Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1992, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1992, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1992. Fréttir Einar Valur Ingimundarson efnaverkfræðingur: Hvarf akútarnir eru í besta falli skaðlausir aukning á eldsneytisþörf er frá 10 prósent og allt upp í 30 til 40 prósent Það er verið að gera kröfur um mjög flókinn búnað sem áreiðanlega kost- ar 50 þúsund krónur á hvern bil. Það er öruggt að þessi búnaður virkar ekki eins vel í köldum löndum og þeim heitari. Það er tika klárt að elds- neytiseyðsla eykst, segir Einar Valur Ingimundarson. „Þróunin á þessum tækjum átti sér stað við allt önnur veðurskilyrði en eru hér á landi. Meðalhitastigið í Califomíu er um 20 gráður á ári. Hér er meðalhitastigið kannski fjórar gráður,“ segir Einar Valur Ingi- mundarson verkfræðingur. Um næstu mánaöamót taka nýjar reglur gildi þar sem kveðið er á um að allir nýir bílar verði búnir hvarfakútum. Einar Valur, en hann hefur kynnt sér hvarfakúta, er mjög gagnrýninn á reglugerðina. „Hér á landi tekur kútinn lengri tíma að hitna en í Califomíu. í Bret- landi hafa þeir lent í því að hvarfa- kútamir virka ekki eins og þeir eiga að virka, þeir hafa því komið með enn eina gervilausnina, það er rafhit- ara inn í hvarfakútinn. Þetta er að verða flókinn útbúnaður," segir Ein- ar Valur. „Fyrst verður að setja hvarfakútinn í samband, láta hann hitna upp í 300 gráður, svo er hægt aö fara af stað. Það fer eftir aðstæð- um hvað hann er lengi að hitna en það getur eflaust tekið tvær til þijár mínútur. Á meðan kúturinn er ekki heitur virkar hann ekki eins og hann á að virka. Þá spýr hann út alls kyns öðrum efnum. Það er stóra spuming- in hvort við séum nokkm bættari með þau efni.“ 10til40prósent meira eldsneyti „Að meðaltali er bíllinn tvær til þijár mínútur aö hitna upp í rétt hitastig. Á vetuma tekur það fimm til átta mínútur en það ræðst að sjálf- sögöu af hversu kalt er úti, við getum sagt að að meðaltali yfir árið taki þetta fimm mínútur. Flestir ökutúrar hér á landi taka ekki lengri tíma en þetta. Þessu fylgir heilmikill auka- búnaður og til að þetta virki rétt þarf ekki bara hvarafakútinn, helst þarf að hafa beina innspýtingu, hún kostar sitt, samt dugar hún ekki til að vega upp á móti viðnáminu sem hvarfakúturinn veldur því hann er í raun sía sem veldur viðnámi og tek- ur til sín orku. Aukning á eldsneytis- þörf er frá 10 prósentum og allt upp í 30 til 40 prósent. Mest veröur aukn- ingin ef sjálfvirkur skynjari er í út- blæstrinum." Vafasamur ávinningur „Það er verið að gera kröfur um mjög flókinn búnað sem áreiðanlega kostar 50 þúsund krónur á hvem bíl. Þaö er ömggt að þessi búnaður virkar ekki eins vel í köldum löndum eins og þeim heitari. Það er líka klárt að eldsneytiseyðsla eykst. Þetta skilja allir. Það sem ég hef aðallega verið að gagnrýna er að á sama tíma og ríkisstjómin hefur ekki sett neitt að ráði í umhverfismál er verið aö skikka eigendur allra nýrra bíla til að taka á sig 50 þúsund króna auka- toll, kannski meira, til að fá mjög vafasaman ávinning. Förum rólega í þetta og segjum að það séu fjögur þúsund nýir bOar á ári, en það hefur oft verið meira, en samt er verið að tala um 250 milljónir á ári. Þá verð- um við að spyija hvaða aukna ávinn- ing í umhverfismálum fáum við fyrir 250 milljónir króna á ári, eða það sem réttara er, hvaða aukna ávinning fær náttúran fyrir þessa peninga. Svarið er kannski engan og kannski minni en engan. Á sama tíma var beðið um 100 milljónir til að taka á í sorpmál- unum. Það fengust 4,9 milljónir króna. Og á sama tímar er Náttúru- vemdarráð skorið niöur um 25 pró- sent og Hollustuvemd ríkisins um eitthvað álíka. Svo slá menn öllu upp í kæruleysi og fara til Rió. Til hvers? Nákvæmlega til einskis nema til að auglýsa sig.“ Höfundurinn er skordýrafræðingur „Ríkið fær skatttekjur af hvarfa- kútunum. Júlíus Sólnes, þegar hann var umhverfisráðherra, reyndi að fá skattinn felldan niður. Eiður Guðna- son reyndi þetta líka en komst ekk- ert áfram. Þetta þýöir að ríkið fær tekjur, bílakaupendur þurfa að borga en ávinningur umhverfisins er vafa- samur. Til hvers erum við að þessu? Það em kannski tíu manneskjur á landinu sem hafa vit á umhverfis- málum og engin þeirra vinnur í ráðu- neytinu. Sá sem hannaði reglugerö- ina um hvarfakútana og er aöalbar- áttumaðurinn er skordýrafræðing- ur. Svona er þetta. Sem dæmi má nefna að það er ekki sniðugt fyrir ráðherrann aö bakka með aö láta loka sorpbrennslunni á Skarfaskeri í Hnífsdal. Eftir það fór hann beint til Ríó og undirritaöi þar yfirlýsingu um hreint andrúmsloft,“ segir Einar Valur Ingimundarson verkfræðing- ur. -sme áróður fyrir fiokkun heimiliss- orps ákveður Sorpa aö loka gámastöð sinni á Sléttuvegi. Oánægðir íbúar í austurbænum, sem notað hafa gámastöðina, hóta nú að fleygja öllu rusii sínu í venjulegar sorptunnur við heimili sín. „Leigusamningur okkar á Sléttuyeginum var runninn út,“ segir Ásmundur Reykdal, stöðv- arstjóri Sorpu. „Við áttum kost á landi í nágrenninu en í stað þess að byggja þar var tekin ákvörðun af stjóm fyrirtækisins að auka þjónustu á öðrum gámastöðvum. Það þótfi hagkvæmari kostur." „Þróunin er auðvitað í þá átt að flokkun úrgangs veröí aukin. Spurningin er hversu fljótt við tileinkum okkurþað sem verið er aö gera í nágrannalöndunum og hvort það er hagkvæmt,“ segir Ásmundur. -IBS Markaðsdagar í Kringlunni Fyrirtækin í Kringlunni hafa ákveðið að efna til sérstakra markaðsdaga sem nefndir eru Kringlukast. Þeir verða í fyrsta sinn á miövikudaginn og fimmtu- daginn í þessari viku. Verslanir og flest þjónustufyr- irtæki í Kringlunni veröa þann 24. og 25. júní með sérstök tilboð á nýjum vörum. Fyrirtækin bjóða ýmist eina vörutegund, vöru- flokk eða allar vörur í víðkom- andin verslun. Á meðan á Kringlukastinu stendur er veitt- ur 20 til 40 prósent afsláttur á þeim vörum sem tilboðin ná til. Ekki er um útsölu eða rýmingar- sölu að ræöa og við undirbúníng er lögð áhersla á að í boði séu einungis nýjar vörur. Samtals verða fyrirtækin í Kringlunni með rúmlega 140 til- boð og auk einstakra tilboða verða nokkrar verslanir með 20 til 25 prósent afslátt af öllum vör- um sínum. Þær vörur, sem eru á tílboði hjá hverju fyrirtæki, verða auðkenndar með sérstöku Kringlukastsmerki. -GHK í dag mælir Dagfari Skatturinn kálar kálinu Langur er armur laganna og enn lengri er armur skattalaganna. Nú hefur komið í ljós að skattaálögur starsfmanna Jámblendifélagsins á Grundartanga eru lagðar á með til- liti til blóðfltu starfsmanna. Fram til þessa hafa einstaklingar sem og fyrirtæki borgað skatta samkvæmt tekjum en ekki blóðfitu þeirra er stjóma heimili eða kompaníum. Því er það svo að maður les þrisvar sinnum frétt þess efnis að blóðfita starfsmanna Jámblendifélagsins nýtist þeim til skattafrádráttar. Aðaltrúnaðarmaður starfs- manna Jámblendifélagsins segir í DV í gær að fram til þessa hafi þeir sloppið við að borga skatt af matnum sem þeir slafra í sig í vinnutímanum. Skyndilega kemur upp sú staða að þessum starfs- mönnum er gert að gera grein fyrir matarvenjum sínum tvö ár aftur í tímann. Trúnaöarmaður starfs- manna Jámblendisins á hins vegar erfitt með að rifja upp hvaö hann hafi boröað síðastliðin tvö ár og lái honum hver sem vill. En trúnaöar- maðurinn segir skattstjóra Vestur- lands vera mann sanngjaman og sijóri álíti ekki að menn hafi verið í fullu fæði hjá Jámblendinu, jafn- vel þótt þeir hafir étið þar. í kjölfar rannsóknar hins sanngjama skatt- stjóra hefur Jámblendið tekið þá ákvörðun að fóðra starfsfólk á kál- meti til aö koma í veg fyrir of mikla blóðfitu. En ekki er kálið sopið þó í ausuna sé komiö. Nú skulu starfs- menn greiða sérstakan skatt fyrir þau mistök fyrirtækisins að hafa ekki frá upphafi gefið liðinu kál þá hungrið svarf að. Er það nema von að mönnum sámi þrátt fyrir sann- gimi skattstjóra? Nú er það komið á daginn að starfsmenn Jámblendifabrikk- unnar skulda samtals 10 milljónir í matarskatt og hefðu þeir betur komiö með nesti að heiman. En hvemig á hinn almenni borgari að átta sig á því að hann geti étið skatt- frjálst á kostnað Grundartanga? Og hvemig á hinn almenni starfs- maður fabrikunnnar að átta sig á að hann þurfi að gera skriflega grein fyrir matarvenjum sínum tvö ár aftur í tímann? Ekki skal sann- gimi skattstjóra Vesturlands dreg- in i efa enda fer hann bara eftir lögum. Þá vaknar hins vegar sú spuming hvort þeir sem settu lögin hafi gert sér grein fyrir þvi að skattlaus maður fær ekki að borða annað en kálmeti. Eftir aö þeir á Grundartanga hafa riflað upp mat- arvenjur sínar síöustu tvö ár og borgað síðan þessar 10 milljónir í skatt fyrir það að éta fer hagur Jámblendiverskmiðjunnar vænt- anlega upp á við. Jón Sigurðsson, forstjóri verk- smiðjunnar, var á sínuni tíma ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu. Hann skrifaði þá fræga grein í dagblað sem fjallaði um skarfa og var um tíma kallaður Jón skarfur eftir það. Má af því ráða hversu hættulegt það getur reynst mönnum að skrifa í blöðin. Ef rétt er munað var Jón í umræddri blaðagrein að skammast út í ríkis- starfsmenn sem gengu á svig við getu ríkisins til að standa undir kröfum um launahækkun auk ann- ars. Hins vegar láðist honum að geta þess aö ríkisstarfsmenn hafa til þessa og geta enn étið svo til ókeypis í þar til gerðum mötuneyt- um. Ekki hafa heyrst raddir um að þeir sem em á rikisjötunni þurfi að gera grein fyrir matarvenjum sínum tvö ár aftur í tímann og skuli svo skattlagðir í samræmi við blóð- fitu. Nú leitar ríkisstjómin með logandi Ijósi að peningum til að rétta hallann á ríkiskassanum. Frikki Sóf hlýtur að taka nótis af því sem er að gerast á Grundart- anga og skattleggja sérstaklega þá sem éta á kostnað rikisins upp á hvem dag, jafnvel þótt þeir séu ekki ríkisstarfsmenn. Ef 180 menn hjá Jámblendinu skulda 10 miflj- ónir í skatt samkvæmt matarvenj- um síðustu tveggja ára hvað munu þær þúsundir manna sem em á launaskrá hjá ríkinu skulda mikið? Það hlýtur að vera möguleiki til þess að ná þama inn nokkur hundmð milljónum og síðan getur ríkisliðið bara étið sitt kál. Ráð- herra þarf ekki annað en að fara í smiðju til fyrrum ráðuneytisstjóra til að bæta lausafjárstöðu ríkis- sjóðs með álagningu matarskatts á ríkisfólkið. Skattstjórinn á Vestur- landi lét hjá líða að innheimta mat- arskatt á Gmndartanga í íjögur ár. Það væri hins vegar fróölegt að fá upplýst hversu margir éta í ríkis- mötimeytum í Reykjavík fyrir skít og ekki neitt, burtséð frá því hvort þeir eru á launaskrá hjá ríkinu eða ekki. Dagfari er sannfærður um að það yrði uppi fótur og fit í ríkis- reknum mötuneytum ef kúnnamir væra beönir um að gera grein fyrir matarvenjum sínum síðastliðin tvö ár. Það skyldi þó ekki fara svo að kjötiðbreyttistíkál? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.