Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1992, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1992, Qupperneq 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjóm - Auglýsíngar - Áskrift - Dreifing: Sími 03 27 00: Vetrarveöur: Áframhald- andinorðan- hraglandi - snjór á fjallvegum Út þessa viku og fram á helgina er búist við áframhaldandi norðanátt. Nokkuð mikiil vindur verður um landið vestanvert á fostudag og laug- ardag. Einar Sveinbjörnsson veður- fræðingur segir að hitinn á Vestfjörð- um og á Norðurlandi verði 2 til 6 stig en 5 til 10 stig annnars staðar á land- inu, það er að deginum en kaldara verður á nóttunni. Einar Sveinbjömsson segir að erf- itt sé að segja til um hversu mikil úrkoma verði næstu daga, en það sem kemur veröur kalsarigning eða slydduél nema á heiðum og íjöllum, þar er hætta á að snjói. Öli skilyrði verða til hálku á fjallvegum. Samkvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni er gert ráð fyrir að allir fjall- vegir verði færir í dag. Vitað er um hálku á Breiðadalsheiði og Botns- heiði. Vegagerðin skorar á vegfar- endur aö leita sér upplýsinga áður en lagt er af stað í ferðalög. Ferðafólk hefur^víða lent í vand- ræðum vegna veðursins. Sem dæmi má nefna að í gær var Lágheiði ófær _ nema fyrir stóra bOa. í Víkurskarði var mikil hálka og bylur og þá var hálka á Holtavörðuheiði. Sama er að segja af Breiðadals- og Botnsheiði, en þar var þungfært í gær og heið- arnar erfiðar. Ekki er vitað um nein veruleg óhöpp eða slys sökum veð- ursins. -sme SnjókomaáSiglu- firðiímorgun „Þaö snjóar hér núna, hvítt yfir öllu og dimmt yfir að líta. Á götunum er mikið slabb og bleyta," sagði lög- reglumaður á Siglufirði við DV í morgun. Hann sagði jafnframt að ^^.Lágheiðin væri ófær. Á nær öfiu Norðurlandi var mjög kuldalegt yfir aö líta í morgunsárið. Á Ólafsfirði voru götur skafnar í morgun. „Það var ótrúlegt hvað snjóaði mikið í gær. Þegar ég fór upp á Lág- heiði í gærkvöldi var um metraþykkt snjólag á köflum. Utan vegar var hvítslétt yfir að hta. Það fylltust öll gil og skorningar. Bændur voru að reka féð heim og björgunarsveitar- menn að hjálpa," sagði Jón Kon- ráðsson, lögreglumaður á Ólafsfirði. Á Húsavík og Akureyri var grátt niður undir fjallsrætur. Svipaða sögu var að segja frá Sauðárkróki. Þar var autt í miðbænum en allt orðið hvítt í íbúðarhverfum í efri hluta bæjar- —^ins. „Þetta er skelfilegt," sagði Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki. A Blönduósi var allt auttíbyggöengráttífjöllum. -ÓTT LOKI Þýðir það gott haust ef júní og júlí frjósa saman? Einokun Hugleiða jar mm w m m íMiim *&wmŒkww VTIUii VviOð ðTlvll Þröstur Ólafsson, aðstoðarmað- ur utanrikisráðherra, segir að á næstu dögum verði þess óskað að samningur viö Flugleiðir, um fraktafgreiðsiu á Keflavíkurflug- velli, verði endurskoöaður -tíl að fleiri aðilar geti tekið að sér fraktaf- greiðslu á vellinum en Flugleiðir. í samningi, sem gerður var milli utauríkisráðuneytisins og Flug- leiða í desember 1991, segir orðrétt: „Utanríkisráðunejdið getur óskaö eftir að samningsákvæði um af- greiðslu fraktvéla verði tekið tíl endurskoðunar hvenær sem er á samningsumamun ef ætla má að umtalsveröar breytingar veröi á fraktflutningum ölog frá Keflavik- urflugvelli að mati ráöuneytisins, m.a. í tengslum við iðnaðarsvæði." - Orðalag greinarinnar bendir til að ráðuneytiö geti einungis óskað eftir endurskoðun og er þá ekki í : valdi Flugleiða hvort þeir viþa end- urskoða þetta ákvæði eða ekki? „Það var aldrei um annað talaó en að það yrði efnislega tekið á þessu máli. Þeir vildu að þetta yrði orðað svona enda var skihiingur allra sá sami. Ég tel ekki nokkra ástæðu til að ætla annað en þeir kannist vlð það. Ég á ekki von á að Flugleiöamenn gangi á bak orða sinna," sagði Þröstur Ölafsson. „Um sumarið 1991 sögðum við þessum samningi upp og sögðumst vilja breyta ákvæði hans á þaxm veg að hægt yrði að opna fraktflug- iö ef aðstæður breyttust. Það hefur verið okkar skoðun að fram til þessa hafi ekki verið vöruforsend- ur fyrir opnun. Það er dýrt og mörg rök sem mæla með því að þaö sé ekki heppilegasta kerfið að hafa þetta frjálst. En ef þessar aðstæður breyttust, það er ef væri von á meiri flutningum, þá væri það al- : veg augljóst að við viljum opna. Þess vegna var samið upp á nýtt og þaö eina sem breyttist í samn- ingnum var þetta ákvæði, að við gætum einhliða farið fram áendur- skoðun og við sögöum þeim mjög greinilega aö sú endurskoðun þýddi að við ætluðum að opna fyrir fraktina,“ sagði Þröstur Ólafsson. -sme Stapinn var þéttsetinn í gærkvöldi er fundað var um atvinnumál á Suður- nesjum. Einkum höfðu starfsmenn á Keflavikurflugvelli áhyggjur. Á inn- felldu myndinni er Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra sem var sérstaklega boðaður á fundinn. DV-mynd Ægir Már Veðriðámorgun: Snjókorn á heiðum norðanlands Á hádegi verður norðlæg átt um vestanvert landið. Rigning eða slydda verður öðru hverju á Vest- fjörðum og vestan til á Norður- landi en snjókom á heiðum. Suð- vestanlands verður skýjað. Austan til á landinu verður hæg suðvestlæg átt, lítils liáttar súld eða rigning sums staðar suðaust- anlands en á Norðausturlandi er búist við þurru veðri. Veðrið í dag er á bls. 60 FunduríStapa: Fjöldauppsagnir hjáVamarliðinu Ægir Már Káxason, DV, Suðnmesjum; Á þriðja tug starfsmaima Vamar- liðsins hefur verið sagt upp störfum og óttast menn að til frekari upp- sagna kunni að koma á næstunni. Þeir fjölmenntu á fund sem stéttarfé- lögin á Suðurnesjum stóðu fyrir í Stapa í gærkvöldi og lýstu áhyggjum sínum. Einkum beindu þeir máli sínu til Jóns Baldvins Hannibalsson- ar utanríkisráðherra sem boðaður var'sérstaklega á fundinn. Jón Baldvin reyndi að slá á ótta vallarstarfsmanna og kvaðst hafa skipað nefnd í samráöi við forsætis- ráðherra til að endurmeta grundvall- arþætti í utanríkis- og vamarmálum þjóðarinnar í samráöi við Atlants- hafsbandalagið og bandarísk stjórn- völd. Nefndinni er ætlað að skila áfangaáhti í október og endanlegum niðurstöðum um áramót. Á fundinum kom fram mikil óánægja með að bandarískir þegnar væru ráðnir í ýmis störf á Vellinum í stað íslendinga. Á veitingaStaðnum Wendy ynnu til dæmis einungis Bandaríkjamenn, alls 62 manns, flestir í hlutastörfum. Alls em um 500 Bandaríkjamenn í borgaralegum störfum á Vellinum. Mest selda pasta á Ítalíu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.