Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Blaðsíða 10
32 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1992. íþróttir Opna franska meistaramótið í tennis: Courierog Selesunnu - eftir að hafa sýnt frábæra leiki í úr slitunum Hin 18 ára gamla Monica Seles frá Júgóslavíu sigraði í þriðja sinn í röð í kvennaflokki á opna franska meist- aramótinu í tennis sem lauk í París um helgina. Seles vann glæsilegan sigur á þýsku tenniskonunni Steffi Graf í æsispennandi úrslitaleik á laugardag. Leikar fóru 6-2, 3-6 og 10-8 fyrir Seles en lokakaflinn var ótrúlega spennandi. Graf náði að komast inn í leikinn eftir að hafa verið langt undir á tímabili en hin unga og efnilega Seles náði að halda út í lokin og sigra. Seles fékk í sinn hlut hvorki minna né meira en sem samsvarar 26,5 milijónum ísl. króna fyrir sigurinn. Leikurinn var frábærlega vel leik- inn og einn sá allra mest spennandi sem leikinn hefur veriö í kvenna- flokki í tennis. „Þetta er besti úrslitaleikur sem ég hef nokkurn tímann leikið. Það var slæmt að við gátum ekki báðar feng- ið sigurlaunin því leikurinn var svo jafn og við lékum báðar mjög vel,“ sagði Monica Seles eftir eftir leikinn, en þetta var hennar 6. stóri sigur á ferlinum. Seles var dyggilega studd af rúmlega 14 þúsund áhorfendum í París. „Þetta var frábær leikur en hún átti skilið að sigra,“ sagði Steffi Graf, með tárin í augunum eftir leikinn. Það var ekki eins mikil spenna í karlaflokki þar sem Bandaríkjamað- urinn Jim Courier vann yfirburða- sigur á Tékkanum Petr Korda í úr- slitaleik opna franska mótsins. Co- urier hafði unnið alla leiki sína á mótinu frekar auðveldlega og engin breyting varð á í úrslitaleiknum þar sem hann bókstaflega malaði Tékk- ann. Hinn 21 árs gamli Courier lék af mikiu öryggi og vann öruggan sig- ur í þremur lotum 7-5, 6-2 og 6-1. Courier lék eins og vél „Þetta var góður sigur og það var virkilega gaman að þessu," sagði Courier eftir leikinn en hann er í efsta sæti á heimslistanum yflr tenn- isleikara. Courier er vanur að spila af miklu öryggi og er af mörgum kallaður „vélin" því hann er ekki vanur að gera mörg mistök í leikjum sínum. Hann hefur þann sið að leika alltaf með hvíta baseball-húfu á mikilvæg- um mótum og það virðist reynast honum vel. „Hann er frábær spilari og átti skil- ið að vinna því hann var búinn að slá út marga erfiða andstæðinga þessar tvær síðustu vikur,“ sagði Korda, sem er í 7. sæti heimslistans um þessar mundir. Courier hafði þegar unnið opna ástralska mótið á þessu ári og nú bætti hann öðrum glæsilegum verðlaunum í safniö. Aðeins fjórir tennisleikarar hafa unnið í karlaflokki á opna franska mótinu síöan 1968. -RR Monica Seles gefur hér bikarnum léttan koss eftir sigurinn á Graf. Seles vann sinn 3. sigur í röð á mótinu og fékk að launum 26,5 milljónir. Símamynd/Reuter Jim Courier bregöur hér sigurlaununum á loft eftir hinn glæsilegan sigur á Petr Korda i úrslitaleik á opna franska meistaramótinu i tennis. Simamynd/Reuter Opna írska meistaramótið í golfi: Faldo hafði betur eftir brádabana Nick Faldo frá Bretlandi sigraði á opna írska meistaramótinu í golfl sem lauk í Killamey á írlandi í gær. Faldo lék á 274 höggum eða á sama höggafjölda og Suður-Afríkubúinn Wayne Westner en Faldo hafði betur í bráðabana á fjóröu holu. Paul Bro- adhurst, Bretlandi, varð í þriöja sæti á 276 höggum og jafnir í 3. sæti á 278 höggum urðu Svíinn Anders Fors- brand og Colin Montgomerie, Bret- landi Þetta var fyrsti sigur Faldo á stór- móti í eitt ár en hann lék 14 höggum undir pari vallarins. „Ég lék ekki svo ipjög vel á þessu móti en ég get samt ekki annað en verið ánægður, ég vann mótið og ég elska írland," sagði Faldo. Fyrsti sigur Edwards frá árinu 1984 í Ohio í Bandaríkjunum fór fram sterkt golfmót atvinnumanna. Bandaríkjamaðurinn David Ed- wards fagnaði sigri eftir að hafa unn- ið sigur á félaga sínum Rick Fehr í bráðabana en þeir höfðu lokið keppni á 273 höggum. Payne Stewart, einn besti kylflngur Bandaríkjanna, varð í 3. sæti á 274 höggum. Sigur Edwards var hans þriðji á stórmóti og sá fyrsti frá árinu 1984 og aö launum fékk hann 1,3 milljónir dollara. Couples efstur á heimsafrekalistanum Staða efstu manna á heimsafrekalist- anum eftir golfmótin er þessi: 1. Fred Couples.....Bandaríkjunum . 2. Nick Faldo...........Bretlandi 3. Jose Olazabal...........Spáni 4. Ian Woosnam.........Bretlandi 5. Bemhard Langer.....Þýskalandi -GH Steffi Graf frá Þýskalandi varð aö játa sig sigraða eftír frábæran leik gegn Monicu Seles í úrslitum á opna franska meistaramótinu í tennis. Fyrsta stórmótið í tennis hér á landi: Hraf nhildur og Einar léku best Fyrsta stórmóti sumarsins í hafa öll unnið að tennismálum hér tennis hér á landi lauk á sunnudag á landi. áÞróttarvelIiíReykjavik.leinliða- Aðrir sigurvegarar urðu þessir. leik karla sigraöi Einar Sigurjóns- Hrafnhildur Hannesdóttir í telpna- son. Hann sigraði Christian Staub flokki. Teitur Marshal í drengja og í úrslitaleik, 6-2 og 6-2. sveinafokki. Stefania Stefánsdóttir HrafhhildurHannesdóttirsigraði i meyjaflokkL Katrin Atladóttir i Michel Kindel í úrslitum f einliða- hnátuflokki. Amar Sigurðsson i leik kvenna, 6-4 og 7-5, og fekk að hnokkaflokki og og Ámi Jónsson í launum glæsilegan bikar sem gef- sveinaflokki. inn var af bömum Þorbjargar Þór- -GH hallsdóttur en átta böm hennar Danska handknattleikssambandiö gerir sér góöar vonir um að fá sæti Júgóslava í heimsmeistarakeppninni í handknattleik sem fram fer í Svi- þjóð í mars á næsta ári. Alþjóða handknattleikssambandið bíður eftir ákvörðun frá Alþjóða ólympíunefhdinni vegna þátttöku Júgóslava á ólympíuleikunum. Danir urðu í 5. sæti í B-keppninni en þau fjögur efstu unnusérsætiíHMíSvíþjóð. -GH Finnar og Danir unnu íslenska karlasveitin í keilu hafnaði í 18. sæti af 21 í Evrópumóti lands- liða sem fram fór í Álaborg í Danmörku og lauk um helgina. í kvenna- flokki varð ísland í 14. sæti af 17 þjóðum. Finnar uröu Evrópumeistarar f karlaflokki en dönsku stúlkumar fögnuðu sigri í kvennaflokki. ar liðið vann liö Mechelen i úrslitaleik í Brussel, 9-8, eftir vítaspymu- keppni. Staðan eför venjulegan leiktíma var l-l og 2-2 eftír framlengdan mmmiismBMmimaimmmm m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.