Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 1
Hvað heitir stelpan? Þessa andlitsmynd teiknaði Sara Karlsdóttir, Jaðars- braut 37, Akranesi. En hvað heitir telpan? Sendið svarið til: Barna-DV. E ~ jé m 4^ // w o°0 / °c3 Jlgj 1 pp 1 11 11 #1 Húsið í götunni! 1) Hvað eru margir heima í þessu húsi? 2) Við hvaða götu stendur þetta hús? Sendið svörin til: Bama-DV. Raggi rauðhúfa fær hjól Raggi rauðhúfa átti afmæli og hann fékk hjól í af- mælisgjöf. Raggi sýndi vinum sínum hjólið. Þá spurði Lína: „Viltu reiða mig í skólann?" En þá kallaði Kalli: „Það er alveg bannað og það er líka bannað að hjóla úti á götu!“ „Já, ég skal muna þetta,“ sagði Raggi rauðhúfa. Sara Karlsdóttir, 7 ára, Jaðarsbraut 37, 300 Akranesi Kalli og nýja hjólið Kalli vaknaði snemma því að hann hafði fengið nýtt hjól í gær. Kalli ætlaði að sýna krökkunum hjóhð. Sólveig Margrét Karlsdóttir, 7 ára, 550 Sauðárkróki Nýja hjólið Siggi var að fá nýtt hjól. fíann flýtti sér að sýna krökkunum það. Þá sagði Siggi: „Ég býð ykkur öll- um í afmælið mitt á morgun." „Já, það viljum við,“ sögðu krakkamir. Næsta dag var dyrabjöllunni hringt. Siggi fór til dyra. Þar stóðu Raggi, Beggi og Ósk. Ósk gaf Sigga bók. Beggi gaf Sigga spil en Raggi vissi að Siggi átti ekki hjálm svo að hann gaf Sigga hjálm. Eggert Már Sigurdórsson, 10 ára, Heiðmörk 2, 800 Selfossi Hjólið í dag voru Kalli og Stina að selja Dagblaðið. Stína seldi tvö blöð og fékk tvö hundruð en Kalli seldi 12 blöð og fékk tólf hundruð. Stína keypti sér bók en Kalli fékk sér hjól. Hjólið var rautt og blátt. Stína mátti reyna hjólið því að hún var systir Kalla. í dag fór Kalli á hjólinu sínu niður í bæ. Kalli hitti Ragga á leiðinni. Raggi spurði hvort hann mætti prófa hjólið. Kalli sagði: „Nei, þú mátt það ekki!“ En þá varð Raggi reiður og sagði að hjólið væri ljótt. Kalli hlustaði ekki á hann. En þá kom Stína og spurði hvort hún mætti prófa hjóhð. „Já, þú mátt prófa hjólið mitt,“ sagði Kalli. En þegar Raggi heyrði þetta hljóp hann heim rauður af reiði! Marta Sigmarsdóttir, Tjamarbóh 8, 170 Seltjamarnesi Hjólið Dagur á afmæli í dag. Nú er hann orðinn 7 ára. Hann fékk hjól frá mömmu sinni og pabba. Þegar afmæhsgestirnir komu sýndi hann þeim hjólið sitt. Þá sagði Binni: „Nú vantar þig bara hjálminn!" En Dagur átti eftir að taka upp pakkann frá Nínu og Ása. Kannski var það hjálmur?! Ágústa Arna Sigurdórsdóttir, 5 ára, Heiðmörk 2, 800 Selfossi Eldurinn Jói var 5 ára. Mamma hans var ekki heima. Hann sé eldspýtur uppi í skáp og náði í þær. Jói kveikti á einni eldspýtu og henti henni svo í ruslafotuna. Blúss! Allt í einu gaus upp mikill eldur. Jói hljóp út að glugganum. Nágrannarnir tóku eftir eldin- um og hringdu á slökkvihðið. Það var komið eftír tíu mínútur. Mamma Jóa var komin heim. Hún sagði Jóa að hann mætti aldrei fíkta með eld. Eftir bnmann var húsið ónýtt! Sigurður Björn, 10 ára, Vestmannabraut 68, 900 Vestmannaeyjum Fossinn úr glugganum Einu sinni var lítið, rautt hús. Þetta var ekki venjulegt hús og enginn vissi það nema einn fimm ára gamah strákur og einn hundur og einn köttur! Dag einn þegar enginn fuhorðinn var heima gerð- ist svolítið undarlegt. Strákurinn sat við gluggann og sagði: „Hókus-pókus, píla-rókus“! AUt í einu var kominn foss og kötturinn og hundurinn streymdu út með vatninu. Þetta var ekkert venju- legt vatn. Þetta var töfravatn sem uppfyllti þrjár óskir á mann! Nú gat drengurinn gefið öhum vin- um sínum og ættingjum þrjár óskir. Allir lifðu sælulífi tíl dauðadags! Berglind Rós Magnúsdóttir. Gauksrima 3, 800 Selfossi Skrifið sögu um þessa mynd. Sagan birtist síðan í 20. tbl. og getur að sjálfsögðu unnið tíl verðlauna. H Ui Þ w! % p fc u p Sjaldan er ein báran Ég á erfítt með að viðurkenna pað -en stundum er vit íhonuml! Kemst þó að , Þú ert FIZÁ3ÆR! Ekki vissi éq að éq qacti ipetta! ausuna se ___ komiðL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.