Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Blaðsíða 1
TVær kröfugöngur í Reykjavík 1. maí: Ræður verkalýdsfor- ingja og óperusöngur Hátíöahöldin 1. mai verða meö líku sniði og i fyrra. Hátíðahöldin þann 1. maí verða með hefðbundnu sniði. Tveir útí- fundir verða og tvær göngur; ann- ars vegar á vegum verkalýðhreyf- inganna og hins vegar á vegum Samtaka kvenna á vimiumarkaði. Safnast verður saman fyrir göngu verkalýðshreyíinganna á Hlemmi kl. 13.30 og lagt af stað nið- ur Laugaveginn kl. 14.00 og gengið niður á Lækjartorg þar sem hald- inn verður útifundur. Ræðumenn dagsins verða Guð- mundur Þ. Jónsson, formaður Iðju, Ragnheiður Guðmundsdóttir, for- maður símamanna, og Klara Geirs- dóttír frá iðnnemum. Fundarstjóri verður Ragna Bergmann. Bergþór Pálsson óperusöngvari og Blái hatturinn-koma fram og syngja á miili ræðuhaldanna og í lok fundarins. Áætlað er að úti- fundinum verði lokið um kl. 15.00. Samtök kvenna á vinnumarkaði ætla að ganga frá Búnaðarbankan- um við Hlemm og aö HaUærisplani þar sem haldinn verður fundur. Lagt verður af stað í kröfugönguna klukkan 14.00. Fundinn munu ávarpa Birna Þórðardóttir blaðamaður, Lilja Ey- þórsdóttir fóstra og Sigrún Ágústsdóttír keimari. Fundarstjóri verður Ehn G. Ólafsdóttir borgar- fulltrúi. Á milh atriða mun Mar- grét Pálmadóttir syngja. Það eru þau Einar Jóhannesson karinettuleikari, Richard Talkowsky selló- leikari og Beth Levine píanóleikari sem skipa Trio Borealis. Trio Borealis á faraldsfæti Trio Boreahs mun halda nokkra tónleika í ReyKjavík og víðar á Suð- vesturlandi dagana 1.-5 maí. Tríóið hélt síðast tónleika hérlendis í fyrra- vor og fór síðan til Spánar og leik á tónhstarhátíðum í Katalóníu þá um sumariö. Tríóinu hefur verið boðið að koma aftur til Spánar nú í sumar og leika víða á hátíðum þar. Það eru þau Einar Jóhannesson karínettuleikari, Richard Talkowsky sehóleikari og Beth Levine píanó- leikari sem skipa Trio Boreahs. Á efnisskránni' að þessu sinni eru tvö tríó frá rómantíska tímabihnu eftir Max Bruch og Emil Hartmann, auk tríós eftír Þorkel Sigurbjörnsson, sem byggt er á íslenskum þjóðlögum og hefur ekki heyrst hér áður. Einn- ig verður leikin sellósónata eftir Claude Debussy og klarínettsónata eftir Fancis Poulenc. Fyrstu tónleikamir verða í Njarð- víkurkirkju fóstudag 1. mai, þeir næstu í Tónskóla Akraness laugar- dag 2. maí og þeir þriöju í Þorláks- kirkju, Þorlákshöfn, sunnudag 3. maí. Alhr hefjast þessir tónleikar klukkan 17. Fjórðu og síðustu tón- leikar Tríós Boreahs verða i Lista- safni íslands þriðjudag 5. maí klukk- an 20.30. Haukur Dór í Listasafni ASÍ: Vor og sumar í nánd „Það er vor og sumar í 'nánd. Á þessari sýningu í Listasafni ASÍ skyggnumst við inn í hinn frjálsa hugarheim Hauks Dór. Hér er vor og birta, engin skil milh fijálsrar hugsunar og pappírsins, aht ofið saman í eina heild, htríkt leiftrandi myndmál og gljúpur handunninn pappírinn frá Ásíu,‘1 segir meðal annars í umfjöllun í sýningarskrá um myndlistarmanninn Hauk Dór. Sýning á myndum eftir Hauk Dór verður opnuð í Listascifni ASÍ1. maí klukkan 16.00. Sýningin er á vegum safnsins. Haukur Dór er vel þekktur listamaöur sem búið hefur langdvöl- um erlendis en er nú með vinnustofu bæði hér heima og erlendis. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00 til 19.00 og lýkur henni sunnudaginn 24. maí. Norrænir ví snadagar: Valinkunnir vísna- vinir koma fram Norrænir vísnadagar verða haldn- ir hér á landi dagana 1.-5. maí og munu margir þekktir vísnasöngvar víðs vegar af Norðurlöndunum koma fram. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Norræna húsinu þann 1: maí og hefjast þeir klukkan 16. Þar koma fram Jan Olof Andersson, Hanne Juul, Hanus G. Johans'en, Jannika Hággaström og Öyvind Sund. Einnig koma fram Anna Pálína og Aðal- steinn Ásberg og hljómsveitin Is- landica. Jan Olaf Anderson frá Svíþjóð er söngvari og gítarleikari. Hanne Juul er fædd í Kaupmannahöfn en bjó í níu ár á íslandi og er um þessar mundir búsett í Svíþjóð. Öyvind Sund frá Noregi er bæði vísnasöngv- ari og myndhstarmaðuÞ. Hanus G. Johansen er þekktasti vísnasöngvari Færeyja. Jannika Hággström er sænskumælandi Finni. Hanne Juul og Jan Olof Andersson verða meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum. DV-mynd S Laugardaginn 2. maí kl. 16 verða tónleikar í Stjómsýsluhúsinu á ísafirði. Sunnudaginn 3. maí kl. 20.30 verða tónleikar í Norræna húsinu og á Hótel KEA á kl. 16. Á Egilsstöðum verða tónleikar í Hótel Valaskjálf klukkan 20.30. Lokatónleikarnir verða svo í Tón- hstarskóla FÍH við Rauðagerði' klukkan 20, þriðjudaginn 5. maí. Leikhús: Danniog djúpsæv- ið bláa - sjábls. 21 Kvikmyndir: Refskák - sjábls. 22 Útivist: Kirkju- ganga - bls. 23 Veitingahús vikunnar: Kalkúna- veisla á L.A. Café -sjábls. 18 Skemmtanir: Bræður með villibráð - sjábls. 19 Sýningar í Gerðubergi Andres Magnússon opnar mál- verkasýningu í Kafii Geröi, veit- ingabúð menninganniöstöðvar- innar í Gerðubergi, þann 2. mai næstkomandi. Andrés sýnir landslagsmyndir, unnar með ol- íuhtum. Andrés er fæddur 1924 og lærði hjá Finni Jónssyni, Jó- hanni Briem og Jóhannesi Jó- hannessyni. Sýningin í Geröu- bergi er opin á sama tima og veit- ingastofan og stendur tíl 30. maí. Sýning Áma Sigurðssonar í Menningarmiðstöðinni í Gerðu- bergi stendur til 19. maí. Ámi er búsettur í Svíþjóö og er þetta fyrsta sýrúng hans á íslandi. Hann er sonur Sigurðar Guð- mundssonar myndhstarmanns og Ineke Guðmundsson og hefur hann búið erlendis frá því hann var fimm ára gamall. Menntun sína hlaut Ámi hjá AKT Enscede í Hoilandi og í Konsthögskolan í Stokkhólmi. Sýningunni iýkur 19. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.