Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1992, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1992, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1992. Spumingin Hvenær kemur sumarið? Ásthildur Björnsdóttir: Það kemur um miðjan júlí. Milla Guðbjartsdóttir: Það kemur ekkert í ár. Ég man ekki eftir að það hafi nokkurn tíma áður snjóað í júní. Marinó Melsteð: Það kom á sumar- daginn fyrsta. Guðjón Einarsson: Eftir djasshátíð- ina á Egilsstöðum um helgina. Ingþór Guðmundsson: Sumarið kem- ur með vorinu. Helgi Ólafsson: Það er langt síðan að það kom. Lesendur______________________________________ Verkalýðsformenn, samstarfsnefndir og öskurapar: Hverjir ráða ferðinni? Félag um nýja fiskveiðistefnu fundar um veiðistýringu. Stefán Ámason skrifar: Tillögur um niðurskurð á þorsk- afla hér við land og einhver sam- dráttur í tekjum sem afleiðing af honum hefur sett allt á annan end- ann. Ráðamenn, sem koma fram á sjónarsviðið, kinka kolli í sífellu þeg- ar þeir eru spurðir hvort þetta hafl ekki áhrif á þjóðarbúskapinn til hins verra. Þeir mega ekki til þess hugsa að vera ekki sammála sérfræðingun- um, það gæti haft hörmulegar afleiö- ingar fyrir þá þegar kemur að kosn- ingum. Staðreynd er að enginn hefur neina sönnun handbæra um að þorskstofninn sé að minnka umfram aðra fiskstofna. Að boða hert aðhald er þó að sjálfsögðu af hinu góða og ber síst að vanmeta slíkar tillögur. Sparnaður er æ til góðs, sama hvar honum er beitt. Hitt, að sérstök samstarfsnefnd aðila vinnumarkaðarins og stofnun félags um nýja sjávarútvegsstefnu fari að marka tvenns konar stefnu í kjölfar tillagna um niðurskurð eða aðhald á stofni nytjafíska í hafinu, er glöggt merki þess að enginn veit hvaða stefnu skuli fylgt viö þessar aðstæður. Verkalýðsforingi boðar fjögurra mánaða veiðistopp og al- gjört bann viö útflutningi á ísuðum fiski, félagið um nýju sjávarútvegs- stefnuna boðar veiðistýringarkerfi í stað kvótakerfis (eins og kvótakerfið hafi ekki verið veiðistýringarkerfl?) og lýsir svo undrun sinni á tillögum vísindamanna um stórfelldan niður- skurð á þorskafla. Ég vil einfaldlega fá svör frá ríkis- stjóminni, helst sameiginlega, um hvað hún leggur til. Eöa að aðstand- endur hennar, flokkarnir tveir, hvor í sínu lagi, leggi fram sínar lausnir og leggi þær til grundvallar ákvörð- un sem staðið verður við í ákveðinn tíma, segjum næstu þrjú árin. Það er ófært að verkalýðsforingjar og samstarfsnefndir að viðbættum ein- hverjum öskuröpum leggi línurnar í þjóðmálum, a.m.k. á meðan við not- - umst við það lýðræðisfyrirkomulag sem nefnt er lýðræðislegast allra, að kjósa stjórnmálaflokka sem mynda svo ríkisstjórn. Er ekki ríkisstjórnin til þess að ráða fram úr vandanum? Eða hverjir ráða ferðinni? Álaf osshneykslið í rannsókn Gunnar Sigurðsson skrifar: í grein sem Valdimar Jóhannesson skrifaði í DV nýlega rifjar hann upp Álafosshneykslið, stærsta gjaldþrot íslandssögunnar. Frá því Álafoss- málið fór að taka á sig þá ankanna- legu mynd, sem síðar leiddi til gjald- þrots og uppskiptingar þessa gamal- gróna' fyrirtækis, hefur tiltölulega lítið verið um þaö fjallað og sannar- lega hefur málið allt ekki verið kruf- ið til mergjar af jafnmiklum víga- móði og önnur þar sem minna hefur verið í húfi. Ríkið hefur ekki séð ástæðu til að láta þá sem ábyrgð báru á rekstri Álafoss lengst af, eftir að ríkið kom til sögunnar með fjárútlát- um, beinum og óbeinum, svara til saka. Kannski er Álafossmálið þess eðlið að þar sem þar voru í stjóm meintir fjármálaspútnikar þjóðarinnar þá gildi um þá sérstök verndarákvæði sem gera þá stikkfrí, hvað sem líður meöferð þeirra á almannafé og stöð- ugum þrýstingi þeirra á fjáraustur úr ríkiskassanum á meðan aðstaða þeirra dugöi til. Fyrrverandi forstjóri og stjómar- formaður Flugleiða, fyrmm ráð- herra til margra ára og háskólapró- fessor, fyrrv. háskólarektor, svo og hagfræöingur, kaupfélagsstjóri og forstjóri SIS, virðast hinir ósnertan- legu. Að ógleymdum stjómendum Landsbankans, Framkvæmdasjóðs íslands eða Byggðastofnunar. Það er meira en nóg komið af því að menn í ábyrgðarstöðum sleppi undan þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir eðli málsins samkvæmt. Það má ekki verða happa- og glappaaðferð sem notuð er þegar fyrirtæki eru tekin til rannsóknar við gjaldþrot. Það er því ekki að ástæðulausu sem margir furða sig á því aö Álafossmálið skuli ekki hafa sætt lögreglurannsókn og meðferð dómstóla. Það hlýtur aö vera skylda stjórnvalda að hlutast til um að svo verði gert sem fyrst. Fálkaþjófar frjálsir ferða sinna? Tómas Jónsson hringdi: Við íslendingar bmgðumst ókvæða við þegar þýskir ferðamenn urðu uppvísir að því að stela hér fálkaeggj- um til flutnings frá landinu. Mikil rekistefna varð á sínum tíma út af þessu máli og lögreglan var um tíma látin leita í bílum erlendra ferða- menna sem fóm héðan. Nú er skörin tekin að færast upp í bekkinn með því að íslendingar sjálfir em staðnir aö því að stela, ekki fálkaeggjum, heldur fálkaungum og fara með þá úr landi. Meðferð þjófanna á ungunum var ekki betri en svo að annar unganna var brotinn á báðum fótum og var hann aflífaður við töku þjófanna á leið sinni frá Danmörku til Þýska- lands þar sem þeir ætluöu að selja ungana fyrir eina milljón króna hvom. Alltaf hafa svona óþokkar vit „Lögreglan var um tíma látin leita í bílum erlendra ferðamanna sem fóru héðan.“ Er þörf á að leita á íslendingum við brottför? á að verðleggja þýfi. Það sem mig undrar mest er hvern- ig tekið er á þessu máli í byrjun af íslenskum yfirvöldum. í fréttum um málið er þessum þjófum svo sem ekki hælt fyrir vikið en þeim er þó ekki álasað heldur. Einfaldlega sagt að þeir séu nú frjálsir ferða sinna en verði handteknir við heimkomu frá Danmörku. Kannski koma þessir fálkaþjófar hingað heim beint í fang- ið á lögreglunni, kannski ekki. Engin sönnun er fyrir þvi á þessari stundu að þeir hafi nokkum áhuga á að koma hingað til að taka út refsingu fyrir athæfið. Það er heldur engin vissa fyrir því að íslenskir fálkaþjóf- ar verði látnir sæta nokkurri refs- ingu fyrir vikið. Furðulegt er að ís- lensk yfirvöld skuh ekki hafa látið dönsku lögregluna handtaka menn- ina fyrir fullt og fast og senda þá heim í járnum eins og vera bar. Hringið í síma 63 27 00 millikl. 14 og 16 -eða skriíið Nafn og símanr. verður að fylgja bréfum DV Núvantar flugfélag! Þröstur hringdi: Með síðustu atburðum í ferða- þjónustugeiranum þegar Flug- ferðir Sólarflug lokuöu öllum að óvömm er komið að tímamótum í þessum málum hér á landi að mínu raati. Það er ekki hægt að búa við það til lengdar að hér sé í raun aðeins einn nógu sterkur aðili eða samsteypa sem ráði lög- um og lofum í þessari grein. Vist er það góð trygging að vita af ílugfélagi sem hægt er að leita til þegar allt um þrýtur eins og nú hefur sannast, Frambúðar- lausnin hlýtur þó að vera sú að annað flugfélag sé til staöar til að viðhalda samkeppni í Iram- boði og eftirspum. Stærð þess og umsvif era svo umræðu þörf. Þung sök þing- manna Gusti hringdi: Ég get ekki látið hjá líöa að ásaka alþingismenn harðlega fyr- ir að sinna ekki betur neytenda- vemd en þeir gera þegar á heild- ina er litið. Gott dæmi um þetta er fall ferðaskrifstofunnar Flug- ferða Sólarflugs. Eftir gjaldþrot ferðaskrifstofunnar Veraldar var lagt fram á Alþingi frumvarp sem gerði ráð fyrir að ferðaskrifstofur legðu fram tryggingar er dygðu til þess að tryggja þeim sem hefðu greitt inn á ferð, en ekki hafið ferðina, fullar bætur fyrir það sem hann heföi greitt ef ferða- skrifstofa stæði ekki viö skuld- bindingar sínar. - Þessu höfðu þingmenn lítinn áhuga á enda málið ekki afgreitt á Alþingi. HitierogStalín hjálparheilur Þ.P. skrifar: Líklega má telja þá kumpána, Adolf Hitler og Jósef Stalin mestu hjálparhellur Islendinga. Þá fé- lagana sem settu allt á annan endann í heiminum hefur liklega ekki granað að ura leið hæfist eins konar gullaldartími fyrir okkur íslendinga. - Hitler var höfundur heimsstyrjaldarinnar og Stalín var talinn höfundur kalda stríðsins. Kalda stríðið hélt öllu í spennu hér á landi og varð til þess að sú uppbygging sem nú sér hér staði hófst. Grundvölluð á því að Bandarikin sáu sér hag í því að halda vemdarhendi yfir íslandi. Við íslendingar eram þeim eðlis- þáttum gæddir að þiggja meö þökkum hvers konar forsjá, hvort sem hún er af erlendu valdi eða bara innlend ríkisforsjá. - Nú er hvort tveggja að leggja upp laupana. Enga hvarfa- kúta, takk ökumaður hringdi: Ef það er rétt sem sagt er aö reglur um hvarfakúta á allar bif- reiðir hækki verð þeirra um rúm 60 þúsund krónur, auk þess sem þeir komi alls ekki að tilætluðum notura, segi ég einfaldlega: Enga hvarfakúta, takk. Viö megum ekki sífellt vera að setja nýjar og nýjar reglur sem eru utan og ofan víð eölilega skynsemi. HmmíH rnlrlr A CiDlllin rOKK 3 Hitt-níu-sex Sigurjón Skæringsson hringdi: I lesendabréfi í DV 22.6. er kvartað yfir skorti á rokktónlist. Við hér á Hitt-níu-sex eram ein- mitt með rokktónlist í mun meiri mæli en aðrar útvarpsstöðvar. Ofanritaður er lika með sér- stakan rokkþátt mllli kl. 22 og 01 alla mánudaga. Þannig ættu allir aö finna eitthvaö við sitt hæfi í tónlistarflutningi okkar stöðvar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.