Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1992, Blaðsíða 2
26 MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1992. íþróttir unglinga Landsmót grunnskóla í borðtennis: Grenivíkurskóli vann fjórða árið í röð Nýlega er lokið fjórða landsmóti grunnskóla í borðtennis sem er haldið á vegum Borötennissam- bands íslands. Átta kjördæmi áttu rétt á að senda skólasveit í úrslita- keppnina. Um 100 þáttakendur kepptu til úrslita um titilinn besti borötennisskóli íslands 1992. Greni- víkurskóli tryggði sér þann titil fjórða áriö í röð nokkuð öragglega. Keppt var í fjórum flokkum og urðu úrslit þessi: 8.-10. bekkur drengja: 1. sæti..................Seljaskóli 2. sæti..................Hlíðaskóli 3. sæti.................Lundarskóli Lið Seljaskóla: Sigurður Jónsson, Ólafur Rafnsson, Jón P. Ásgeirsson og Þorsteinn Guðjónsson. 8.-10. bekkur stúlkna: 1. sæti.............Grenivíkurskóli 2. sæti..................Seljaskóli 3. sæti..............Reykholtsskóli Lið Grenivíkurskóla: Elín Þorsteins- dóttir, Margrét Hermannsdóttir, Hjördís Skímisdóttir og Berglind Bergvinsdóttir. 5.-7. bekkur drengja: 1. sæti..................Hlíðaskóli 2. sæti.............Grenivikurskóli 3. sæti..............Reykholtsskóli Umsjón Halldór Halldórsson Lið Hlíðaskóla: Stefán Bjamason, Kristján Sæbjömsson, Tómas Bjamason, Guðmar Gíslason og Mikael Pálsson. 5.-7. bekkur stúlkna: 1. sæti............Grenivíkurskóli 2. Breiðagerðisskóli 3. sæti.....-..........Ártúnsskóli Lið Grenivíkurskóla: Ingunn Þor- steinsdóttir, Vala Bjömsdóttir, Sandra Tómasdóttir og María Jó- hannesdóttir. -Hson Stjarnan eignaðist íslandsmeistara í blaki 1992 í öðrum flokki karla. Fremri röð frá vinstri: Gottskáik Gissurarson (4), Einar Sigurðsson (8), Eirikur Bald- ur Þorsteinsson (6), Arnar Halldórsson (5) og Þór Bæring Ólafsson (12). Miðröð frá vinstri: Eirikur Ragnar Eiríksson (9), Lárus Blöndal (10). Aftasta röð frá vinstri: Jón Gunnar Sveinsson þjálfari, Emil Gunnarsson (7), Sigurð- ur Hansson, formaður blakdeildar Stjörnunnar, og Júlíus Árnason með- stjórnandi. Þróttur frá Neskaupsfað varð íslandsmeistari í 2. flokki kvenna 1992. Fremri röð frá vinstri: Þorbjörg Jónsdóttir fyrirliði, Harpa Hermannsdóttir, Harpa Grímsdóttir og Sigrún Haraldsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Kristín Ágústsdótt- ir Blöndal, Sesselja Jónsdóttir, Helga Valdis Gísladóttir og Valdís Sigurdórsdóttir. Þjálfari þirra er Grímur Magnús- son en hann, ásamt Ólafi Sigurðssyni, hefur í bókstaflegri merkingu byggt upp hiö öfluga blak sem stundað er í Neskaupstað. DV-myndir Hson íslandsmót unglinga í blaki: íslandsmeistarar Þróttar, Neskaupstað, í 3. flokki kvenna 1992: Fanney Sjöfn Sveinbjörnsdóttir, Hrönn Sigurðardóttir, Hrönn Grímsdóttir og Guðlaug Ragnarsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Unnur Ása Atladóttir, Dagbjört Viglunds- dóttir fyrirliði, Rán Kristinsdóttir, Hjálmdís Tómasdóttir og Ólafur Sigurðs- son þjálfari. 2. flokkur kvenna: Þróttur, N Völsungtir KA ' UBK Þróttur, R Bresi >:«♦►«♦►•♦»•♦» •♦» • ♦» • «♦ ♦ ►•♦►:•:«►•«♦►«♦»:«♦»«♦►:«♦».•♦►•♦»•• 2. flokkur kvenna: Þróttur, N. (A).....................5 5 Á 5 0 10 .5418 .5 3 2 6 .5 2 3 4 .5142 5 0 5 0 Stjaman. KA... HK... Þróttur.R Þróttur.N Fram 2. flokkur karla: -.5 .5 ■»:«♦►:*♦».•♦♦»♦».»♦►•:♦».»:«♦»:«♦»:«♦►:<♦►:«♦► v! ►•«♦*♦♦•«♦» «♦»«♦• «♦► <*»y 5 3 2 6 5 3 2 6 ,.♦►.<♦.«►.••►«♦.,♦►,♦►3 : 1 4 2 .5050 :<♦►:«♦►:<♦►:«♦►:•«+>. •♦►♦♦►♦♦►♦♦►^♦►tl illiil w .... .................5 3 2 Völsungur..............5 2 3 UNÞ Þróttur.N.(B) :♦►:♦♦►:«♦»:«♦►:<♦►:«< .5142 .5 0 5 0 3. flokkur karla: Þróttur.R..............4 4 0 8 TTNÞ 4 3 i r Þróttur,N..............4 2 2 4 Stjaman ,«♦»•*♦»«♦».«♦•:«♦• *♦*»** .♦«.♦»4- : i • .5 ••••• 2 : HSK- 4 0 4 0 Þróttur, Neskaupstað, sigraði í f imm fiokkum - Stjaman og Þróttur, Reykjavík, unnu 12. og 3. flokki karla Sigurganga Þróttar frá Neskaup- stað hélt áfram þegar keppt var til úrslita í 2. og 3. flokki kvenna og karla í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi. Krakkarnir frá Neskaup- Stað sigmöu í 2. og 3. flokki kvenna og hampa því íslandsmeistaratign í 5 flokkum af sjö sem keppt er í á ís- landsmótinu, vom áður búnir að vinna í 4. flokki karla og kvenna og blönduðu hði 5. flokks. Stjaman varð íslandsmeistari í 2. flokki karla og Þróttur, Reykjavík, í 3. flokki karla. Unnum líka ífyrra Dagbjört Víglundsdóttir, fyrirliði 3. flokks Þróttar frá Neskaupstaö: „Ég byrjaði að æfa blak þegar ég var í 6. bekk, þá 12 ára, og hef ég stundað blak af kappi alla tíð síðan. Mér finnst blak alveg rosalega skemmtileg íþrótt. - Við höfum unnið bæði mótin í imd- ankeppni íslandsmótsins svo þessi sig- ur kom okkur ekkert á óvart. Erfið- asti leikunnn í úrslitakeppninni var gegn HK. Ég er mjög ánægð með ferð- ina hingað suður og aö sjálfsögðu ís- landsmeistaratitilinn," sagði Dag- björt. Unnum 2. deildina Einar Sigurösson er fyrirliði í 2. flokki Stjömunnar: „Okkur hefur gengið mjög vel í tveim undankeppnum og unnum báö- ar, fyrst á Akureyri og síöan í Nes- kaupstað. Þessi sigur okkar hér í dag kemur okkur því ekkert sérlega á óvart. Ég tel að Stjaman sé með besta liðið í þessum aldursflokki - það er engin spuming um það. Við æfum 5 sinnum í viku. Viö lékum líka í 2. deildinni í vetur og unnum okkur upp í 1. deild. Ég byrjaði að æfa blak 9 ára gamall hjá Stjömunni og hef verið aö síðan. Blakdeild Stjömunnar var stofnuð 1974. Blakiö er í mikilli upp sveiflu hjá Stjömunni," sagöi Einar. Góður hópur Fyrirliði 3. flokks Þróttar frá Reykja- vík, Eirikur Ólafsson, var að vonum ánægöur með íslandsmeistaratitilinn: „Vissulega var þetta erfltt mót. Það eru allir leikir erfiðir, misjafnlega þó. Áhuginn er mikill í Þrótti á blaki og æfum við þetta allt upp í 5 sinnum á viku. Ég er reyndar líka í fótbolta og spila þar einnig með Þrótti. Þetta er n\jög öflugur hópur sem skipar þenn- an flokk og þjálfarinn okkar er alveg frábær. Þetta er annar íslandsmeist- aratitill minn en þriðji hjá sumum," sagöi Eiríkur. Ánægðir með silfrið UNÞ stóð sig meö miklum glæsibrag í þessari úrslitakeppni. Liðið lék til úrslita gegn Þrótturum frá Reykjavik og tapaði reyndar, en ekki illa, og fékk silfurverðlaimin. Fyrirliði UNÞ í 3. flokki karla heitir Davið'Búi Halldórs- son. „UNÞ stendur fyrir Ungmennasam- band Noröur-Þingeyinga. Við erum flestir saman í skóla í Lundi í Öxa- firði. Liöið er skipað 8 leikmönnum og kemur einn þeirra frá Raufarhötn en allir hinir eru úr Lundarskóla. Aöstaöan er ekki sem best hjá okkur því það vantar illilega íþróttasal og svo náttúrlega andstæðinga til að keppa viö. Einu staðimir, þar sem blak er stundað að einhveiju ráði, em Akur- eyri og Húsavík. Þjálfarinn okkar heitir Halldór Gunnarsson og er hann mjög góöur. Annars hefðum viö aldrei náö 2. sætinu og silfurverölaunum á þessu íslandsmóti sem við erum mjög ánægöir með,“ sagöi Davíð. Ánægð með liðiö Þorbjörg Jónsdóttir er fyrirliöi ís- landsmeistaranna í 2. flokki Þróttar frá Neskaupstaö: „Ég er mjög ánægð með hvemig lið- ið lék á þessu íslandsmóti. Þetta lið er meistaraflokkur félagsins. Við æf- um svona þrisvar í viku. - Viö lentum í smáerfiðleikum gegn KA-stúlkunum í þessari úrslitakeppni en okkur tókst að meija þær, 2-1. Við höfum unnið íslandsmeistaratitla í öllum flokkum, nema í meistaraflokki - en sá titill kemur vonandi eftir 2-3 ár,“ sagði Þorbjörg. -Hson Þróttarar frá Reykjavfk hafa alltaf átt á að skipa öflugum blakiiöum. Aö þessu sinni náðu þeir þeim ágæta árangri að verða íslandsmeistarar í 3. flokki karla. Fremrl röð frá vinstri: Árni Martin Guðlaugsson, Eiríkur Ólafs- son fyrirliði, Hjörtur Valgeirsson. Aftari röö frá vinstri: Guðmundur Pálsson þjálfari, Ólafur Jóhannesson, Þröstur Gestsson, Valdimar Hilmarsson og Ólafur Heimir Guðmundsson. ÍBR LEIKUR UM 5. SÆTI krr REYKJAVÍKURMÓT MEISTARAFLOKKUR KARLA IR-ÞROTTUR í kvöld kl. 20.00 Á GERVIGRASINU I LAUGARDAL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.