Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1992, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1992. 5 Fréttir Heildsalar vilja Mikla- garð í greiðslumat - eigið fé neikvætt upp á 125 milljónir króna Margir af helstu lánardrottnum Miklagarðs, aðallega heildsalar og seljendur ýmiss konar þjónustu, funduðu fyrir skömmu. Tilefni fund- arins var staða Miklagarðs og greiðslugeta hans, en fyrirtækið var rekið með nærri 400 milljóna króna halla á síöasta ári og á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs var hallinn af rekstrinum 95 milljónir króna. Það sem lánardrottnar Miklagarðs vilja er að hlutlausir aðilar verði fengnir til að gera greiðslumat á Miklagarði, það er að metið verði undir hversu miklum skuldbinding- um fyrirtækið getur staðið. Það mun hafa færst í vöxt að gert sé greiðslumat fyrir fyrirtæki sem eru í miklum lánsviðskiptum. Þegar staða Miklagarðs er skoðuð nánar kemur meðal annars í ljós Sambandið, sem á 94 prósent í fyrir- tækinu, afskrifar í ársreikningi síð- asta árs, allt hlutafé sitt í Mikla- garði, sem var bókfært fyrir 506 milljónir króna. Um síðustu áramót var eigið fé Miklagarðs neikvætt um 125 milljón- ir króna. í ljósi þessarar stöðu hafa helstu lánardrottnar Miklagarðs óskað þess að gert verði greiðslumat svo hægt verði að meta undir hversu miklum skuldbindingum fyrirtækið getur staðið. „Ég hef ekki heyrt af þessu nema á skotspónum. Það hafa engir lánar- drottnar okkar haft samband við okkur beint og óskað eftir þessu,“ sagði Bjöm Ingimarsson, fram- kvæmdastjóri Miklagarðs, þegar hann var spurður hvort óskað hefði verið eftir að Mikligarður færi í greiðslumat. - En kæmi ósk um slíkt þér á óvart, í ljósi stöðu fyrirtækisins? „Við munum, þegar við höfum fengið okkar plön samþykkt af okkar eigendum, setjast niður með okkar helstu lánardrottnum og kynna þeim hvað um er að vera. Það er ósköp eðlilegt í framhaldi af þetta lélegri afkomu. Ég veit að menn hafa hrokk- ið viö þegar þeir heyrðu tölur af af- komu okkar,“ sagði Björn Ingimars- son. Bjöm sagði að helstu lánardrottnar fái gögn frá fyrirtækinu þar sem þeir geta metið þau sjálfir. „Ég get ekki metið, eða tekið afstöðu til, á þessari stundu hvort við munum taka ein- hvern hlutlausan aðila þar inn til viðbótar." -sme Leikfélag Flateyrar: Önf irskt mannlíf í 100 ár á sviði Reynir Traustason, DV, Flateyri: Leikfélag Flateyrar frumsýndi sl. sunnudagskvöld leikritið „Ég hef lif- að í þúsund ár“. Húsfyllir var á sýn- ingunni sem þótti takast afbragðsvel. Verkið, sem er frumsamið fyrir leikfélagið í tilefni af 70 ára afmæli Flateyrarhrepps, byggir á svipmynd- um úr önfirsku mannlífi í 100 ár eða frá því fyrir aldamót fram til dagsins í dag. Brynja Benediktsdóttir, höf- undur verksins, dvaldi á Flateyri um tíma sl. vetur og aflaði sér efnis til sögunnar með viðtölum við fólk. Brynja var viöstödd fmmsýning- una í boði leikfélagsins og sagði í viðtali við fréttamann DV eftir hana að hún hefði verið kvíðafull þar sem verkið er flókið og miklar skiptingar milli atriða en sá kvíði heföi reynst ástæðulaus. „Ég er mjög ánægð. Það er mikill kraftur og fjör í þessu. Leikstjórinn og leikaramir hafa unnið kraftaverk og ég er í sjöunda himni með útkom- una. Þetta lukkaðist ótrúlega vel,“ sagði Brynja. Leikstjóra og leikurum fagnað í lok sýningarinnar. DV-myncl Reynir í LAUGARDAL Sýningar: Virka daga kl. 20.00 Laugardaga kl. 15.00 og 20.00 Sunnudaga kl. 15.00 og 20.00 Eyvindur Erlendsson leikstjóri sagöist vera ánægður með árangur- inn. „Þetta er þungt verk og það erfið- asta í þessu er að koma saman hópi. Það verður sífellt erfiðara eftir því sem árin líða þar sem fólk er upptek- ið af flestu öðm en listum. Það er gaman þegar tekst að ná saman hópi dugnaðarfólks sem hefur getu og vilja til að ná því fram sem höfundur vill að verk sitt skili á sviði. Slíkt er oft erfitt með atvinnuleikurum og í þessu verki emm við með fólk sem er jafnvel að stíga sín fyrstu spor á sviði.“ Um 30 manns, þar af 20 leikarar, taka þátt í uppfærslunni eða rétt inn- an við 10% íbúa á Flateyri. Fyrirhug- aðar em a.m.k. 4 sýningar í viðbót á meðan á afmælishátíðinni stendur. Góó raö eru tilaö fara eftir þeim! Eftireinn -ei aki neinn Fyrsta tönnin - fyrstu skrefin - fyrsti skóladagurinn, fermingin, útskriftin, öll afmælin, trúlofunin, giftingin og áfram... Öllum þessum atburðum og fleira til geturðu safnað með Canon E-230 vídeó- tökuvélinni og gengið að þeim vísum þegar þig langar til að hverfa á vit minninganna, eða gefa börnunum þær í brúðkaupsgjöf. Canon 230 vídeótökuvélin er afar auðveld og meðfærileg: Aðdráttarlinsa með tífalda nálgun. 3 lux Ijósnæmi. Lokari; 1/10.000 sek. Fjarstýring. Upptökuljós. Ókeypis taska fylgir. Verðið er aðeins kr. 59.900,- staðgr. Raðgreiðslur VISA / EURO. HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI, GLÆSIBÆ, AUSTURVERI, LAUGAVEGI, KRINGLUNNI, LYNGHÁLSI, HÓLAGARÐI OG SKEIFUNNI 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.