Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 2
32 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992. Elsku amma! Ég á í vandræðum með góða vinkonu mína. Fyrir svona fjórum árum vorum við þrjár vin- konur. Svo flutti hin stelpan og vinkona mín og ég vorum þá bara tvær. Svo flutti hún innar í bæinn þar sem allir krakkarnir búa. Þar eign- aðist hún nokkrar vinkonur og hætti þá að vera vinkona mín. En svo vantaði hana „vemdarengil“ og fékk mig til þess. En svo bara hætti hún að tala við mig. Þá byrjaði ég að vera í nokkurs konar klíku. Þá vildi hún tala við mig, hékk utan í mér og svoleiöis. En svo byrjaöi hún að gera grín að mér, fotunum mínum, hvernig ég er vaxin og var bara leiðin- leg við mig. ÉG ÞOLI ÞAÐ EKKI! Hún hangir utan í mér og montar sig af því að hún sé vel vaxin og svoleiðis. Hún er orðin frekja og svo hefur hún svo mikið sjálfsálit. Hún er hund- leiðinleg. Ég þoli hana ekki og vil losna við hana en ég get það ekki því að ég sakna svo gömlu vinkonu minnar. Hvað á ég að gera, elsku amma? Astra. Kæra vina! Ég ráðlegg þér að hætta sambandi við þessa stúlku, um tíma að minnsta kosti. Eins og þú segir sjálf þá gengur svona vinskapur alls ekki. Vinir stríða ekki og monta sig við besta vin sinn! Þú skalt segja henni hreinskiln- islega hvemig þér líður og hvað þér finnst vera að vinskap ykkar. Þá gerist það að annaðhvort breytir hún sér og verður aftur góð og elskuleg vinkona eða hún heldur áfram að vera leiðinleg og frek og þá skalt þú bara ekki vera með henni. Vertu viss, þú munt fljótt fá fleiri vini. Svo er líka ágætt aö vera stundum einn með sjálfum sér! Það róar hugann og getur bara verið skemmtilegt og hollt. Þú getur þá ræktað þín áhugamál. Þú getur farið í gönguferðir, sund, gert eitthvað í höndunum, prjónað, málað, saumað eða bara það sem þér dettur í hug! Vonandi fer allt á besta veg. Þín amma. Reynir, 6 ára á Siglufirði, teiknaði þessa fallegu mynd! Þessa mynd teiknaði frændi Reynis. Þetta er óðinshandi. Óðinshani er einn farfuglanna okkar. Þeir fara nú að koma til okkar hver á eft- ir öðrum. Sumir eru komnir nú þegar! Tilkynningar Gæti einhver lesandi Barna-DV sent text- ann við lagið Lífsins skapalón og Gagntekin, með Sálinni hans Jóns míns? Kristrún M., Akranesi. Mig langar að biöja einhvern, sem á gull- fiska og aðra fiska, um að skrifa eitthvað um þá og hvernig á að annast þá! Vonandi birtist það svo í Bama-DV. Theodór A. Tómasson yORLEIKUR Á vorin er gaman. Þá leikum við saman. Förum í leiki og erum á kreiki. Helga Sveinsdóttir, Kambahrauni 49, Hveragerði 10 villur Geturðu fundið 10 atriði sem ekki eru eins á báðum myndunum? Sendið lausnina til: Barna-DV. Og þarna i brýst ðólin í 0e0nh Ö0 ðjáðu þennan faWe^a ©KFS/Distr. BULLS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.