Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1992, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1992, Síða 30
58 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNI' 1992. Afmæli Vilhjálmur Bjami Vilhjálmsson Vilhjálmur Bjarni Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri íslenskrar get- spár, Glæsibæ 20, Reykjavík, er sex- tugurídag. Starfsferill Vilhjálmur lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskólanum í Hafnar- íirði 1960, lauk símvirkjaprófi frá Póst- og símaskólanum 1962 stund- aði nám í rafeindavirkjun og öðlað- ist meistarabréf í þeirri grein 1985. Auk þess hefur Vilhjálmur stundað ýmis námskeið í tölvufræðum og stjórnunarfræðum, stundaði nám- skeið fyrir leiðbeinendur á Dale Carnegie námskeiðum í Pittsburgh í Bandaríkjunum 1972. Vilhjálmur var línumaöur, síðan símvirki og loks deildarstjóri hjá Pósti og síma 1947-74, var leiðbein- andi á Dale Camegie námskeiðum á vegum Stjórnunarfélagsins 1973-80, framkvæmdastjóri við eigin atvinnurekstur (ljósritun, fjölritun og íleira) 1974-77, stundaði sölustörf ogfleira í Danmörku 1977-79, starf- aði að málefnum heyrnarskertra m.a. hjá Félagi heyrnarlausra 1980-85 og hefur verið fram- kvæmdastjóri íslenskrar getspár frá 1986. Vilhjálmur sat í stjórn Félags ís- lenskra símamanna 1965-74, sat í stjórn Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra 1966-84 og var for- maður þess fyrstu þrjú árin, var rit- stjóri Símablaðsins 1968—74, situr í stjórn Öryrkjabandalags íslands frá 1981 og var formaður þess 1983-85, var fulltrúi Félags heyrnarlausra í Norðurlandaráði heyrnarlausra 1973-81, sat í stjórn Norrænnar stofnunar, Dov-Blindes Uddannel- sescenter, 1984-86, sat í stjórn íþróttafélagsins Fylkis 1971-72 og er félagi í Oddfellowreglunni frá 1983. Vilhjálmur er heiðursfélagi í Félagi heyrnarlausra frá 1987. Fjölskylda Kona Vilhjálms er Guðrún Árna- dóttir, f. 19.12.1933, skrifstofumað- ur. Hún er dóttir Árna Helgasonar, f. 21.12.1887, d. 19.11.1968, skipa- smiðs, og Jóhönnu S. Tómasdóttur, f. 28.3.1896, d. 28.3.1971, húsmóður. Börn Vilhjálms og Guðrúnar eru Vilhjálmur Guðmundur, f. 23.6. 1955, auglýsingateiknari, Jóhanna Sigríður, f.22.9.1958, sjúkraliði og húsmóðir; Haukur, f. 19.4.1963, framkvæmdastjóri; Unnur, f. 4.6. 1964, táknmálstúlkur og húsmóðir. Systkini Vilhjálms eru Reynir Vil- hjálmsson, f. 7.8.1934, garðarkitekt; Jóhannes Vilhjálmsson, f. 6.4.1936, framkvæmdastjóri; Ásthildur Margrét Vilhjálmsdóttir, f. 14.10. 1937, húsmóðir. Foreldrar Vilhjálms voru Vil- hjálmur Páll Vilhjálmsson, f. 28.5. 1893, d. 18.7.1948, verkamaöurí Reykjavík, og Halla Bjarnadottir, f. 17.8.1900, d. 2.1.1990, húsmóðir. Ætt Vilhjálmur Páll var sonur Vil- hjálms Bessa, b. í Tungu, Pálssonar, b. á Hóli í Önundarfirði, Sigurðsson- ar, b. á Hóli, Þorlákssonar, b. á Hóh, Sigurðssonar. Móðir Páls Sigurðs- sonar var Anna Eyjólfsdóttir, b. á Kroppstöðum í Önundarfirði, Sig- urðssonar, og Vilborgar Guðmunds- dóttur. Móðir Vilhjálms Bessa var Kristín Hákonardóttir, b. í Tungu í Holtssókn, Hákonarsonar, og Krist- ínar Sigurðardóttur. Móðir Vilhjálms Páls var Margrét Jónsdóttir, b. á Króki á Rauðasandi, Ólafssonar, og Sigríðar Halldórs- dóttur, b. á Gili í Bolungarvík, Bjarnasonar. Móðir Sigríðar var Margrét Halldórsdóttir af Arnar- dalsætt. Halla var dóttir Bjarna, b. á Leið- ólfsstöðum, Sæmundssonar, b. í Miðhúsum í Flóa, Steindórssonar, óðalsb. í Stóru-Sandvík, Hannesson- ar, b. í Stóru-Sandvík, Guðmunds- sonar. Móðir Steindórs var Vigdís Steindórsdóttir, b. í Auðsholti, Sæ- mundssonar. Móðir Sæmundar Steindórssonar var var Arnþrúður Sæmundsdóttir frá Auðsholti. Móð- ir Bjama var Soflía Einarsdóttir. Vilhjálmur Bjarni Vilhjálmsson. Móðir Höllu var Hildur Bjamadótt- ir, b. á Leiðólfsstöðum, Jónssonar, b. í Holti, Pálssonar, b. í Haga í Eystrihreppi, Sverrissonar. Vilhjálmur tekur á móti gestum miðvikudaginn 24.6. klukkan 17.00- 19.00 í Skipholti 70, II. hæð. Marsibil Bemharðsdóttir Marsibil Bernharðsdóttir, fyrrum kaupkona, Bjarnarstig 11, er áttræð ídag. Starfsferill Marsibil fæddist aö Kirkjubóh í Valþjófsdal í Önundarfirði og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf. Hún var í Laugarvatnsskóla vet- uma 1929-30 og 1930-31 en hefur síðan nær óslitið átt heima í Reykja- vík. Marsibil stundaði margháttuð störf framan af ævi, lengst af við saumaskap á saumastofunni Spörtu en einnig á afgreiðslu Tímans og víðar. Árið 1967 keypti hún leik- fangaverslun að Vesturgötu 3 og nefndi hana Stokkinn en verslunin varð með tímanum að fornmuna- verslun, síðast til húsa að Skóla- vörðustíg 21. Marsibil hætti versl- unarstörfum fyrir rúmu ári. Jafn- framt þessu stundaði hún smábú- skap, ásamt manni sínum, við Rauðavatn um árabil og rak þar m.a. allstórt hænsnabú. Fjölskylda Marsibil giftist 27.3.1949 Stefáni Illugasyni Hjaltalín, f. 27.3.1905, d. 30.9.1982, hafnarverkamanni í Reykjavík, ættuðum úr Eyrarsveit á Snæfellsnesi og Dölum. Fyrir hjónaband átti Marsibil dóttur með Helga Vigfússyni frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, f. 21.12.1910, sem nú er látinn, kenn- ara og kaupfélagsstjóra. Dóttir þeirra er Helga Kristín Hjörvar, fyrrv. skólastjóri Leiklistarskóla ís- lands og nú formaður fram- kvæmdastjórnar Listahátíðár 1992, gift Úlfi Hjörvar rithöfundi og eiga þautvöbörn. Börn Marsibilar og Stefáns Hjalta- lín: Birgir Hjaltalín, f. 3.2.1947, bú- fræðingur og bókbandsmeistari, í sambúð með Helgu Siguröardóttur, búfræðingi og bókbandsstarf& manni, og eiga þau tvö börn; Bern- harð Hjaltalín, f. 25.1.1949, mat- reiðslumaður, var kvæntur Þor- björgu Kristjánsdóttur fiskvinnslu- konu, og eiga þau fjögur böm; Gerð- ur Hjaltalín, f. 8.7.1951, bókbands- starfsmaður, gift Vilberg Sigtryggs- syni, bókbandsmeistara og fyrrum handknattleiksmanni, og eiga þau þijú börn; Torfi Stefánsson Hjalta- lín, f. 22.3.1953, sóknarprestur að Möðruvöllum í Eyjafirði, er kvænt- ur Kristínu Magnúsdóttur kennara og eiga þau sex börn; Anna Hjalta- lín, f. 22.8.1956, sjúkraliði, gift Stef- áni Jósafatssyni, búfræöingi og húsasmíðameistara, og eiga þau einn son, en Anna á auk þess son frá því fyrir hjónaband með Einari Sigurjónssyni; StefánHjaltalín, f. 1.5.1960, tæknifræðingur, kvæntur Jóhönnu Hjaltalín húsmóður og eiga þau tvö börn en Jóhanna á auk þess tvær dætur af fyrra hjóna- bandi. Marsibil á nú eitt langömmu- barn. Systkini Marsibilar: Kristín, f. 26.7.1910, d. 21.5.1924; Svava, f. 3.11. 1914, húsmóðir, ekkja eftir Guð- mund Bergmann Magnússon bif- reiðarstjóra og eignuðust þau fjögur börn; Ólöf, f. 24.2.1916, húsfreyja, gift Guömundi Hallgrímssyni, fyrr- um bónda á Grafargih í Valþjófsdal í Önundarfirði, eignuðust þau fjög- ur börn; Guðmundur Helgi, f. 24.8. 1918, d. 4.9.1940 ókvæntur og bam- laus; Guðrún Ágústína, f. 24.10.1919, gift Björgmundi Guðmundssyni, fyrram bónda á Kirkjubóli í Val- þjófsdal, og eignuðust þau fimm böm. Foreldrar Marsibilar vom Bern- harður Guðmundsson, stýrimaður og b. á Kirkjubóli, og kona hans, Járngerður Eyjólfsdóttir húsfreyja. Marsibil er að heiman á afmælis- daginn. Alexander Einbjömsson Alexander Einbjömsson iönaðar- maður, Lyngbrekku 8, Kópavogi, er sjötugurídag. Starfsferill Alexander fæddist í Borgarholti og ólst upp á heimili foreldra sinna, fyrst í Borgarholti til tólf ára aldurs og síðan í Straumfjarðartungu í Miklaholtshreppi. Alexander flutti tií Reykjavíkur 1945 og hóf þá nám í smíðadeild Handíðaskólans í Reykjavík. Þaðan lauk hann námi 1947 og stundaði eftir það ýmsa verkamannavinnu en hefur rekið eigið smíðaverkstæði fráárinu 1964. Fjölskylda Álexanderkvæntist9.3.1956 Helgu Bogadóttur, f. 9.3.1932, sjúkrahða en hún er dóttir Boga Friðrikssonar, verslunarmanns á Seyöisfirði, og Þórunnar Vilhjálms- dótturhúsmóður. Börn Alexanders og Helgu eru Þóra Alexandersdóttir, f. 4.12.1955, sjúkrahði; Ragnheiður, f. 20.3.1959, starfsstúlka; Björn, f. 5.10.1962, fóstri; Öm, f. 2.2.1966, kennaranemi. Systir Alexanders er Vigdís Ein- bjarnardóttir, húsmóðir í Borgar- nesi. Foreldrar Alexanders voru Ein- björn Þórðarson, f. 16.4.1887, d. Alexander Einbjörnsson. 13.11.1957, b. í Straumljarðartungu, og Ragnheiður Kristjánsdóttir, f. 30.8.1883, d. 27.4.1966, húsfreyja. Alexander er að heiman á afmæl- isdaginn. Til hamingju með afmælið júní _ Jón Sigurðsson, Breiðabliki 7, Neskaupstað. _ Andrés Kristj án Guðlaugsson, Langholtsvegi48, Reykjavík. 50ára 24. 80 ára Lárus Sveinsson, Skógargötu 18, Sauðárkróki. 75ára Guðmundur Magnússon, Hamrahlíð 27, Reykjavík. Guðbjörg Ingimundardóttir, NorðurgötuSl, Akureyri. Haraldur Sigurjónsson, Hverösgötu 45, Hafnarörði. Róðhildur Ámadóttir, Flyðrugranda6, Reykjavík. Geir Tryggvason, Steinum IV, Austur-Eyjafjalla- hreppi. Emma Jóhannsdóttir, Birkiteigi 6 A, Keflavík. 70 ára Inga Björnsdóttir, Goðábyggð ll, Akureyri. 60ára Henny Þórðardóttir, Háengi 17,Selfossi. Kristín Pálína Ólafsdóttir, Hólavegi 23, Sigluörði. Hafliði Sigurðsson, Laugarvegi 1, Sigluöröi, Ása Guðrún Ottósdóttir, Kleppsvegi 42, Reykjavík. Guðmundur Grettisson, Digranesvegi 61, Kópavogi. Kristrún Guðnadóttir, Hólalandi 16, Stöðvarörði. Ingibjörg Sigfúsdóttir, Logafoldl90, Reykjavík. Guðmundur Valgeir Hallbj öms- son, Aöalgötu 51, Suðureyri. 40 ára Hulda Margrét Traustadóttir, Munkaþverárstræti 16, Akureyri. Jóhanna Margrét Guðlaugsdótt- ir, Síðuseh 7, Reykjavík. Þuríður Fanney Árnadóttir, Norðurbyggð 6, Akureyri. Richard Hiliyard, Lyngholti 7, Keöavík. Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Hvammshhð 7, Akureyri. Ragnar Ingólfsson, Sæbólsbraut 37, Kópavogi. Jónas M. Bjamason Jónas M. Bjarnason, Skeiðarvogi 1, Reykjavík, er fertugur í dag. Jónas fæddist í Reykjavík en ólst upp í Garðabænum. Hann hefur starfað á Reykjalundi frá 1983. Fjölskylda Bræður Jónasar em Haraldur Bjamason, f. 27.5.1949, kvæntur Auði Sigurðardóttur en þau reka verslun í Reykjavík; Bjami Svavar Bjamason, f. 27.10.1953, húsasmiður og nú nemi í Svíþjóð, kvæntur Fríði Pétursdóttur, nema í hjúkranar- fræði. Foreldrar Jónasar vora Bjami Össur Jónasson, f. 8.3.1900, d. 8.7. 1982, verslunarmaður í Reykjavík, Jónas M. Bjarnason. og Svava Haraldsdóttir, f. 1.2.1920, d. 16.1.1991, hjúkranarfræðingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.