Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992. 38 Sérstæð sakamál Sum sakamál leysast fljótt, önnur ekki fyrr en eftir langan tíma og sum aldrei, að minnsta kosti ekki tfl ftflls. Og þau síðastnefndu vekja oft mikla og endurtekna athygli því stöðugt er verið að setja fram nýjar kenningar um þau. í þeim hópi er skartgriparán sem framið var 1 skartgripaverslun í Hatton Garden í London árið 1964. Þrír grímuklæddir og vopnaðir menn komu inn í verslunina um miðjan dag og skipuðu afgreiðslu- fólkinu að rétta fram gimsteina og önnur verðmæti. Varð það við skipuninni og hurfu mennimir síð- an á braut. Þýfið var þá metið á þrjátíu og tvö þúsund pund en það var allhá upphæð á þeim tímum. Vitni að ráninu sögðu að menn- imir þrír hefðu komið í Ford Zep- hyr-bíl og fannst hann fljótlega við Westboume Road, um þijá kíló- metra frá skartgripaversluninni. Þótt mennimir þrír hefðu allir verið með hanska þegar ránið var framið hafði einn þeirra sýnt óvarkámi. Lögreglan fann far eftir þumalfingur innan á einni bílrúð- unni og þegar það var borið saman við fingrafór í safni lögreglunnar kom í Ijós að það var af smáafbrota- manni, Jack Vintner. Tíu dögum síðar var hann handtekinn í Boumemouth. Líkið í Thames-á Vintner var tekinn tfl yfirheyrslu og þegar gengið hafði verið hart að John og Rosemary Bickley á bruðkaupsdaginn. barst Edward lítið á en svo sagði hann upp starfi sínu. Það næsta sem hann gerði var að leita til fast- eignasala og biðja hann um að selja húsið í Camden Town. Er það seld- ist keypti hann sér annað og stærra hús í Richmond, sem er eitt hverfa þeirra efnameiri í London. Og stuttu þar á eftir keypti Edward sér Porsche-bíl. Er ljóst að hann varði um níutíu og sjö þúsund pundum tfl kaupanna á húsinu og bflnum. En auðvitað var hluti húsverðsins greiddur með því fé sem hann fékk fyrir húsið sem hann erfði eftir Shepherd-hjónin. Síðan þetta gerðist hefur Edward lifað þannig að á ný hefur vaknað athygli á gimsteinaráninu í Hatton Garden. Ungi maðurinn hefur enn ekki séð ástæðu til að fá sér annað starf og hann virðist ekki skorta neitt. Ávöxtun í nær tvo áratugi Rannsókn skartgriparánsins lauk eför dóminn yfir Jack Vintner árið 1965. Hins vegar hefur rann- sóknarlögreglan haft augun opin ef vera skyldi að eitthvað það kæmi fram sem gæfi ástæðu til nýrrar rannsóknar af einhverju tagi. Þessi árvekni hefur leitt í ljós að féð, sem Edward fékk, var höfuðstóíl og vextir eða hagnaður. Líklega hefur verið um að ræða góöa fjárfestingu sem skflaði góðum hagnaði þau Skartgriparánið Harry Padden. Edward Shepherd, fæddur Bick- ley, með ungri vinkonu. Jack Vintner. Kray-bræður. honum skýrði hann frá því hverjir hinir tveir mennimir hefðu verið. Höfuðpaurinn, sagði hann, var John Bickley en hinn maöurinn var Harry Padden. Hafði sá síðari verið ráðinn til starfans af því hann var sérfróður um demanta. Nú hófst mikil leit að tvímenn- ingunum og fannst annar þeirra fljótlega, en það varð lögreglunni þó tfl lítils gagns því hann fannst látinn. Var komið að líki hans á floti í Thames-á og hafði hann ver- ið skotinn tvívegis. Hafði önnur kúlan lent í höfðinu en hin í bijóst- inu. Réttarlæknar skýrðu svo frá því að Padden hefði verið með ýmsa áverka sem bentu til þess að hann hefði lent í höndunum á harðsvír- uðum mönnum sem gætu hafa reynt að pína hann til sagna. Þótt- ist lögreglan nú ekki í neinum vafa um að einhver hefði viljaö komast að því hvar stolnu demantamir vom geymdir. Ef tfl vill gæti Bick- ley leyst þá gátu fyndist hann. Áhugi Kray-bræðra í hálfan annan mánuð fylgdust leynflögreglumenn með heimili Bickley-hjónanna en ljóst var að John Bickley var ekki á því. Var kona hans, Rosemary, elt hvert sem hún fór í þeirri von að hún hefði samband við mann sinn en það hafði hún ekki svo greint yrði. Hins vegar sáu leynflögreglu- mennimir að þeir vora ekki þeir einu sem höfðu áhuga á Bickley- hjónunum. Glæpamenn, sem vitað var að vom i gengi því sem Kray- tvíburamir, nafntoguðustu glæpa- menn í London á þessum tíma, stjómuðu höfðu auga með húsi hjónanna dag og nótt. Tvíburamir Reggie og Ronnie Kray litu á sig sem valdamestu menn í undirheimum London á sjö- unda áratugnum og þótti Ijóst að skartgriparániö í Hatton Garden hefði verið þeim mjög á móti skapi af því verslunin væri á „yfirráða- svæði“ þeirra og því ætti enginn sem væri ekki á þeirra vegum að leyfa sér að fremja þar slíkt rán. Þótti nú Ijóst að John Bickley ætti ekki góða daga í vændum ef út- sendarar Kray-bræðra fyndu hann. Óvænt atburðarás í maí 1965 gerðist sá óvænti at- burður að Rosemary Brickley hvarf sporlaust. Morgun einn fór hún með fjögurra ára gamlan son þeirra hjóna á bamaheimili en hún kom aldrei að sækja hann. Höfðu Kray-bræður drepið hana? Það gat verið en lögreglan gat ekki sannað það frekar en að þeir bæm ábyrgð á morðinu á Harry Padden. Jack Vintner var dæmdur í tutt- ugu ára fangelsi fyrir hlutdeild sína í ráninu. Og þar með lauk opinber- um afskiptum lögreglunnar af mál- inu. Bickley-hjónin fundust aldrei og sonur þeirra, Edward, fór í fóst- ur þjá hjónunum Thomas og Edith Shepherd sem ættleiddu hann síð- an. Árið 1978 lést Edith Shepherd af krabbameini og árið 1981 týndi Thomas Shepherd lifinu í umferð- arslysi. Edward Shepherd, sem hét áður Edward Bickley, erfði nú eig- ur þeirra, þar með talið húsið sem þau höfðu átt í Camden Town. Ávísimin óvænta Um hríð gerðist ekkert frásagn- arvert. Ungi maðurinn hélt áfram að búa í húsinu sem hann hafði erft og urðu fáar breytingar á hátt- um hans. Svo gerðist það dag einn í febrúar 1983 að hann fékk óvænta heimsókn. Lögfræðingur að nafni Michael Wolfe hafði samband við hann og spurði hvort hann mætti koma til fundar við hann. Edward Shepherd spurði hvaða erindi hann ætti við sig en lögfræðingurinn svaraði því tfl að það vildi hann helst ekki ræða í síma. Bauð Ed- ward honum þá að koma heim til sín. Þegar Wolfe lögfræðingur hitti hann spurði hann hvort Edward gæti sannað að hann hefði verið Edward Bickley áður en hann tók upp eftimafnið Shepherd. Edward sagði litlum vanda bundið að sýna fram á það. Ákváðu mennimir nú með sér annan fund og á honum lagði Ed- ward fram fæðingarvottorð og önn- ur skjöl sem sýndu að hann hét Edward Bickley áður en Shep- herd-hjónin tóku hann í fóstur. Michael Wolfe leit þá á unga mann- inn og skýrði honum frá því að brátt fengi hann greidda stóra fjár- upphæð sem sér hefði verið fahð að koma tfl hans þegar hann hefði náð tuttugu og eins árs aldri. Og hálftun mánuði síðar fékk Edward ávísunina. Óþekktupphæð en... Enginn hefur nokkm sinni fengið að vita hve stór upphæðin er, en Ijóst er að hún var há. Um hríð nítján ár sem hðu frá því skart- griparánið var framið og þar til Wolfe lögfræðingur greiddi út féð. Ýmsar kenningar hafa komið fram um þessa hhð málsins, en kenning rannsóknarlögreglunnar er sú að eftir morðið á Harry Padd- en hafi John Bickley, faðir Ed- wards, orðið alvarlega hræddur um líf sitt. Honum hafi orðið ljóst að þeir þremenningar hafi með ráninu skapað sér óvfld Kray- bræðra sem hafi myrt Padden eftir að hann hafi leyst frá skjóðunni um hverjir félagar hans í ráninu vom. Bickley hafi haft ránsfenginn með höndum og þegar honum hafi orðið ljóst að hann væri dauðans matur hafi hann komið honum í fé, en síðan fjárfest og gengið frá því að Wolfe hefði aðgang að fénu þeg- ar Edward yrði tuttugu og eins árs svo hann gæti þá greitt syninum það sem tfl útborgunar kæmi. Drjúgur sjóður Kray-bræður vora þekktir fyrir að láta ekki hlut sinn fyrir neinum og ljóst þykir af ýmsu sem komiö hefur fram um hætti þeirra að þeir hafi flla getað sætt sig við að þrír smáglæpamenn fremdu rán sem gæfi svo mikið í aðra hönd á svæði sem þeir töldu sinn starfsvettvang. Eftir morðið á Harry Padden hafi bræðumir rænt Rosemary, konu Johns Bickley, og neytt hana tfl að segja til um hvar John væri í felum. Síðan hafði þeir ráðið bæði hjónin af dögum en John hafi þá verið búinn aö festa það fé sem fengist hafi fyrir skartgripina og neitað að afhenda það. Hafi þau hjón síðan bæði verið myrt, en lík hvorags þeirra hafa fundist. Rannsóknralögreglunni hefur ekki tekist að sanna að féð, sem Edward fékk greitt frá Wolfe lög- fræðingi, sé afrakstur skartgripa- ránsins og því getur hann notað það að vild meðan það endist. Og það virðist þaö gera enn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.