Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 8
30 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1992. Þór ....3 2 1 0 4-2 7 Víkingur.... ....3 2 0 1 4-4 6 KA 1 2 0 7-S 5 Akranes .... ....3 1 2 0 5-3 5 FH ....3 1 1 ,1 6-6 4 Valur ....3 1 1 1 4-4 4 ÍBV ....3 1 0 2 4-5 3 Fram ....3 1 0 2 3-4 3 KB ....2 0 1 1 3-5 1 UBK ....2 0 0 2 1-3 0 Markahœstir: Ormarr örlygsson, KA........4 Bjarni Sveinbjörnsson, Þór..3 Atii Helgason, Vikingi......2 Andri Marteinsson FH........2 Grétar Einarsson, FH........2 Gunnar Már Másson, KA.......2 Haraldur Ingólfsson í A.....2 KR mætirUBK í kvöld er einn leikur í Samskipa- deildinni og lýkur þar með 3. umferð. KR tekur þá á móti UBK og hefst leikurinn klukkan 20. Glassilegur sigur hjá Skagamönnum - sigruðu slaka Framara með tveimur mörkum Amars Gunnlaugssonar Róbeit Róbertsson, DV, Akranesi: Skagamenn unnu glæsilegan sigur á Frömurum, 2-0, í Samskipadeild- inni á Akranesi í gær. Þetta var fyrsti sigur nýliðanna á sumrinu og var miög sanngjam miðað við gang leiks- ins. Skagamenn léku stórvel og hreinlega yflrspiluðu slaka FYamara á þungum og blautmn grasvellinum. Það var hinn ungi og efnilegi Amar Gunnlaugsson sem gerði bæði mörk Skagamanna. Það fyrra kom á 16. mínútu eftir glæsilegan samleik tví- burabræðranna. Bjarki stakk sér inn fyrir vöm Framara og var kominn einn gegn Birki, markverði Framara. í stað þess að skjóta gaf Bjarki til hliðar á Amar sem var í dauðafæri og gat ekki annað en skorað í tómt markið. Framarar vöknuðu aðeins til lífs- ins eftir markið og fengu dauðafæri skömmu síðar þegar Ingólfur Ing- ólfsson fékk boltann í dauðafæri en Kristján Finnbogason varði laust skot hans. Skagamenn vom mun sterkari og kraftmeiri og þeir upp- skára eftir þvi á 59. mínútu þegar Amar fékk glæsilega sendingu í gegnum vöm Framara og skoraöi snyrtilega framhjá Birki sem kom engum vömum við. Eftir þetta höfðu Skagamenn leikinn í hendi sér og hefðu hæglega getað bætt við mörk- lun. Það var ekki fyrr en í lokin sem Framarar ógnuðu að einhveiju ráði og þeir fengu dauðafæri á lokamínút- unni þegar Jón Erling Ragnarsson komst í gegn en Kristján lokaði markinu glæsilega og nokkmm sek- úndum síðar var sigur Skagamanna í ömggri höfn. Skagaliðið lék í heildina mjög vel og leikmenn unnu mjög vel saman. Sigurður Jónsson var í leikbanni en það virtist ekki hafa mikil áhrif nema þá til góðst því baráttan hefur senni- lega aukist ef eitthvað var. Liðsheild- in var jöfn en bræðumir Bjarki og Amar ásamt Haraldi Ingólfssyni vom bestu menn liðsins. Aðrir kom- ust vel frá sínu og liðið er til alls lik- legt. „Við náum ekki meiru út úr degin- rnn, það er alveg Ijóst," sagði Guðjón Þórðarson og vildi ekki láta hafa meira eftir sér né neinum af leik- mönnum Skagaliðsins. „Þetta var mjög lélegt og við vorum virkilega slakir í þessmn leik. Það þýðir ekki að kenna aðstæðum mn en menn virtust ekki ná sér á strik á þungum vellinum,“ sagði Ómar Torfason, aðstoðarþjálfari Framara, eftir leikinn. Það virtist vanta bar- áttu og einbeitingu í liðið sem flestir hafa spáð sigri á íslandsmótinu. Kristján Jónsson var bestur leik- manna ásamt Birki í markinu. Aðrir léku undir getu og víst er að Framar- ar verða að gera miklu betur ef þeir ætla að blanda sér í toppbaráttima. Amar Gunnlaugsson skoraði bœði mörk ÍA. Hér er hann að sleppa framhjá Pétri Ormslev. DV-mynd ÞÖK íþróttir Þór heldur toppsætinu Akranes (1) 2 Fram (0) 0 1-0 Amar (16.) 2-0 Amar (59.) Liö ÍA (3-5-2): Kristján (2)- Kostic (2), Ólafur (1), Brandur (1>- Alexander (1), Haraldur I. (2) (The- odór (1) 83.), Haraldur H. (1) (Heim- ir (1) 81.), Sigursteinn (2), Bjarki (3)— Þóröur (2), Amar (3). Liö Fram (3-5-2): Birkir (2)- Pét- ur O. (1), Steinar (1), Kristján (2), Baldur (1), Pétur A. (1), Kristinn (1), Ingólfur (1) (Ásgeir (1) 66.), Anton (1) (Jón Erling (1) 70.), Valdimar (1), Ríkharöur (1). Gul spjöld: Ólafur, ÍA, Pétur A., Fram. Rauö spjöld: Engin Dómari: Guömundur S. Maríasson, dæmdi vel, var mjög sam- kvæmur sjálf- ur sér að vanda og lét leikinn ganga míög vel. Aðstæöur: Þungur og blautur grasvöllur, þokkalegt veöur, dálít- ill hliöarvindur. Áhorfendur: Rúmlega 1800. Fyrir leikinn á Akranesi í gær hafði Fram gengið vel gegn LA í síðustu leikjum og unnið 7 af síð- ustu 10. Leikurinn í gær var sá 69. í röðinni. ÍA hefur unnið 30 leiki, Fram 24 og 16 sinnum hafa liðin skilið jöfn. -GH Þór (2) 2 KA (1) 2 0-1 Gunnar Már (25.) 1- 1 Bjami (30.) 2- 1 Bjami (38.) 2-2 Gunnar Már (57.) Lið Þórs (3-5-2): Láms (2)- Hlyn- ur (3), Júlíus (2), Þórir (3>- Ámi Þ. (2XBirgir (1) 90.),Sveinn (2), Sveinbjöm (3), Orri (2), Ásmundur (1>- Halldór (2), Bjami (3). Liö KA (3-5-2): Haukur (2)- Öm (2), Gunnar G. (2), Steingrímur (2)- Ormarr (2), Bjarni (3), Gauti (1), Páll (1), Sigþór (1) (Ámi (1) 76.>- Vandas (1), Gunnar M. (3) Gul spjöld: Sveinbjöm, Árni Þ., Þór, og Vandas, KA. Rauð spjöld: Engin Dómati: Sæ- mundur Víg- lundsson, góö- ur. Línuverðir hans hefðu hins vegar mátt standa sig betur. Aðstæður: Aðalleikvangur Akureyrar. Góður völlur og mjög gott veður Áhorfendur. 1900. Þór aldrei tapað gegn KAM.deild Tak Þórsara á KA losnaöi ekki í gær. Leikurinn var sá 13. í röð- inni í 1. deild og hefur KA aldrei tekist að vinna. Þór hefur unnið 5 leiki en 8 sinnum hefur niður- staðan orðið jafntefli. -GH -í Samskipadeildlnm eftirjafhtefli gegn KA, 2-2, í gær homspymu og Bjami Sveinbjöms- son kastaði sér fram og skallaði bolt- ann áfram í markið. Á 38. mín. komst svo Þór yfir. KA- vömin hreinsaði frá eftir hom- spymu, boltinn fór til Ama Þ. Ama- sonar sem skaut föstu skoti, og bolt- inn, sem hafði viðkomu í vamar- manni KA, hafnaði í markhominu. Jöfhunarmark KA kom svo á 57. mín. og Ormarr Örlygsson á heiður- inn af því. Hann var út við homfán- ann og tveir leikmenn Þórs á honum þar létu hann komast upp með enda- línunni. Þar renndi Ormarr boltan- um út á Pavel Vandas sem skaut, vamarmenn Þórs urðu fyrir boltan- um sem hrökk til Gunnars Más og hann skoraði af stuttu færi. Sem fyrr sagði var leikurinn góð skemmtun. Lið Þórsara heldur topp- sætinunu eftir þessi úrslit þar sem þeir Þórir Áskelsson, Hlynur Birgis- son og Sveinbjöm Hákonarson vom bestu menn í annars jöfnu og góðu liði. KA tefldi nú fram Tékkanum Pavel Vandas, en hann fann sig ekki í sín- um fyrsta leik. Gunnar Gíslason var kjölfestan í vöm liösins, og þeir Bjami Jónsson og Gunnar Már voru mjög góðir. „Það var frábært að skora hjá Lár- usi sem er stórkostlegur markvörður og gamall félagi minn úr Val, en liðs- heildin hjá okkur gerði það að verk- um að við náðum einu stigi en við hefðum allt eins getað tekið 3 stig. Nú erum við á uppleið og eigum eftir að bíta hressilega frá okkur í næstu leikjum," sagði Gunnar Már kampa- kátur í leikslok, en hann hefur nú opnað hinn landskunna „marka- reikning" sinn hjá KA. Gyffi Kiistjánsaan, DV, Akureyri: „Það var hneyksli að fá á sig jöfn- unarmark KA í síðari hálfleiknum og ég er sársvekktur. Við vorum betri aðilinn, fengum miklu betri og fleiri marktækifæri en klúðraðum þeim og vorum kærulausir," sagði Bjami Sveinbjömsson, fyrirliði Þórs, eftir 2-2 jafntefli Þórs og KA á Akur- eyrarvelli í gærkvöldi. Leikurinn var leikinn við frábær skilyrði að við- stöddum 1900 áhorfendum og var mikil og góð skemmtun enda mega bæði liðin eiga það að reynt var að leika knattspymu, oft með góðum árangri. Þórsarar vom lengi vel betri aðil- inn í þessum leik og fengu tækifæri til að gera út um leikinn í stöðunni, 2-1. Meðal annars björguðu KA: menn þá á línu frá Bjama og Bjami komst innfyrir vöm KA í stöðunni, 2-2, en skaut framhjá. Þegar líða tók á síðari hálfleik vom menn hins veg- ar greinilega orðnir þreyttir og dofn- aði yflr leiknum. Ef við lítum á mörkin þá komst KA yfir á 25. mín. Sigþór Júlíusson gaf góða stungusendingu inn á Gunnar Má Másson sem komst á auðan sjó og vippaði laglega yfir Lár- us í marki Þórs og Þórsarar fengu þar á sig fyrsta markið í mótinu. Þórsarar jöfnuðu á 30. mín. Halldór Áskelsson skallaði að marki eftir Þórsarinn Halldór Áskelsson sækir hér að Gunnari Gíslasyni, þjálfara og leikmanni KA, í leiknum á Akureyri í gær. Páll Gislason fylgist með ásamt Sæmdundi Viglundssyni dómara. Simamynd/Gylfi Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.