Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1992, Síða 2
28
LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1992.
BOar
Nýja GSM-farsímanetið í gang í Evrópu:
Ömggari bílasímar sem
gefa aukna möguleika
- gamla NMT-kerfið verður áfram í fullu fjöri næstu árin
Farsímar hafa náð miklum vinsældum hér á landi og þykja i dag nauðsynlegur hlekkur í fjarskiptum.
Fá lönd í Evrópu hafa tekið bíla-
símanum eins opnum örmum og
Norðurlandaþjóðirnar og í því efni
erum við íslendingar engir eftirbátar
annarra.
Á þessu ári eiga sér stað umfangs-
miklar endurbætur á bílasimakerf-
inu í Evrópu því að í stað þess að
hvert land hefur meira og minna
verið að byggja upp sitt eigið kerfi
þá er um þessar mundir verið að taka
nýtt „samevrópskt" bílasímakerfi,
sem kallast „GSM-kerfið“ (Group
Special Mobile) og byggt er upp á
nýjustu digitaltækni, og í byrjum
mun það þjóna þéttbýlustu svæðun-
um í Evrópu, eins og nánar sést á
meðfylgjandi korti.
Þetta kerfi er þessa dagana að fara
í gang en reiknað er með því að það
verði að fullu komið í gagnið um
aldamótin. Kostir þess eru helstir í
digitaltækninni en kerfið, sem við
þekkjum hér á landi og nær raunar
um öll Norðurlöndin, NMT-kerfið
(Nordisk Mobil Telefon), er svokallað
analog-kerfi.
Auknir möguleikar
Til aö gefa innsýn í þá auknu mögu-
leika sem nýja GSM-kerfiö hefur upp
á að bjóða þá getum við nefnt dæmi:
Þegar einhver á erindi til Evrópu
í viðskiptaerindum og hefur pantað
sér bílaleigubO þá getur hann auð-
veldlega pantað hann með bílasíma
til að létta sér sporin. Með að heiman
hefur hann í veskinu lítið plastkort,
svipað kreditkorti, sem hann stingur
í rauf á símanum og á nokkrum sek-
úndum hefur kerfið tengt þennan
„nýja“ síma við bílasímanúmerið
heima og auðvelt er að hringja til
hans hvar sem hann er staddur og
þau samtöl sem hann hringir úr bíla-
leigubílnum eru skráð á símareikn-
inginn heima. BOasíminn heima bíð-
ur þess hins vegar að viðkomandi
komi heim aftur og stingi kortinu
góða í símann.
Þetta nýja kortakerfi kaOast SIM-
kort (Subscriber Identy Modules) og
er kortið að sjálfsögðu, líkt og önnur
slík kort með PIN-númeri, svo að
miðstöðin í heimalandinu geti gengið
úr skugga um að það sé réttmætur
korthafi sem er að nota símann og
eins hvort búið sé að greiða afnota-
gjaldið.
Þessi nýju kort gera það að verkum
aö notendur bOasíma eiga að geta
notað hvaða bOasíma sem er, hvar
sem er í Evrópu, hvort sem hann
hefur verið leigður eða viðkomandi
hreinlega fengið að skjótast í bOa-
síma hjá viðskiptavini en með þá
vissu að kostnaðurinn af samtalinu
skrifast á símanúmerið heima. Eins
geta þeir auðveldlega tekiö sinn eigin
farsíma með sér til útlanda og notað
hann þar.
Múramir falla
Hvarvetna í Evrópu eru múrar ein-
okimar og ríkisforsjár í símamálum
að faOa og meðal þeirra landa sem
verða fyrst til að tileinka sér þessa
nýju tækni í farsímamálum er Dan-
mörk. Frændur okkar eru þessa dag-
ana að taka nýja GSM-kerfið í notkun
en um leiö feOur úr gOdi sú einokun
sem „Statens Teletjeneste" eða
„Telecom“ hefur haft á símamálun-
um fram að þessu.
í flestum Evrópulöndum munu
veröa tO staðar einkafyrirtæki við
hOð ríkisreknu símafyrirtækjanna
sem eiga að veita þeim samkeppni. í
Danmörku heitir þetta nýja fyrirtæki
Sonofon og meðal eigenda þess er
Stóra norræna símafélagið sem á sín-
um tíma lagði sæstrenginn til ís-
lands. Þetta nýja félag og Teledan-
mark MobO munu starfa hhö við hOð
og þar sem þaö er ekki ætlunin að
þau selji sjálf símtækin en aðeins
„símakortin" verður það eflaust
spumingin upp á hvaða þjónustu
verður boðið með þessum nýju kort-
um.
Hér verður digitaltæknin notuð til
fuOs tO að tengja saman tölvur með
farsímanetinu og í raun er það tahð
svo að þessi nýja tækni verði það
fullkomin að það verði aðeins hug-
myndaflugið sem setji þjónustunni
mörk. í Danmörku hafa menn beðiö
spenntir eftir því hvaða þjónustu fyr-
irtækin tvö bjóða nú við upphaf
„nýrra farsímatíma" í Danmörku.
Notkun á telefaxi eða símbréfa-
tækjum er vel þekkt nú þegar í NMT-
símakerfinu og í framtíðinni verður
auðvelt að tengja pc-tölvur á kerfið.
Notendur koma til með að standa
frammi fyrir mun víðara vaO á not-
endabúnaði sem nú þarf að sam-
ræma mun betur en áður vegna þess
að a.m.k. 18 lönd eru aðOar að þessu
nýja símaneti. Þá mun aOs konar
aukabúnaður veröa mun fjölbreytt-
ari en fram að þessu og möguleikar
á tengingum á milO bOs og skrifstofu
verða mun fjölbreyttari en áður.
Þetta mun gera það að verkum að
sölumenn munu hafa mun beinni
aðgang að sölukerfum og lagerstöðu
fyrirtækja en áður þannig að nýja
kerfið gerir „skrifstofu á hjólum“ að
raunverulegra hugtaki.
Ekki hægt að
hlusta á samtöl
Eitt af því sem núverandi notend-
um farsímakerfisins kann eflaust að
þykja einna fréttnæmast við þetta
nýja símakerfi er að ekki verður
hægt að hlusta á símtöl í því líkt og
nú er hægt í NMT-kerfinu.
Annars spá þeir sem hafa fjallað
um nýja símakerfiö því aö núverandi
símakerfi (NMT) muni halda veOi
enn um árabO, einkum vegna þess
að notendabúnaðurinn verður sífeOt
ódýrari vegna þess að þegar er búið
að afskrifa stofn- og hönnunarkostn-
að. Þetta virðist aOa vega í dag veröa
raunin ef marka má fyrstu viðbrögð
við GSM-kerfinu. Þó kunna að verða
á þessu breytingar á ailra næstu
árum því að greinOegt er að bæði
framleiðendur notendabúnaðar og
eins símafyrirtæki einstakra landa
virðast ætla að byggja upp nýja kerf-
ið hraðar en eldra farsímakerfið var
á sínum tíma. Ein meginástæðan tO
þessarar hröðu uppbyggingar er sú
að þótt símatækin fyrir nýja kerfið
séu í úthti ekki frábrugðin „gömlu"
tækjunum þá eru þau hlaðin nýrri
tækni sem hefur kostað miOjarða að
þróa og þeim vOja menn ná tO baka
sem fyrst.
Samkeppni á
breiðari grundvelli
Eitt getur líka flýtt framþróun nýja
kerfisins en það er sú staðreynd að
Nýja GSM-kerfið á íslandi:
Byrjum jafnvel strax á næsta ári
- segir Þorvarður Jónsson, framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs Pósts og síma
„Fyrstu framkvæmdir við nýja
GSM-farsímakerfið eru á fiár-
hagsáætlun okkar fyrir næsta ár,“
segir Þorvarður Jónsson, fram-
kvæmdasfióri fiarskiptasviðs Pósts
og síma, þegar við forvitnuðumst
hjá honum um framgang málsins
hér á landi.
Þessi áætlun kemur til endur-
skoðunar í haust og það er raunar
ekki fyrr en við útkomu fiárlaga á
Alþingi sem það verður ljóst hvort,
eða aö hvaða marki Póstur og sími
mun hefia framkvæmdir við GSM-
kerfið á næsta ári, en að sögn Þor-
varðs verður í mesta lagi seinkun
á þessu frá árinu ’93 og fram á
’94.
Þessa dagana eru öO Evrópu-
bandalagslöndin 12 að hefia starf-
rækslu nýja GSM-kerfisins aö sögn
Þorvarðs, en þau höfðu gert sam-
þykkt um að hefia hana á miðju
þessu ári.
Lítum á GSM
sem viðbót
„Nýja GSM-símakerfið verður á
900 megariðum en núverandi far-
símakerfi er á 450 megariöum.
Þetta þýðir að GSM kerfið er ekki
eins langdrægt og því þarf fleiri
stöðvar til að þjóna því.“
í fyrsta áfanga er aðeins gert ráð
f>TÍr því að sefia upp stöðvar sem
þjóna muni svæðinu frá Akranesi
að Keflavík, og verður ætlunin að
það þjóni um 5.000 notendum, segir
Þorvarður, en síðar koma aðrir
hluta landsins tíl með aö njóta
þjónustu nýja kerfisins.
„GSM-kerfið er hrein viðbót að
okkar mati. Gamla kerfið verður
rekið áfram um ókomin ár vegna
þess að það er langdrægara og
þjónar öOu landinu og eins fiskim-
iðunum við landið. Flotinn verður
áfram með 450 megariða farsíma.
Nýja GSM-kerfið er ekki nógu lang-
drægt tíl að taka við af núverandi
farsímakerfi."
Margir með
tvo farsíma
Það er mat Þorvarðs aö það fari
svo að með tilkomu nýja kerfisins
verði margir komnir með tvo far-
síma, einn á nýja 900-kerfinu og
annan á 450-kerfinu.
Nýju símamir munu í framtíö-
inni bjóða upp á fjölbreytta þjón-
ustu, persónulegu kortin gera það
að verkum að hægt er að nota nýju
símana um aOa Evrópu, eða taka
með sér kortið og stinga því í síma
í útlöndum og um leið skrást öO
símtöl á notandann hér heima.
Þá segir Þorvarður að nýju sím-
amir muni trúlegast verða fáanleg-
ir í mjög handhægum tækjum,
miklu minni en núverandi farsím-
ar, sem geri notkun þeirra mun
fjölhæfari.
„Nýja kerfið er stafrænt svo ekki
verður hægt aö hlusta á samtöl í
þvi sem er vissulega kostur."
Núverandi kerfi
áfram í gangi
Þaö er rétt að árétta hér enn og
aftur að núverandi farsímakerfi
veröur áfram í gangi um ókomin
ár. Að sögn Þorvarðs Jónssonar
mun nýja GSM-kerfið ekki geta
komið í staðinn vegna annmarka á
langdrægni. Þeir sem em að kaupa
sér farsíma í dag eru því ekki að
tjalda tíl einnar nætur þótt það hilh
undir nýtt farsímakerfi þegar á
næsta ári.
Það kemur því nokkuð á óvart
að einhveijir seljendur farsíma-
tækja á 450 megariða sviðinu hafa
sagt að þeir séu að fá síðustu send-
ingar af tækjum nú fyrir „gamla
kerfið" því nýja kerfið sé að koma.
Aðrir framleiðendur hafa sérstak-
lega tilkynnt um það að þeir muni
framleiöa símtæki fyrir 450-kerfið
áfram af fuflum krafti og raunar
hefur því verið spáð að símtæki
fyrir það kerfi muni halda áfram
að lækka vegna þess aö búið sé að
afskrifa hönnunarkostnað tækj-
anna.
-JR