Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1992, Blaðsíða 1
►
^ Karíbahafið:
Ahrif Kólumbusar í fimm aldir
í ár minnast íbúar Karíbahafsins
þess að 500 ár eru liðin frá því
Kristófer Kólumbus lagði skipum
sínum að landi og í kjölfarið fylgdu
hin spænsku yfirráð og áhrif. Kól-
I umhus kom við á mörgum eyjum
í Karíbahafi í þessari landvinn-
ingaferð sem gjörbreytti að lokum
heimsmyndinni.
Kólumbus tók fyrst land á eynni
San Salvador í Bahamaklasanum
austanverðum þann 12. október
árið 1492. Á Bahamaeyjum verður
ýmislegt gert til hátíðarbrigða á
þessu ári og má nefna að ágúst-
mánuður verður helgaður hinum
afríska arfi og í Nassá verður opn-
að minjasafn um þær þúsundir
þræla sem fluttar voru nauöungar-
flutningum frá Afríku.
Á eyjunum Trinidad og Tobago
verður minnst þeirra kynþátta sem
ýmist voru fluttir nauðugir eða
settust að viljugir á eyjunum. Tvær
kjötkveðjuhátiðir verða haldnar í
ár, hin fyrri á hefðbundnum tíma,
þann 4. mars, en hin síðari í ágúst-
mánuði.
Á Jamaíku hafa fornleifa- og
sagnfræöingar komið saman en
aðaláherslan verður lögð á að
kenna börnunum fimm hundruð
ára sögu spænskra áhrifa.
Kólumbusjarð-
settur á ný
Aðalhátíðahöldin verða í Dómin-
íska lýðveldinu á eynni Hispaníólu.
Þar varð sonur Kólumbusar, Diego,
landstjóri árið 1509. Kristófer Kól-
umbus lést árið 1506, farinn aö
heilsu og kröftum og vissi aldrei
að hann heföi fundið nýja heims-
álfu. Hann var fyrst borinn til graf-
ar í Santa Maria de las Cuevas í
Sevillu. Sonur hans, Diego, lést árið
1526 og var jarðsettur hjá föður sín-
um. Árið 1542 voru jarðneskar leif-
ar þeirra beggja fluttar tii Hispaní-
ólu samkvæmt eindreginni ósk
Kólumbusar.
Árið 1940 var byrjað á byggingu
minnismerkis, stórum og miklum
vita, á háum kletti viö ána Ozama
í Dóminíska lýðveldinu. Þangað
verða jarðneskar leifar þeirra feðga
Eftirlíkingar af skipum Kólumbusar, Santa María, Pinta og Nina. Þarna
eru þau til sýnis í höfninni í Palma á Mallorca í september 1990. Áður
en þau fóru til Karíbahafsins var þeim siglt milli hafna á Spáni.
DV-mynd JJ
fluttar, einu sinni enn, við hátíð-
lega athöfn þann 12. október. Sama
dag blessar Jóhannes Páll páfi sam-
komu kaþólskra biskupa og verður
messunni sjónvarpað beint um
víða veröld til þess að minnast þess
að Kólumbus fór þrjár ferðir til
Karíbahafsins til þess að kristna
indíánana ásamt því að sölsa undir
Spán auðæfi þeirra.
Siglt í kjölfar
Kólumbusar
í maí mun floti 500 skipa sigla frá
Cadiz á Spáni til San Juan í Púertó
Ríkó og í desemher mun svipaður
fjöldi skipa sigla frá Palós á Spáni
til Bahamaeyja. Eftirlíkingar af
skipum Kólumbusar, Santa María,
Pinta og Nina, sigla nú milli hafna
í Karíbahafinu áður en þau halda
til Bandaríkjanna. Koma skipanna
hefur ekki vakið hrifningu hjá öll-
um því hópar indíána hafa mót-
mælt komu þeirra kröftuglega og í
Púertó Ríkó voru nokkrir hand-
teknir.
Fyrir utan þessa tilteknu hátíða-
hði verður þessara tímamóta
minnst meira og minna í Karíba-
hafi, svo og á Spáni en það land er
sannarlega í ferðasviðsljósinu í ár.
-JJ
• Alhliða ferðaþjónusta.
• Þrautþjálfað starfsfólk með
Fjórtrgóðir mikla reynslu í ferðamálum.
Upphqfsreitir • Fullkomið bókunarkerfi sem
þegttr þú tetlar
útíheim
gerir kleift að panta framhalds-
flug hvert á land sem er og
hótelgistingu um víða veröld.
Byrjaðu ferðina í einhverri af
f j órum s öluskrifstofum
Flugleiða:
Hótel Esju, sími: 690 100
Kringlunni, sími: 690 100
Lækjargötu, sími: 690 100
Leifsstöð, sími: 92-50 220
FLUGLEIDIR
TRAUSTUR FERDAFÉLAGI
Söluskrifstoíur Fludeiða
EIS!