Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1992, Side 12
12
FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992.
Spumingin
Ætlarðu í útilegu í sumar?
Bryndís Halldórsdóttir: Já, bara eitt-
hvaö, þangað sem gott er veður.
Hrafnhildur Jónsdóttir: Nei, ætliþað.
Guðni Már Harðarson: Ekki svo ég
viti. Ég fer í sumarbúðir í Vatnaskóg
16. til 24. júlí.
Hjörtur Líndal Stefánsson: Ég hef
þegar farið í útilega á Laugarvatn,
en fer örugglega aftur.
Signý Sigurlaug Tryggvadóttir: Já,
ég ætla í Mjóafjörðinn.
Astrid Rún Guðfinnsdóttir: Ég ætla
til ömmu í Danmörku.
Lesendur
Fall ferða
skrifstofanna
Þorsteinn Einarsson skrifar:
Nýlegt fail tveggja ferðaskrifstofa
og íjármálaraunir fjölda manna sem
skiptu við þessi fyrirtæki sýnir að
neytendur hér á landi eiga ekki í
mörg hús að venda þegar þeir verða
fyrir svikum í viðskiptum eða mæta
óprúttnum fjárglæframönnum sem
sýna saklausum viðskiptavinum í
tvo heimana. Ég er ekki að segja að
það séu fjárglæfrar að selja fólki ferð-
ir með lögvemduðum hætti eins og
ferðaskrifstofum er gert að skyldu.
Lögvemdin virðist hins vegar ekki
ná til viðskiptavina nema að mjög
takmörkuðu leyti þegar þeir em
sviptir að fuUu fjármunum sem þeir
greiddu hinu fallna fyrirtæki. Og þá
fyrst fara þolendur að tala um
fjárglæfra, og það með réttu, þegar
þeir sjá framkvæmdastjóra íúnna
fóllnu fyrirtækja standa með báða
fætur jafna á jörðinni og halda jafn-
vel áfram að sperra stél eftir að hafa
orðið uppvísir að því að hafa haldiö
áfram að reka fyriftæki sín þegar
þau vora löngu komin í skít og skötu-
líki. - Það er því ekki óeðlilegt að
hyggjast hefna harma sinna eftir að
fyrirtæki hefur hlunnfarið þá hrap-
allega og haft af þeim fjármuni.
Það er svo enn og aftur spuming
hvers vegna fjárglæfrar af því tagi
sem skilja hundrað manna eftir fjár-
vana svo tugþúsundum skiptir eru
teknir þeim vettlingatökum sem
raun ber vitni. Þeir sem fyrir barðinu
verða era það sárir og reiðir að þeir
hafa fulia ástæðu til að krefjast þess
að menn sem verða uppvísir að svik-
Flugferðir-Sólarflug er önnur tveggja ferðaskrifstofa sem hafa fallið í valinn
með stuttu millibili. Hún opnaöi útibú í Borgarkringlunni í byrjun apríl.
um í þessum dúr - segjum bara þjófn-
aði - séu teknir úr umferð. - Eða er
kannski litið á svona mál sem öðru-
vísi glæpi en þegar menn fremja rán
á götu úti? Ég bara spyr.
Neytendasamtökin hafa brugðist
hart við þessum síðustu áfóllum í
ferðaþjónustunni og það má þakka
þeim að viðkomandi ráðuneyti hefur
þó neyðst til að lofa frekari aðgerðum
til að tryggja almenningi betri stöðu
gagnvart ferðasöluaðilum. Það er
líka í verkahring ráðuneyta að fylgj-
ast vel með því að sömu mönnum
og standa keikir og bísperrtir reiðu-
búnir að hefla rekstur á nýjan leik
takist ekki a’ð hefja leikinn að nýju
á sama grunni eða á öðram vett-
vangi athafnalífsins.
Óréttmætar ásakanir á f orsetann
Þórarinn Björnsson skrifar:
Ég var meira en ósammála ásökun-
um í tveimur lesendabréfum í DV
hinn 19. júní sl. á hinn ástsæla for-
seta okkar, Vigdísi Finnbogadóttur.
Hvar hafa þessir tveir herrar, sem
að forsetanum veitast, veriö síðan
Vigdís tók við embætti forseta? Ég
bar ekki gæfu til að kjósa Vigdísi
þegar hún bauö sig fyrst fram til for-
seta. Ég þekkti ekkert til þeirrar
mætu konu er hún starfaði við leik-
hús, því á þeim tíma var ég sjómað-
ur, og fór því miður aldrei í leikhús.
- Hitt var að ég þekkti Albert Guð-
mundsson og vissi að hann var víð-
sýnn og hæfur maður og því kaus
ég hann.
Eftir að Vigdís varð forseti get ég
ekki hugsað til þess að hún hefði
ekki gefið okkur Islendingum kost á
sér sem forseta meðan heilsa endist
og vilji hennar stendur til embættis-
ins. Eg öfunda ekki þann mann eða
konu sem tekur við embætti af henni.
Og satt að segja þekki ég engan sem
er hæfur til að setjast í hennar sæti.
Við eigum að sönnu mikilhæft fólk
en ég efa að nokkur eigi eftir að aug-
lýsa og kynna ísland betur á alþjóöa-
vettvangi en Vigdís hefur gert. Sumir
hafa gagnrýnt hana fyrir ferðalögin.
En hve miklu hafa ekki þau ferðalög
skilað í verðmætum? Markaðssetn-
ing var í molum og forsetinn hefur
bætt þar úr svo ekki verður um viUst.
Ég minnist ekki að Vigdís hafi gefið
formlegt loforð um að hún gegndi
ekki embættinu nema tvö kjörtíma-
bil. Lúðvíg Eggertsson segir að það
ætti að vera frjálst aö gagnrýna for-
setaembættið sem slíkt, vald forseta,
kjörtímabil, aldurstakmark o.fl. líkt
og tvær konur hafi gert nýlega - fari
vel á því meðan kona situr í embætt-
inu. Það er skaði að Vigdís skuli ekki
hafa vald til að hafa áhrif á ákvarö-
anir og framkvæmdir stjómmála-
manna. Ég er viss um að það yrði til
gagns í þrengingum okkar.
Lán til eyðslu og athaf na?
Garðar skrifar:
Einstaka menn hér á landi eru enn
við sama heygarðshomið og hafa
ekki skihð eða vilja ekki skilja að nú
hefur lukkuhjólið snúist í höndum
okkar íslendinga um skeið og þörf
er á spamaði. Þessir menn leggja það
til að nú verði tekin erlend lán, m.a.
til þess að skapa atvinnu fyrir þá sem
missa vinnu vegna niðurskurðarins
- eins og kemur fram hjá Ragnari
Stefánssyni í kjallaragrein í DV sl.
Bréfritari segir erlendar lántökur og gengislækkun ekki vera á borðinu.
mánudag. Og Ragnar er ekki einn
um þessa skoðun. Margir aörir, jafn-
vel stjórnmáiamenn sem ættu nú að
vita betur (þ.á m. sumar þingkonur
Kvennalistans), hafa lagt hart að
ráðamönnum að grípa til erlendrar
lántöku.
Auövitað er flestum mönnum ljóst
að erlend lán til eyðslu og athafna á
þessum tímum era glapræði sem
myndi endanlega setja allt úr skorð-
um. Spamaöur er eina ráðið sem við
getum gripið til eins og á stendur.
Það einkennilegasta við hugmyndina
um erlendar lántökur nú er að hún
er aöallega sett fram af þeim aðilum
sem áður hafa mest rætt um að hér
lifi menn um efni fram og hafi lengi
gert. - Hvað er nú t.d. orðið um slag-
orð Kvennahstans um hina hagsýnu
húsmóður?
Kröfugerðir á hendur ríkissjóði og
ávísun á skattahækkanir era ekki
haldbærar lengur. Nú er það fólkið
sjálft, einstaklingamir, allir sem
einn sem þurfa að axla byrðamar. -
Erlend lán, gengislækkun og enda-
laus ríkisaðstoð era einfaldlega ekki
á borðinu aö svo stöddu.
Siguröur skrifar:
Allir tala um hversu mikill
fjöldi útigang8roannaséu í miðbæ
Reykjavíkur. Því miöur er þetta
rétt oglítilprýðiað þessum vesal-
ings mönnum. Við sjáum iðulega
erlenda ferðameim vera að
mynda þennan biett á borginni
sem þeir samiarlega eru meöan
þeir era svona á sig komnir.
Þetta ætti að vera öllum borgar-
fulltrúum áhyggjuefhi ef þeir
vijja líta með sanngimi á máhð.
Það er þó auðleyst meö því að
finna þeim stað sem þeir geta
dvalið á. Mér dettur í hug staður
; eins og Gunnarsholt þar sem þeir
gætu fengiö mat og e.t.v. hjálp.
Reykjavík má engan veginn
breytast i eíns konar rónaborg.
Svala skrifar:
Ég er ein þeirra kvenna sem
fmn ekki þörf til að hlaupa þótt
kynsystur minar láti boð út
ganga um að nú skulum viö kon-
ur sýna að viö séum engir eftir-
bátar karlanna. Kvennadagur,
kvennáhlaup, kvennahsti, þetta
er allt mögnuð múgsefiun. Hvað
segðu þessar konur ef karlar
efndu til sérstaks kariadags?
í kvennalilaupinu kannaðist ég
viö sumar kvennanna. Þar voru
m.a. tvær sem búa í dýram eín-
býhshúsiun en lóðimar kringum
húsin eru í megnustu órækt. Ég
held aö þeirn heföi t.d. verið hoh-
ari hreyfing að taka bara til í
garðinum hjá sér.
Parárslnsáum-
hverffisráðstefnu
Guðrún Magnúsdóttir hrmgdi:
Ég varð bæði sár og reið þegar
islenskir fiölmiðlar sögðu frá því
að forsetinn okkar, Vigdís Finn-
bogadóttir, og Fidel Castro, eini
einræðisseggurinn sem eftir er
frá kommúnistatímabilinu, hefðu
verið kosin „par ráðstefnunnar"
í Ríó. Mér skilst þetta hafi verið
hugmynd umhverfissinna á ráð-
stefnunni. Kann þó að vera minn
misskilningur.
Aö bendla forsetann okkar viö
einn mesta harðstjóra og kúgara
á Vesturlöndum er smán sem
ekki er við hæfi. Og svo bauð ein-
ræöisherrann frú Vigdísi f heim-
sókn til Kúbu svoffiótt sem auðið
yrði. Vonandi verður slíkt boð
afþakkað opinberlega.
Grimur hringdi:
í þjóðarsál rásar 2 hringja
margir kynlegir kvistir. Sl.
mánudag hringdi m.a. maður
sera mér skildist aö væri að taka
forystu í einhvetjum andlegum
málum heimsins. Stjórnandi
þáttarins virtist ekki átta sig í
fyrstu þvi maöurinn hóf inngang
sinn þannig að ómögulegt var að
átta sig á hvað hann var að fara.
Siðar i máli hans kom í ljós að
maðurinn var hreint snarkhkk-
aður og tók sfiómandinn þá til
við að reyna að losna við mann-
inn með því að óska honum góös
gongis og bata. Það er að verða
ahtof algengt að í þjóðarsál hringi
ruglukollar sem era beinlinis aö
koma sér á framfæri öllum til
leiðinda.
Engaatvinnu-
S.J. hringdi:
Flestum mun nú Jjóst að um
einhveija kaupmáttarskerðingu
eíhahagsástands. Eg vil vara viö
hugmyndum sem fram koma um
hvers konar atvinnubótavinnu,
t.d. eins og þeirri að landa öilum
sjávarafla hér heima. Það myndi
enn minnka tekjur þjóðarinnar.
Jöfh skipting aílans til vinnslu
og úfflutnings er besta leiðin.