Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992. Messur Digranesprestakall: Guösþjónusta f Kópavogskirkju kl. 11.00 á sunnudag. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Kirkjufélagsfundur verður í safnaðar- heimilinu við Bjarnhólastíg fimmtu- daginn 30. apríl kl. 20.30. Dr. Sigur- jón Þ. Eyjólfsson flytur erindi um lög- mál og fagnaðarerindi Lúters. Rætt verður um sumarferðalagið. Kaffiveit- ingar og að lokum helgistund. Fellaprestakall: Guðsþjónusta kl. 11.00 á sunnudag í Fella- og Hóla- kirkju. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hjartarson. Árbæjarprestakall: Guðsþjónusta verður í Árbæjarkirkju sunnudag kl. 11. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Kl. 13.00 verður haldið í vorferðalag sunnudagaskólans. Farið verður frá Árbæjarkirkju og til Grindavíkur. Áætluð heimkoma er kl. 17.00. Fyrir- bænaguðsþjónusta miðvikudag kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Hjallaprestakall: Sameiginleg guðs- þjónusta á sunnudaginn kl. 14 í Kópa- vogskirkju. Prestur sr. Ægir Fr. Sigur- geirsson. Kársnesprestakall: Guðsþjónusta kl. 14 á sunnudag í Kópavogskirkju. Prestur sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Organisti Sighvatur Jónasson. Seljaprestakall: Guðsþjónusta verð- ur kl. 14 sunnudag. Konur úr kvenfé- lagi Seljasóknar sjá um messuna. Prestur verður sr. Irma Sjöfn Óskars- dóttir og prédikari Ingibjörg Sigur- vinsdóttir. Organisti Kjartan Sigur- jónsson. Bessastaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Kirkja heyrnarlausra tekur þátt í athöfninni. Sr. Myako Þórðarson pre- dikar. Stjórnandi John Speight. Org- anisti Þorvaldur Björnsson. Sr. Bragi Friðriksson. Bústaðakirkja: Barnamessa kl. 11. Arna, Gunnar og Sigurjón. Guðsþjón- usta kl. 14. Einsöngur Magnea Tóm- asdóttir. Bjöllusveitin leikur. Pálmi Matthiasson. Dómkirkjan: Fermingarmessa kl. 11. Altarisganga. Sr. Hjalti Guðmundsson og sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Mið- vikudagur kl. 12.10: Hádegisbænir í kirkjunni. Léttur málsverður á kirkju- loftinu á eftir. Miðvikudagur kl. 13.30-16.30: Samvera aldraðra I safnaðarheimilinu. Tekiö I spil. Kaffi- borð, söngur, spjall og helgistund. Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Magnús Björnsson. Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 11. 6 ára börn og eldri og foreldrar þeirra uppi. Yngri börnin niðri. Guðs- þjónusta kl. 14.00. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Arni Arinbjarn- arson. Þriðjudagur: Kyrrðarstund kl. 12.00. Orgelleikur í 10 mínútur. Fyrir- bænir, altarisganga og léttur hádegis- verður. Þriðjudagur kl. 14.00: Biblíu- lestur og kirkjukaffi. Allir velkomnir. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrimskirkja: Messa og barna- samkoma kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörns- son. Þriðjudagur: Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. beðið fyrir sjúkum. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Háteigskírkja: Messa kl. 11. Sr. Tóm- as Sveinsson. Mánudagur: Biblíulest- ur kl. 21.00. kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Fermingarmessa kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Kór Langholtskirkju syngur. Organisti Jón Stefánsson. Aftansöngur alla virka daga kl. 18 í umsjá sr. Flóka Kristins- sonar. Laugarneskirkja: Guösþjónusta kl. 11. Hjálmar P. Pétursson syngur ein- söng. Organisti Ronald V. Turner. Sr. Jón D. Hróbjartsson. Heitt á könn- unni eftir guðsþjónustuna. Fimmtu- dagur: Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleik- ur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni. Neskirkja: Guðsþjónusta kl. 11 (at- hugið breyttan tíma) I safnaðarheimili kirkjunnar. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Guðmundur Öskar Ölafs- son. Miðvikudagur: Bænamessa kl. 18.20. Guðmundur Óskar Ólafsson. Fimmtudagur: Bibliulestur kl. 20.00 I safnaðarheimilinu í umsjá sr. Franks M. Halldórssonar. Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Miðvikudagur: Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Létt- ur hádegisverður I safnaðarheimilinu. And-leikhúsið: Danni og djúpsævió bláa Nýstofnað leikhús, And-leikhúsið, fhnnsýnir laugardaginn 2. maí Danna og djúpsævið bláa eftir banda- ríska leikskáldið og handritshöfund- inn John Patrick Shanley. Verkið var frumsýnt í New York 1984 og vakti samstundis sterk viöbrögð gagnrýn- enda og áhorfenda sem hrósuðu verkinu fyrir mergjaðan texta og kímnigáfu í bland við áhrifamikla dramatík. í Danna og djúpsævinu bláa segir frá kynnum Danna og Rúnu eina kvöldstund á sóðalegri knæpu í Bronxhverfinu. Þau hafa bæði slegið um sig þykkum skráp sem þau veija með kjafti og klóm í ofsafenginni til- raun tíl að leyna atburðum úr fortíð sinni. Danni telur sig hafa drepið mann fyrr um kvöldið og yfir fortíð Rúnu hggja dökkir skuggar. Þau taka tal saman og brátt hefst ófyrirsjáan- leg atburðarás þar sem teflt er fram biturri lífsreynslu, sektarkennd, sjálfsblekkingum og ávaUt er stutt í logandi árásargimi beggja. Leikstjóri og þýðandi leikritsins er Ásgeir Sigurvaldason. Með aðalhlut- Helga Braga Jónsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson fara með hlutverkin í Danna og djúpsævinu mikla. DV-mynd BG verkin tvö fara Helga Bragá Jóns- Sýningar fara fram í Tunghnu við dóttir og Þorsteinn Guðmundsson. Lækjagötu. -HK Sigrún Ástrós í Borgarleikhúsinu Margrét Helga Jóhannsdóttir i titilhlutverkinu í Sigrúnu Ástrós. Leikfélag Reykjavíkur hefur hafið sýningar á Sigrúnu Ástrós eftir breska leikskáldið Willy Russeh og er þetta þriðja leikárið í röð sem þetta vinsæla leikrit er sýnt. í þessari lotu verða tíu sýningar á leikritinu. Það er Margrét Helga Jóhannsdóttir sem leikur eina hlutverkið, Sigrúnu Ást- rós sem finnst tími kominn til að breyta um lífsmáta. Sigrún Ástrós var kvikmynduð á sínum tíma undir frumheitinu Shir- ley Valentine og naut sú kvikmynd mikilla vinsælda. Hlaut leikkonan, Pauline Collins, tilnefningu til ósk- arsverðlauna fyrtir frammistöðu sína. Sinfóníuhljómsveit íslands: Maurice Bourgue leikur einleik á óbó Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í rauöri tónleikaröð verða haldnir í Háskólabíói klukkan 20.00 . í kvöld. Fjögur verk verða á efnis- skránni: Sinfónía nr. 1 í F-dúr eftir Leevi Madetoja, Konsert fyrir óbó og htla hljómsveit eftir Bohuslav Martinu, Adiago, stef og tilbrigði fyrir óbó og hljómsveit eftir J.N. Hummel og Eld- fuglinn, svíta eftir Igor Stravinskíj. Einleikari á tónleikunum er Frakk- inn Maurice Bourgue og hljómsveit- arsijóri Petri Sakari, aðalhljómsveit- arstjóri Sinfóníuhljómsveitar ís- lands. Maurice Bourgue óbóleikari er vel þekktur í sinni grein. Hann hefur hlotið heiðursmerki Parísarborgar fyrir störf sín að tónhstarmálum í Frakklandi og er eftirsóttur kennari í óbóleik víða um heim. Hann lauk námi með láði frá Tónhstarháskól- anum í París árið 1966 og vann til verðlauna í mörgum tónhstarkeppn- um í Múnchen, Prag og Búdapest. Þá deildi hann fyrstu verðlaunum í alþjóölegu tréblásarakeppninni í Birmingham á Englandi árið 1966 með James Galway. Hljómsveitarstjóri kvöldsins verð- ur Petri Sakari. Hann er nú að ljúka fjórða starfsári sínu með Sinfóniu- hljómsveitinni og nýlega var samn- ingur við hann endumýjaður til eins árs. Hann mun því halda áfram störf- um með hljómsveitinni að minnsta kosti til loka starfsársins 1992-1993. 39 Þjóðleikhúsið Sími: 11200 Stóra svidið: Elín, Helga, Guðríður föstudag kt. 20. Emil í Kattholti laugardag kl. 14 og 17, sunnudag kl. 14 og 17. Litla sviðið: Kæra Jelena laugardag ki. 20.30, sunnudag kl. 20.30. Smiðaverkstæðið: Eg heiti ísbjÖrg, ég er Ijón laugardag kl. 20.30. Borgarleikhúsið Sími: 680680 Stóra sviðið: Þrúgur reiðinnar föstudag kl. 20, laugardag kl. 20. La Bohéme sunnudag kl. 20. Litla sviðið: Sigrún Ástrós föstudag kl. 20, laugardag kl. 20. Leikfélag Hafnarstræti 57, símí 96-24073 íslandsklukkan föstudag kl. 20.30, laugardag kl. 20.30. Hugleikur Brautarfíolti 8, slmi 36858 Fermingarbarnamótið föstudag kl. 20.30, laugardag kl. 20.30. Garðaleikhúsið Félagsheimilt Köpavogs, simi 41985 Luktar dyr föstudag kl. 20.30. Maurice Bourgue óbóleikari. Sr. Gísli H. Kolbeins: Af hveiju nefhir Jesús sig góða hirðinn? Jóh. 10,14; „Ég er góði hiröirinn og þekki mína og mínir þekkja mig eins og faðirinn þekkir mig og ég þekki foðurinn. Ég legg líf mitt í sölurnar fyrir sauðina." Góði hirðirinn. Hver skyldi það nú vera? Er ef til vih um fleiri en einn aö ræða sem gæti borið heitið „Góði hirðirinn"? Gæti verið að sumum sýndist að þeir væru margir? Af hverju nefnir Jesús sig góða hirðinn? Hann er ekki með marga í huga. Kenning hans tekur aðeins til einnar persónu sem ber heitið „Góði hirðir- inn“ með réttu. En raddimar eru margar sem kalla og þykjast vera rétta leiðtogaröddin. Fjölmiðlamir hafa hátt á því sviði og í þeim kynna margir sig með ýmsu móti. Ekki vantar staðhæfingar um hvert hjörð- inni er hollast að stefna og halda sig Sr. Gísli H. Kolbeins. í skjóh og við haga. Það kennir margra grasa og þó sitt af hvetju tagi. Ekki vantar leiðimar. Þær em fremur í hundraðatölum heldur en einn stígur. Ég ætla ekki að fara að túlka það sem DV flytur þér af ýmsu kenningatagi. En gáðu að og beittu eigin atgervi til aö átta þig á hvort þú vilt fylgja einhveijum af þeim hirðum, sem þar kynna sig, eða snúa þér að Jesú Kristi og fylgja honum, hirðinum góða. Ég bendi þér á að góði hirðirinn, sem kynnir sig í guðspjöhunum, er mér betri leiðsögumaður á lífsins vegi en nokkur annar. Hann hefir sagt við mig og þig. „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra.“ (Guhna reglan Matt. 7,12.) Hann hefir líka sagt við mig og þig: „Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hver annan. Á því munu allir þekkja að þér erað mínir lærisveinar ef þér berið elsku hver til annars." Jóh. 13,34,35. Þannig er raust góða hirðisins sem leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. Hann útskýrði það vel fyrir okkur með htlu biblíunni í Jóh. 3,16. „Því svo elskaöi Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ Raust þessa hirðis er lífsins mál. Við leiðsögn hans er ljúft að lifa með vorinu og gróandanum, hvemig sem kenningavindar (jölmiðla næða á mannlífsakri. Gáum aö okkur og greinum nú rétt raust „Góða hirðis- ins“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.