Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1992, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992.
21
Messur
Árbæjarkirkja: Fermingarguösþjónusta meö
altarisgöngu sunnudag kl. 14. Organleikari
Sigrún Steingrímsdóttir. Barnaguösþjón-
usta fellur niöur. Næsta barnaguðsþjónusta
veröur á páskadagsmorgun kl. 11. Sr. Guö-
mufidur Þorsteinsson.
Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Ferm-
ing og altarisganga kl. 14. Árni Bergur Sig-
urbjörnsson. Miðvikudagur: Föstumessa kl.
20.30.
Breiöholtskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Fermingarguðsþjónusta kl. 13.30. (Ath.
breyttan messutíma.) Bænaguðsþjónusta
þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli Jónasson.
Bústaöakirkja:Barnamessa kl. 11 í Bústöð-
um. Arna, Gunnar og Sigurjón. Fermingar-
messur kl. 10.30 og kl. 13.30. Pálmi Matthí-
asson.
Digranesprestakall: Barnasamkoma í safn-
aðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Ferm-
ingarguðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14.
Sr. Þorbergur Kristjánsson.
Dómkirkjan: Messa kl. 11. Dómkórinn syng-
ur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Sr.
Hjalti Guðmundsson. Barnastarf í safnaðar-
heimilinu á sama tíma í umsjá Báru Elías-
dóttur. Föstumessa kl. 17 við Gregorslag.
Altarisganga. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson.
Miðvikudagur: kl. 12.10. Hádegisbænir í
kirkjunni. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á
eftir. Miðvikudagur: Kl. 13.30-16.30. Sam-
verá aldraðra í safnaðarheimilinu. Tekið í
spil. Kaffiborð, söngur, spjall og helgistund.
Elliheimiliö Grund.'Guðsþjónusta kl. 10.00.
Sr. Magnús Björnsson. Miðvikudagur:
Föstuguðsþjónusta kl. 18.30. Stefán Karls-
son guðfræðinemi.
Fella- og Hólakirkja: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Ferming og altarisganga Fellaprestakalls
kl. 14. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organ-
isti Guðný M. Magnúsdóttir. Fyrirbænir í
Fella- og Hólakirkju mánudag kl. 18. Prest-
arnir.
Fríkirkjan í Hafnarfiröi: Barnasamkoma kl.
11. Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Org-
anisti Kristjana Ásgeirsdóttir. Einar Eyjólfs-
son.
Frikirkjusöfnuöurinn í Reykjavík: Guðsþjón-
usta kl. 11. (Ath. tímann.) Einleikur á flautu:
llka Petrova Benkova. Þriðjudagur: Föstu-
guðsþjónusta kl. 20.30. Miðvikudagur:
Morgunandakt kl. 7.30. Orgelleikari Pavel
Smid. Cecil Haraldsson.
Garöasókn: Sunnudagaskóli í Kirkjuhvoli kl.
13.00. Fermingar í Garðakirkju kl. 10.30 og
14.00. Æskulýðsfundur nk. þriðjudagskvöld
í Kirkjuhvoli kl. 20.00. Húsið opnað kl.
19.00. Stefán Hilmarsson kemur í heimsókn.
Sr. Bragi Friðriksson.
Gaulverjabæjarkirkja: Messa kl. 14.
Grafarvogssókn:Barnaguðsþjónusta kl. 11 í
Félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Valgerður Katrín
og Hans Þormar aðstoða. Skólabíllinn fer
frá Hamrahverfi kl. 10.30 og fer venjulega
skólaleið. Fermingarguðsþjónusta í Árbæ-
jarkirkju kl. 10.30. Organisti Sigurbjörg
Helgadóttir. Kirkjukór Grafarvogs syngur.
Vigfús Þór Árnson.
Grensáskirkja: Barnastarfið kl. 10.30. At-
hugið breyttan tíma. Farið verður í heimsókn
í Seltjarnarneskirkju vegna fermingarmessu
í kirkjunni. Mætið tímanlega. Fermingar-
messur kl. 10.30 og kl. 14.00. Prestar sr.
Halldór S. Gröndal og sr. Gylfi Jónsson.
Organisti Árni Arinbjarnarson. Þriðjudagur:
Kyrrðarstund kl. 12.00. Orgelleikur í 10 mín-
útur. Fyrirbænir, altarisganga og léttur há-
degisverður. Þriðjudagur kl. 14.00. Biblíu-
lestur og kirkjukaffi. Allir velkomnir. Sr. Hall-
dór S. Gröndal.
Hallgrimskirkja:Messa og barnasamkoma
kl. 11 Sr. Karl Sigurbjörnsson. Francis
Grimm prédikar. Mánudagur: Kvöldbænir
með lestri Passíusálma kl. 18.00. Þriðjudag-
ur: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beöið
fyrir sjúkum. Þirðjudagur: Kvöldbænir með
lestri Passíusálma kl. 18.00. Miðvikudagur:
Helgistund kl. 20.30. Sr. Sigurður Pálsson
prédikar.
Háteigskirkja: Fermingarmessur kl. 10.30
og kl. 13.30. Prestarnir. Barnastarfið kl. 11.
Kirkjubíllinn fer frá Suðurhlíðum um Hlíð-.
arnar að venju. Farið verður í heimsókn.
Mánudagur: Biblíulestur kl. 21.00. Kvöld-
bænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðviku-
dögum kl. 18.
Hjallasókn: Messusalur Hjallasóknar, Digra-
nesskóla. Barnaguðsþjónusta 11. Guðs-
þjónusta kl. 14. Kór Hjallasóknar syngur.
Organisti Oddný Þorsteinsdóttir. Sóknar-
nefndarfundur að lokinni guðsþjónustu.
Kristján Einar Þorvarðarson.
Kársnesprestakall: Barnastarf í safnaðar-
heimilinu Borgum sunnudag kl. 11. Nem-
endur í Tónskóla Eddu Borg koma í heim-
sókn og leika á hljóðfæri. Fermingarmessa
í Kópavogskirkju kl. 10.30. Ægir Fr. Sigur-
geirsson.
Kálfatjarnarsókn: Kirkjuskóli kj. 11.00 á
laugardag í Stóru-Vogaskóla. Sóknarprestur
Landspitalinn: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjal-
ar Lárusson.
Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups.
Óskastund barnanna kl. 11. Söngur, sögur,
fræðsla. Umsjón sr. Flóki Kristinsson. Ferm-
ing kl. 14. Prestur sr. Guðný Hallgrímsdótt-
ir. Kór Langholtskirkju (hópur IV) syngur.
Organisti Jón Stefánsson. Áftansöngur alla
virka daga kl. 18 í umsjá sr. Flóka Kristins-
sonar.
Laugarneskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Org-
anisti Ronald V. Turner. Barnastarf á sama
tíma í umsjá Þórarins Björnssonar. Heitt á
könnunni eftir guðsþjónustuna. Fermingar-
messa kl. 13.30. Sr. Jón D. Hróbjartsson.
Neskirkja:Barnasamkoma kl. 11. Munið
kirkjubílinn. Guðmundur Óskar Ólafsson..
Fermingarmessur kl. 11 og kl. 14. Prestarn-
ir. Miðvikudagur: Föstuguðsþjónusta kl.
20.00. Sr. Frank M. Halldórsson.
Seljakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kór
Seljaskóla syngur undir stjórn Kjartans Ól-
afssonar. Fermingarguðsþjónusta kl. 14.
Organisti Kjartan Sigurjónsson.
Seljahlíö: Guðsþjónusta laugardag 4. apríl
kl. 11 og föstuguðsþjónusta fimmtudag 9.
apríl kl. 20.30. Sr. Ágúst Eyjólfsson prédik-
ar. Sóknarprestur.
Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11. Organisti
Gyða Halldórsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára
Guðmundsdóttir. Barnastarf á sama tíma í
umsjá Eirnýjar, Báru og Erlu. Barnastarf
Grensáskirkju kemur í heimsókn. Miðviku-
dagur: Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altaris-
ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í
safnaðarheimilinu. Miövikudagur: Sam-
koma kl. 20.30 á vegum Seltjarnarneskirkju
og sönghópsins „Án skilyröa" undir stjórn
Þorvaldar Halldórssonar. Söngur, prédikun,
fyrirbænir.
Stokkseyrarkirkja: Barnaguðsþjónusta kl.
11.
Þjóðleikhúsið:
Síðustu sýn-
ingar á Rómeó
og Júlíu
Nú fara í hönd síðustu sýningar á
Rómeó og Júlíu en það hefur verið
sýnt í Þjóðleikhúsinu síðan á jólum.
Uppsetning Guðjóns Pedersen og
Hafliða Amgrímssonar á þessu
klassíska verki William Shakespeare
hefur fengið mikið lof gagnrýnenda
og góða aðsókn og voru þeim félögum
ásamt Grétari Reynissyni leik-
myndahönnuði veitt Menningar-
verðlaun DV í leiklist fyrir uppsetn-
inguna. í hlutverkum elskendanna
eru Baltasar Kormákur og Halldóra
Björnsdóttir. Næsta sýning er á laug-
ardagskvöld.
Halldóra Björnsdóttir og Baltasar
Kormákur leika Rómeó og Júlíu.
Frá leiksýningu Leikféiags Keflavíkur á Gisl. Fremst á myndinni eru Vigdís
Jóhannsdóttir, Hafsteinn Gíslason, Halla Sverrisdóttir og Margrét örlygs-
dóttir.
Leikfélag Keflavíkur:
Gísl
Á þrítugsafmæli sínu ræðst Leikfé-
lag Keflavíkur í að setja á svið eitt
af stórverkum írskrar leikhúsmenn-
ingar, Gísl eftir Brendan Behan.
Leikstjóri er Pétur Eggerz. Jóhannes
Kjartansson leikur Pat, gamlan fóð-
urlandsvin og búllueiganda, Halla
Sverrisdóttir Meg mellumömmu,
Ómar Ólafsson RíóRita homma,
Brynja Aðalbergsdóttir Gilchrist,
breyskan trúboða, Hafsteinn Gísla-
son Leshe, breskan hermann sem er
gíslinn, og Margrét Örlygsdóttir
gleðikonuna Colette.
í smærri hlutverkum eru meðal
annars Jón Sigurðsson, Vigdís Jó-
hannsdóttir, Eggert Ólafsson og
Birgir Sanders. Flestir sem leika í
leikritinu hafa að meira eða minna
leyti komið við sögu leikfélagsins síð-
asta áratuginn. Ádeila og írskur
húmor er undiralda þessa merkilega
leikrits sem meðal annars var á sín-
um tíma sýnt í Þjóðleikhúsinu.
Gísl er annað verkefni Leikfélags
Keílavíkur á þessu leikári. Síðastlið-
ið haust sýndi félagið revíuna Frétta-
veita Suðumesja eftir Ómar Jó-
hannsson. Sýningar á Gísl eru í Fé-
lagsbíói í Keflavík.
Akureyri:
Sigrún Eðvaldsdóttir leik-
ur með Kammersveitinni
Fimm einleikarar koma fram með
Kammerhljómsveit Akureyrar undir
stjórn Arnars Óskarssonar á tvenn-
um tónieikum sem haldnir verða á
Blönduósi og Akureyri helgina 4. og
5. apríl.
Tónleikamir heljast með tónverk-
inu „Quite City“ eftir Aron Copland,
en einleikarar í því verki verða Gor-
don G. Jack á trompet og Jacqueline
Simm á enskt hom. Næst á efnis-
skránni er „Karneval dýranna" eftir
Saint Saens. Einleikarar á píanó
verða þeir Richard Simm og Thomas
Higgerson og leika þeir á tvo flygla.
Hæst rísa tónleikamir með fiðlu-
konsert í e-moll eftir Mendelsson,
sem Sigrún Eðvaldsdóttir flytur með
hljómsveitinni.
Tónelikarnir á Blönduósi fara fram
í félagsheimilinu á laugardag klukk-
an 15 og eru þeir skipulagðir í sam-
ráði við Tónlistarfélag Vestur-Hún-
vetninga.
Tónleikarnir á Akureyri fara fram
í íþróttaskemmunni á sunnudag
klukkan 17.
Sigrun Eðvaldsdóttir fiðluleikari.
Sr. Sighvatur Karlsson:
„Áður en Abraham fæddist er ég"
Orðræður Jesú Krists hafa löngum
valdið úifúð hjá mörgum, einkum
þeim sem hafa talið sig vita meira
en hann. En þeir vora margir á hans
dögum sem enn þann dag í dag.
Yfirskrift þessarar hugleiðingar er
höfð eftir Jesú Kristi sjálfum úr guð-
spjalli nk. sunnudags þar sem hann
stendur í hrókasamræðum við gyð-
ing-kristna menn í karphúsi þeirra
tíma, samkunduhúsinu. Hann reynir
með ýmsum hætti aö benda á guð-
dóm sinn án þess þó að vegsama
sjálfan sig og viðbrögðin láta ekki á
sér standa. Það á að grýta manninn,
burt með hann, burt með Jesú.
Gyðing-kristnir menn voru þeir
gyðingar kallaðir sem höfðu tekið trú
á Jesú og töldu að hann væri sá
Messías sem þjóðin hefði beðið eftir
sem stofna myndi jarðneskt konung-
dæmi í landinu. En við vitum að Jes-
ús sagði aö ríki sitt væri ekki af þess-
um heimi. Hann vildi gefa til kynna
að hann heföi verið til fyrir sköpun
heimsins, áður en Abraham fæddist,
með Guði fóður sínum. Hann var
sendur af Guði föður inn á leiksvið
mannlegrar tilvera þar sem persón-
ur og leikendur hafa bragðið upp
margvíslegum grímum á loft í gegn-
um árin í því skyni m.a. að fela
mannlegan breyskleika sinn. En Jes-
ús þarf engu að leyna því að hann
er syndlaus. „Hver yðar getur sann-
að á mig synd?“ Spyr hann í helgi-
Sr. Sighvatur Karlsson, sóknar-
prestur á Húsavik.
dómnum. Hæðnisgrímu er nú brugð-
ið á loft af þeim sem ekki þekkir sinn
vitjunartíma og reynt er að smána
Jesú í áheym samkunduhúsgesta
oftar en einu sinni. Loft er nú lævi
blandið og spennan magnast stig af
stigi þar til Jesús lætur hafa eftir sér
að sá sem varðveiti sitt orð muni
aldrei að eilífu deyja. Þá spyrja gyð-
ingarnir hann. „Ert þú meira en fað-
ir vor, Abraham? Hann dó og spá-
mennirnir dóu. Hver þykist þú
vera?“
Áður en varir er sprengjunni kast-
að með orðum Jesú sem er yfirskrift
þessarar hugleiðingar. „Áður en
Abraham fæddist er ég“.
Sjálfur Guð gerðist bróðir minn og
þinn í baminu Jesú frá Nazaret. Það
er undrið mikla sem á engan sinn
líka. Þaö er ekki á okkar valdi að
skilja það heldur meðtaka í trú, líkt
og að taka á móti dýrmætri gjöf og
varðveita hana í hjarta okkar. Eng-
inn getur tekið þá blessuðu gjöf frá
okkur. Og þegar við verðum þess
áskynja að Jesús gengur með okkur
um lífsins grýttu braut þá erum við
ekki vegalaus. Og jafnvel þótt við
sjáum stundum aðeins ein fótspor í
sandinum þegar við lítum yfir farinn
veg þá er ástæðan sú að Jesús hefur
á þeim stundum borið okkur í örm-
um sínum. Allir þurfa að bera sinn
kross einhvern tímann um ævina.
En Kristur þurfti að bera þyngsta
krossinn. Það gerði hann okkar
vegna til þess að við mættum lifa
fyrir hann.
Jesús segir: „Það sem þér gerið ein-
um mínum minnstu bræðra það ger-
ið þér mér.“ í hvaða flokk hefur þú
skipað þér, lesandi góður, á þessari
föstu, með þeim sem vilja krossfesta
Krist eða þakka honum fyrir það sem
hann hefur gert fyrir þig?
Athugasemd
Vegna mistaka féllu niður nokkrar
málsgreinar í grein séra Ægis Fr.
Sigurgeirssonar í síðustu viku. Beð-
ist er velvirðingar á því.
Þjóðleikhúsið
Sími: 11200
Stóra sviðið:
Elín, Helga, Guðríður
föstudag kl. 20.
Rómeó og Júlía
laugardag kl. 20.
Emil í Kattholti
laugardag kl. 14,
sunnudag kl. 14 og 17.
Litla sviðið:
Kæra Jelena
laugardag kl. 20.30,
sunnudag kl. 20.30.
S mí ða ve r kstæði ð:
Ég heiti isbjörg, ég er Ijón
laugardag kl. 20.30,
sunnudag kl. 20.30.
Borgarleikhúsið
Sími: 680680
Stóra sviðið:
Þrúgur reiðinnar
laugardag ki. 20,
sunnudag kl. 20.
Litia sviðið:
Gamanleikhúsið
Grænjaxlar
laugardag kl. 20.30,
sunnudag kl. 20.30.
íslenska óperan
Sími: 11475
Otelio
laugardag kl. 20.
Leikbrúðuland
Fríkirkjuvegi 11, sími 622920
Bannaö að hlæja
laugardag kl. 1 5,
sunnudag kl. 15.
Síðustu sýningar
Leikfélag
Akureyrar
Hafnarstræti 57, sími 96-24073
islandsklukkan
föstudag kl. 20.30,
laugardag kl. 20.30,
Hugleikur
Brautarnolti 8, símt 36858
Fermíngarbarnamótið
laugardag kl. 20.30.
Tónleikar
Seljakirkja
Árnesingakórinn í Reykjavik og
Samkór Selfoss, halda árlega
tónleika sína í Seljakirkju á laug-
ardag kl. 17.
Á efnisskrá eru bæði innlend
og erlend lög. Stjórnandi Árnes-
ingakórsins í Reykjavík er Sig-
urður Bragason. Undirleikari er
Bjarni Jónatansson. Stjórnandi
Samkórs Selfoss er Jón Kristinn
Cortes.
Víðistaðakirkja
Karlakór Reykjavíkur heldur tón-
leika í Víðistaðakirkju á laugar-
dag kl. 17. Stjórnandi er Friðrik
S. Friðriksson. Einsöngvarar eru
þau Katrín Sigurðardóttir, sópr-
an, Hjálmar Kjartansson, bassi.
Undirleikarir er Anna Guðný
Guðmundsdóttir. Tónleikarnir
eru hluti af tónleikaröð kórsins
en næstu tónleikar verða í Sel-
jakirkju á mánudag kl. 20.30.
Norræna húsið
Kammerkór Gautaborgar heldur
tónleika í Norræna húsinu á
sunnudag klukkan 20.30 og
mánudag klukkan 20.30. Á efnis-
skrá eru verk eftir norræn tón-
skáld auk verka frá öðrum lönd-
um.
Langholtskirkja
Karlakórinn Fóstbræður neldur
tónleika í kvöld klukkan 20.30
og á laugardag klukkan 17.00. Á
efnisskrá eru innlend og erlend
lög. Stjórnandi er Árni Harðar-
son.