Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1992, Qupperneq 3
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1992.
35
Tölur um snjóþykkt eru tilkynntar af
ferðamálayfirvöldum viðkomandi landa
Ferðir
Skíðaferðir vinsælar:
Dalir/Fjöll
55 165 Noregur Dalir/Fjöll
40 150 Geilo 30 50
40 170 Skei/Gausdal 50 40
50 150 Hemsedal 30 35
25 140 Björli/Gudbr.d 30 120
70 110 Lifjell/Vrádal - 50
Norefjell 10 45
Oppdal 50 50
Rauland 30 80
Beitostolen 65 65
85 125 Dombás 50 60
50 150
65 150
90 195
92 145
60 159 Sviss
70 170 Davos 70 140
St. Moritz 120 150
Verbier 40 175
Wengen 43 90
Zermatt 35 120
29 54 50 90 Þýskaland
- 40 Garmisch 10 35
15 25 Obertsdorf 20 120
17 2 20 30 St. Englmar 15 30
Frakkland
Alpe d'Huez
Avoriaz
Chamonix
Les Arcs
Tignes
Val d'lsere
Val Thorens
Meribel
Svfþjóð
Idre
Áre
Vallásen
Lofsdalen
Orsa Grönklitt
Mullsjö
Sunne
Ischgl/Galtur
St.Anton
Schladning
Saalbach
Wagrain
Zell am See
St. Johan
Aö sögn Unnar Ólafsdóttur
hjá Samvinnuferðum-Landsýn er
uppselt í skíðaferðir til Austurríkis
þann 15. febrúar og 22. febrúar. Fram
til 28. mars verða vikulegar ferðir til
Salzburgar á laugardögum. Enn eru
óseld sæti í marsmánuði en búast
má við að þau seljist fljótlega vegna
langvarandi snjóleysis á sunnan-
verðu landinu. Ekki hefur snjóað
jafnmikið í Austurríki í áratugi og
skíðalöndin í toppstandi niður á jafn-
sléttu.
Það er aðeins ódýrara að fljúga til
Austurríkis á skíði heldur en til
Ameríku. Reyndar hefur flugverð til
Ameríku lækkað töluvert frá því sem
áður var og nú er á færi fjölskyldu-
fólks að skella sér í skíðaferð til
Bandaríkjanna. Vinsælustu staðim-
ir em Aspen í Colorado og Veil í
Klettafjöllum.
Ameríka fyrir þá sem
vilja nýbreytni
Að sögn Unnar Ólafsdóttur fara
fleiri nú til Ameríku og þá helst þeir
sem sótt hafa Austurríki heim í ára-
tugi og þrá nýbreytni. Helsti ann-
marki á skíðaferð til Colorado er hin
langa vegalengd sem sumir setja fyr-
ir sig en aðrir ekki. Flogið er til Balti-
more og gist þar eina nótt á ágætu
flugvallarhóteli. Næsta dag er flogið
til Denver og þaðan ekið til Aspen
þar sem dvahð er í viku eða lengur.
Sama gildir um heimfórina. Margir
vilja leggja þetta ferðalag á sig því
að skíðalöndin í Aspen þykja frábær
og aðstaða hin besta. Að sama skapi
em skíðalöndin í Veil mjög góð en
ferðin þangað tekur líka sinn tíma.
Beintflug
til Salzburgar
Einn helsti kostur Austurríkis sem
skíðalands fyrir íslendirtga er beina
flugið til Salzburgar á hverjum laug-
ardegi. í Austurríki er hægt að velja
um dýra og ódýra staði. Ischgl er
dæmi um óheyrilega dýran stað þar
sem drykkur á bar kostar stórfé enda
sækir peningafólk mest þangað. Aðr-
ir staðir eru skikkanlegir hvaö verð
áhrærir.
Ein vika eða tvær
Það er nokkuð erfitt að meta hvort
sé hagkvæmara að fara til Ameríku
eða Austurríkis því það stjómast líka
af þeim kröfum sem fólk gerir. Ljóst
er að fargjaldið til Bandaríkjanna er
hærra því að þar er um að ræða
millilandaflug og flug milli borga.
Þar munar strax um 18 þúsund á
vikuferð og hér er ekki metin gistiað-
staðan. Ferðin tíl Colarado kostar
minnst 78.500 og fyrir þá upphæð er
hægt að fá tveggja vikna sidðaferð í
Austurríki. Ein vika í Austurríki
getur líka kostað það sama og vikan
Austurríki
Endalausar brekkur og góður snjór er það sem skíðamaðurinn vill.
í Ameríku og gott betur en það. Verð- skíðamannsins hefur ekkert með það
lagið fer eftir þeim aðbúnaði sem aö gera hvað mikið hann borgar í
menn kjósa sér þegar þeir eru ekki hótelkostnað.
í brekkunum. Skíðabrekkan og fæmi -J J
Ischgl er óheyrilega dýr staður enda sækir ríka fólkið mest þangað.
Selst vel til Austurríkis
Ameríka bætir við sig
Skíðaferðin kostar mismikið
Einnar eða tveggja vikna skíðaferð
kostar misjafnlega mikið eftir því
hvað menn vilja. Ferðaskrifstofa
Guömundar Jónassonar býður
tveggja vikna skíðaferð til Vail í
Klettaflöllum frá 14. til 29. febrúar.
Þessi ferð kostar kr. 138.000 á mann,
miðað við gistingu í tveggja manna
herbergi. Innifalið er gisting og
morgunverður í Veil og Baltimore,
svo og allar ferðir fram og til baka.
Samvinnuferðir-Landsýn em með
vikuferð til Bandaríkjanna á krónur
78.500, miðað við fjóra í íbúð. Innifal-
ið er flug, gisting á fjögurra stjömu
hóteli í Baltimore, fyrsta flokks íbúð
og bOaleigubíll í sex daga. Verðið fer
í 92.040, miðað viö tvo í íbúð.
Samvinnuferðir-Landsýn eru líka
með ferðir til Flachau og Hintergl-
emm í Austurríki. í Flachau er ódý-
rasta gistingin í Tauemhof og Alpen-
hof, 60.500 á viku, miðað við tvíbýli,
en ódýrast er í Hinterglemm á Hótel
Lengauerhof kr. 48.400. Hótel Achen-
hof kostar minnst 51.700 á viku miðaö
við tvíbýh. Allt þetta er miðað við
flug og gistingu með hálfu fæði án
aksturs milli flugvallar og hótels er-
lendis.
Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn,
Saga er með skíðaferðir til Wagrain,
Flachau, St. Johann, Lech, St. Anton,
Bagdasten og Saalbach-Hinter-
glemm. Innan þessara svæða er hægt
aö velja um marga gististaði. Ódýrast
er í tvíbýli á Pension Waldchenken
í Flachau. Pension Hubertus er ódýr-
ast í Wagrain en þar er vikan á 49.400
staðgreidd. Innifalið er flug, gisting
og hálft fæði eða morgunverður.
Úrval-Útsýn, Saga fara einnig til
Bandaríkjanna (JFK flugvallar) og
Austurríkis með Tjæreborg. Þá er
flogið til Kaupmannahafnar og það-
an til skíðasvæðanna. Tveggja vikna
ferð til Bandaríkjanna getur kostað
130.000 þúsund krónur. Þá er tahð
með flug til Kaupmannahafnar og til
baka, flug til New York og þaðan til
Salt ^ake City (Snowbird), gisting í
tólf nætur og ein nótt í New York.
Ekki er tahð með í verði ferðir á
milli Salt Lake City og Snowbird og
ferðir um Kennedy-flugvöh til hótels.
í úttektinni er aðeins tæpt á nokkr-
um atriðum en allar nánari upplýs-
ingar fást á ofangreindum og öðrum
ferðaskrifstofum. -JJ