Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1992, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1992, Side 8
38 LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1992. Bílar DV Bílasýningin í Frankfurt flutt til Berlínar? Vera kann að alþjóðlega bOasýn- ingin í Frankfurt 1991 hafi verið sú síðasta sinnar tegmidar þar í borg. Háværar raddir eru um að flytja sýn- inguna aftur til Berlínar, þangað sem hún var er fyrsta þýska bílasýningin var haldin árið 1926, fram að stríði og síðan skiptingu Þýskaiands. Fyrsta alþjóðlega bílasýningin var haldin í Frankfurt árið 1951 og síðan annað hvert ár, á móti París. En nú eru sem sagt mestar líkur taldar til að sýningin 1993 verði haldin í Berl- ín. Trukkamirfóru til Hannover Bílasýningin í Frankfurt hefur síð- ustu árin hlaðið æ meira utan á sig enda einhver stærsta bOasýning heimsins og sú sem nýtur einna mests áiits. I fyrra, 1991, var svo kom- ið að vörubOum og sendibOum var úthýst af henni og þessir bOar sýndir á sérstakri sýningu í Hannover snemma á þessu ári. Þetta líkaði framleiðendum ekki öOum vel. Wemer Niefer, stjómar- formaður Merceds Benz, var tO að mynda ekki hrifinn af þessari tví- skiptingu. Hann vOl að bOar séu sýndir samtímis, hvort sem það er örverpi sem með naumindum rúmar fjóra menn eða stærsta gerð af trukk, og þetta eigi að gera í Berlín, segir hann, af því að það sé upprunalegi staöurinn fyrir þýska bOasýningu. Maka krókinn á „messunum" Það em samtök þýskra bOafram- leiðenda sem standa á bak viö þessa sýningu og þau ákveða henni stað. Innan þeirra samtaka em ekki aiiir sammála Herr Niefer og minna á að fleiri greiði atkvæði um þetta en hann. Fyrir utan Frankfurt og Beriín komi tveir aðrir staðir til greina (Hannover? Dusseldorf? - ágiskun DV bOa) og þetta verði aOt skoðað í fylhngu tímans. Frankfurtborg hefur haslað sér BÍLALEIGA SÍMI (91)674949 BÍLASALA BÍLDSHÖFÐA 5 • Saab 900i ’89, ek. 48.000, v. Citroen AX GT ’89, ek. 16.000, v. 1.050.000. 610.000 stgr. Toyota Corolla Touring GL '90, ek. 42.000, v. 1.250.000 stgr. Saab 9000 túrbo m/öllu '90, ek. 51.000, v. 2.100.000 stgr. Toyota Carina II ’88, ek. 61.000, v. 700.000 stgr. Eigum gott úrval af Escort og Orion ’86-’87. Ford Explorer Sport '91, ek. 13.000, v. 2.400.000 stgr. BÍLASALA BÍLDSHÖFÐA 5 • BÍLALEIGA SÍMI (91)674949 völl sem borg hinna stóm sýninga. Þar em haldnar vömsýningar - messur - af öllu tagi nánast árið um kring með hléum meðan rutt er til eftir eina sýningu og stíllt upp fyrir þá næstu. Frankfurtarar hafa nýtt sér þetta út í æsar og hótehn, til að mynda, auglýsa tvenns konar verð: almennt verð milli stóm sýninganna annars vegar en „messuverð” hins vegar meðan vömsýningarnar standa. „Messuverð” á hótelum er aht upp í 100% hærra en almennt verð og ekki er óþekkt að gerð sé krafa um að gesturinn kaupi gistingu allan messutímann þótt hann ætíi kannski aðeins að staldra við á sýn- ingunni einn eða tvo daga. Frá bilasýningunni í Frankfurt á liðnu hausti. Svo kann að fara að þetta hafi verið sú síðasta sem haldin hefur verið þar í borg ef vilji þeirra sem vilja flytja hana til Berlínar verði ofaná. Mynd DV Bílar JR j*} wazoB roass Jaí? J 1 I mazoa ~(WggHI l|L|i jf m-—... Æ /fts BÍLASALA Bílastúdíó sf. Fosshálsi 1-110 Reykjavík - sími 682222 Toyota LandCruiser VX, langur, '91, tvilitur, grár og vínrauður, sjáltsk., sóllúga, álfelgur, bílasími, ek. 19.000. Einnig LandCruiser VX, langur, '91, vinrauður, ek. 21.000. Subaru Legacy GL sedan ’91, ek. 15.000, hvítur, sjálfskiptur. MMC Pajero, stuttur, GLSi, V-6, '92, ek. 10.000, rauöur, 5 g., sóllúga, rafm. í rúöum, álfelgur. Chevrolet Camaro TROC-Z ’85, rauður, sjálfsk., rafmagnssæti, T- toppur, einn með öllu. Ford Mustang GT ’89, ek. 26.000, svarblár, 5 g„ sóllúga, álfelgur, rafm. i öllu, 225 hestöfl. M. Benz 190 E, 198 hestöfl, grár, sjálfsk., spoiler, sóllúga, álfelgur o.fl. Opið virka daga kl. 10.00-19.00. Opið laugardaga 11.00-17.00. Grannþorpin fyllast líka Engu að síður kjaftfyhast ahir gistístaðir í Frankfurt þegar kemur að stórsýningunum, einkum og sér í lagi stóm, alþjóðlegu bókasýning- unni, sem er árlegur viðburður, og alþjóðlegu bílasýningimni, sem hef- ur veriö annaö hvert ár, sem fyrr segir. Og messugestir láta sér lynda að komast ekki nær Frankfurt am Main í gistingu en í nágrannaþorp- um og bæjum. Meðan á bókasýning- unni stóð í fyrra vom þannig nokkr- ir íslendingar sem ekki fundu sér gistingu nær en í Rudesheim am Rhein, þriggja stundarfjórðunga lest- arferð frá Frankfurt. Sýningarsvæðið í Frankfurt er skammt frá miðborginni, um tíu mínútna gang frá aðaljámbrautar- stöðinni. Það er feikilegt flæmi með fjórum stórum sýningarhöhum fyrir utan útisvæði, ahs tæpir 28 hektarar af sýningarfleti. Gallinn er einmitt þessi víðátta; þrátt fyrir hentuga fólksflutningavagna, sem ganga hring eftír hring um svæðið og auð- velt er að hoppa á og af, þykir bæði sýnendum og gestum erfitt að kom- ast yfir aha þessa hektara. Hartverðurbarist Fyrirhggjandi sýningarsvæði í Berlín er ekki nema rúmur þriðjung- ur af þessari hektaratölu en það er tahð nýtast vel. Áform em uppi um að stækka svæðið í um 18 hektara fyrir aldamót og reyna jafnframt að sneiða hjá þeim vanköntum í upp- byggingu sýningarflatarins sem mönnum þykir erfitt að umgangast í Frankfurt. Niðurstöðu í þessu máh er að vænta ntjög fljótíega því sýning af þessu tagi þarf langan undirbúning, ekki síst ef flytja á hana á nýjan stað. Og ekki er að efa að Frankfurtarar beijast með kjafti og klóm fyrir að halda henni: hótelhaldarana munar um það hvort þeir geta sneisafyht hótelin sín fyrir 250 mörk gistinótt- ina eða þurfa að damla með þau hálf- tóm fyrir 125 mörk gistinóttina. S.H.H.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.