Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1992, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1992, Síða 5
LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1992. 35 Bflar H»gt er að leggja niður aftursætisbakið á tveggja hurða bílnum. Það mætti að skaðlausu líka vera hægt á þeim fjögurra hurða. Framrúðusyllan er heldur plastleg - hefði verið mun betrl bólstruð. Innan I hurðum þristsins er formmótuö skel með takmarkaðri klæðningu. - Rafstýringu útispeglanna er stjómað hjá armhvflu/handfangi innan á hurð. Skottlö er ágætiega rúmgott, opnast vel upp og langt niður. Innan I skottlok- Inu er bakkl með helstu verkfærum. Myndir: DV-bílar - S.H.H. um leiö og stailbakamir í staö þess aö bæta bara kvisti aftan á fólksbíl- inn eins og svo oft hefur veriö gert í bílaiönaöinum. En staöan var metin svo aö verulegur markaöur væri fyr- ir tveggja hurða bíla og ef til vill hefur það verið rétt mat. Tværhurðir með kippirúðum Undirritaöur hefur lengi verið þeirrar skoðunar aö tveggja hurða bílar séu í raun fatlaöir bílar. Þó eru þeir ekki allir jafn fatlaöir. Ef hurð- imar em ny ög breiðar auðveldar þaö inn- og útstig úr aftursæti, sömuleiö- is ef framsætin fara vel fram þegar á aö hleypa úr og í aftursætið, og síð- ast en ekki sístr fara aftur í fyrri stfll- ingu þegar þau era sett aftur á nýjan leik. Sá tveggja huröa 318ÍS, sem hér var prófaður, uppfyllir allt þetta. Og þar sem breiðar hurðir tveggja huröa bíla verða tfltölulega þungar og reyna verulega á lamimar era þær hér léttar með því aö hafa ekki ramma utan um rúðumar. Þær falla einfaldlega að gúmmíkanti og gera þaö vel. Hér er notuö sama tækni og á stóra, dýra sportbílnum 850: kippi- rúður. Um leið og dyrum er lokið upp kippist rúðan ögn niður og úr gúmmífalsinu, sem hún hrekkur upp í aftur þegar skellt er aftur. Þetta gerist svo snöggt að engin töf er að því, til eða frá, en vissulega verður manni hugsaö tfl þess hvem- ig frost og klammi fari með þennan búnað í íslenskum vetri. Ódýrari bílamir hljóðlátari 318iS er sportbífl, eins og S segir tfl um. Það þýöir að hann er með stífa fjöðrun í samræmi við þaö. Hún er engan veginn höst og bíllinn fer vel á vondum vegi, rásviss og öraggur. Hins vegar fer hér eins og svo oft með mjög stífri fjöðran aö hún leiöir vegardyn upp í boddíiö meira en góðu hófi gegnir. Þaö þarf tfl aö mynda að hafa býsna hátt tfl þess að halda uppi samræðum á Vestur- landsveginum ofan Reykjavíkur, eða á nýrri olíumöl uppi á Kjalamesi. 316i og 318iA (sjálfskiptur) eiga ekki við þetta böl að búa, enda með venju- lega fólksbílsfjöðran - sem þó er eng- an veginn lin. Sporteinkenni 318iS vega þó liklega upp á móti þessum ókosti. Viöbragö þessa bíls er 0-100 á 10,2 sekúndum en 0-50, sem skiptir meira máli við okkar aðstæður, er ekki nema 3,1 sekúnda, 6,8 sekúndur frá kyrrstöðu í 80 km hraða. Þó aö þessi bíll sé með 11800 cc vél eins og S-lausu bílamir er hann með 140 ha. fjölventlavél sem gefur honrnn 25 hestöfl umfram hefö- bundna 1800 vél. Meira lagt í þá dýrari Innri frágangur, sæti og annað, á iS bílnrnn er óneitanlega flottara og íburðarmeira en á 316 bílnum, enda munar kr. 575 þúsund á verði þeirra. Dýrari bíflinn er betur mælum búinn og meira lagt í sætin, er tfl dæmis með tvískiptu, fellanlegu aftursæti, sem eykur notagildi hans. Hann er líka með rafinagn 1 hurðarúðum og sérlega smekkleg Ijós viö pjattspegl- ana. Hvorir tveggja era afgreiddir með útvarpi og svokölluðu BMW hijómkerfi. Ólíkt fannst mér það skila sér betur í sportaranum en hin- um og gaf mér þó í hvoragum bílnum tíma tfl að læra tfl fulls á þessa hijóm- gjafa. Milli þessara tveggja bíla í verði er 318iA, það er að segja sjálfskiptur 318 bíll. Irniri frágangur hans er líkari því sem er á tveggja hurða bílnum, þó ekki sé aftursætisbakið tvískipt. Hann er líka með rafmagnsrúöum í ffernri hurðum en ekki finu fjósin viö pjattspeglana. Verð hans er líka meira í ætt við tveggja huröa bílinn, rúmum 500 þúsund krónum dýrari en 316 bíflinn. Sportstillingin virkar Víst er sjálfskiptingin þægileg í þessum bíl og það sem meira er: það er míög greinflegur munur hvað sportstillingin gefur miklu meira viöbragð - og sportlegri akstur - heldur en spamaðarstillingin. Því miöur er þessi munur hjá sumum tegundum afar hófsamlegur, svo ekki sé meira sagt. En héma er greinflegt að þetta virkar. - Þriöja stillingin er svo vetrarstilling sem tryggir auðveldari akstur í hálku og snjó. Þrátt fyrir tiltölulega snjóþungt sumar var ekki aðstaöa til aö prófa það núna en ég hef prófaö sambæri- legan búnað í öðrum bílum og veit að þetta virkar - ótrúlega vel. 115 hestafla 1800 vélin á ágætlega auð- velt með sjálfskiptinguna en hún út af fyrir sig dregur svo úr aflnýting- unni að ekki munar miklu á vinnslu og viðbragði 318ÍA og 316i handskipt- um. Frágangsgalli við stillingar sjálf- skiptingarinnar er sá aö ljós, sem sýnir hvaða stilling hefur verið valin, kemur aðeins fram í bókstöfum á og hjá valhnappinum sem lýsast upp þegar þeir hafa verið valdir. Því miö- ur sést þaö ekki nema í skuggsýnu og er þvf næstum gagnslaust á dag- inn. Því miður. Eins og tryggir lesendur DV-bíla vita er yðar einlægur enginn sérstak- ur aðdáandi sjálfskiptingar. Mér finnst meira gaman að aka bíl með verulega góðri handskiptingu - eins og í BMW 3 línunni. Ég er líka mjög beggja blands í hrifningu minni yfir rafmagnsrúðum. Þess vegna hallast ég aö því að 316i handskiptur, með sveifar á öllum rúðum, með 5,7 lítra meðaleyðslu á stöðugmn 90 km hraöa, væri bíllinn sem hentaði mér - væri ég í bílakaupahugleiðingum. Vantarhandfang á skottið Ekki líkar mér þó allt jafn vel á BMW 3-línunni. Mér finnst til aö mynda framrúðusyllan kuldaleg og plastleg og mælastokkurinn stór og luralegur. Sömuleiðis finnst mér gír- stokkurinn leiðinlega fyrirferðar- mikill og þreytandi aö láta hnéð liggja utan í honum. Þá finnst mér líka vanta handfang á skottlokið til að opna þaö með: maður ýtir inn hnappi en verður svo aö grípa undir misskítugan stall til að Ijúka því upp. - Ég hef heyrt þá gagnrýni aö form- mótuð skelin innan í hurðunum sé kuldaleg og billeg útlits. Það angrar mig ekki - þar sem klæðning inn í þessa skel finnst mér smekkleg. Hinu neita ég ekki að alklædd hurðar- spjöld hefðu betur hæft bíl frá BMW heldur en formmótunin. Það er erfitt að gera upp á milli bíla nú til dags. Almennt séð era ekki framleiddir nema góðir bílar. Þaö sem skiptir máli er persónuleg tilfinning hvers eins, svo og vitneskj- an um vöravöndun og hvaö þaö er sem hver framleiðandi leggur sér- staklega í að vanda. Hinu verður ekki neitað að Þjóðveijar hafa lag á því að byggja einhveija alveg sér- staka tilfinningu inn í bíla sína. Þessi tilfinning skflar sér í BMW þristun- um ekki síöur en öðrum þýskum bíl- um. Með hvarfa: Minni orka, meiri eyðsla, hærraverð í lokin get ég ekki stillt mig um að benda á að þær orkutölur, sem nefndar vora hér að ofan, eiga viö bílana án hvarfa. Með hvarfa fer 1600 vélin niður í 103 hestöfl og eyöslan á jöfnum 90 km hraöa upp í 6,11, eða upp um nærri hálfan lítra. Samsvar- andi tölur eiga við 1800 vélina: 115 hö. án hvarfa, 113 með hvarfa, eyðslutölur miðaö viö 90 km hraöa 6,1/6,6 1 (miðað við sjálfskiptan bíl). Fyrir utan minni orku og meiri eyðslu hækkar verðið um ca 4-5%. Þetta er það gjald sem bílakaupendur framtíðarinnar verða að gjalda fyrir (fræðilega) minni mengun. - Sem betur hefur Bílaumboðiö hf., eins og aðrir innflytjendur, gert kaupendum þann greiöa aö birgja sig upp með hvarfalausum bílum eins og framast var hægt. Og hvað kosta svo gripimir? Eins og dæmið stendur í dag, hvarfalaust, en með alls konar staðalbúnaði: 316i: kr. 1.695.000. 318ÍA: kr. 2.229.000. 318iS: kr. 2.279.000. S.H.H. $ SUZUKI Tegund Árg. EkinnStgrverð Suzuki Swift GL, 3 d. '90 26 þ. 560 þ. Suzuki Swift GL. 5 d. '90 34 þ. 600 þ. Suzuki Swift GTi '87 56 þ. 490 þ. Suzuki Swift GTi '87 88 þ. 490 þ. Suzuki Swift GLX1.3,3 d. '87 71 þ. 450 þ. Sazuki Swift GA,3d. '88 74 þ. 390 þ. Suzuki Swift GL, 3 d., sjálfsk. '88 89 þ. 420 þ. Suzuki Swift GL, 5 d., sjálfsk. '91 29 650 þ. Suzuki Swift GLX1.6.4 d. '90 40 þ. 790 þ. SuzukiFox 413 '85 138 þ. 390 þ. Suzuki Fox 410 '86 91 þ. 440 þ. Suzuki Fox 410 '88 64þ. 540 þ. Suzuki Fox 410 m/blæju, 33" dekk ‘87 69 þ. 520 þ. Ford Sierra 2000,5 d. '85 74 þ. 430 þ. Lada Sport, 4 gira '87 41 þ. 280 þ. Subaru Coupé 1.8,2 d. '86 84 þ. 590 þ. Econoline E350, disil, 12 manna '91 23 þ. 2.400 þ. Daihatsu Turbo,3d. '87 76 þ. 430 þ. BMW316Í, 3d. '89 43þ. 1.250 þ. Subaru E10 4x4 '86 91 þ. 250 þ. Lancia Y10 '88 23þ. 280 þ. Subam St. 1800 '86 86 þ. 580 þ. Lada 1200,4 d. '88 63þ. 150 þ. Lada Sport, 5 gíra '87 66 þ. 280 þ. Ford Escort Laser 1300 '86 74 þ. . 300 þ. Skoda Rapid 130 '87 56 þ. 110 þ. Lada Sport, 4 gira '90 ,34Þ- 450 þ. Volvo 245 st., sjálfsk. '87 140 þ. 650 þ. M MC Lancer 1800 st. 4WD '88 47 þ. 750 þ. Ford Sierra 1.6.5 d. '85 96 þ. 290 þ. Chev. Monza SLE, 4 d„ sjálfsk. '87 81 þ. 280 þ. $ SUZUKI ----------- SUZUKIBÍLARHF, SKEIFUNNI 17 ■ SlMI 685100 UÓSNLÍFAR ■ GRJÓTGRINDUR Flugufælur frá EGR Fallegur aukahlutur bílinn sem getur sparaö þér stórfé Ásetning á sekúndum Smurstöðin, Fosshálsi 1 Bílaborgarhúsinu - sími 673545

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.