Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1992, Blaðsíða 2
24 MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1992. Iþróttir Bikarúrslit kvenna: Sáfyrsta' í Víkina - Víkingur vann FH, 19-14 ALBERTVILLE92 Bandaríkjamenn fjölmennastir Flestir þátttakenda á vetrarleik- unum í Albertville koma frá Bandaríkjunum en Bandaríkja- menn senda 181 íþróttamann til leikanna aö þessu sinni. Fæstir keppendur eru frá Hondúras og Kólumbíu, einn frá hvoru landi. 400 bílstjórar í víggirtu fangelsi Gífurlegur fjöldi fréttamanna fylgist með OL í Albertville og til þess aö þeir komist á rétta staði á réttum tímum eru til staðar um 400 rútubílstjórar. Þeir verða að gera sér að góðu að búa 1 víggirtu fangelsi 15 km fyrir utan Albert- ville á meðan á leikunum stend- ur. Ástæðan er einfaldlega sú að engin gistiaöstaða fyrir svo fjöl- mennan hóp er nær Albertville. Alltaf fjöfgar þátttakendunum Stööugt fjölgar þátttakendum á vetrarleikunum og þeim þjóðum sem senda keppendur á leikana. Á síðustu leikum í Calgary í Kanada 1988 voru keppendur 1458 frá 55 löndum. í Albertville keppa 2100 íþróttamenn frá 65 þjóðum. Bremsurnar biluðu hjá Dan Quayle Mörg fræg andlit mátti sjá við hina glæsilegu opnunarhátíð í Albertville og þeirra á meðal varaforseta Bandaríkjanna, Dan Quayle. Hann lenti í kröppum dansi í frönsku Ölpunum á leiö sinni til setningarhátíöarinnar á laugardag er hemlamir á bíl hans biluðu. Bílstjóri varaforsetans sýndi mikið snarræði og tókst að stöðva bifreiðina snarlega. Með Quayle í bílnum var dóttir Bush forseta. Náði 7. sæti og fór síðan heim Norska stúlkan Inger-Helene Ny- braten keppti í gær í 15 km göngu kvenna og náöi 7. sæti. Hún missti föður sinn á fostudaginn og var ákveðin í að gera sitt besta í göngunni í gær en faðir hennar var þekktur skíðaþjálfari og kenndi Nybraten allt sem hún kann í dag og það virðist vera þónokkuð. Þess má geta að Ny- braten er farin heim til Noregs. Lánið leikur ekki við Norðmennina Frændur vorir Norðmenn eiga á brattann að sækja í Albertville. Besti skautahlaupari Noregs, Jo- hann-Olav Koss, hefur verið lagð- ur inn á sjúkrahús og óvíst er hvort hann getur keppt á leikun- um. Koss var álitinn sigurstrang- legur í það minnsta í þremur greinum og mjög líklegur til að vinna þrenn gullverðlaun fyrir Norðmenn. Óvenjuleg verðlaun í Albertville Verðlaunin, sem um er keppt á OL í Albertville, eru sérstök fyrir þær sakir að verðlaunapening- amir em ekki nema að hluta til úr góðmálmunum gulli, silfri og bronsi. Að mestu era peningamir úr kristal og hefur þetta ekki áður gerst á ólympíuleikum. Verð- launapeningamir verða þó jafn eftirsóttir og áður. Víkingar fógnuðu sínum fyrsta sigri í meistara- flokki kvenna í hand- knattleik á laugardag en þær unnu FH í úrslitaleik í bikar- keppni HSÍ, 19-14. Víkingsstúlkur komu mun ákveðn- ari til leiks og léku þær yfirvegaðan og skemmtilegan sóknarleik á meðan sóknarleikur FH var í molum. Það var aðeins í byijun sem jafnræði var með liðunum en smám saman juku Víkingsstúlkur á forskotið og náðu 6 marka mun fyrir leikhlé, 14-8. Annað var uppi teningnum í síðari hálfleik og Víkingsstúlkur virtust vera með hugann við bikarinn því þær geröu sig seka um mjög mikið af mistökum en það kom ekki á sök því sóknar- leikur FH var ekki upp á marga fiska. FH-stúlkur náðu aðeins að rétta úr kútnum um miðjan seinni hálfleik en þær skoraðu þrjú mörk í röð, 17-14, en það var eldd nóg því Vík- ingsstúlkur vora ekkert á því að gefa eftir og gulltryggðu þær sér bikarinn með því að skora tvö síðustu mörkin. Annað Víkingslið í síðari hálfleiknum Víkingsstúlkur léku mjög góðan handbolta í fyrri hálfleik bæði í vöm og sókn og var hreint frábært að sjá hvað liðsheildin var góð. Það var eins og annað lið kæmi inn á í síðari hálf- leik því ekkert gekk upp í sóknarleik liðsins og gerðu þær aðeins 5 mörk. Víkingar geta þakkað góðri vöm og góöri markvörslu hjá Sigrúnu Ólafs- dóttur að FH-stúlkur náðu ekki að minnka muninn í seinni hálfleik. Ekkert gekk upp hjá FH í þessum leik, það vantaöi alla ógnun í sóknar- leikinn. Mörk Víkings: Halla Helgadóttir 7/2, Svava Sigurðardóttir 4, Svava Baldursdóttir 3, Andrea Atiadóttir 2, Inga Lára Þórisdóttir 2, Hanna Einarsdóttir 1. Mörk FH: Jólita Klimvance 3, Mar- ía Sigurðardóttir 3/2, Berglind Hreinsdóttir 2, Rut Baldursdóttir 2, Eva Baldursdóttir 2, Sigurborg Eyj- ólfsdóttir 1, Thelma Ámadóttir 1. -BÓ „Stefnan að vinna tvöf alt í ár“ - sagði Inga Lára Þórisdóttir „Við byriuöum vel og náðum að halda dampi út fyrri hálfleikinn, hðs- heildin var alveg frábær og voram við allar að skora. Við áttum náttúr- lega ekki von á að þetta yrði svona létt og er skiljanlegt að það hafi ver- ið titringur hjá okkur í seinni hálfleik og þær nýttu sér þessa leiðinlegu feila sem við vorum að gera. Nú er stefnan að sjálfsögðu tekin á að vinna tvöfalt í ár,“ sagði Inga Lára Þórisdóttir, fyrirliði bikarmeistara Víkings, í samtali við DV eftir sigurinn á laugardaginn var. Anna María Sveinsdóttir, ÍBK, átti stórleik er lið hennar sigraði ÍS f 1. deild kvenna i gærkvöldi. DV-mynd GS Inga Lóra Þórisdóttir, fyrirliöi Víkings, hampar bikarnum eftir sigur Víkings gegn FH í úrslitum bikarsins, 19-14. DV-mynd GS Körfuknattleikur kvenna: ÍBK þokast nær meistaratitlinum Stúlkumar úr Keflavík mmu sannfærandi sigur á Stúdínum, 68-47, í gærkvöldi í 1. deild kvenna í körfuknattieik. Björg Hafsteinsdóttir kom ÍBK á bragðið strax á upphafsmínútunum með tveimur þriggja stiga körfum og áður en sex mínútur vora liðnar hafði hún skorað fjórar þriggja stiga körfur. Þetta var meira en Stúdínur réðu við og þrátt fyrir góða tilburði í síðari hálfleik var sigur ÍBK aldrei í hættu. Björg Hafsteinsdóttir og Anna María Sveinsdóttir vora bestar í hði ÍBK en hjá Stúdínum var Vigdís Þór- isdóttir atkvæöamest. Stig ÍS: Vigdís 16, Kristín 14, Elín- borg 5, Ema 4, Anna 2, Unnur 2, Þórdís 2 og Díana 2. Stig ÍBK: Anna María Sv. 25, Björg 16, Katrín 8, Elínborg 6, Guðlaug 6, Kristín 3, Svandís 2 og Anna María Sig. 2. Haukar sigruðu ÍR • Haukar unnu nauman sigur á ÍR, 55-52, í 1. deild kvenna í gær. Hauka- stúlkur höfðu framkvæði í fyrri hálf- leik og höfðu 11 stiga forystu í leik- hléi, 35-24. ÍR-stúlkur komu mjög ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og náðu að jafna um miðjan hálfleikinn, 40-40. Hauka- stúlkumar vora hins vegar ekki á því að gefa sigurinn eftir og sigraðu með þriggja stiga mun, 55-52. Stig ÍR: Linda 16, Hrönn 10, Vala 8, Ingibjörg 8, Guðrún 4, Sigrún 4, og Hildur 2. Stig Hauka: Hanna 16, Guöbjörg 12, Ásta 11, Eva 8, Hafdís 5, og Sólveig 3. -ih

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.