Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1992, Page 6
22
FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992.
Háskólabíó - Myrkfælni
Aðalpersónan í Myrk-
fælni (Afraid of the
Dark) er ellefu ára gam-
aU drengur, Lucas, sem
lendir í miðri rannsókn
lögreglunnar á fjölda-
morðum þegar hann
reynir að halda vemdar-
hendi yfir blindri móður
sinni og blindri vinkonu
hennar en fiöldamorð-
inginn einbeitir sér að
því að drepa blint fólk.
Faðir Lucasar er lög-
Miriam, móðirin blinda
(Fanny Ardant), ósamt
Lucas syni sínum (Ben
Keyworth).
reglumaðurinn sem
vinnur að því að reyna
að hafa upp á morðingj-
anum en mjög erfiðlega
gengur að komast á slóð
hans. Lucas hefur gmn
um hver morðinginn er
og sú vitneskja hans,
auk mikillar hræðslu,
gerir það að verkum að
hann leggst í dagdrauma
um atburði sem tengjast
meira og meira raun-
veruleikanum.
Það er ungur leikari,
Ben Key worth, sem leik-
ur Lucas og er þetta
frumraun hans. Þekktir
leikarar fara með önnur
hlutverk. Má þar nefna
James Fox, sem leikur
fóður hans, frönsku leik-
konuna Fanny Ardant,
sem leikur móður hans,
Claire Bloom, sem leik-
ur blinda vinkonu henn-
ar, og Paul McGann sem
leikur grunsamlegan
lásasmið og ljósmynd-
ara. Leikstjóri er Mark
Peploe.
Laugarásbíó - Spotswood
Aðalhlutverkið í Spotswood leikur nýbakaður ósk-
arsverðlaunahafi, Anthony Hopkins. Leikur hann
mann sem ráðinn er til þess að breyta til batnaðar
rekstrinum í skóverksmiðju einni í smábænum
Spotswood. Wallace, en svo nefnist persónan, hefur
lífsviðurværi sitt af slíku starfi og í hans breytingart-
iliögum er mannfólkið ekki meira virði en vélamar
og eru margir á því að hann sé sneiddur öllum mann-
legum tiifinningum, enda eru ákvarðanir hans í sam-
ræmi við þær skoðanir. Tiilögur hans ganga sem
sagt út á það að reka aiia starfsmennina, leggja verk-
smiðjuna niður og flytja inn skóna í staðinn. Eins
og gefur að skilja er erfitt fyrir bæjarbúa að meötaka
þennan boðskap.
Auk Anthonys Hopkins leikur Ben Mendelsohn
stórt hlutverk í myndinni. Leikstjóri er Mark Joffe.
Vinskapur tekst meö lögfræðingnum Mack (Kevin Kline) og vörubílstjóranum Simon (Danny
Glover).
Bíóborgin:
Grand Canyon
Stutt er síðan Grand Canyon var valin besta
kvikmyndin á kvikmyndahátíðinni í Berlín og
fékk gullbjöminn eftirsótta. Myndin gerist í Los
Angels og lýsir hvemig lif sex persóna sam-
tvinnast. Kevin Kline og Mary McDonnell leika
hjóin Mack og Claire. Auk þess sem Claire hef-
ur áhyggjur af einkasyninum finnst henni hún
vera þvinguð og viil ftjálsræði. Mack, sem er
lögfrseðingur, er mjög hræddur um líf sitt.
Kvöld eitt verður þessi hræðsla hans nærri að
raunveruleika en Simon, sem leikinn er af
Danny Glover, bjargar lífi hans. Simon vinnur
myrkranna á milli til að halda lífi í fjölskyldu
sinni, heymarlausri dóttur og systur sem ávalit
er hrædd um að böm hennar verði fómarlömb
glæpaflokka sem halda til í nágrenni heimilis
þeirra. Vinskapur tekst með þessum ólíku
mönnum og hjálpa þeir hvor öðrum að sætta
sig við lífið og tilveruna. Aðrar persónur. sem
koma við sögu, era Davis vinur Mack, sem
Steve Martin leikur, en hann er framleiöandi
ofbeldiskvikmynda, og Dee, einkaritari Macks,
sem Mary Louise Parker leikur.
Leikstjóri Grand Canyon er Lawrence Kasdan
sem á glæsilegan feril að baki í Hollywood, fyrst
sem handritshöfundur kvikmynda á borð við
The Empire Strikes Back, Raiders of the Lost
Ark og Retum of the Jedi og leikstjóri fjögurra
úrvalsmynda, Body Heat, The Big ChUl, Sil-
verado og The Accidental Tourist.
Kasdan fæddist í Miami en ólst upp í Virgi-
niu. Meðan hann nam enskar bókmenntir viö
háskólann í Michigan vann hann fyrir sér með
skrifum og fékk margar viðurkenningar. Eftir
að námi lauk vann hann í fimm ár við dagblöð
í Detroit og Los Angeles um leið og hann reyndi
að selja kvikmyndahandrit sem hann hafði
skrifað.
Sjöunda handritið sem hann skrifaði, Contin-
ental Divade (var síðar kvikmynd með John
Belushi í aðalhlutverki), lenti í höndunum á
Steven Spielberg og þá fóm loks hjólin að snú-
ast. Þegar handritshöfundurinn Leight Brac-
kett dó áður en hann hafði lokið við að skrifa
handritiö að The Empire Strikes Back hringdi
Spielberg í Kasdan og bað hann að ljúka verk-
inu og síðan hefur Kasdan ekki þuift að hafa
áhyggjur af atvinnuleysi, fær nánast að gera
það sem hann langar til.
-HK
Kvikmyndir
BÍÓBORGIN
Sími 11384
Höndin sem vöggunni
ruggar ★★★
Mjög vel gerður spennutryllir með úrvals-
leikurum. Sciorra, De Mornay og Hudson
fara á kostum.
-ÍS
í klóm arnarins ★★★
Vönduð mynd um ástir og örlög I síðari
heimsstyrjöldinni.
-IS
BÍÓHÖLLIN
Sími 78900
Ósýnilegi maðurinn ★★
Ótrúlegar brellur skyggja á allt annað í
sögunni en aðdáendur Chevy Chase
verðaekkifyrirvonbrigðum. -GE
Hugarbrellur ★
Flottar en ekki stórkostlegar tölvubrellur
punta örlítið upp á vonlausa sögu.
-GE
Skellum skuldinni á
vikapiltinn ★★
Hugmyndaauðugt handrit og góðir leik-
arar halda ærslakenndum farsalátunum í
skefjum.
-GE
Út í bláinn ★ ,/2
Ágætis hugmynd en handritið of rýrt til
að vera nógu fyndiö.
-GE
Víghöfði ★★★,/2
Fítonskraftur Scorseses og súperleikhóp-
ur gera samanlagt miskunnarlausan og
æsispennandi sálfræðitrylli sem faltrast
einungis á yfirkeyrðum formúluendi.
-GE
HÁSKÓLABÍÓ
Sími 22140
Lukku-Láki ★
Mynd til að fara með börnin á... og skilja
þaueftir. -GE
Kona slátrarans ★★
Skemmtilega gamaldags, rómantisk gam-
anmynd en aðeins of löng fyrir næfur-
þunnt efnið.
-GE
Gömlu brýnin blakta
New York
♦ 1.(1) My Lovin'
Envogue
H 2. (4-l'll Be There
) Mariah Carey
♦ 3. (3) Live and Learn
Joe Public
f4.(7) Under the Bridge
Red Hot Chili Peppers
0 5. (2) Save the Best for Last
Vanessa Williams
é 6.(6) IntheCloset
Michael Jackson
t 7. (8) The Best Things in Life Are Free
Luther Vandross
0 8.(5) Jump
Kris Kross
f 9.(13) If You Asked Me To
Celine Dion
010. (9) Damn I Wish I Was Your Love
Sophie B. Hawkins
Vinsældalisti íslands
$ 1.(1 ) You
Ten Sharp
t 2.(3) Under the Bridge
Red Hot Chili Peppers
♦ 3.(8) Do It to Me
Lionei Richie
é 4.(4) Joy
Soul II Soul
★ 5.(7) Don't Ever Let Them See You
Sweat
Go West
0 6.(2) OneWhy
U2 Annie Lennoz
f 7. (22) Alit í einu
Stjórnin
t 8. (16) Hang On In There Baby
Curiosity
t 9- (12) My Lovin'
Envogue
★10. (15) I Will Remember You
Amy Grant
Breytingarnar á DV-listanum
þessa vikuna skiptast eiginlega í tvö
hom. Annars vegar hefur Queen nú
tekið öll völd á listanum um sinn og
á tvær söluhæstu plötumar og hins
vegar er þungarokkiö í mikilli sókn
eins og sjá má á stórstökkum Met-
allicu og Guns N’Roses sem þó flagga
ekki nýjum plötum, langt því frá.
Þama er eflaust fiðringur fyrir komu
Iron Maiden á ferðinni. Á breska
breiðskífulistanum vekur sérstaka
athygli að gamla brýnið Lionel Ric-
hie er síður en svo dauður úr öllum
æöum; hann stekkur beint á toppinn
og skýtur jafnvel dýrlingum þessara
vikna, Queen, aftur fyrir sig. Og Li-
onel er ekki bara vinsæll í Bretaveldi
því eins og sjá má á Vinsældalista
Islands stefnir hann hraðbyri á topp-
inn þar á bæ með lagið Do It To Me.
Þar verður þó við ramman reip að
draga þar sem Stjómin fer með nýtt
lag af nýrri plötu en sú plata á eflaust
eftir að heija á DV-hstann næstu vik-
umar og sama á við um fleiri inn-
lendar plötur sem em að koma út
þessadagana. -SþS-
London
é 1.(1) Please Don't Go K.W.S.
♦ 2.(4) Jump My Kris Kross
♦ 3.(5) Everything About You Ugly Kid Joe
04.(3) Knockin' on Heavens Door Guns N'Roses
♦ 5.(10) Hazard Richard Marx
♦ 6.(8) Friday l'm in Love Cure
♦ 7.(7) On a Ragga Tip SL2
08.(6) My Lovin' En Vogue
♦ 9- (-) Something Good Utah Saints
♦10. (-) Midlife Crisis Faith No More
011.(9) I Don't Care Shakespeare's Sister
♦12.(15) Back to the Old School Bassheads
♦13. (-) The One Elton John
014. (11) Keep on Walkin' Ce Ce Peniston
015.(2) Raving l'm Raving Shut up and Dance
♦16. (-) It Only Takes A Minute Take That
♦17. (-) Karmadrome/Eat Me Drink Me Love Me... Pop Will Eat Itself
018. (14) 15 Years Levellers
019.(12) Hang on in There Baby Curiosity
020.(19) You Won't See Me Cry Wilson Philips
Red Hot Chili Peppers - fyllsta ástæða til að gleðjast.
Bandaríkin (LP/CD)
♦ 1.(2) Totally Krossed out....................Kris Kross
0 2. (1) The Southern Harmony............The Black Crows
♦ 3. (4) Blood Sugar Sex Magic.......Red Hot Chili Peppers
♦ 4. (-) Some Gave All.....................Billy Ray Cyrus
Ö 5. (3) Adrenalize...........................Def Leppard
♦ 6.(-) Revenge....................................Kiss
D 7. (5) Ropin'theWind......................Garth Brooks
^8.(8) Ten...................................PearlJam
4 9- (7) Classic Queen............................Queen
{>10.(6) NoFence............................GarthBrooks
ísland (LP/CD)
♦ 1.(2) Greatest Hits II.......................Queen
♦ 2. (4) Greatest Hits..........................Queen
0 3. (1) BloodSugarSexMagic.........Red HotChili Peppers
♦ 4. (17) Metallica..........................Metallica
0 5. (3) Nevermind............................Nirvana
0 6. (5) Fearof the Dark ...................Iron Maiden
^.7.(7) Up.............................RightSaidFred
♦ 8.(18) UseYourlllusionII................GunsN'Roses
♦ 9.(11) TheCommitments2...................Úrkvikmynd
♦10. (12) Achtung Baby..............................U2
Bretland (LP/CD)
♦ l-(-)
♦ 2. (-)
03.(1)
0 4.(3)
0 5.(2)
0 6.(5)
0 7.(4)
08.(6)
0 9.(8)
^10. (10)
BackToFront................
LiveAtWembley'86...........
Michael Ball...............
Up.........................
Stars......................
Hormonally Yours...........
ThisThing Called Love-Gr. Hits,
Diva.......................
GreatestHits...............
The Commitments............
.......Lionel Richie
.............Queen
.......Michael Ball
.....Right Said Fred
........SimplyRed
.Shakespeare's Sister
...AlexanderO'Neal
......Annie Lennox
...........Squeeze
......Úrkvikmynd