Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992. 41 Kvikmyndir HÁSKÓLABÍÓ Sími 22140 Liíli snillingurinn ★★★ Góð frumraun leikstjórans Jodie Fost- er sem einnig fer með eitt aðalhlutverk- ið í mannlegri mynd um erfiðleika i samskiptum við barn sem gætt er of- urgáfum. -HK Ævintýri á norðurslóðum ★★ Hugljúfar barnamyndir, misgóðar og misvel leiknar. Islenska myndin best, en sú grænlenska einnig athyglisverð. -HK Frankie ogJohnnie ★★ Raunsæ mynd um venjulegt fólk. Al Pacino og Michelle Pfeiffer eru bæði mjög góð og eru persónurnar sem þau leika það eftirminnilegast við myndina. -HK Háir hælar ★★‘A Ekki það besta sem komið hefur frá Almodovar sem í myndinni segir okkur dramatíska sögu af mæðgum. Ágæt mynd en frumlegheit vantar sem ein- kennt hefur myndir spænska leikstjór- ann. -HK Tvöfalt líf Veróníku ★★★ A Tvær stúlkur, fæddar sama dag, hvor I sínu landi, nákvæmlega eins í útliti og án þess að vita hvor af annarri. Þetta er viðfangsefni pólska leikstjór- ans Krzystofs Piesiewicz I magnaðri kvikmynd. -HK LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 Víghöfði ★★★ A Fítonskraftur Scorsese og súperleikhópur gera samanlagt miskunnarlausan og æsi- spennandi sálfræðitrylli sem faltrar einungis á yfirkeyrðúm formúluendi. ekkert bitastætt á milli þeirra. -GE REGNBOGINN Sími 19000 Freejack -k'A Þrátt fyrir flottar sviðsetningar og mikl- ar tæknibrellur nær fjarstæðukenndur söguþráður aldrei að ná athygli áhorf- andans. -HK Upp á líf og dauða ★VI Ruglingsleg mynd sem er engum af þeim fjölda leikara sem I henni leika til framdráttar. -IS Kolstakkur ★★★ 'A Miklu er til kostað og úrvinnsla efnis er af bestu gerð. Leikarar eru ekki þekktir en standa sig með mikilli prýði. -is Kastali móður minnar ★★ Falleg myndskreyting á skemmtilegri endurminningu frægs rithöfundar. Saklausskemmtun. -GE Léttlynda Rósa ★★★ Mjög fagmannlega unnin mynd um alvarlegt tilfelli brókarsóttar og þau vandamál sem skapast í kringum það. Frábær leikur góðra leikara. -IS Homo Faber ★★ Byrjar hressilega en fjarar fljótlega út, gerist langdregin og tómleg. Góðir leikarar og fallegt landslag hjálpa mik- ið. -GE SAGA-BÍÓ Sími 78900 Læknirinn ★★★ Raunsæismynd um mikilsmetinn skurðlækni sem einn daginn stendur I sömu sporum og sjúklingar hans. Will- iam Hurt sýnir mjög góðan leik í erfiðu hlutverki. -HK STJÖRNUBÍÓ Sími 16500 Stúlkan min ★★ Mynd fyrir alla fjölskylduna. Fer minna fyrir Macaulay Culkin en í fyrstu hefði mátt halda. Skörp skil á milli gamans og alvöru koma á óvart. -HK Börn náttúrunnar ★★★ Enginn ætti að verða fyrir vonbrigðum með Börn náttúrunnar. Friðrik Þór hef- ur gert góða kvikmynd þar sem mikil- fenglegt landslag og góður leikur blandast mannlegum söguþræði. -HK Hörkueinvígi framundan hjá FH og Selfoss Stærsti íþróttaviðurburður helgar- innar er án efa viðureignir FH-inga og Selfyssinga um íslandsmeistara- titilinn í handknattleik. Fyrsti leikur liðanna verður í Kaplakrika í kvöld klukkan 20. Á laugardag eigast liðin við öðru sinni á Selfossi klukkan 16. Áhangendur þessara liða og áhuga- fólk um handknattleik bíða eftir komandi viðureignum með mikilli eftirvæntingu. Eins og áður hefur komið fram verður það lið íslands- meistari sem fyrr vinnur þrjá leiki. Fortíð þessara liða er svo ekki sé meira sagt mjög ólík. FH-ingar hafa frá upphafi handknattleiksins á ís- landi verið í fremstu röð, unnið 14 meistaratitla ogfjórum sinnum borið sigur úr býtum í bikarkeppninni. Á hinn bóginn unnu Selfyssingar sér fyrst réttinn til að leika í 1. deild 1990 þannig aö uppgangur þeirra er í meira lagi glæsilegur. Sérfræðingar segja að reynslan sem FH-ingar búa yfir eigi eftir að fleyta liðinu langt í úrslitaleikjunum en Selfyssingar eru sýnt veiði en ekki gefin. Selfossliðið er skipað nokkium frábærum handknattleiks- mönnum sem sett hafa mjög skemmtilegan svip á liðið í vetur og kemur það þeim sem hafa fylgst náið með handboltanum í vetur ekki á óvart hvað Selfossliðið er komið . langt í keppninni. Selfyssingar fengu til liðs við sig engan annan en Sigurð Sveinsson og hefur hann leikið við hvem sinn fingur í deildinni í vetur. Éins mætti nefna Einar Gunnar Sigurðsson, einn efnilegasta handknattleiks- mann sem komið hefur fram hér á landi um árabil. Eitt er alveg öruggt, að handknatt- leiksáhugamenn eiga í vændum að sjá skemmtilega og hnífjafna leiki á milli Selfyssinga og FH-inga. Ekki kæmi á óvart þótt liðin þyrftu að leika fimm leiki en heimavellir þess- ara hða eiga eftir að ráða miklu um hvar titillinn hafnar. Troðfullt hefur Kristján Arason og félagar hans í FH-liðinu þurfa ekki að kvarta yfir árangr- inum í vetur. Nú bíður hins vegar erfitt verkefni þeirra félaganna, sjálf glíman um titilinn við Selfyssinga. s Einar Gunnar Sigurðsson er einn af burðarásum Selfossliðsins. Hann hefur leikið sérlega vel með liði sínu vetur og eitt er alveg víst að það mun mæða mikið á honum i komandi leikjum gegn FH um íslandsmeistaratitilinn. verið á leikjum Selfossliðsins í vetur Kaplakrika þegar IBV heimsótti FH eystra og aðsóknarmet var slegið í í undanúrslitum. -JKS Ferðafélagið: Sumri heilsað í Þórsmörk Það eru þrjár helgarferðir í boði hjá Ferðafélaginu um helgina. Fyrsta skal telja ÖræfajökuU-Skaftafell og verður lagt af stað í hana þann 30. apríl og komið til baka þann 3. maí. Stefnt er að göngu á Hvannadals- hnjúk. Sömu daga er einnig boðiö upp á ferðina Öræfasveit-Skaftafell. Farið verður í gönguferðir um þjóðgarðinn og víðar. Brottför í þessar ferðir er klukkan 20.00 í kvöld og gist verður í svefn- pokaplássum að Hofi í Öræfasveit. Þann 1.-3. maí verður sumri heils- að í Þórsmörk. Brottför klukkan 8.00 Gist er í Skafjörðsskála í Langadal. Skipulagðar verða gönguferðir um Mörkina. Nokkrar dagsferðir eru og í boði. Á morgun verður þann 1. maí verða eftirfarandi dagsferðir: Kl. 10.30, Hengill göngu- og skíða- ferð. Þessi árlega Hengilsferð svíkur engan. Gengið verður á hæsta hluta Hengils, Skeggja eða farið á skíðum um nágrennið. Kl. 13.00 hellaskoðunarferð í Arn- arker í Ölfusi. Þetta er tilvalin fiöl- skylduferð. Fjölmargar ferðir verða í boði hjá Ferðafélaginu, ein af þeim er Þórsmerkur- ferð. Sunnudaginn 3. maí eru þrjár dags- ferðir í boði: Kl. 10.30 verður skíðaganga. Farið á slóðir þar sem skíðafæri er hag- stætt. Kl. 10.30 verður gengin þjóðleiðin iír Vncnim til HrinHíivilmr or npfnict Skógfellavegur. Kl. 13.00 er óvenjuleg ganga en þá verður gengið meðfram og í einni af athyglisverðari misgengissprungum Reykjanesskagans er nefnist Hrafna- gjá. Þrír leikirá gervigrasinu Þrír leikir eru á dagskrá Reykjavíkurmótsins í knatt- spyrnu um helgina. Á föstu- dagskvöldið leika Þróttur og Leiknir klukkan 20, á laugardag leika Valur og KR klukkan 17 og á sunnudagskvöldið leika Fram og Vlkingur. Allir leikirnir fara fram á gervigrasveltinum í Laugardal. Langt er liðið á mótið og munu línur skýrast verulega eftir leiki helgarinnar um hvaða lið kom- ast I undanúrslit. Grafarholt: Fyrsta golfmót sumarsins Golfvöllur Golfklúbbs Reykja- vlkur að Grafarholti verður opn- aður 1. mal með innanfélags- móti. Er það keppnin um Ame- son skjöldinn sem er einn elsti gripur sem keppt er um á fs- landi. Er um að ræða 18 hola höggleik með fuliri forgjöf. Völl- urinn í mjög góðu ástandi mið- að við sama tíma á fyrri árum og hefur hann að sögn kunn- ugra aldreí komið jafn vel undan vetri. í tilefni af opnun vallarins munu félagar koma saman til að fagna sumri í Golfskálanum kl. 20, snæða góðan kvöldverð á hóflegu verði í endurbættum golfskóla hjá nýjum matreiðslu- meistara, Karli Ómari Jónssyni, sem tekið hefur að sér veitinga- rekstur I sumar. Ferðir Útivist: Gengiðá milli hafna í fjórðu hafnargöngunni laug- ardaginn 2. maí verður kynnt höfnin sem gerð var við Sunda- bakka í Viðey árið 1907. Gengið verður frá Hafnarhús- inu kl. 13.30 með ströndinni inn í Sundahöfn. Á leiðinni verður rifjað upp hvar alfaraleiðin lá inn í Laugarnes. Úr Sundahöfn verð- ur farið með Maríusúðinni út í Viðey. Frá Bæjarvörinni verður gengið austur á eyna og rústir hafnarmannvirkjanna og byggð- arinnar skoðaðar og saga starf- seminnar rifjuð upp en hún lagð- ist alveg niður skömmu fyrir 1940. Kirkjuganga Útivist fer í 9. áfanga kirkju- göngunnar sunnudaginn 3. maí og verður kirkjan á Hvanneyri skoðuð. Mæting er við Akra- borgina kl. 9.15 og síðan farið með rútu frá Akranesi og ekið að Mannamótsflötum. Gengin verð- ur gömul alfaraleið fr'am hjá Hesti, Kvígsstöðum og Báru- stöðum að Hvanneyri. Einnig verður í boði styttri út- gáfa af kirkjugöngunni. Þá er mæting við Akraborgina kl. 12.15 og síðan ekið frá Akranesi að Bárustöðum þar sem hóparnir mætast. Föstudaginn 1. maí eru boði tvær dagsferðir, annars vegar kl. 10.30 þar sem ekið verður að Reykjum í Ölfusi og síðan gengið með Ingólfsfjalli að Helli við Ölf- usá og hins vegar kl. 13.00 en þá verður ekiö að Hvammi í Ölf- usi og sameinast morgunhópn- um. Brottför er frá BSi, bensín- sölu, og stansað verður við Ár- bæjarsafn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.