Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1992, Blaðsíða 7
28
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1992.
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1992.
29
Iþróttir
77 veðurfræðingar
standa vaktina
Þegar um ólympíuleika er að
ræða er allt stórt í sniðum. Til
marks um það eru um 77 veður-
fræðingar að störfum við leikana
í Albertville. Þeir senda út veður-
lýsingar fjórum sinnum á dag.
Til samanburðar má geta þess að
níu veðurfræðingar standa vakt-
ina á Veðurstofu íslands.
Þúsundir hermanna
við gæslustörf
Átta þúsund gæslumenn eru við
störf á vetrarólympíuleikunum.
Stærsti hluti þeirra kemur úr
franska hernum sem barðist í
Persaflóastríðinu eða alls sex
þúsund. Aðstandendur leikanna
voru ekki í vandræðum aö ráða
í þessi störf því hátt á annan tug
þúsunda sótti um störf á þessum
vettvangi.
/*■
MONTBLANC
VALLEE DE LA MAWIENNE
T
V
Y.
V
;
/ \
/
\4 -
4
V
7/. v\
/ \.
J
A ■
/
#■ ■
/;■
./ ,
í Les Menuires-Val
■—■r~\í—
- s /
A /
g{ Pralognan-La Vanoise
' ..........—------ /
' *■ / i Courchevel [
'#V
Wki
Vv
• ■/-- Méribel
í' J Bourg St-Maurice |/ V' . '.. Á_'—.. \
/ttesArcs]
■ ■ ..,,,, \ n> ' . Y ' iLí.
Brides-Les-Bains
~La Plagne | «
y/
i-
*+ , «'
j Les Sais/es}-#
- | Moutiers /
.......----
j La Léchére !>•
■
~i f r' ■
7,
V -
/ ’
7J
Doucy
v
t-Wöfnen \ 3 000 rn
Islenskir ÓL-farar:
Göngumenn-
irnir keppa
fyrstir
íslensku keppendumir á vetrar-
leikunum hófu keppni í morgun.
Þá kepptu þeir Haukur Eiriksson
og Rögnvaldur Ingþórsson í 30 km
göngu.
Þeir Haukur og Rögnvaldur
verða einnig á meðal keppenda á
fimmtudag og laugardag. Á
fimmtudag keppa þeir í 10 km
göngu og 15 km göngu á laugar-
dag. Kristinn Bjömsson og Ömólf-
ur Valdimarsson keppa í risasvigi
á sunnudaginn, Ásta S. Halldórs-
dóttir í sömu grem á mánudag og
þeir Kristinn og Ömólfur keppa í
stórsvigi þriðjudaginn 18. febrúar.
Ásta keppir síðan í stórsvigi mið-
vikudaginn 19. febrúar, svigi 20.
febrúar og 22. febrúar.
-SK
! Nonvav vs. tence.
Keppnin á ÓL í Albertviile fer fram á þeim stööum
sem sjást á
Norduf
I Balle! linals
Feb 10 i Semi-íinaSs............Feb. 21
Women’s 3.0ix.
Women's 500 m
Wotnen's 1,500 rr
Msn's 5.000 m.
Salsies, bobsleðamenn renna sér í La Plagne, Courchevel verður vettvangur skíða-
stökksins og norrænnar keppni, alpakeppni kvenna fer fram i Méribel, ganga með
fijálsri aðferð verður í Tignes, alpakeppni karla í Val-d'Isére, samhliða svig í Les
1 Arcs. iisthlaup á skautum í Albertville, skautahlaup í AlbertviUe, sleðakeppnin í
La Plagne, skautahlaup (stuttar vegalengdir) i Albertville, ísknattleikur í Méribel,
kurling í Pralognan og La Vanoise, og skiöaskotfmn í Les Saisies.
- margir þekktir kappar féllu í brautinni og Patrick Ortlieb frá Austurríki sigraði óvænt
Eiginkona þjálfarans
lenti í bílslysi
Þjáifari breska bobsleðaliðsins,
Cubos Hacek, varð að fara heim
til Prag þegar hann frétti að kona
hans hefði lent í bílslysi. Eddy
Lowe, fyrirliði liðsins, sagðist
vona'að Hacek kæmi aftur til
baka. Vinur Eddy Lowe, þjálfari
sænska bobliðsins, varð fyrir
snjótroðara um helgina og fót-
brotnaði.
Stasi njósnari fram í
dagsljósið í Albertville
Liðsstjóri þýska ólympíuliðsins
sagði fréttamönnum að bobsleða-
stjaman Harald Czudaj hefði
njósnað fyrir hina alræmdu aust-
ur þýsku öryggislögreglu Stasi.
Czudaj var ekki viðstaddur opn-
unarhátíðina og er talið líklegt
að hann fái ekki að keppa á leik-
unum.
Brunkeppnin á vetrarleikunum í gær
var söguleg fyrir margra hluta sakir.
24 ára gamall Austurríkismaður,
Patrick Ortiieb, kom sá og sigraði og
margir af þeim snillingum, sem spáö
hafði veriö góðu gengi, félíu í braut-
inni. Ortlieb var fyrsti keppandinn og
enginn keppinauta hans náði að
hnekkja góðum tíma hans, 1:50,37 mín.
Þó munaði litlu að Frakkanum Franck
Piccard tækist að stela sigrinum í lokin
en hann kom í mark á 1:50,42 min. eða
5/100 úr sekúndu lakari tíma en Ortlieb.
„Það var ólýsanleg tilfinning að
vinna fyrsta stórmótið og þegar Paul
Accola datt trúði ég ekki mínum eigin
augurn," sagði Ortlieb eftir sigurinn.
Margir af snjöllustu brunmönnunum
gagnrýndu gerð brunbrautarinnar fyr-
ir keppnina og töldu hana of auðvelda
sem brunbraut og líkari risasvigs-
braut. Þar má nefna Franz Heinzer frá
Sviss en honum tókst þó ekki að skila
nema sjötta sæti í þessari „auðveldu"
braut. Marc Girardelli frá Lúxemborg,
sem aldrei hefur unnið gullverðlaun á
vetrarleikum, ætlaði sér stóra hluti en
féll í brautinni og réði ekki við feiknar-
legan hraða. Sömu sögu er að segja af
Austurríkismanninum Leonard Stock
en þeir féllu nánast í brautinni á sama
blettinum og Paul Accola frá Sviss.
Gunther Mader frá Austurríki varð
þriðji á 1:50,47 mín. og enn munaði
5/100 úr sekúndu á milli verðlauna-
sæta. Markus Wasmeier, Þýskalandi,
varð flórði á 1:50,62 mín. og Jan Einar
Thorson frá Noregi fimmti á 1:50,79
mín.
-SK
Úrslitin í
Albertville
Brun karla:
1. Ortlieb, Austurríki ...1:50,37 mín.
2. Piccard, Frakklandi..l:50,42 mín.
3. Mader, Austurríki ....1:50,47 mín.
15 km ganga kvenna:
1. Egorova, SSR...42:20,8 mln.
2. Lukkarinen, Finnl. ...43:29,9 mín.
3. Vialbe, SSR....43:42,3 mín.
Stökk - 90 m pallur:
1. Ernst Vettori, Austurríki
88,0-87,5 = 222,8
2. Martin Höllwarth, Austurríki
90,5-83,0 = 218,1
3. Toni Nieminen, Finnlandi
88,0-84,5 = 217,0
ísknattleikur:
Kanada-Frakkland ...3-2
Noregur-Tékkóslóvakía Samveldið-Sviss ..1-10 ...8-1
Svíþjóð-Pólland ...7-2
Svíþjóð-Pólland ...7-2
Þýskaland-Finnland ...5-1
Ítalía-Bandaríkin ...3-6
3000m skautahlaup kvenna:
1. Gunda Niemann, Þýskal. .4:19,90
2. Heike Wamicke, Þýskal. .4:22,88
3. EmeseHunyady.Austurr.
4:24,64
Emst Vettori frá Austurriki svffur hér til sigurs f stökkkeppninnl af 90 metra pallinum í gær. Landi hans, Martin
Höllwarth varö annar og er þetta besti árangur Austurrfkismanna I skföastökki á vetrarleikum sföan 1980.
Sfmamynd/Reuter
Skíðastökk - 90 metra pallur:
Undrabarnið
í þriðja sæti
- gull og silfur til Austurríkis
Mjög óvænt úrslit litu dagsins ljós í stökkkeppninni af 90 metra palli í gær. Fyrir
keppnina töldu nær allir að finnska undrabamið Toni Nieminen ætti sigurinn vísan.
Ef Nieminen hefði sigrað hefði hann orðið yngsti sigurvegari í sögu vetrarólympíuleik-
anna. En Finninn ungi þoldi ekki spennuna og"tveir Austurríkismenn tylltu sér í tvö
efstu sætin.
Keppnin var mjög spennandi. Þegar aðeins tvö stökk voru eftir hafði Emst Vettori
forystuna og aðeins ömggur með bronsið. Næstur stökk landi hans Martin Höllwarth,
sem náö hafði besta árangri í fyrri umferðinni. Honum tókst ekki nema sæmilega í
síðara stökkinu og var í öðru sæti þegar aöeins Toni Nieminen átti eftir að stökkva.
Finninn náði þriðja sætinu og verður það að teijast góður árangur hjá 16 ára gömlum
stökkvara.
„Þetta er svo stórkostleg tilfinning aö það tekur tíma fyrir mig að átta mig á þessu
'öllu saman. Sigur á ólympíuleikum er nokkuð sem aUa íþróttamenn dreymir um,“
sagði Vettori eftir sigurinn.
Þetta var í fyrsta skipti sem austurrískur skíðastökkvari stendur á efsta þrepi verð-
launapallsins á ólympíuleikum síðan 1980. Þá sigraði Toni Innauer, núverandi þjálfari
austurrísku stökkvaranna.
Finninn Nieminen tók þriðja sætinu eins og hveiju öðm hundsbiti: „Ég er ánægður
með bronsverðlaunin en ég átti aö geta stokkið mun betur, sérstaklega í síðari umferð-
inni.“
-SK
íþróttir
Stjömuleikur NBA-deildarinnar:
„Magic“ var
hreint frábær
Enn vann Hodges skotkeppnina
- Cedric Ceballos troðkóngur og „gamlingjamir“ á vesturströndinni unnu austurströndina
í tengslum við stjömuleikinn í bandaríska körfuboltanum fer jafnan
fram keppni bestu leikmanna NBA-deildarinnar í þriggja stiga skotum
og einnig í því að troða knettinum í körfuna.
Ekki urðu óvænt úrslit í þriggja stiga skotkeppninni á laugardag. Craig
Hodges, sem leikur með Chicago Bulls, sigraði og hlaut fyrir 1,2 milljón-
ir króna. Þetta er þriðji sigur Hodges í keppninni á jafnmörgum árum.
Hodges keppti til úrslita gegn Jim Les frá Sacramento Kings og sigraði
16-15. Hodges hitti úr 5 af 6 síðustu skotunum en Les brenndi af 6 af síð-
ustu 7 skotunum. Mitch Ritchmond, Sacramento, varð þriðji og Drazen
Petrovic, New Jersey Nets, varð fjórði.
Cedric Ceballos besti „troöarinn"
Sá sem sigraði í troðkeppninni með tilþrifum var Cedric CebaUos en
hann leikur með Phoenix Suns. Vakti hann mikla hrifningu meðal áhorf-
enda er hann tróö blindandi. í öðra sæti varð Larry Johnson, Charlotte
Homets.
„ísmaðurinn" fór á kostum og geröi 24 stig
Fyrrum stjama með San Antonio Spurs, George Gervin, sem oft var nefnd-
ur „ísmaðurinn", fór á kostum og sýndi gamalkunna takta er lið vestur-
strandarinnar sigraði liö austurstrandarinnar í stjömuleik öldunga með
48 stigum gegn 38. Gervin skoraði 24 stig eða helming stiga vesturstrand-
arliðsins og hirti 11 fráköst. Calvin Murphy var stigahæstur í liði austur-
strandarinnar með 10 stig.
-SK
Þessir snillingar fóru á kostum i stjörnuleiknum í gærkvöldi. Frá vinstri: Charles
Barkley, 76ers, Erwin „Magic“ Johnson, stigahæsti og besti maður leiksins, Patrick
Ewing, New York Knicks, Michael Jordan, Chicago Bulis, stigahæsti ieikmaður
austurstrandarliðsins, og Karl Malone, Utah Jazz. Allir þessir snillingar munu
teika með bandanska landsliðinu á OL í Barcelona í sumar.
Stjömuleikurinn í NBA-körfuboltanum í gærkvöldi mun verða Erwin „Magic"
Johnson lengi minnisstæður. Hann kvaddi NBA-deildina í gærkvöldi og hvílík kveð-
justund hjá þessum besta körfuknattleiksmanni sem uppi hefur verið. 7 nóvember
lýsti hann því yfir aö hann væri með HlV-veiruna og yrði aö hætta að leika með
Lakers. í gærkvöldi var hann stigahæsti leikmaður stjörnuleiksins og kosinn mað-
ur leiksins. Og ferilinn endaði Johnson með ótrúlegu þriggja stiga skoti þegar aðeins
6 sekúndur vora til leiksloka. Þriðja þriggja stiga karfa hans í leiknum og auk þess
að skora 25 stig í leiknum átti hann 9 stoðsendingar. Hvílíkur körfuboltamaöur!
Johnson leiddi lið vesturstrandarinnar til stórsigurs gegn liði austurstrandarinnar,
153-113, og aldrei hefur stjömuleikur unnist með jafnmiklum mun.
En ef til vill er Johnson ekki hættur 1 NBA-deildinni: „Kannski fáið þið aö sjá
mig aftur, kannski ekki,“ sagði hann við áhorfendur eftir leikinn. „Ég mun lengi
minnast þessa leiks og vil nota tækifærið og þakka þeim sem kusu mig til að leika
leikinn. Og einnig þakka ég öllum leikmönnunum í liðunum sem samþykktu að ég
léki með. Ég er í draumaheimi og mig langar ekki til að vakna,“ sagði snillingurinn
eftir leikinn. Johnson var stigahæstur hjá „vestrinu" með 25 stig, Clyde Drexler
með 22 og David Robinson 19. Michael Jordan skoraði 18 stig fyrir „austrið", Isiah
Thomas 15 og Scottie Pippen 14.
=SK
as, í gærkvöldi eftir stjörnuleikinn. 15000 áhorfendur hylitu
Johnson fyrir leikinn sem verður lengi í minnum hafður. John-
son íhugar að leika með LA Lakers í úrslitakeppni NBA og
hann leikur með liði Bandaríkjanna á OL í Barcelona.
Símamynd/Reuter
f