síðari hálfleik var ísland komið yfir, 54-51. Leikurinn var í jafnvægi og þegar 7 mínútur vom til leiksloka var munurinn 2 stig Lit- háum í vil, 73-75. Þá kom slæmur kafli hjá íslenska landsliðinu sem skoraði 5 stig gegn 22 á næstu 5 mínútum og má segja að með þessum kafla hafi úrslitm verið ljós. íslendingar börðust þó allt til leiksloka og náðu að minnka muninn í 12 stig áður en yfir lauk. íslenska landshðið spilaði vel á köfl- um í þessum leik. Valur Ingimundarson átti stórleik, þó aðailega í síðari hálfleik en þá gerði hann öll 26 stigin sín í leikn- um og þar á meðal 6 þriggja stiga körf- ur. Valur hélt lengstum íslenska liðinu á floti í síðari hálfleik og skoraði á fyrstu 12 mínútunum 21 stig á meðan félagar hans gerðu samtals 14 stig. Guð- mundur Bragason var mjög sterkur og Jón Kr. Gíslason stjómaði spih liðsins vel og skoraði skemmtilegar körfur. Magnús Matthíasson stóð einnig fyrir sínu. Þessir fjórir leikmenn skoraðu 77 stig samtals. Vítahittnin var afarslök, 31/14, í íslenska liðinu. Litháamir hafa firnasterku liði á að skipa. Einikis (nr. 11) er frábær leik- maður og Lukmimas (nr. 10) ér sjall. Vítahittni liðsins var hreint ótrúlega góð og varla hefur önnur eins nýting sést hér á landi. Stig íslands: Valur 26, Guðmundur 18, Jón Kr. 17, Magnús 16, Pétur 9, Guöjón 3, Guðni 3, Teitur 3. Stigahæstir hjá Litháen: Einikis 31, Lukmimas 21. Leikinn dæmdu Kristinn Albertsson og Pilipauskas og voru góöir. Áhorfendur: 512. -ÆMK/GH Sex landa handknattleiksmótiö 1 Austurríki: Viss áminning -þegar ísland náði jafntefli gegn Egyptalandi, 27-27, í gærkvöldi DV-mynd Brynjar Gauti Litlu mátti muna aö íslendingar hefðu beðið lægri hlut fyrir Egyptum á sex landa handknattleiksmóti sem hófst í Austurríki í gærkvöldi. Egypt- ar, sem hafa fram aö þessu ekki ver- iö hátt skrifaðir í handknattleik, voru lengstum yfir í leiknum en góð- ur endasprettur færöi íslenska liðinu annað stigið því lyktir leiksins urðu 27-27 eftir æsispennandi lokamínút- ur. íslendingar léku mjög illa framan af, vömin var hvorki fugl né fiskur og aö sama skapi var markvarslan bág. Þennan veikleika íslenska hðs- ins nýttu Egyptar sér til fulls og náðu mest fjögurra marka forystu í fyrri háifleik en í hálfleik var staðan, 13—15, fyrir Egyptum. íslendingum gekk illa aö finna leið- ina í mark Egypta í upphafi síðari hálfleiks og fyrstu átta mínúturnar hans skoruðu íslendingar aðeins tvö mörk. Ekki var staða íslenska hðsins beysin um miðjan hálfleikinn en þá var hðið fjórum mörkum undir. Á þessum tímapunkti fór Guðmundur Hrafnkelsson markvörður loksins að veija og íslendingar minnkuðu smám saman muninn. íslendingar jöfnuðu metin og gott betur, komust einu marki yfir. ^ Egyptar náðu á nýjan leik teggja marka forystu en Bjarki Sigurðsson jafnaði, 27-27, þegar skammt var til leiksloka og þar við sat. Á heildina htið sluppu íslendingar fyrir horn gegn léttleikandi hði Egypta. Úrslitin em viss aðvömn fyrir íslenska liöiö en Egyptum hefur vissulega fariö mikið fram í hand- knattieik en þaö breytir engu um að Geir Sveinsson lék best íslensku strákanna gegn Egyptum í gær og skoraði 8 mörk, flest af línunni. Það er bara vonandi að hðið nái að rétta úr kútnum í þeim leikjum sem eftir era á mótinu. Þorbergur Aðalsteinsson landshðsþjálfari hefur mikið verk að vinna fyrir B-keppnina en ajjeins em sjö vikur þangað til að hún hefst. Strákamir verða að taka sig saman í andiitinu og sýna hvað í þeim býr í næstu leikjum. baki en var seinn í gang. Kristján Arason átti ágætar rispur en aðrir léku undir getu. Guðmundur Hrafn- kelsson stóð lengstum í markinu, varði lítið framan af en fór í gang þegar líða tók á síðari hálfleikinn. Sigmar Þröstur Óskarsson fór í markið um tíma en náöi sér ekki á strik. Næsti leikur íslendinga á sex landa Geir Sveinsson komst manna best íslendingar vom lélegir . í þessum frá leiknum í gærkvöldi og Valdimar mótinuveröurgegnBúlgörumídag. leik. Grímsson stóð hornun ekki langt að Mörk íslendinga: Geir Sveinsson 8, Valdimar Grímsson 6/2, Kristján Arason 4, Einar G. Sigurðsson 2, Birgir Sigurðsson 2, Bjarki Sigurðs- son 2, Jón Kristjánsson 2, Konráð Olavsson 1. Patrekur Jóhannesson og Berg- sveinn Bergsveinsson hvíldu í þess- um leik. Amed E1 Adar var markahæstur hjá Egyptum og skoraði 10 mörk. -JKS Vonast eftir framförum . - segir Þorbergur Aðalsteinsson „Við vorum smeykir fyrir þennan leik, enda kom á daginn að Egyptar em verðugir andstæðingar. Það er mín skoðun að þeir eigi eftir að koma á óvart í B-keppninni. Á hinn bóginn lékum við ekki vel en það er engin ástæða til að örvænta strax. Við fáum heildarsýn yfir stöðu mála þegar mótinu lýkur,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson landsliðsþjálfari í samtali við DV eftir leikinn gegn Egyptum í gærkvöldi. „Ég var sáttur við sóknina en vörn og markvarsla var afleit. Markvarsl- an er eilífur höfuöverkur. Það var sterkt að komast aftur inn í leikinn eftir að vera fjórum mörkum undir. Ég vonast eftir framfórum í þessu móti en undirbúningurinn var í lágmarki, aðeins ein æfmg sem er ekki gott. Við mætum Búlgömm í dag og þar verður ekkert gefið eftir," sagði Þorbergur. -JKS Kæra Þórs til mótanefhdar: _ w__ _ m m_ æ rc t > § ■\ Dómstóll ÍBA vísaði kæru körfu- á mánudaginn kemur kl. 20.30. knattleiksdeildar Þórs á hendur „Við vildum láta reyna mótanefnd KKÍ frá en dómstóllinn reyndar vorum við nokl komst að þessari niðurstöðu í gær- um að niðurstaða dómstc kvöldi. Þórsarar kærðu móta- á þessa leiö. Ég held nó áþettaen ;uð vissir isins yröi samt að nemama eitir ao nun aKvao ao ieiK- menn aimenni seu uiduili ur Þórs og Hauka í Japis-deildinni ast á þessa niðurstöðu& i köríúknattleik skyldi fara fram ir Torfason, formaður ki aftur. leiksdeildar Þórs, i samtí Dóm8tóll vísaði kæm Þórs frá á í gærkvöldi eftir að n r ao sætL’ agöi Birg- rfúknatt- di við DV iðurstaða þeim forsendum að hún hefði bor- dómstólsins var orðin ljó ist of seint og hefur verið ákveðiö að leikurinn fari fram á Akureyri s. •JKS Aðalfundur hagsmunasamtaka knattspymukvenna: í mörg hom að Irta hjá kvenfólkinu í bottanum Hagsmunasamtök knattspymu- kvenna, HKK, héldu fyrsta aöalfund sinn laugardaginn 18. janúar. Fund- urinn var haldinn í tengslum við ís- landsmótið í innanhússknattspymu sem fór fram á fóstudag og laugar- dag. A aðalfundinum kom fram að HKK hefur haft í mörg hom aö líta á fyrsta starfsári sínu. Aðalmál sl. árs var þó grastakkamálið svokallaða en sam- kvæmt reglugerö KSÍ um’ knatt- spymumót var heimilt að banna notkun grastakka á knattspymuskó í öllum flokkum nema meistara- flokki karla. HKK hefur einnig barist fyrir því að fá fleiri konur í nefndir á vegum KSÍ. í báðum þessum mál- um varð samtökunum nokkuð ágengt. Reglugeröarákvæðinu var breytt þannig að heimilt er að banna notkun grastakka í öllum flokkum nema meistaraflokkum og aldrei hafa jafnmargar konur setið í nefnd- um á vegum KSÍ og nú. Á síðasta ársþingi KSÍ var einnig samþykkt að halda meistarakeppni kvenna auk þess að halda úti tveim- ur kvennalandshðum. Allt hefur þetta verið meðal baráttumála HKK á fyrsta starfsári samtakanna. Stöð- ugt bætast þó við verkefni og m.a. bryddað á nokkrum óunnum verk- um á aðalfundinum sem öll miða að því að auka veg kvennaknattspym- unnar. Ný stjórn HKK Ný stjóm var kosin á fundinum. í henni sitja: Elísabet Tómasdóttir formaöur, Margrét Bragadóttir vara- formaður, Ingibjörg Hinriksdóttir ritari, Rósa Valdimarsdóttir gjald- keri og Guðný Guðnadóttir, Concor- día Konráösdóttir og Jónína Víg- lundsdóttir meðstjómendur. í vara- stjórn em Ragnhildur Skúladóttir og KristrúnHeimisdóttir. -ih NBA-deildin í körfúknattleik: Utah vann í nótt einvígi gegn Spurs I nótt fóra fram níu leikir í NBA- deildinni bandarísku í körfuknattleik. Með mestri eftirvæntingu var beðiö eftir leik Utah Jazz og San Antonio Spurs en liðin em efst í miövesturriðlinum á vest- urströndinni, Utah Jazz vann 100-98 í æsispennandi leik og Utah heldur þar með toppsætinu en Spurs er áfram í öðru sæti. Örslit í öðrum leikjum í nótt urðu þesi: Boston-Orlando...............107-95 Charlotte-Chicago...........112-115 Cleveland-Indiana........119-115 (frl) Miami-Washington............125-112 NJ Nets-Phoenix.............106-104 Dallas-Milwaukee.............118-116 76ers-NY Krncks............ 119-109 GoldenState-Atlanta..........136-124 • Chicago Bulls vinnur enn og gildir einu hvort liöiö leikur heima eða að heiman. Chicago hefur nú leikið 35 leiki i NBA-deildinni og hefur hðið aðeins tapað 5 leikjum það sem af er. Athyglis- veröur er stórsigur Cleveland Cavaliers í nótt gegn Atlanta og er Cleveland nú með annað besta vinningshlutfalliö í NBA-deildinni á eftir Chicago. Cleve- land varð þó aö hafa mikið fyrir sigrin- um í nótt en leikurinn fór í framleng- ingu. -SK Stórieikur Ásgeirs - skóp sigur UBK á Haukum í gær, 24-20 „Við gerðum okkur grein fyrir því að þessi leikur yröi að vinnast til að UBK (10)24 Haukar (5) 20 1-0, 4-1, 5-5, (10-5), 10-6, 13-7, 16-10, 15-15, 22-20, 24-20. Mörk UBK: Guðm. Pálmason 8/4, Ingi Guðmunds 6, Björgvin Björg- vins 4, Jón Þórðarson 3, Hrafnkell Halldórs 2, Elvar Erlings 1. Varin skot: Ásgeir Baldurs 22. Mörk Hauka: Halldór Ingólfsson 6/4, Jón Öm Stefánsson 4, Petr Baumruk 4/1, Sveinberg Gíslason 3, Páll Ólafsson 2, Aron Kristjáns 1. Varin skot: Þorlákur Kjartans- son 15. Brottvísanir: UBK12, Haukar 6. Dómarar: Gunnlaugur Hjálm- arsson og Óli Ólsen, slakir. Áhorfendur: 200, mest Hauka- aðdáendur. við ættum einhverja möguleika á halda okkur uppi. Það tókst og nú erum við einungis tveimur stigum á eftir HK og Gróttu þannig að við er- um síður en svo fallnir," sagði Ás- geir Baldurs, markvörður UBK, og maður leikins þegar UBK vann sigur, á Haukum, 24-20, í 1. deild karla í Digranesi í Kópavogi í gær. UBK, sem er neðst í 1. deild, náði þama að vinna sinn annan sigur á keppnistímabilinu. UBK hefur þar með hlotið 6 stig, öll á heimavelli en Haukar töpuðu þama tveimur mjög dýrmætum stigum og em í 9. sæti. Sigur UBK var reyndar aldrei í hættu. Það var aðeins í byijun sem Haukar héldu í viö þá og þegar Jón Ö. Stefánsson jafnaði leikinn, 5-5, fyrir Hauka héldu flestir að Haukar myndu kafsigla botnliðið en annað kom á daginn. Haukar skomðu ekki í þær 15 mínútur sem eftir lifði fyrri hálfleiks þrátt fyrir að vera þremur mönnum fleirri á vellinum á tímabili og fengið 4 dauðafæri til aö skora en Ásgeir Baldrus, í marki UBK, sá við þeim öllum. Á meðan skoruöu Blikar 5 mörk í röð og lögðu grunninn að sigri sínum. Tvisvar sinnun náðu Haukar að minnka muninn í 2 mörk í síðari hálfleik og þegar 2 minútur vom eft- ir var staðan, 22-20, og Haukar með boltann en þeim tókst ekki að skora en í stað þess skoraði Björgvin Björg- vinsson fyrir UBK og tryggöi Kópa- vogsliðinu sigurinn. Það var fyrst og fremst frábær markvarsla Ásgeir Baldurs, sem varði meðal annars 9 skot af línu, og mjög góð vöm sem skópu sigur UBK í þessum leik. Ingi Þ. Guömundsson stóð sig einnig vel. Haukamar vom arfalélegir og þurfa að gera betur ætli þeir í úrslit. Þorlákur Kjartansson sýndi þó góða takta í markinu. -KG/GH Snóker- snillingar í Firðinum Tveir af bestu áhugamönnum heims í snóker á síðasta keppnis- tímabili veröa á meðal þátttak- enda á alþjóðlegu móti, Pepsí- mótinu, sem haldið verður í Fjarðarbilliard í Hafnarfirði um helgina. Þaö em Lee Grant, sem var efstur á hsta yfir áhugamenn 1990-1991, og Peter Ebdon, sem varð heimsmeistari unghnga á síðasta ári, en báðir eru þeir Bret- ar eins og flestir aðrir sem náð hafa frama í íþróttinni. Grant og Ebdon gerðust at- vinnumenn á þessu keppnistíma- bih og að sögn mótshaldara em þeir í hópi þeirra 32 bestu í heim- inum í dag. Alls era 15 erlendir keppendur skráðir til leiks á mótinu og koma þeir frá Bretlandi, Hollandi og Belgíu, en Grant og Ebdon eru þeirra öflugastir. Mótiö hefst klukkan 13 á morgun, fóstudag, og lýkur á sunnudaginn. -VS Sund: Evrópumet í baksundi Svíinn Rudi Dollmayer setti í gærkvöldi Evrópumet í 50 metra baksundi í 25 metra laug á heims- bikarmótinu í sundi sem nú stendur yfir í Malmö í Svíþjóð. Dollmayer synti vegalengdina á 25,01 sekúndu en gamla metið átti hinn 17 ára gamh Jani Sievin- en, sem sett hefur hvert heims- og Evrópumetið á fætur öðm en tími haiis var 25,18 sekúndur. -GH United efst Man. Utd komst í gær á topp ensku 1. deildarinnar í knatt- spyrnu þegar hðið lagði Aston Villa á heimavelli sínum, 1-0. Það var Mark Hughes sem skoraði sigurmarkið á 48. mínútu eftir góða sendingu frá Neil Webb. Les Sealy, sem lék í marki United í fyrra, bjargaði Villa frá stærra tapi með góðri markvörslu. Man. Utd er með 55 stig en hefur leikiö einum leik minna en Leeds sem er með 53 stig. Þá áttust við Newcastle og Bo- umemouth í 3. umferð ensku bik- arkeppninnar og efitir víta- spymukeppni sigraði Bournemo- uth, 4-3. í Skotlandi tapaði Aberdeen fyrir Rangers, 0-1, í 3. umferð bikarkeppninnar. -GH ÍBV tók á móti Haukum í Eyjum í gærkvöldi og náðu gestirnir að vinna 16-17. Eyjastúlkur höfu yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn og leiddu í hálfleik, 10-7. í byijun seinni hálfleiks komst ÍBV í 13-9 en þá sóttu Haukastúlkur í sig veðrið og náðu þær að jafna. Jafnt á öll- um tölum alveg til leiksloka en þá náði Margrét Theodórsdóttir að tryggja Haukum sigur með marki úr víti. Mörk ÍBV: Judit 10, Stefanía 2, Ingibjörg 2, Helga 1, Sara 1. Mörk Hauka: Margrét 5, Harpa 4, Elva 3, Kristín 2, Ragnheiður 1, Bryndís 1, Halla 1. 6 landa mótið Austurríki-Búlgaría......23-23 Ungverjaland-Portúgal....24-20 -JKS/BÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.