Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Blaðsíða 2
28
Bílar
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992.
Reynsluakstur:
Toyota Hilux double cab turbo
Alikill
munur
- sá „lati" varð harla sprækur
Toyota Hilux double cab, eöa „hálf-
kassi“ hefur á undanfomum árum
notið mikilla vinsælda og einkum þá
til breytinga með háfjallaferðir í
huga. Einn helsti ókostur þessara
bíla hefur verið hve dísilvélin hefur
verið „löt“ og þegar búið var að setja
undir bílinn stærri dekk þá varð
hann næsta vélarvana. Margir leystu
vandann með því að setja lægri drif-
hlutfoli og jafnvel annan millikassa.
Á dögunum kynnti Toyotaumboðið
svo þennan vinsæla bíl með sprækri
bensínvél og þegar hafa margir aðdá-
endur bílsins skipt þeim gamla út
fyrir einn nýjan með bensínvél.
Turbo leysir vandann
En það er hægt að leysa aflleysið í
dísilvélinni á einfaldan hátt. Hjá
Toyoutaumboðinu er hægt að kaupa
„turbopakka“, sem er afgasþjappa
með öllum búnaði þar á meðal milli-
kæli, sem eykur afliö frá vélinni úr
83 upp í 122 hestöfl.
Til að sannreyna muninn sem af-
gasþjappan gerir fyrir dísOvélina þá
fengum við til reynsluaksturs Toyota
HOux DoubleCab sem búið var að
setja á 33 tommu dekk, en ekki breyta
að öðru leyti. Fyrst var bOnum ekið
í einn dag ákveðnar leiðir tO að finna
út takmörk vélarinnar og afl viö
ákveðnar aðstæður. Því næst var
bflnum skflað tfl umboðsins og hafist
var handa við að setja „turbopakk-
ann“ í bílinn, sem mun vera um dags-
verk á verkstæði, en pakkinn kemur
með öllum hlutum. Búnaðurinn er
bandarískur og sérsmíðaður fyrir
tvegggja lítra dísflvélina frá Toyota,
þannig að ekki þarf að gera neinar
breytingar á henni fyrir ísetninguna.
Bætirvið39
hestöflum
Afgasþjappa sem þessi vinnur á
þann hátt að útblásturinn frá vélinni
(afgasið) eða „pústið" sem aö öflu
jöfnu fer ónýtt út í andrúmsloftið er
notað til að knýja hverfihjól. Þetta
hverfihjól er á öxli og á hinum enda
öxulsins er annaö hjól sem blæs inn
lofti í brunahólf vélarinnar frá sog-
greininni. Með þessu er meiri loft-
massa þröngvað inn í brunahólf vél-
arinnar og þar með fæst meiri og
hraðari hitaþensla sem þýðir meira
afl.
Þjappan byrjar aö vinna þegar vél-
in er komin upp í 1.200 snúninga á
mínútu og skflar fifllu afli eða blæstri
inn á vélina við 1.400 snúninga.
Þetta aukna loftstreymi tO vélar-
innar eykur aílið mjög verulega, eða
Volkswagen Transporter - „sendibill ársins" í Evrópu 1992.
Volkswagen Transporter:
Valinn „sendi
bíll ársins
Volkswagen Transporter, nýi
sendibíllinn frá VW, var nýlega
valinn „sendibíll ársins 1992“.
Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt
val fer fram en fyrirmyndin er sótt
til vals á „bO ársins" úr röðum
fólksbOa sem fram hefuriarið um
langt árabO.
Líkt og í valinu á fólksbOunum
var það fiölþjóðleg dómnefnd úr
röðum bOablaðamanna hvað-
anæva úr Evrópu sem stóð að val-
inu.
Gengur vel hjá BMW
Munchen: Það gengur séi'lega vel
þessa dagana hjá suður-þýska bOa-
framleiðandanum BMW.
Ekki aðeins hafa bílamir xmdir
bláhvíta merkinu uniúð vel á aðal-
keppinautinn, Mercedes Benz, og
jafnvel gert betur en þeir á stöku
markaðssvæði heldur hefur orðið
góður hagnaður á rekstri BMW.
Á árinu 1991 jókst hagnaður
BMW um 12,5 af hundraði upp í
782,7 mflljónir þýskra marka eða
sem svarar um rúmlega 28 mOlj-
örðum króna.
Hér er horft ofan á vélarhúsið á Toyotunni. Afgasþjappan er vinstra megin á myndinni og sést vel hvernig loftinn-
takið kemur frá lofthreinsaranum að þjöppunni. Þaðan liggur síðan leið loftsins um röriö lengst til vinstri og fram
fyrir vatnskassann í gegnum millikælinn sem kælir loftið niður áöur en það fer inn á vélina hægra megin á myndinni.
Þetta er Toyota Hilux double cab með dísilvél sem búið er að setja á 33
tommu dekk og hækka örlítið en aö öðru leyti óbreyttur. Með „turbopakkan-
um“ gjörbreyttist bíllinn því vélaraflið jókst um 39 hestöfl og togaflið sömu-
leiðis um heil 60%.
úr 83 upp í 122 hestöfl, eða um 39
hestöfl. Togafl vélariimar eykst eiim-
ig verulega eða um 60% miðað við
2.600 snúninga.
Hluti af þessari miklu aukningu á
vélarorku er millikælir eða „inter-
cooler", sem settur er á loftstreymið
til þjöppunnar, en meö því aö kæla
niður loftið þá dregst það saman og
þar með er hægt að koma meira loft-
magni inn á vélina og það gefur
meira afl við bruna eldsneytisins.
Eykur ekki vélarslit
nema um 5%
Margir hafa litið forþjöppur eða
turbo á vélum homauga og tahð
þetta stytta líftíma vélanna verulega.
Þetta er örugglega rétt í mörgum tfl-
fellum en rannsóknir framleiðanda
hafa sýnt að ekki er tahð að sht á
vélum aukist nema um 5% við það
að sefia þessa afgasþjöppu á Toyota-
véhna. Hins vegar þarf vél með for-
þjöppu miklu raglubundnara eftir-
lits, vanda þarf betur til smurohu þar
eð véhn hitnar meira.
Með forþjöppu nýtist eldsneytið
betur, útblástur verður hreinni og
véhn gengur þýðar.
Stórkostlegur munur
í reynsluakstrinum á bílnum með
óbreyttri vél var hann vægast sagt
„latur“. Hann var þungur af stað og
fimmti gírinn nýttist ekki nema tfl
aksturs undan haha. Ég hreinlega
vorkenndi véhnni aö taka bíhnn af
stað í brekku. Á ákveðinni leið tók
það á bhinu 11 tO 12 sekúndur að
koma honum á 60 kflómetra hraða
frá kyrrstöðu.
Svo kom að því að reyna gripinn
með „turbopakkanum“ góða íkomn-
um.
í sem stystu máh þá var munurinn
stórkostlegur. Bíllinn reif sig af stað,
bætti verulega við sig í hraða ef gefið
var inn í brekku og núna tók það á
bilinu 8 th 9 sekúndur að koma bíln-
um á 60 kOómetra hraða úr kyrr-
stöðu á sama vegarkafla og það tók
11 til 12 sekúndur áður.
Fimmti gírinn „endurfæddist" og
vélarorkan er greinflega næg til að
skila honum vel áfram.
Ofdýrt?
Afgasþjappan með mihikæli og öh-
um búnaði tilbúin til ísetningar kost-
ar 198.000 krónur hjá aukahlutadeild
Toyotaumboðsins. ísetning kostar
kr. 39.000, eða samtals kostar búnað-
urinn kominn í bflinn 237.000 krónur.
Þetta þykir eflaust einhverjum dýrt
en staðreyndin er sú að miðað við
margar þær breytingar og endurbæt-
ur sem eigendur þessara bfla hafa
gert á bflum sínum þá er þetta ekki
svo stór upphæð. TO dæmis láta
menn sig ekki muna um aö kaupa
plasthús á pallinn á þessum bílum
fyrir ríflega eitt hundrað þúsund
krónur,-
Með afgasþjöppunni er double cab
dísfl orðinn sprækari en sá „nýi“ með
besnínvélinni og togaflið er orðið
miklu meira, þannig að fyrir þá sem
hafa búið bíla sína til vetrarferða á
stórum dekkjum þá er þetta góður
valkostur og skOar í raun „nýjum
og betri" bíl.
-JR
Hér er það sem skiptir mestu móli - afgasþjappan sjálf. Hún er knúin af útblæstri vélarinnar sem snýr hverfihjóli
á miklum hraða en síðan fer útblástursloftið sína leið um púströrið aftur úr bílnum. Þjappan er tengd kælivatni
vélarinnar meö slöngunum tveimur vinstra megin því ella myndi hún ofhitna vegna mikils snúningshraða.