Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1992, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1992, Síða 7
FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992. 23 Kvikmyndir Háir hælar ★★,/2 Ekki þaö besta sem komið hefur frá Almodovar sem í myndinni segir okkur dramatíska sögu af mæðgum. Ágæt mynd en frumlegheit vantar sem einkennt hefur myndir spænska leikstjórann. -HK Léttgeggjuö ferö Billa og Tedda ★★ Þéttrugluð ævintýri moðhausanna Bill & Ted halda áfram. Þeir sem séð hafa fyrstu myndina munu skilja meira og skemmta sérbeturenað -GE Dauöur aftur ★★★ Flókinn og mjög skemmtilegur þriller frá undrabarninu Kenneth Brannagh. Endur- holdgunarkenningin fær á sig nýjan flöt. -HK Til endaloka heimsins ★★,/2 Fyrri helmingurinn er frábærlega víðförul og fyndin framtíðar-vegamynd, seinni helmingurinn langdregin og misheppnuð predikun. -GE Tvöfalt líf Veróníku ★★★,/2 Tvær stúlkur, fæddar sama dag, hvor í sínu landi, nákvæmlega eins í útliti og án þess að vita hvor af annarri. Þetta er viðfangsefni pólska leikstjórans Krzystofs Piesiewicz í magnaðri kvikmynd. -HK LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 Víghöfði ★★★,/2 Fítonskraftur Scorsese og súperleikhópur gera samanlagt miskunnarlausan og æsi- spennandi sálfræðitrylli sem faltrar einungis á yfirkeyrðum formúluendi. Hundaheppni ★,/2 Góð hugmynd en misheppnast að vinna vel úr henni. Góðir brandarar eru fáir og ekkert bitastætt á milli þeirra. -GE Barton Fink ★★ Coen-bræður standa sig ekki í sögusköp- uninni og gerast klisjumenn í fyrsta skipt- ið. Frábærar persónur og leikendur bjarga málunum. . -GE Prakkarinn 2 ★★ Lítið vit en nokkurt gaman að tveimur pottormum í vígahug. Betri en sú fyrsta. -GE REGNBOGINN Sími 19000 Föðurhefnd ★!/1 Ódýr og óaðlaðandi Hong-Kong-fram- leiðsla og litið barist af viti. Van Damme er ekki slæmur en tvöfaldur skammtur er ekkilausnin. -GE Kastali móður minnar ★★ Falleg myndskreyting á skemmtilegri end- urminningu frægs rithöfundar. Saklaus skemmtun. -GE Léttlynda Rósa ★★★ Mjög fagmannlega unnin mynd um alvar- legt tilfelli brókarsóttar og þau vandamál sem skapast í kringum það Frábær leikur góðra leikara. -fS Ekki segja mömmu. . . ★★‘A Frábær leikhópur bjargar ófrumlegu handriti og gerir myndina að góðri skemmtun þrátt fyrír allt. -GE Homo Faber ★★ Byrjar hressilega en fjarar fljótlega út, gerist langdregin og tómleg. Góðir leikar- ar og fallegt landslag hjálpa mikið. -G E SAGA-BÍÓ Sími 78900 Kuffs ★★ Löggumyndabræðingur með litlu sem ekki hefur sést áður. Slater er samt ágæt- ur. -HK JFK ★★★ Oliver Stone setur fram umdeilda kenn- ingu um morðið á Kennedy forseta. Hvort sem um sannleikann er að ræða eða ekki er kvikmy.ndin snjöll og spennandi og handbragð manns sem kann sitt fag leyn- irsér ekki. Einnig sýnd í Bíóborginni. - HK STJÖRNUBÍÓ Sími 16500 Stúlkan mín ★★ Mynd fyrir alla fjölskylduna. Fer minna fyrir Macaulay Culkin en í fyrstu hefði mátt halda. Skörp skil á milli gamans og alvöru kemur á óvart. -HK Ingaló ★★'/2 Þrátt fyrir ýmsa annmarka í handriti hefur Asdísi Thoroddsen tekist að gera skemmtilega kvikmynd um lif stúlku í sjávarplássi. -HK Bilun í beinni útsendingu ★★★ '/2 Heilsteypt kvikmynd frá Monty Python, leikstjóranum Terry Gilliam, raunsæ og gamsöm í senn og ekki spillir frábær leik- ur Jeffs Bridges og Robins Williams. -HK Börn náttúrunnar ★★★ Enginn ætti að verða fyrir vonbrigðum með Börn náttúrunnar. Friðrik Þór hefur gert góða kvikmynd þar sem mikilfeng- legt landslag og góður leikur blandast mannlegumsöguþræði. -HK Skíðalandsmótið á tveim stöðum á landinu Skíðalandsmóti íslands verður fram haldið um helgina en fyrsti keppnis- dagur mótsins var í gær. Mótið fer fram á tveimur stöðum að þessu sinni, Akureyri og Ólafsfirði. Upp- haflega átti mótið að vera á Ólafsfirði og Dalvík en sökum snjóleysis á Dal- vík hiupu Akureyringar undir bagga og tóku að sér að halda alpagreinar mótsins en keppni í norrænum greinum fer fram á Ólafsfirði. Keppni í stórsvigi kvenna og karla hófst í Hlíðarfjalli á Akureyri í morg- un. Fyrri ferðin hófst klukkan 10 en kepþendur hófu síðari ferðina um hádegisbilið. Ganga í norrænni tví- keppni hefst í dag klukkan 15 á Ólafs- firöi. Stökk átti einnig að vera á sama tíma en því hefur verið frestað um vikutíma og kemur varla að sök því alhr keppendur í stökkinu koma frá Ólafsfirði. Svigkeppni í karla- og kvenna- flokki veröur í Hlíðarfjalli á laugar- daginn. Kvenfólkið byrjar klukkan 10 en karlarnir hefja keppni hálftíma síðar. Á Ólafsfirði hefst keppni í 30 km göngu karla klukkan 11 og keppni í 15 km göngu pilta 17-19 ára á sama tíma. Kvenfólídð gengur 7,5 km. SamhUðasvig hefst á Akvu-eyri klukkan 9 á sunnudagsmorgun og á Valdimar Valdimarssyni frá Akureyri gekk ágætlega á skíðalandsmótinu sem haldið var á ísafirði i fyrra. Á mynd- inni er Valdimar í svigkeppninni. Yfir 70 keppendur eru skráðir til leiks á landsmótinu að þessu sinni. DV-mynd Brynjar Gauti Ferðafélag íslands: Gengið frá Blá- fjöllum að Kleif- arvatni Ferðafélag íslands efnir til þriggja dagsferða á sunnudag. Lagt verður af stað í fyrstu gönguna klukkan 10.30 og verður gengið á skíðum frá þjónustumiðstöðinni í Bláfjöllum að Kleifarvatni. Þetta er afar þægUeg gönguleið og hallar landinu heldur til suðurs. Nægur snjór er á þessum slóöum og tekur gangan um 5 klst. Klukkan 13 verður einnig boðið upp á skíðagöngu og þá verður geng- ið frá Hveradölum á Helhsheiði um Lákastíg, Lágaskarð sunnan Litla Meitils og komið verður á Þrengsla- veg á móts við litla Sandfellið. Klukkan 13 verður farin gönguferö um Hafnarskeið og til Þorlákshafnar og er þetta létt fjölskylduganga. Brottför í þessar feröir er frá Umferð- armiðstöðinni, austanmegin, og einnig verður stoppað við Mörkina 6 og farþegar teknir þar. Ferðafélagið býður upp á tvær skíðagönguferðir á sunnudag. Ólafsfirði verður gengin 3x10 km boðganga karla og 3x5 km boðganga kvenna. Báðar göngurnar hefjast klukkan 11. Skíðalandsmótinu verður síðan slitið í Tjamarborg á Ólafsfirði klukkanl7ásunnudag. -JKS Iþróttir Körfubolti: Valur og Kefla- vík leika í kvöld Nú stendur yfir úrslita- keppni um íslandsmeistara- titilinn í körfuknattleik á milli Keflvíkinga og Valsmanna. Fyrsti leikur liðanna verður í Keflavík í kvöld klukkan 20 en önnur viðureignin verður á Hlíðarenda, heimavelli Vals- manna, á sunnudagskvöldið klukkan 20. Það lið sem verð- ur fyrst til að vinna þrjá leiki hreppir íslandsmeistaratitil- inn. Handknattleikur: Grótta og HK leika á Nesinu Grótta og HK leika á sunnu- dagskvöldið á Seltjarnarnesi fyrri leik sinn um áframhald- andi sæti í 1. deild í hand- knattleik. Síðari leikurinn verður síðan í Digranesi á þriðjudagskvöldið klukkan 20. Borðtennis: Reykjavíkur- mótið haldið í TBR-húsinu Reykjavíkurmótið í borðtenn- is verður haldið í húsakynn- um TBR við Gnoðarvog á sunnudaginn kemur. Keppni hefst klukkan 10 um morgun- inne og er áætlað að henni Ijúki klukkan 17 sídegis. Útivist 7. áfangi kirkjugöngunnar verður farinn á sunnudag, 5. apríl. Brottförfrá BSÍ, bensín- sölu, klukkan 10.30 og ekið að Miðsandi. Gengin verður gamla þjóðkirkjuleiöiun fram hjá Brekku, Hrafnabjörgum og Festiklu að Hallgríms- kirkju í Saurbæ. Komið verð- ur við á bæjum og fylgdar heimamanna notið. í Hall- grímskirkju verður rifjuð upp saga sóknarinnar og kirkju- munum lýst. Að því loknu verður gengið að Eyrí. Skíðaganga á Hellisheiði Sunnudag klukkan 13. Farar- stjóri mun leiðbeina þeim sem þess óska. Brottför frá BSÍ, bensínsölu, stansað við Árbæjarsafn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.