Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1992, Page 8
42
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992.
Myndbönd
★★★
lifið í Dómsborg
Allt er í rolegheitum á listanum þessa vikuna. Ein þeirra mynda sem
hækkar sig er Deiertding Your Life sem nánar er fjaliað um hér að
neðan. Á myndinni eru aðalleikaramir Meryl Streep og Atbert
Brooks.
Backdraft
1 (1) Terminator li
2 (4) The Commitments
3(9)
4(2)
5(3)
6 (6) Teen Agent
7 (12) Defending Your Ufe
8(7) FjöHcálfar
9 (8) Quigley down urtder
10 (15) Cyrano de Bergerac
11 (5) The Hard Way
12 {•) Lionheart
13 (11) Shattered
14 {■) Survive the Savage Sea
15 (14) The Sheitering Sky
GlæpiríChicago
Útgefandi: Háskólabió.
Leikstjóri: Michael Switzer.
Aðalhlutverk: Anthony LaPaglia, Vinc-
ent Gustaferro og Michael Moriarty.
Bandarisk, 1989- sýningartími 100 mín.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
í Nitti leikur Anthony La Paglia
Mafíuforingjann Frank Nitto sem
var staðgengill A1 Capone þegar sá
síðarnefndi lenti í fangelsi. La Pagl-
ia hefur greinilega tekið sér Robert
deNiro til fyrirmyndar í hlutverki
Corleone í Guðfóðumum. Er nán-
ast um eftiröpun að ræða, auk þess
sem LaPaglia er alls ekki ólíkur
DeNiro.
Fyrir utan þessa samiíkingu er
Nitti hin sæmilegasta skemmtun.
Við fylgjumst með Drank Nitto frá
því að hann stígur á land í Banda-
ríkjunum og þar til hann fellur fyr-
ir eigin hendi. Ef lýsing á Frank
Nitto er rétt þá vantaði hann þá
hörku og miskunnarleysi sem ein-
kennir maiiuforingjann. Því sat
hann ekki lengi í valdastóli auk
þess sem FBI var í lokin komin á
hæla hans.
Af sjónvarpsmynd að vera er
Nitti vel gerð, hröð og spennandi
án þess þó að skilja nokkuö eftir
sig.
Falinnglæpur
CAROLINA SKELETONS
Útgefandi: Myndform.
Leikstjóri: John Erman.
Aðalhlutverk: Lou Gossett jr. og Bruce
Dern.
Bandarisk, 1991 - sýningartími 94 min.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
í Carolina Skeletons leikur Lou
Gosset jr. stríðshetju sem kemur
heim í smábæ í upphafi Vietnam-
stríðsins. Hann er kominn til að
fylgja móður sinni til grafar en
einnig ætlar hann að gera tilraun
til að hreinsa nafn bróður síns sem
var dæmdur til dauða aðeins 14 ára
gamall fyrir að myrða tvær hvítar
stúlkur. Atburðurinn gerðist fyrir
rúmum þrjátíu árum. Bæjarbúum
líkar alls ekki að vera minntir á
þennan atburð og gera því her-
manninum lífið leitt og rannsókn-
ina erfiða. En gamall vinur hans,
sem nú er lögreglustjóri, sér samt
að drengurinn hefði aldrei getað
drepið stelpurnar og því snýst
hann á band með hermanninum.
Hér er um að ræða ágætan þriller
sem gengur upp í flesta staði. Það
má finna nokkra annmarka í hand-
riti en þeir koma ekki að sök. Dálít-
ið er um „flashback" í myndinni
og er sérlega áhrifamikið atriðið
þegar íjórtán ára drengurinn er
tekinn af lifi í rafmagnsstólnum.
★★
Að byrja upp á
Maimraimáhafi
SURVIVE THE SAVAGE SEA
Útgefandi: Sfeinar hf.
Leikstjóri: Kevin James Dobson.
Aöalhlutverk: Robert Urich og Ati
MacGraw.
Bandarísk, 1991 -sýningartimi 88min.
Leyfð öllum aldurshópum.
Ævintýraþráin heillar marga og
sumir láta það eftir sér að láta
drauminn rætast. Það gerði alla-
vega Carpenter íjölskyldan sem
seldi búgarð og keypti skútu og
hélt í hnattsiglingu. Sú ferð endaði
á dramatískan hátt. Skútan lenti
strax i fyrstu viku í háhymingahóp
sem braut skútuna og komst fjöl-
skyldan sem samanstóð af hjórnun
og þremur drengjum ásamt einum
farþega við iUan leik í gúmmibat
með aðeins nauðsynlegasta farang-
ur.
Survive The Savage Sea segir frá
baráttu fólksins við að halda í sér
lífi í steikjandi hita og stundum í
miklum stormi á hafi í rúman mán-
uð þar sem hákarlar bíða eftir
bráðinni. Það tékst aðeins meö
miklu hugrekki og góðri skipulagn-
ingu.
Survive the Savage Sea er byggð
á sönnum atburðum og verður því
enn áhrifameiri fyrir vikið og er
ljóst eftir að hafa séð myndina að
það'var nánast kraftaverk að fjöl-
skyldan skyldi komast í gegnum
þessa mannraim. Helsti galli
myndarinnar er fólginn í að of litl-
ar breytingar verða á útliti fólksins
í öUum þrenginunum og á þetta
sérstaklega við um drengina.
REGARDING HENRY
Útgefandi: ClC-myndbönd.
Leikstjóri: Mike Nichols.
Aðalhlutverk: Harrison Ford og Annette
Benning.
Bandarísk, 1991 -sýningartimi 107 min.
Leyfð öllum aldurshópum.
í velferðarþjóðfélagi þar sem allt—-
snýst um völd og peninga er orðin
til ný persóna sem lætur sig lítið
annað varða en eigin fjárhagslega
velferð og stööu í þjóðfélaginu.
Slíkir einstaldingar gera ekki ann-
að en að vinna og pota sér áfram.
Harrison Ford leikur í Regarding
Henry einn slíkan einstakling sem
er á kafi í þjóðfélagskapphlaupi.
Henry Tumer er ósvífinn og hroka-
fuUur lögfræðingur sem lætur sig
ekki muna um að svína á þeim sem
minna mega sín tíl að bæta einum
sigri við „glæsUegan feril“.
AUir era ánægðir með Tumer,
meira að segja eiginkonan sem
hann þó sýnir sama hroka og öðr-
um. UndanskUin er dóttir hans sem
er aUs ekki ánægð með fóður sinn.
Kvöld eitt, þegar Tumer fer að
kaupa sígarettur, vUl svo til að þjóf-
ur er að ræna verslunina. Fram-
koma Tumers gerir það að verkum
að þjófurinn skýtur tveimur skot-
um í hann og særir hann lífshættu-
lega.
Þegar Tumer vaknar tU líísins
man hann ekkert. Hann verður því
að byrja að lifa upp á nýtt og sá
DEFENDING YOUR LIFE
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: Albert Brooks.
Aðalhlutverk: Albert Brooks, Meryl
Streep, Rip Torn og Lee Grant.
Bandarísk, 1991 - sýningartími 107 min.
Leyfð öllum aldurshópum.
Albert Brooks leikur aðalhlut-
verkið, skrifar handritið og er leik-
stýrir Defending Your Life sem er
einstaklega skemmtileg kvikmynd
um leið og hún er mjög sérstök. í
myndinni leUcur Brooks Daníel
sem lætur lífið þegar hann keyrir
á strætó. Hann vaknar upp við að
hann er kominn á nokkurs konar
biðstöð þar sem dæma á um það
hvort hann sé hæfur tU framhalds-
lífs eða hvort eigi að senda hann
til jarðarinnar aftur.
Það kemur í ljós að Daníel er
hálfmisheppnuð persóna því að ef
hann verður sendur til jarðarinnar
aftur þá er það í tuttugasta skiptiö.
Og í fyrstu yfirheyrslu em engin
líkindi til að hann hafi nokkuð að
i;’:' AIEEHT ShOSfíS HÍSYl ST8ÍEF
Defending
ái, YOUR LíFE
‘ROMANTIC COMLOT ABOUT UFC
BiTWCÍH HÍRt ANO THE 'HEREAFTER*'
K.AII* MIRTVR
gera á æðra stig.
Daniel kynnist ungri konu sem
er á fufiri ferð yfir á æöra stig. Hún
hefur aðeins íjórum sinnum áður
verið á jörðinni. Þau verða ástfang-
in en aumingja Daniel sér ekki
fram á aö sú ást fái að blómstra.
Ðefending Your Life er snjöU
mynd, textinn bráðfyndinn um leið
og skörp ádeUa á lífið á jörðinni
leynist í honum. Albert Brooks
leikur Daniel með miklum tUþrif-
um en hverfur þó í skuggann af
stórleik Meryl Streep í hlutverki
hinnar fuUkomnu konu og Rip
Torn sem fer á kostum í hlutverki
verjanda Daniels, sem er fuUur-
bjartsýni á að Daniel fái einhvern
tíma tU að lifa æðra lífi.
Annars era mörg atriði í mynd-
inni virkilega smellin og vel gerð
og húmorinn er mikiU. Defending
Your Life er sjálfsagt aUs ekki fyrir
aUa. Söguþráðurinn er fjarstæðu-
kenndur en um leið nokkuð jarð-
bundinn, enda er Dómsborg eins
og ósköp venjuleg borg af miðl-
ungsstærð á jörðinni.
-HK
Mike Turner (Harrison Ford) kynnist dóttur sinni, Rachel (Mikki Allen),
fyrst fyrir alvöru eftir að hann hefur lent í aivariegu siysi.
maður sem birtist kunningjum og
ættingjum er allt annar en sá sem
fyrir var.
Regarding Henry er óður til fjöl-
skyldulífsins og heUbrigðra lifnað-
arhátta og þar kemur fram virðing
fyrir verðmætum sem ekki felast í
veraldlegum auði. Er myndin ágæt
sem slík en Regarding Henry er
ekki gaUalaus. Þegar fer að Uða á
myndina verður hún langdregin og
jafnvel væmin, sérstaklega í lokin
þegar lögfræðingurinn sækir dótt-
ur sína í einkaskóla hinna ríku.
Leikstjóri Regarding Henry er
Mike Nichols sem á að baki glæsi-
legan ferU. Hann hefur samt oftast
gert betur en hér og má þar nefna
mynd sem hann gerði á undan Reg-
arding Henry, Postcards From the
Edge. -HK