Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1992, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 27. MARS 1992.
Kvikmyndir
Til endaloka heimsins ★★'/2
Fyrri helmingurinn er frábærlega víðförul
og fyndin framtíðar-vegamynd, seinni
helmingurinn langdregin og misheppnuð
predikun. -GE
Tvöfalt líf Veróníku ★★★,/2
Tvær stúlkur, fæddar sama dag, hvor í
sínu landi, nákvæmlega eins í útliti og
án þess að vita hvor af annarri. Þetta er
viðfangsefni pólska leikstjórans Krzystofs
Piesiewicz í magnaðri kvikmynd. - H K
The Commitments ★★★★
Tónlistarmynd Alans Parker er ógleyman-
leg skemmtun. Söguþráðurinn er stór-
skemmtilegur og soul-tónlistin frábær.
Ein af betri myndum Alans Parker. -ÍS
LAUGARÁSBÍÓ
Sími 32075
Víghöfði irk-k'A
Fítonskraftur Scorsese og súperleikhópur
gera samanlagt miskunnarlausan og æsi-
spennandi sálfræðitrylli sem faltrar einungis
á yfirkeyrðum formúluendi.
Chucky 3 k'A
Skárri en númer 2, en hverjum er ekki
sama. -GE
Hundaheppni k'A
Góð hugmynd en misheppnast að vinna
vel úr henni. Góðir brandarar eru fáir og
ekkert bitastætt á milli þeirra. -G E
Barton Fink ★★
Coen-bræður standa sig ekki í sögusköp-
uninni og gerast klisjumenn í fyrsta skipt-
ið. Frábærar persónur og leikendur bjarga
málunum. -GE
Prakkarinn 2 ★★
Lítið vit en nokkurt gaman að tveimur
pottormum í vígahug. Betri en sú fyrsta.
-GE
REGNBOGINN
Sími 19000
Föðurhefnd k'A
Ödýr og óaðlaðandi Hong-Kong-fram-
leiðsla og litið barist af viti. Van Damme
er ekki slæmur en tvöfaldur skammtur er
ekkilausnin. -GE
Kastali móður minnar ★★
Falleg myndskreyting á skemmtilegri end-
urminningu frægs rithöfundar. Saklaus
skemmtun.
-GE
Léttlynda Rósa ★★★
Mjög fagmannlega unnin mynd um alvar-
legt tilfelli brókarsóttar og bau vandamál
sem skapast í kringum það. Frábær leikur
góðra leikara. -IS
Ekki segja mömmu. . . kk'A
Frábær leikhópur bjargar ófrumlegu
handriti og gerir myndina að góðri
skemmtunþráttfyrirallt. -GE
Homo Faber ★★
Byrjar hressilega en fjarar fljótlega út,
gerist langdregin og tómleg. Góðir leikar-
ar ogfallegt landslag hjálpa mikið. -G E
Fuglastríðið í
Lumbruskógi ★★
Hugljúf teiknimynd fyrir börn. Það sem
gerir hana þó eftirsóknarverða er íslensk
talsetning sem hefur heppnast sérlega
vel. -HK
SAGA-BÍÓ
Sími 78900
JFK ★★★
Oliver Stone setur fram umdeilda kenn-
ingu um morðið á Kennedy forseta. Hvort
sem um sannleikann er að ræða eða ekki
er kvikmyndin snjöll og spennandi og
handbragð manns sem kann sitt fag leyn-
irsérekki. Einnig sýnd í Bíóborginni. - HK
STJÖRNUBÍÓ
Simi 16500
Stúlkan mín ★★
Mynd fyrir alla fjölskylduna. Fer minna
fyrir Macaulay Culkin en í fyrstu hefði
mátt halda. Skörp skil á milli gamans og
alvöru kemur á óvart.
-HK
Bingo k'A
Snarrrugluð, stundum skemmtileg en
aldrei eins fyndinn eins og hún vill verða.
-GE
Ingaló kk'A
Þrátt fyrir ýmsa annmarka i handriti hefur
Ásdlsi Thoroddsen tekist að gera
skemmtilega kvikmynd um llf stúlku í
sjávarplássi. -HK
Bilun í beinni
útsendingu kkk'A
Heilsteypt kvikmynd frá Monty Python,
leikstjóranum Terry Gilliam, raunsæ og
gamsöm i senn og ekki spillir frábær leik-
ur JeffsBridgesog Robins Williams. -HK
Börn náttúrunnar ★★★
Enginn ætti að verða fyrir vonbrigðum
nfeð Börn náttúrunnar. Friðrik Þór hefur
gert góða kvikmynd þar sem mikilfeng-
legt landslag og góður leikur blandast
mannlegumsöguþræði. -HK
Sigurður Ingimundarson, fyrirliði ÍBK, til vinstri, og Guöni Guðnason, fyrirliði KR, verða báðir í eldlínunni á morg-
un og munu eflaust takast hart á eins og á þessari mynd. Liðin eigast við á Seltjarnarnesi og hefst viðureignin
klukkan 16. DV-mynd Brynjar Gauti
íþróttir helgarinnar:
Stórleikir í
körfuboltanum
- úrslitakeppnin hafin - þrír leikir um helgina
Úrslitakeppnin í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik er hápunkturinn í
íþróttum helgarinnar hér innan-
lands. Þar keppa íjögur efstu liðin í
deildinni um Islandsmeistaratitilinn.
í undanúrslitunum leika Keflvíking-
ar gegn KR-ingum og nýkrýndir bik-
armeistar Njarðvíkinga mæta Vals-
mönnum. Tvo sigurleiki þarf til að
komast í úrslitaleikinn og þurfi að
grípa til þriðja leiksins fer hann fram
á heimavöllum Suðurnesjaliðanna,
sem uröu í efstu sætum í sínum riðl-
um. Keppnin hófst í gær með leik
Keflvíkinga og KR og í kvöld eigast
við Njarðvíkingar og Valur og fer
leikurinn fram í „Ljónagryf]unni“ í
Njarðvík og hefst klukkan 20.
Á laugardag leika KR og Keflavík
annan leik sinn og fer hann fram í
íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi og
hefst klukkan 16. Á sunnudagkvöldið
spila Valur og Njarðvík annan leik
sinn að Hlíðarenda klukkan 20.
Körfuboltaáhugamenn munu ör-
ugglega flykkjast á þessa leiki. Þaö
má eiginlega segja að þama fari fram
uppgjör Reykjavíkurliðanna gegn
stórveldunum frá Suðurnesjum. í
fyrra léku Keflavík og Njarövík til
úrslita og eftir æsispennandi leiki
stóðu Njarðvíkingar uppi sem sigur-
vegarar. -GH
Ferðafélag íslands:
Helgarferð
í Þórsmörk
Á dagskrá Ferðafélagsins er Þórs-
merkurferð nú um helgina. Lagt
verður af stað klukkan 20 í kvöld.
Nú er frekar snjólétt f Þórsmörk svo
unnt verður að aka alla leið inn í
Langadal. Gist verður í Skagfjörðs-
skála en þar eru öll þægindi til að
láta sér líða vel. Eldhús með öUum
áhöldum, stúkað svefnpláss og mið-
stöðvarhitun. Fararstjóri skipulegg-
ur gönguferöir um Mörkina, en ekki
er úr vegi að taka skíði með. Nú er
dagurinn orðinn lengri en nóttin svo
að hægt er aö nota tímann vel til
útiveru í Mörkinni.
Á sunnudag verður skíöagöngu-
ferð kl. 10.30 en þá verður gengið
yflr Kjöl. Ekið verður um Stíflisdal
og gengið upp á Kjöl og síðan niður’
Þrándarstaöarfjall og komið niður
hjá Fossá í Hvalflrði. Kl. 13.00 verður
létt skiöaganga á HeUisheiði og á
sama tíma er gönguferð á Skálafell
sunnan HeUisheiðar.
Þaö veröur kátt i Mörkinni um helgina.
23
íþróttir
Blak:
Úrslit í
bikarnum
Úrslitaleikirnir í bikarkeppninni
í karla- og kvennaflokki í blaki
fara fram í íþróttahúsinu í Digra-
nesi í Kópavogi á laugardaginn.
Karlaleikurinn hefst klukkan 14
og leiða þar saman hesta sína
Þróttur R og KA. Strax á eftir eða
um klukkan 16 hefja konurnar
leik og mætast þar í úrslitum ÍS
og KA.
Körfu-
bolti:
Leikir hjá
konunum
í 1. deild kvenna á íslandsmótinu
í körfuknattleik eru tveir leikir á
dagskrá á sunnudaginn og hefjast
þeir báðir klukkan 18. ÍBK og ÍS
leika í Keflavík og í Hagaskóla
leika KR og UMFG. í 1. deild karla
eru fjórir leikir klukkan 14 á
laugardag. Það eru: Reynir-
Víkverji, ÍA-ÍR, Höttur-Keilufé-
lagið og ÍS-UBK.
Skídi:
Bikarmót
í göngu
Bikarmót í skíðagöngu fer fram
á Siglufirði um helgina. Á laugar-
daginn klukkan 13 yerður keppt
með frjálsri aöferð. í flokki 17-19
ára verða gengnir 10 kílómetrar
og 15 í flokki 20 ára og eldri. Á
sunnudaginn hefst keppni klukk-
an 11 og verður þá gengið með
hefðbundinni aðferð. í flokki
17-19 ára er vegalengdin 7,5 km
en 10 km í flokki 20 ára og eldri.
c
Ferðir
Utivist
Kl. 13 á sunnudag verður skíða-
ganga á Hellisheiöi. Gengið verð-
ur í 3-4 stundir. Fararstjóri mun
leiöbeina þeim sem þess óska.
Brottför fró BSÍ, bensínsölu
Kl. 13 sunnudag. Farið verður
frá BSÍ að vestanverðu og ekið
sem leiö liggur aö Þyrilsnesi sem
liggur fyrir neðan fjallið Þyril.
Gengið verður rólega um Þyrils-
nesið en þaöan er víðsýnt um
Hvalfjörð
Náttúruverndarfélag
Suövesturlands
Laugardaginn 28. mars fer Nátt-
úruvemdarfélag Suðvesturlands .
í fjórðu ferðina í ferðarööinni
Framtíöarsýnin okkar. Fariö
verður klukkan 10.30 frá Gerða-
skóla í Garði og gengið umhverfis
byggðina. I leiðinni verður nátt-
úra svæðisins og mannvistar-
minjar skoðaðar og framtíðar-
sýnin rædd.
Á sunnudag mun Náttúrvemd-
arfélagið fara í vettvangsferð um
Njarðvíkurfltjar og verður lagt
afstaö kl. 10.30. Gengið verðurfrá
bæjarskrifstofunum í Njarðvík
og fuglalíflð skoðað undir ieiö-
sögn Olafs K. Nielsen fuglafræð-
ings.
A svæðinu er mikið af öndum,
vaðfuglum og máfum. Tími vað-
fuglanna er að hefjast og fyrstu
voröboðarnir komnir. Gengiö
verður til baka að bæjarskrifstof-
unum og þar verða umræður um
framtíö Njarðvíkurfltja. Öilumer
heimil þátttaka og þarf ekki aö
greiða þátttökugjald.