Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 4
20 FOSTUDAGUR 31. JANUAR 1992. Sýningar Art-Hún Stangarhyl 7, simi 673577 Art-Hún-hópurinn sýnir skúlptúrverk, grafík og myndir. Opið virka daga kl. 12-18. Aðrir tímar eftir samkomulagi. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74. simi 13644 Safn Ásgríms Jónssonar verður lokað í desember og janúar en frá 1. febrúar 1992 verður opið á laugardögum og sunnudög- um kl. 13.30-16.00. Hópar og einstakling- ar, sem vilja koma á öðrum tímum, geta haft samband við safnvörð. I vetur er sýning á ævintýra- og þjóð- sagnamyndum eftir Ásgríms Jónsson í safni hans að Bergstaðastræti 74 í Reykja- vik. Við val verka á sýninguna var meðal annars haft i huga að börn gætu haft gagn og gaman af henni. Enn sem fyrr geta hópar pantað leíðsógn um safnið með safnakennara. Nánari upplýsingar veitir Þorgeir Ölafsson ísíma 13644/621000. Ásmundarsafn Sigtúni. sími 32155 Þar stendur yfir sýning sem ber yfirskriftina Bókmenntirnar í list Ásmundar Sveinsson- ar. Jafnframt hefur verið tekin I notkun ný viðbyggíng við Asmundarsafn. Safnið er opið frá kl. 10-16 alla daga. FÍM-salurinn, Garðastræti 6 Mikið úrval oliumálverka, vatnslita- og graflkmynda eftir félagsmenn í FIM er nú til sýnis og sölu í FÍM- salnum. Flest verkin eru ný en einn- ig er að finna eldri verk. Opið er kl. 14-18 virka daga en lokað um helgar. Gallerí Borg Pósthússtrœti 9, simi 24211 Opið daglega kl. 14-18. Gallerí 11 Þóra Sigurðardóttir sýnir skúlptúra og teikningar til 30. janúar. Gallerí List Skipholti, simi 814020 Sýning á listaverkum eftir ýmsa listamenn. Opiðdaglega kl. 10.30-18. Gallerí Port Kolaportinu Opið laugardaga kl. 10-16. I febrúar ein- ungis á sunnudögum verk eftir frístunda- málara. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9. simi 13470 Svala Sigurleifs sýnir portret af listamönn- um. Opið á verslunartíma frá kl. 9-18. Gallerí Úmbra Amtmannsstig 1, simi 28889 Leirlistarkonurnar Bryndís Jónsdóttir og Guðný Magnúsdóttir eru með sýningu á verkum sinum f Galleri Úmbru. Sýningin er sölusýning. Galleriið er opið þriðjudaga til föstud. kl. 12-18 og laugard. kl. 10-14. Gunnarssalur Þernunesi 4, Arnarnosi. Garðabœ Sýning á verkum Gunnars S. Magnússon- ar stendur yfir i Gunnarssal. Sýningin er opin á laugard. og sunnud. kl. 14-20. Hafnarborg Strandgötu 34. simi 50080 Sveinn Björnsson listmálari opnar mál- verkasýningu laugardaginn 1. febrúar kl. 14. Opið er frá klukkan 12-18 alla daga nema þriðjudaga. Hótel Lind Rauðarárstig 18 Arnþór Hreinsson sýnir málverk í veitínga- sal Lindarinnar. J. Hinriksson Maritime Museum Súðarvogi 4, simi 814677 Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, föstudaga og laugardaga. Norræna húsið Til sýnis er norsk vefjarlist. Sýningin stend- ur til 23. febrúar og verður opinn daglega kl. 14-19. Katel Laugavegi 20b. simi 18610 (Klapparstigsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og erlenda listamenn, málverk, grafík og leirmunir. Kjarvalsstaðir y/Miklatún, simi 26131 í vestursal er sýning á verkum í eigu Reykjavíkurborgar eftir eldri meist- arana. Þeir eru m.a. Jón Engilberts, Jón Stefánsson, Ásgrímur Jónsson, Gunnlaugur Blöndal, Kristín Jóns- dóttir, Júliana Sveinsdóttir, Jóhann Briem og Gunnlaugur Scheving. Sýn- ingin stendur til 16. febrúar. Kjarv- alsstaðir eru opnir daglega frá kl. 10-18 og er veitingabúðin opin á sama tírna. Nýhöfn Hafnarstræti 18, simi 12230 Sýning á ollumálverkum eftir Ingibjörgu Eyþórsdóttur. Sýningin stendur til 12. fe- brúar. Kjarvalsstaðir: Ljóð Hannesar Á morgun, laugardaginn 1. febrú- ar, er opnuð að Kjarvalsstöðum sýn- ing á ljóðum eftir Hannes Sigfússon. í vestursal stendur yfir sýning á verkum eftir átján eldri meistara og í austursal er sýning á verkum í eigu borgarinnar eftir Jóhannes Sveins- son Kjarval. Hannes Sigfússon (f.1922) var í hópi hinna ungu atómskálda sem ruddu nýjum ljóðstíl braut um miðja öld- ina. Fyrsta ljóðabók Hannesar, Dymbilvaka, var einstætt verk er hún kom út 1949 og vakti mikla at- hygli ljóðaunnenda. Ljóðin eru byggð úr sérkennilegum og torræðum myndum, stíltinn einkennist af nýst- árlegri skynjun en í hinu ytra formi eru gjarnan eigindir hefðbundins kveðskapar. í nýjustu ljóðabók Hannesar, Jarð- munum 1991, er náttúran honum hugstæð, verndun hennar og gildi. Skáldskapurinn sjálfur, vandi hans og hlutverk, er honum enn sem fyrr áleitið yrkisefni. Ljóðabækur Hann- esar eru orðnar sjö að tölu en hann er einnig mikilvirkur þýðandi ljóða og smásagna. Á sýningu Mattheu í SPRON getur að lita 14 málverk, öll máluö á striga. Matthea Jóns- dóttir sýnir Á sunnudag kl. 14 verður opnuð sýning í útibúi SPRON við Áifabakka 14 á verkum eftir Mattheu Jónsdótt- ur myndlistarkonu. Matthea stund- aði nám við Myndlista- og handíða- skólann 1953-55 og Myndhstarskól- ann í Reykjavík 1960-1%1. Hún hefur haldið 13 einkasýningar og verið þátttakandi í fjölmörgum samsýn- ingum hér heima og erlendis. Matthea hefur nokkrum sinnum hlotið viðurkenningu fyrir verk sín á alþjóðasýningum, meðal annars í Frakklandi og Belgíu. Sýningin mun standa til 30. apríl. Norræna húsið: Norsk vefjarlist til sýnis A morgun, laugardaginn 1. febrú- ar, verður opnuð sýning í sýningar- sölum Norræna hússins á verkum eftir 15 norskar veflistakonur. Þetta er farandsýning sem fer héðan til NorÖurlandahússins í Færeyjum og síðan aftur tQ Noregs. Sýningin stendur til 23. febrúar og er opin daglega kl. 14-19. Listakonurnar, sem sýna verk sín, eru allar búsettar í Miö-Noregj. Þær vtija kynna listgrein sína, sem stend- ur með miklum blóma í heimabyggð- um þeirra, og er sýningin brot af því áhugaverðasta sem unnið er í vefjar- list í Noregi í dag. Hún gefur góða mynd af hversu fjólbreytilegur list- vefnaður er um þessar mundir. Þessi tistgrein á sér djúpar rætur í Mi-Noregi, Árið 189 var stofnsettur vefnaðarskóti og vinnustofur fyrir vefjarUst. SkóUnn var rekinn til 1909. Síðar komu fram aðrir Ustamenn og má nefna Hönnuh Ryggen en hún vakti mikla athygU á 4. áratugnum og varð áhrifavaldur nýrrar kynslóð- ar vefjarUstamanna sem hófu feril sinn 1960-1970. Hugur og heili Erindaröð á vegum heimspeki- nema við háskólann heldur áfram á morgun. í þetta sinn talar Jón Torfi Jónasson, dósent í uppeldisfræði, og heitír erindi hans Hugur og heUi. Erindið er 45 mínútna langt og eru allir velkomnir í stofu 101 í Odda kl. 15 á laugardag. Aðgangur er ókeypis. Sveinn Björnsson í Hafnar- borg Sveinn Björnsson listmálari opnar málverkasýningu í Hafnarborg á morgun, laugardag, kl. 14.00. Á sýn- ingunni verða 65 málverk við ljóð Matthíasar Johannessens, Sálmar á atómöld. Þessi ljóðaflokkur Matt- híasar birtist fyrst í bókinni Fagur er dalur árið 1966 og var endurútgef- inn á síðasta ári. Sveinn Björnsson hefur unnið mynd við hvert hinna 65 ljóða í flokknum og leitast við aö túlka þær myndhverfu Ukingar sem koma fyrir í þeim. Myndirnar eru unnar í pastel og oUupastel og eru allar málaðar á árinu 1990. Sveinn er þjóökunnur málari. Hann hefur haldið fjölda einkasýn- inga, bæði hér heima og erlendis, og tekið þátt í samsýningum. Kjarvalsstaðir: Safnaleiðsögn Nú er hafin sérstök safnaleiðsögn fyrir sýningargesti að Kjarvalsstöð- um. Sérfræðingur safnsins tekur á móti gestum í anddyri Kjarvalsstaða og fara með þá í gegnum sýningarnar Kjarval og eldri meistarar úr Lista- safni Reykjavíkur. Safnaleiðsögn þessi verður fram- vegis á laugardögum og sunnudög- um kl. 16. Skólafólk hefur nýtt sé vel leið- sögnina og vilja foísvarsmenn Kjar- valsstaða beina þeim tílmælum til kennara að pánta sérstaka tíma í síma 26188. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 10 til 18 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Norræna húsið: Saltkrákan Á sunnudag verður kvikmynda- sýning fyrir börn og ungUnga í fund- arsal Norræna hússins kl. 14.00. Sýnd verður myndin Tjorven og SkráUan sem gerð er eftir sögu Astrid Lindgren um lífið á Saltkráku. Myndin er gerð árið 1965. Lífið á Saltkráku er fjölbreytt og krakkarn- ir, þau Tjorven, PaUi og Stína, skemmta sér vel. Það færist enn meira fjör í leikinn þegar hin tæplega tveggja áraSkráUen bætíst í hópinn. Margir ættu að muna eftir þessum persónum úr sjónvarpsþáttum sem sýndir voru í Sjónvarpinu fyrir nokkrum árum. Aðgangur er ókeyp- is. Mælskukeppni Fyrri umferð í mælsku- og rök- ræðukeppni I. ráðs ITC verður hald- in á Hótel Esju, 2. hæð, á sunnudag kl. 13.00. Fjögur Uð keppa um áfram- haldandi rétt til þátttöku. Tvær tiUögur Uggja fyrir fundin- um. í annarri er lagt til að utanlands- ferðir verði bannaðar í eitt ár og í hinni að framleiðsla og sala áfengis verði gefin frjáls. Sýningar Listasafn Einars Jónssonar Njarðargötu, simi 13797 - Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Lokað i desember og janúar. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-16. Listinn gallerí - innrömmun Síöumúla 32. simi 679025 Uppsetningar eftir þekkta, islenska máiara. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. Listasafn Háskóla íslands i Odda. simi 26806 Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7, sími 621000 Listasafnið er opið alla daga nema mánu- daga kl. 12-18 og er aðgangur ókeypis. Listasafn Sigurjóns Laugarnesi, sími 32906 Farandsýningin Sigurjón Ólafsson - Dan- mörk - Island 1991 - stendur yfir í lista- safninu. Hér er um að ræða yfirlitssýn- ingu. Sýningin er opin um helgar kl. 14-17. Listhúsið Snegla Grettisgötu 7. simi 620426 Þar eru listmunir til sýnis og sölu, unnir af 15 listakonum sem vinna í textíl, keramik og skúlptúr. Opið mánudaga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14. Menntamálaráðuneytið Hólmfríður Árnadóttir sýnir pappirsverk, Guðrún Marinósdóttir textíllágmyndir og Anna S. Gunnlaugsdóttir akrýlmálverk. Sýningin stendur til 19. febrúar og er opin virka daga frá 9-17. Mílanó Faxafeni 11, sími 678860 Hans Christiansen sýnir vatnslitamyndir. Þetta er 21. einkasýning listamannsins og sýnir hann nú um 20 myndir. Flestar myndanna eru nýjar og eru allar til sölu. Sýningin er opin alla virka daga kl. 9-19, iaugardaga kl. 9-18 og sunnudaga kl. 13-18. MÍR-salurinn Vatnsstig 10, simi 17928 Mokkakaffi v/Skólavörðustig. simi 21174 Þorvaldur Þorsteinsson sýnir frummyndir úr bókinni Openings. Hann sýnir einnig á Nýlistasafninu. Nýlistasafnið Vatnsstig 3b, simi 14350 Þorvaldur Þorsteinsson sýnir teikningar, klippimyndir, texta og Ijósmyndir. Opið alla daga kl, 14-18. Hann sýnir einnig á Mokka. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafnarfirði. simi 52502 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. PÓSt- og símaminjasafnið Austurgötu 11, simi 54321 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu 59. sími 23218 Þar eru til sýnis og sölu postulínslágmynd- ir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartlma þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga og á laugardög- umkl. 10-16. Þjóðminjasafnið, simi 28888 Sýning á óþekktum Ijósmyndum og sýn- ing á 32 vaxmyndum. Safnið er opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnudag kl. 12-16. Sérstök leiðsögn um safnið alla laugard. kl. 14. Myndlistarsýning í Spron Sýning á verkum eftir Mattheau Jónsdótt- ur myndlistarkonu. Sýningin mun standa yfir til 30. apríl nk. og verður opin frá kl. 9.15-16, þ.e. á afgreiðslutlma útibúsins. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58. simi 24162 Opið daglega kl. 11-17. Þar stendur yfir sýning é mannamynóum Hallgrims Einars- sonar Ijósmyndara. Möppur með Ijós- myndum liggja frammi og einnig eru til sýnis munir og áhöld af Ijósmyndastofu Hallgrims.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.