Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1992, Page 4
20
FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992.
Sýningar
Nýlistasafnið
Vatnsstíg 3b
Þar sýna frönsku listamennirnir Michel Verj-
ux og Francois Perrodin. Sýningin er opin
alla daga kl. 14-18 og stendur til 28. júnl.
Katel
Laugavegi 20b, sími 18610
(Klapparstigsmegin)
Til sölu eru verk eftir innlenda og erlenda
listamenn, málverk, grafík og leirmunir.
Listasafn
Einars Jónssonar
Njarðargötu, sími 13797
Opið laugardaga og sunnudaga kl.
13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn
daglega kl. 11-16.
Listmunahúsið
Hafnarhúsinu v/Tryggvagjötu
sími 621360
Laugardaginn 6. júní nk. opnar Arnar Her-
bertsson listmálari sýningu á 1.4 nýjum olíu-
málverkum. Sýningin stendur út júnímánuð.
Listmunahúsið opnar þann sama dag sölu-
gallerí á annarri hæð í Hafnarhúsinu í tengls-
um við sýningarsalinn á fyrstu hæð.
Listinn
gallerí - innrömmun
Síðumúla 32, sími 679025
Uppsetningar eftir þekkta, íslenska málara.
Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl.
10—18 og sunnudaga kl. 14-18.
Listasafn
Háskóla Islands
i Odda, sími 26806
Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum
verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl.
14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis.
Listasafn íslands
Fríkirkjuvegi 7, sími 621000
í safninu er nú sýningin 2000 ára litadýrð.
Hún er í tveimur hlutum. Sýnd eru mósaík-
verk sem Þjóðminjasafn Jórdaníu hefur lán-
að og búningar og skart úr hinu merka
einkasafni frú Widad Kawar í Amman. Sýn-
ingin verður til 26. júlí. Listasafn íslands er
opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18.
Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma.
Listhúsið Snegla
Grettisgötu 7, sími 620426
Þar eru listmunir til sýnis og sölu, unnir af
15 listakonum sem vinna í textíl, keramik
og skúlptúr. Opið mánudaga til föstudaga
kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14.
Sjóminjasafn íslands
Vesturgötu 8
Hafnarfirði, sími 52502
Lokað til 7. júní.
Stöðlakot
v/Bókhlöðustíg
Síðasta sýningarhelgi á höggmyndasýningu
Páls Guðmundssonar, frá Húsafelli. Sýning-
in er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl.
14- 18 og stendur og lýkur henni á sunnu-
dagskvöld.
Myndlistarsýning í
menntamálaráðuneyti
Elín Magnúsdóttir sýnir olíumálverk og
vatnslitamyndir, Tryggvi Hansen sýnir tölvu-
grafík og Elínborg Guðmundsdóttir, Margrét
Salome Gunnarsdóttir og Sigrún Gunnars-
dóttir sýna leirlistaverk. Sýning opin á virk-
um dögum á starfstíma ráðuneytisins kl.
8-16.
Sýning í SPRON
í útibúi SPRON að Álfabakka 14 í Mjódd
eru til sýnis verk eftir Björgu Þorsteinsdótt-
ur. Á sýningunni gefur að líta 10 listaverk,
unnin með olíukrít, og eru þau unnin á árun-
um 1990-1992. Sýningin stendur til 14.
ágúst og er opin kl. 9.15-16.
Póst-
og símaminjasafnið
Austurgötu 11, sími 54321
Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl.
15- 18. Aðgangur ókeypis.
Vinnustofa Ríkeyjar
Hverfisgötu 59, sími 23218
Þar eru til sýnis og sölu postulínslágmynd-
ir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á
verslunartíma þriðjudaga, miðvikudaga,
fimmtudaga og föstudaga og á laugardög-
um kl. 10-16.
Þjóðminjasafnið
sími 28888
Á þriöju hæð stendur yfir sýning á tónlistar-
iðkun á islandi í fyrri tíð, Sönglíf í heimahús-
um. i Bogasal stendur yfir sýning á dýrgrip-
um úr Skálholti. Þar gefur að líta forna
kirkjugripi og skrúða. Safnið er opið alla
daga nema mánudaga kl. 11-16.
Sýning á Hressó
Opnuð hefur verið I veitingahúsinu Hressó
sýning á Ijósmyndum eftir Kristján Logason.
Myndirnar eru ýmist svarthvítar, handmál-
aöar eða í lit.
Myndlistarklúbbur
Seltjarnarness
opnar málverkasýningu laugardaginn 6. júní
(tilefni af því að 20 ár eru liðin frá því fyrsta
sýningin var haldin. Aðgangur er ókeypis.
Opiö er um helgar kl. 14-22 en virka daga
kl. 17-22. Sýningunni lýkur 17. júnl.
Sýningar
Art-Hún
Stangarhyl 7, sími 673577
Art-Hún-hópurinn sýnir skúlptúrverk, grafík
og myndir. Opið virka daga kl. 12-18. Aðrir
tímar eftir samkomulagi.
Árbæjarsafn
Opið daglega kl. 10-17.
Ásgrímssafn
Bergstaðastræti 74, sími 13644
Safn Ásgríms Jónssonar er opið á laugar-
dögum og sunnudögum kl. 13.30-16.00.
Hópar og einstaklingar, sem vilja koma á
öðrum tímum, geta haft samband við safn-
vörð.
Ásmundarsafn
Sigtúni, sími 32155
Þar stendur yfir sýning sem ber yfirskriftina
Bókmenntirnar (list Ásmundar Sveinssonar.
Jafnframt hefur verið tekin í notkun ný við-
bygging við Ásmundarsafn. Safniö er opið
kl. 10-16 aila daga.
Ásmundarsalur
V/Freyjugötu
Á morgun verður opnuð sýning á vegum
Arkitektafélags Islands. Sýningin fjallar um
hönnun í starfi arkitekta. Sýnd eru húsgögn
og lampar, auk annara nytjahluta.
Café Mílanó
Björg Atla sýnir verk sin ( Café Mílanó. Hún
hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið
þátt í samsýningum. Sýningin er opin alla
daga nema sunnudaga kl. 9-19, sunnudaga
kl. 13-1,8.
FÍM-salurinn
Garðastræti 6
Hjörleifur Sigurðsson sýnir verk sín frá 6.
júní nk. til 5. júlí. Sýningin er framlag ís-
lenskra myndlistarmanna til listanátíðar að
þessu sinni.
Gallerí List
Skipholti, sími 814020
Sýning á listaverkum eftir ýmsa listamenn.
Opið daglega kl. 10.30-18.
Gallerí Port
Kolaportinu
Opiö laugard. kl. 11-17 og sunnud. kl.
10-16.
Gallerí 8
Austurstræti 8,
Þar stendur yfir sýning átta erlendra mynd-
listarmanna sem búsettir eru hér á landi.
Listamennirnir, sem sýna, eru: Jaquelioe
Lafleur Björgvinsson, USA, Dominique
Ambroise, Frakklandi, Ulla Hosford, Sví-
þjóð, Heidi Christiansen, Noregi, John Soul,
Englandi, Viggo Karlsen, Noregi, Marilyn
H. Mellk, USA, og Brian Pilkinton, Eng-
landi. Sýningin er opin alla virka daga kl.
13-18 og stendur til 11. jún(.
Gallerí Sævars Karls
Bankastræti 9
í tilefni Listahátíðar í Reykjavfk hefur verið
opnuð myndlistarsýning á verkum Nini
Tang. Á sýningunni eru improviseruð mál-
verk. Sýningin stendur til 30. júní og er
opin á verslunartima.
Gallerí Úmbra (Torfan)
Amtmannsstíg 1, sími 28889
Þar stendur yfir sýning á verkum Guðnýjar
Magnúsdóttur myndlistarmanns. Sýnd eru
nýleg skúlptúrverk, unnin í leir. Galleríið er
opið þriðjudaga til laugard. kl. 12-18,
sunnudaga kl. 14-18. Lokað mánudaga.
Sýningin stendur til 16. júní.
Gallerí 15
Skólavöröustíg 15
Harpa Björnsdóttir sýnir verk, unnin með
blandaöri tækni. Sýning Hörpu er opin virka
daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16.
Sýningunni lýkur þriöjudaginn 9. júní.
Hafnarborg
Strandgötu 34
Laugardaginn 6. júní verður opnuð sýning
á verkum þeirra: Gests Þorgrímssonar og
Sigrúnar Guöjónsdóttur. Sýndar verða
höggmyndir, leirmunir, málverk o.fl. Sýning-
in veróur opin frá kl. 12.00-18.00 alla daga
nema þriðjudaga fram til 29. júní.
Sjónminjasafn íslands
Satnið er opið frá kl. 13-17 þriðjud.-laug-
ard.
Kjarvalsstaðir
Þar standa yfir sýningar í tengslum við Lista-
hátíö á verkum Joan Miró og Kjarvals. Opið
frá kl. 10-19 alla daga nema miðvikudaga.
Þá er opiö frá kl. 10-22. Safnaleiðsögn fyrir
almenning á sunnudögum kl. 16 og mið-
vikudagskvöldum kl. 20. I safninu eru til
sölu veggspjöld af verkum Miró, bók sem
gefin var út ( tilefni sýningarinnar og eins
listaverkakort með myndum eftir Jóhannes
S. Kjarval.
Mokkakaffi
Skólavörðustíg
Sólveig Eggerz sýnir verk sín næstu tvær
vikurnar. Opið alla daga kl. 9.30-23.30,
nema sunnudaga kl. 14-23.30.
Norræna húsið
Á morgun veröa opnaðar tvær sýningar og
eru þærframlag Norræna hússinstil Listahá-
tíðar. I sýningarsölum hússins verður yfirlit-
sýning á verkum Hjörleifs Sigurössonar
opnuð kl. 15.1 anddyri hússins verður opn-
uð kl. 14 sýning á verkum tveggja danskra
listamanna. Það eru þau Bente Hansen, sem
sýnir leirlist, og Jan Lohmann sem sýnir
gull- og silfursmíði. Sýningin stendur til 28.
júní.
Nýhöfn
Hafnarstræti 18
Á morgun verður opnuö sýning á málverk-
um eftir Kristján Daviðsson og verður hún
opin milli kl. 16 og 18. Á sýningunni eru
nýleg málverk sem og nokkrar teikingar.
Opiö verður virka daga frá kl. 12-18 og frá
kl. 14-18 um helgar. Lokað á mánudögum.
Henni lýkur 24. júní.
Hafnarborg:
Gestur og Rúna sýna
Gestur og Rúna eru vel þekktir listamenn hér á landi.
Hafnfirsku hjónin, þau Gestur Þor-
grímsson og Sigrún Guðjónsdóttir,
opna yfirlitssýningu á verkum sín-
um á morgun, laugardag, í Hafnar-
borg, Menningar- og listastofnun
Hafnaríjarðar.
Gestur og Rúna em bæði löngu
landsþekktir listamenn. Að loknu
námi við Handíða- og myndlistaskól-
ann á fyrri hluta fimmta áratugarins
héldu þau til náms við Konunglega
listaakademíið í Kaupmannahöfn.
Eftir heimkomuna stofnuðu þau leir-
munagerðina Laugamesleir og voru
í hópi brautryðjenda hér á landi á
því sviði. Á síðustu árum hafa þau
helgað sig listinni og er athyglisvert
að sjá þróun þeirra beggja á því sviði
í fjóra áratugi.
Á sýningunni í Hafnarborg verða
verk sem þau hafa unnið á síðasta
ári en að hluta til verk er spanna hst-
feril þeirra í fjóra áratugi. Hér er um
að ræða höggmyndir og leirmuni eft-
ir Gest, málverk, teikningar og sýnis-
hom af bókaskreytingum Rúnu og
verk sem þau hafa unnið saman.
Sýningin verður opin frá kl. 12-18
alla daga nema þriðjudaga fram til
29. júní.
Kolaportið:
Ljós-
mynda-
sýning
Sýslusafn Austur-Skaftfellinga hef-
ur tekið saman viðamikla sýningu á
gömlum ljósmyndum úr safni Skarp-
héðins Gíslasonar á Vagnsstöðum í
Suðursveit og verður þessi sýning
sett upg í Kolaportinu á laugardag,
6. júní. í vor hefur þessi sýning verið
á ferð um alla hreppa Austur-Skafta-
fellssýslu við góða aðsókn. Á sýning-
unni era 124 myndir úr safni Skarp-
héðins en hann lést árið 1974. Sýning-
in verður aðeins opin þennan eina
dag, á sama tíma og Kolaportið er
venjulega opið, kl. 10-16.
Stokkseyri:
Sýning
Elfars
Guðna
Nú stendur yfir máiverkasýning
Elfars Guðna Þórðarsonar í sam-
komuhúsinu Gimli á Stokkseyri.
Þetta er 21. einkasýning Elfars og á
sýningunni verða 55 vatnshta- og ol-
íupastelmyndir sem flestar em mál-
aðar við suðurströndina. Sýningin
er opin alla daga frá kl. 14-22 og
henni lýkur 8. júní.
Eden, Hveragerði:
Gler-
skúlptúr
Margo Renner mun halda sýningu
á glerskúlptúr í Eden, Hveragerði,
yfir hvítasunnuhelgina, 5. til 8. júní.
Á sýningunni gefst gestum kostur á
að sjá gler breytast í alls konar lista-
verk. Sýningin verður opin frá kl.
18-18 daglega.
Ríkey Ingimundardóttir sýnir verk sin i Periunni.
Ríkey, Rúnar Þór og Rut
Reginalds
Ríkey Ingimundardóttir myndlist-
armaður opnar sýningu í Pe.rlunni á
morgun, laugardag, kl. 14. Á sýning-
unni verður einnig hljómhstaruppá-
koma og það em þau Rut Reginaids
og Rúnar Þór sem skemmta gestum.
Á sýningunni verða olíumálverk,
vatnslitamyndir, postulínslágmynd-
ir, skúlptúrar og fleira. Verkin eru
bæði gömul og ný, frá 1965 og fram
í Perlunni
á þennan dag. Flest verkin eru til
sölu. Ríkey útskrifaðist úr mynd-
höggvaradeild Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands árið 1983 og stundaði
síðan framhaldsnám í keramikdeild
skólans í þijú og hálft ár. Þetta er
23. einkasýning Ríkeyjar, en hún
hefur sýnt bæði hér heima og erlend-
is. Sýningin stendur yfir í þrjár vikur
og er opin á sama tíma og Perlan.
Arnar Herbertsson við eitt verka sinna.
listmunahúsið:
Amar sýnir olíumálverk
Á morgun opnar Amar Herberts-
son Ustmálari sýningu á 14 oUumál-
verkum í hinum nýju sýningarsölum
í Listmunahúsinu í Hafnarhúsinu.
Myndimar em aUar málaðar á þessu
og síðasta ári. Arnar, sem hefur hald-
ið nokkrar einkasýningar og tekiö
þátt í fjölda samsýninga, er fæddur
árið 1933 á Siglufirði og stundaði nám
við MyndUstarskólann í Reykjavík
frá 1959-1%7. Hann hóf Ustamanns-
feril sinn á sjöunda áratugnum með
SÚM-hópnum en meðlimir hópsins
vom á þeim tíma frumheijar 1 ís-
lenskri myndUst. Sýningin stendur
út júnímánuð og öU verkin em til
sölu.