Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1992, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992. 21 Messur Árbæjarkirkja: Hátíöarguðs þjónusta hvítasunudag Rl. 11 árdegis. Helga Þórarinsdóttir leikur á lágfiðlu í guðsþjón- ustunni. Organleikari Sigrún Steingríms- dóttir. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja: Hvítasunnudagur: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 14. Ingibjörg Marteinsdóttir syngur einsöng. Magnea Árnadóttir leikur á þverflautu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtskirkja: Sameiginleg hátíðarguös- þjónsta Breiðholtsóknar og Hjallasóknar í Breiðholtskirkju kl. 11. Altarisganga. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson predikar. Organ- isti Violeta Smid. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Hvítasunnudagur: Hátíðar- guðsþjónusta kl. 11. Pálmi Matthíasson. Digranesprestakall: Hátíðarguðsþjónusta í Kópavogskirkju hvítasunnudag kl. 14. Guðsþjónsta annan í hvítasunnu kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan: Hvítasunnudagur: Hátíðar- messa kl. 11.00. Altarisganga. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Annar dagur hvíta- sunnu: Hátíðarmessa kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur við báðar hátíðarmessurnar. Organisti Mar- teinn H. Friðriksson. Miðvikudagur kl. 12.10: Hádegisbænir í kirkjunni. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Elliheimilið Grund: Hvítasunnudagur: Guðs- þjónusta kl. 10.00. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Feila- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Ingólfur Guðmundsson. Organ- isti Guðný M. Magnúsdóttir. Prestarnir. Fríkírkjan í Hafnarfiröi: Guðsþjónusta kl. 11. Ath. breyttan tíma. Organisti Kristjana Ás- geirsdóttir. Einar Eyjólfsson. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík: Hátíðar- guðsþjónusta kl. 14.00. Miðvikudagur 10. júní kl. 7.30. Morgunandakt. Orgelleikari Pavel Smid. Cecil Haraldsson. Gaulverjabæjarkirkja: Messa kl. 14. Ferm- ing. Grafarvogssókn: Hátíðarguðsþjónusta hvítasunnudag kl. 11 í félagsmiðstöðinni Fjörgyn, Foldaskóla. Sr. Kjartan Örn Sigur- björnsson sjúkrahúsprestur predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Pavel Smid. Vig- fús Þór Árnason. Grensáskirkja: Hvítasunnudagur: Hátíðar- guðsþjónusta kl. 11.00. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. Þriðjudagur: Kyrrðarstund kl. 12.00. Orgel- leikur í 10 mínútur. Fyrirbænir, altarisganga og léttur hádegisverður. Þriðjudagur kl. 14.00. Biblíulestur og kirkjukaffi. Allir vel- komnir. Sr. Halldór S. Gröndal. Hailgrímskirkja: Hvítasunnudagur: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Hvítas- unudagur: Messa kl. 14. Sr. Karl Sigur- björnsson. Annar í hvítasunnu: Messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudagur: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja: Hvítasunnudagur: Hámessa kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. Annar í hvíta- sunnu: Hámessa kl. 11. Sr. Tómas Sveins- son. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkj- unni á miðvikudögum kl. 18. Hjallasókn: Hvítasunnudagur. Sameiginleg hátíöarguðsþjónusta Hjalla- og Breiðholts- safnaða í Breiðholtskirkju kl. 11. Altaris- ganga. Sóknarfólk er hvatt til þátttöku. Org- anisti Violeta Smid. Kristján Einar Þorvarðar- son. Kársnesprestakall: Hátíðarguðsþjónusta ( Kópavogskirkju hvítasunnudag kl. 11. Org- anisti Sighvatur Jónasson. Ægir Fr. Sigur- geirsson. Landakotsspítali: Hvítasunnudagur: Messa í kapellu kl. 13. Organisti Birgir Ás Guð- mundsson. Kjartan Orn Sigurbjörnsson. Hafnarbúðir: Hvítasunnudagur: Messa kl. 14. Organisti BirgirÁsGuðmundsson. Kjart- an Örn Sigurbjörnsson. Landspítalinn: Hvítasunnudagur: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Hvítasunnudagur: Messa kl. 11. Prestur sr. Ingólfur Guðmundsson. Kór Langholts- kirkju (hópur IV og V) syngur. Organisti Jón Stefánsson. Aftansöngur alla virka daga kl. 18. Laugarneskirkja: Hvítasunnudagur: Hátíö- armessa kl. 11. Dr theol. Hjalti Hugason predikar. Sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kór Laugarneskirkju flytur Cantique de Jean Racine op. 11. Organisti Ronald Turner. Heitt á könnunni eftir messu. Fimmtudagur: Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safn- aðarheimilinu að stundinni lokinni. Neskirkja: Hvítasunnudagur: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11.00. Orgel- oa kórstjór Reyn- ir Jónasson. Guðmundur Oskar Ólafsson. Inga Backman syngur einsöng. Annar í hvítasunnu: Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Kolbrún á Heygum syngureinsöng. Miðvikudagur: Bænamessa kl. 18.20. Guðmundur Óskar Ólafsson. Óháöi söfnuöuriryi: Guðsþjónusta kl. 11. Safnaðarprestur. Seljakirkja: Hvítasunnudagur. Guðsþjón- usta í Seljahlíð kl. 11. Guðsþjónusta í Sel- jakirkju kl. 14. Organisti Kjartan Sigurjóns- son. Valgeir Ástráðsson. Seltjarnarneskirkja: Hvítasunnudagur. Há- tíöarguösþjónusta kl. 11. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Miðvikudagur: Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Létt- ur hádegisverður í safnaöarheimilinu. Stokkseyrarkirkja: Messa annan hvíta- sunnudag kl. 14. DV-mynd ÞÖK Leikhópurinn Bandamenn halda á Sveini Einarssyni sem er höfundur leikgerðar og leikstjóri. Norræna húsið: Bandamannasaga Nýtt, íslenskt leikverk verður frumsýnt í Norræna húsinu á laug- ardaginn, er það Bandamannasaga, gert eftir samnefndri fomsögu. Bandamannasaga er í hópi styttri fomsagna og hefur nokkra sérstöðu, þar sem telja má hana eina af fyrstu gamansögum í bókmenntum okkar. Sveinn Einarsson hefur snúið þess- ari alkunnu sögu í sjónleik og verður hann frumfluttur af leikflokknum Bandamönnum. Er þessi leiksýning framlag Norræna hússins til Lista- hátíðar í Reykjavík og Norrænu leik- hstardaganna. Bandamannasaga, sem talin er hafa verið samin um miðbik 13. ald- ar, er til í tveimur gerðum mislöng- um. Leiktextinn er sóttur í þær báöar og mótaðist að auki talsvert í leik- smiðju Egg-leikhússins sumarið 1990 en tók loks umtalsverðum breyting- um á æfingaskeiðinu. Fyrir nokkr- um árum stóð Sveinn Einarsson fyr- ir því að láta flytja Bandamannasögu í útvarpi, sagan var þar flutt orðrétt og með sögumanni og leikendum. Hér er farin allt önnur leið og ólíkum stílbrögðum nútímaleikhúss beitt til að flytja fram söguna á lifandi hátt. í leikhópnum Bandamenn eru 6 leikarar sem fram koma í sýning- unni. Borgar Garðarsson, sem nu leikur aftur á íslandi eftir langa dvöl í Finnlandi, er einn leikara, aðrir eru Ragnheiður Elfa Amardóttir, Jakob Þór Einarsson, Stefán Sturla Sigur- jónsson, Felix Bergsson og Guðni Franzson, sem einnig hefur samið alia tónlist við leikinn og flytur hana. Sveinn Einarsson leikstýrir verkinu. Sýningin tekur um klukkustimd í flutningi og er ekki hægt að hleypa áhorfendum inn eftir að sýning hefst. Gert er ráð fyrir að sýna leikritið fimm sinnum á Listahátíð. Þjóðleik- husið Stmi 11200 Stóra sviðið: Elín, Helga, Guðríður mánudag ki. 20. Smíðaverkstæðið: Ég heiti isbjörg, ég er Ijón föstudag kl. 20.30 laugardag ki. 20.30. Litla sviðið: Kæra Jelena föstudag kl. 20.30 laugardag kl. 20.30. Borgar- leikhúsið Sími 680680 Stóra sviðið: Þrúgur reiðinnar föstudag kl. 20 laugardag kl. 20. leikhúsið Tunglinu, símí 27333. Danni og djúpsævið bláa laugardag kl. 20.30. Bandamenn Norræna húsinu, sími 17030 Bandamannasaga laugardag kk 17 mánudag kl. 17. Laugardalshöll: Iron Maiden á í slandi Hljómsveitin Iron Maiden. Ein vinsælasta þungarokkshljóm- sveit heims, Iron Maiden, er nú stödd hér á landi og mun hún leika í Laug- ardalshöllinni í kvöld. Meðlimir hljómsveitarinnar komu til landsins á miðnætti í gær og er þetta fyrsta stoppið í tónleikaheimsreisu hljóm- sveitarinnar. Iron Maiden var stofnuð árið 1976 og hefur því starfað í 16 ár. Hljóm- sveitin hefur notið mikflia vinsælda hér á landi og er DV hafði samband við miðasölu tónleikanna í gær var búist við að uppselt yrði á tónleikana. Meðhmir hljómsveitarinnar eru: Steve Harris, bassi, Jannick Gers og Dave Murray, gítar, Nicko McBain, trommur, og svo Bruce Dickinson, söngur. Iron Maiden byijar að spila í kvöld kl. 19 og spilar í um tvo tíma. Vegna mikiis annríkis hljómsveitarinnar var aðeins hægt að fá hana til að spila þetta eina kvöld. Miðaverð á tónleikana er kr. 3800 og miðasala er í síma 682857. Sr. Gísli Jónasson, Breiðholtssókn Hátíö framundan Framundan er hátíð. Hvítasunnan nálgast, þessi hátíð sem í hugum margra er raunar fyrst og fremst fyrsta stóra ferða- og útívistarhelgi sumarsins. Uppruni hátíðarinnar virðist hins vegar mörgum gleymd- ur. Þetta, að á hinni fyrstu hvíta- sunnu fengu lærisveinar Jesú þann kraft og þá blessun sem breytti lífi þeirra. Gaf þeim raunar nýtt ltf. Þess- ir menn, sem áður höfðu verið kjark- litlir og óttaslegnir, já, höfðu jafnvel lokað sig inni eftir handtöku Jesú og dauða, af ótta viö að þeirra biðu sömu örlög ef þeir létu á sér kræla, streymdu allt í einu út á götur Jerú- salemborgar. Hvilík breyting! Nú var ekki lengur afneitaö eða farið í felur. Skyndilega var sem ekkert gætí stöðvað þá. Þeir lögðu á sig ólýsanlegt erfiði og létu jafnvel fremur lífið en að þeir hættu að boða mönnum trúna á Jesúm Krist eða afneituðu honum. Hvað var það sem olii þessari skyndilegu breytingu? Þessum mikla eldmóði og þeirri djörfung sem nú einkenndi lærisveinana og gerði þá allt í einu ósigrandi? Jú, þeir höfðu mætt hinum krossfesta og upprisna frelsara. Á páskum hafði ósigurinn snúist í sigur. Þeir höfðu talað við hann, þretfað á honum, borðað með honum og fengið endanlega og óyggj- andi staðfestingu á því, að Jesús Kristur var og er raunverulega sá, sem hann sagðist vera: Kristur, son- ur Guðs! Á hvítasunnu sendi hann þeim sinn heilaga anda. Þeir með- tóku þennan dag með sérstökum hætti styrk Krists og blessun. Eftir þaö varð allt nýtt, bæði í lífi þeirra og starfi. Þennan dag urðu þau þátta- skil sem öllu breyttu. Kristin kirkja varð raunverulega til. Safnir þú frímerkjum þá veistu lík- lega að í sumum löndum bera flest ef ekki öll frímerki mynd þjóðhöfð- ingjans. Á Englandi er Elísabetu drottningu að finna á flestum frí- merkjum. Og á þeim fáu merkjum þar sem hún er ekki aðalmyndefnið þá er yfirleitt að finna htla mynd af henni í einhveiju hominu. Og öll bera merkin fangamark hennar. Enginn þarf því að vera í vafa um hvaðan frímerkið er, það ber merki drottningarinnar. Einmitt þannig á ltf okkar krist- inna manna að vera. Við höfum öll verið helguö Drottni í heilagri skím. Við nutum flest þeirrar náðar í frum- bemsku að vera merkt honum og berum tákn hins heilaga kross bæði á enni okkar og brjósti. Ltf okkar aUt á að bera merki hans. Bera hon- um vitni. Hann vill gefa okkur alit sem viö þörfnumst til að svo megi verða. Hann vill fá að úthella heilög- um anda sínum yfir okkur eins og yfir lærisveinana forðum. Hann vill fá að fylla ltf okkar þeim krafti sem hann einn gefur, þannig að einnig við fáum að reyna það hver Jesús Kristur raunverulega er, lærum að þekkja hann, treysta honum og ltfa því lífi sem hann vfil gefa. Hefur þú reynsluna af þessum krafti? Hefur HeUagur andi fengið að komast að í hjarta þínu? Það er mikUvægt að við gemm okkur grein fyrir því að við þurfum að ljúka upp fyrir honum og veita því viðtöku sem hann viU gefa. Aðeins þannig fáum Sr. Gisli Jónasson. við að reyna hvitasunnuundrið mikla í lífi okkar og þá stórkostlegu breytingu, hið nýja ltf, sem það hefur í fór með sér. Kristur kaUar okkur til fylgdar viö sig. Svömm við kaUi hans og fylgjum honum þá fáum við að reyna að hvítasunnan er meira en bara ferða- lög og afslöppun eina helgi. Þaö er hátíð framundan! MikU gleðihátíð. Hátíð heUags anda. Hátíð hins nýja ltfs sem Jesús Kristur viU fá að gefa okkur hverju og einu hlutdeUd í.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.