Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 1
Þjóðminjasafn Islands: Vaxmyndir og óþekktar ljósmyndir Það dugir ekki að láta slenið yfirbuga sig þó ekki viðri til vetrariþrótta þessa dagana. Hér birtum við kort af 3 og 5 kílómetra skokkleiðum i ná- grenni Breiðholtslaugarinnar og nú er ekki seinna vænna en að fara að hefja undirbúning fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fer fram í sumar. Háskóli íslands: Ráðstefna um atvinnumál menntamanna A morgun, laugardag, verða opn- aðar tvær sýningar í Þjóðminjasafn- inu. í Bogasal verða sýndar 1000 óþekktar ljósmyndir frá tímabilinu 1890-1940 eftir 20 ljósmyndara. Markmið sýningarinnar er að sýna brot úr sögu íslenskrar ljósmyndun- ar og jafnframt er vonast til að sýn- ingargestir veiti upplýsingar um myndefnið, beri kennsl á fólk, staði og atburði. Hin sýningin verður á vaxmyndum sem eru mörgum kunnar. Mikið er spurt um myndir þessar en samtals eru þær 32,18 kunnir íslendingar og 14 útlendingar. Safn þetta var stofnað árið 1951 til minningar um Óskar Theódór Óskarsson en hann var son- ur Óskars Halldórssonar útgerðar- I kvöld sýnir Leikfélagiö Milljón sálartryllinn „Til heiðurs Blúsbræð- rum“ á Hótel Borg. Meö Blúsbræðr- um er átt við þá bræður Jake og Elwood Blues sem voru skapaðir svo eftirminnilega af John Belushi og Dan Ackroyd í kvikmyndinni Blues- brothers sem sýnd var í Laugarás- bíói. Sýningin er byggö að mestu á efni þeirra og með söng, leik og sviðs- myndum er endursköpuð blús- Leikfélagið Milljón samanstendur af ungum söngvurum og tónlistar- mönnum sem flestir hverjir tóku þátt í uppsetningu Leikfélags M.H. á Rocky Horror Picture Show síðasta vetur. Aðalhlutverkin eru í höndum þeirra Bergs Más Bernburgs og Jóns Atla Jónassonar. manns og dó ungur að aldri. Óskar lagði fé í gerð myndanna sem gerðar voru í London af færum vaxmynda- smið, Robert Lee að nafni. Þá er ennþá hljóðfærasýningin „Sönglíf í heimahúsum" og eru á henni gömul verkfæri úr eigu safns- ins, Árbæjarsafns og fleiri aðila. Þar eru, svo að dæmi séu nefnd, tvær gamlar íslenskar fiðlur, fimm lang- spil, harmóníum, taffelpíanó, sítarar, spiladósir og handrit. Tvær síðar- töldu sýningarnar eru á þriðju hæð safnsins. Eftirleiðis verður gestum veitt leið- sögn um safnið kl. 14 á laugardögum og um helgina er það Þór Magnússon þjóðminjavörður sem tekur það verkefni að sér. klúbbastemmning fyrri tíma. Flutningur þeirra á perlum sálar- tónhstar, svo sem „Everybody needs somebody", Gimme some lovin“ og „Soulman", er ógleymanlegur svo og mjög sérstök útsetning lagsins „Stand by your man“. Leikfélagið Milljón samanstendur af ungum söngvurum og tónhstar- mönnum sem flestir hverjir tóku þátt í uppsetningu Leikfélags M.H. á Rocky Horror Picture Show síðasta vetur. Aðalhlutverkin eru í höndum þeirra Bergs Más Bemburgs (Eddy í Rocky) og Jóns Atla Jónassonar (Brad í Rocky) en alls taka 20 manns þátt í sýningunni. Breki Karlsson, driffjöörin í uppsetningunni á Rocky Horror, er leikstjóri en Ástrós Gunn- arsdóttir leiðbeinir um danshreyf- ingar. Atta manna hljómsveit sér um tón- listina, þar á meðal leika þrír á blást- urshljóðfæri. Auk þess sjá þrjár söngkonur um bakraddir. „Til heiðurs Blúsbræðrum" verður sýnt á fimmtudags- og fóstudags- kvöldum út næsta mánuð að minnsta kosti. Miðasala verður í gestamót- töku Hótel Borgar. 18 ára aldurstak- mark er á sýningar á föstudögum en ekkert á fimmtudögum. Upplýsingaþjónusta Háskólans og Atvinnumálanefnd Stúdentaráðs gangast fyrir umfangsmikilli ráð- stefnu um atvinnumál stúdenta og menntamanna í Háskólabíói í dag frá kl. 13 til 16. í tengslum við ráðstefn- una verður haldin umfangsmikil hugmyndakaupstefna þar sem mikill fjöldi samtaka, fyrirtækja og stofn- ana munu kynna hugmyndir sínar Að undanförnu hefur hljómsveitin Galíleó skemmt víða um land en á morgun, laugardaginn 1. febrúar, mun sveitin leika fyrir dansi í Firðin- um í Hafnarfirði. Meðlimir Galíleó eru Rafn Jónsson (trommur), Sævar Sverrisson (söng- að hagnýtum náms- og lokaverkefn- um fyrir stúdenta. Hér er á ferðinni algert nýmæh í efhngu tengsla skólans og atvinnu- lífsins. Hugmyndirnar eru fengnar með skipulegu söfnunarátaki síðustu 3 til 4 mánuði og mun upplýsinga- þjónustan byggja upp gagnabanka þar sem þær verða allar skráðar. ur), Jósep Sigurðsson (hljómborð), Öm Hjálmarsson (gítar), Baldvin Sigurðsson (bassi) og Einar Bragi Bragason (saxófónn). Þann síðast- talda vantar á myndina en hann er nýgenginn til hðs við Galíleó. Tvær sýningar verða opnaðar í Þjóðminjasafninu á morgun. Leikfélagið Milljón: Til heiðurs Blúsbræðrum - sálartryllir á Hótel Borg Hljómsveitin Galíleó. Galíleó í Firðinum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.