Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1992, Qupperneq 6
36
LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1992.
BOar
Fjórði „Toyotadagurinn" um síðustu helgi:
Bílalestín var um tíu kíló-
metrar - og stundum lengri
- meira en tólf hundruð manns á 325 bílrnn komu í vel heppnaða fjölskylduferð
Þátttakan í fjórða „Toyotadegin-
um“, sem haldiim var síðasta laugar-
dag, fór fram úr spám bjartsýnustu
manna hjá umboðinu því þegar lagt
var upp frá Seleyri við Borgarfjarð-
arbrúna klukkan tvö á laugardaginn
höfðu ekki fáerri en 325 bflar safnast
þar saman til að halda í sameiginlega
fjölskylduferð Toyotaeigenda um
Snæfellsnes. Reiknað er með því að
það hafi verið rúmlega 1200 manns
sem lögðu upp í ferðina en þeir bjart-
sýnustu höfðu búist við um 600 til
800 manns í ferðina. Nokkrir bflar
bættust í hópinn á leiðinni þannig
að fjöldinn hefúr orðið enn meiri.
Skipulag ferðarinnar var með ný-
stárlegum hætti að þessu sinni en
henni var stjómað frá „útvarpsstöð
á hjólum" sem komið hafði verið fyr-
ir í Toyota 4Runner af miklum hag-
leik tveggja þúsundþjalasmiða á raf-
eindasviðinu, þeirra Henrys A. Hálf-
danarsonar tækniskólanema og
Tryggva Valgeirssonar, tæknisfjóra
útvarpsstöðvannnar EffEmm 957, en
útsendingar „Útvarps Toyota" voru
einmitt í samvinnu við EffEmm og
Sverri Hreiðarsson, stjómanda út-
varpsstöðvarinnar.
Það vom heldur engir aukvisar
sem sátu viö stjómvölinn í Toyotaút-
varpinu því í útsendingarbflnum
sjálfum var það Þorgeir Ástvaldsson
sem stýrði útsendingunni og í öðrum
bfl, „stúdíói tvö“, var það Helgi Pét-
ursson sem hafði með sér þá Ara
Trausta Guðmundsson jarðeðlis-
fræðing, sem fræddi þátttakendur í
ferðinni um jarðsögu og náttúrufyr-
irbæri á leiðinni, og Einar Guð-
johnsen, fyrnim framkvæmdastjóra
Ferðafélags íslands og Útivistar, en
frá honum streymdu sögur og sagnir
tengdar því sem sjá mátti fyrir utan
bflgluggann.
Meiraentíu
kílómetra löng lest
Stundvíslega klukkan tvö á laugar-
daginn var svo lagt upp í þessa sér-
stæðu flölskylduferð frá Seleyri,
austan Borgarflarðarbrúarinnar en
þar höfðu þátttakendur í ferðinni
byijað að safnast saman upp úr há-
deginu.
Það teygðist fljótt úr lestinni og
þegar enn vom um hundrað bflar
eftir á Seleyrinni vom fyrstu bflamir
komnir fram hjá Borg á Mýrum.
Talnafróðir menn reiknuðu út að
þegar lestin var sem þéttust hafi hún
verið um sex og hálfúr kflómetri að
lengd en þar sem menn höfðu flestir
gott bil á milii bfla var bflalestin oft-
ast um tiu kflómetrar að lengd og
þegar teygðist mest á henni mátti
heyra í útvarpinu að hún væri um
tuttugu kflómetrar.
Gottveðurhjá
góðufólki
Ekið var sem leið lá vestur Mýrar
Hér er Þorgeir Ástvaldsson að útskýra eitthvað um útvarpssendingamar
Irá „Útvarpi Toyota" en Heigi Pétursson fylgist með hægra megin á mynd-
inni. Á bak við má sjá þá Ara Trausta Guðmundsson jarðeðlistræðing og
Lolt Ágústsson og Boga Pálsson frá Toyeta.
Það var handagangur í öskjunni þegar griliað var ofan i þátttakendur á
Amarstapa en meira en 3.000 pylsur fóru þar á grillið.
Safnast var saman á Seleyri austan Borgarfjarðarbrúar en alls voru bílam-
ir, sem lögðu þaðan upp, um 325 talsins.
Að var við glæsilegt féiagsheimili þeirra í Ólafsvfk þar sem Toyota bauð
öllum þátttakendum upp á kaffi, gos og meðiæti.
13 •; v ■ 8 '■
Starfsmenn Toyota lögðu á sig mikla
vinnu til að gera j>essa Qölskyldu-
ferð sem best úr garði og hér eru
nokkrir þefrra við grillið á Amar-
Bilalestin var um sjö kilómetrar á lengd þegar hún var þéttust en teygðist
stundum í tuttugu kilómetra þegar menn höfðu gott bil eins og vera ber á
milli bíla í þjóðvegaakstri. Þessari mynd náði Ragnar Th. Sigurðsson úr
þyrlu þar sem bflalestin þéttist vegna brúarframkvæmda á leiðinni vestur.
Lagt upp frá Seleyri, fremst fer „Utvarp Toyota“ og í IHIa hópferðabflnum
var „stúdió tvö“, þaðan sem útvarpað var fróðlelk til þátttakenda.
Með lagni tókst að koma öllum bflunum fyrir I
án þess að valda truflunum á umferð.
nágrenni félagsheimilisins
Aldrei áður hafa svo margir Toyota-
bíiar komið til Ólafsvíkur í einu en
ibúafjöldinn tvöfaldaðist á meðan
staldrað var við i bænum.
og síðan um Mfldaholtshreppinn og
Staðarsveitina og þá yfir Fróðárheiði
til Ólafsvíkur. Til marks um lengd
bílalestarinnar má segja frá því að
fyrstu bflamir voru komnir til Ólaís-
víkur þegar þeir síðustu voru enn
að fara yfir efsta hluta heiðarinnar.
Með mikilli lagni og undir góðri
stjóm starfsmanna Toyotaumboðs-
ins tókst að leggja öllum bflunum í
snyrtilegar raðir við glæsilegt félags-
heimili þeirra í Ólafsvík en þar bauð
Toyota öllum þátttakendum upp á
kaffi, gos og meðlæti. Vegna þess að
flöldi þátttakenda hafði tvöfaldast frá
því sem upphaflega hafði verið ráð-
gert tók heldur lengri tíma að gefa
öllum að drekka og borða en áætlað
var en mjög gott veður gerði dvölina
í Ólafsvík hjá því góða fólki sem þar
býr ánægjulega. Þetta góða veður, sól
og hiti, kom sem „aukabónus" í ferð-
inni því það gerði dágóða regnskúr
í Borgamesi við upphaf ferðarinnar.
Ari Trausti, sem reglulega flytur
landsmönnum veðurfregnir á Stöð
2, hafði raunar í upphafi ferðarinnar
flutt okkur þau tíðindi í Toyotaút-
varpinu að rigningin myndi hverfa
þegar hði á daginn og að þessu sinni
reyndist hann vissulega sannspár.
Grillveisla á
Amarstapa
Frá Ólafsvík var ekið um Rif og
Hellissand út fyrir Jökul til Amar-
stapa. Þrátt fyrir góða veðurspá Ara
Trausta vfldi Snæfellsjökull ekki
lyfta skýjahatti sínum fyrir hópinn
en í Útvarpi Toyota mátti heyra við-
tal við sexmenninga á þremur Toyot-
um sem vora að fikra sig á bflunum
í þokunni upp á hátind jökulsins fyr-
ir ofan. Upphaflega hafði verið gert
ráð fyrir því að æja við Lóndranga,
sem em tveir fallegir, háir kletta-
drangar við ströndina austan Hellna,
en vegna þess hve bflalestin var löng
og eins vegna þess hve teygst hafði
úr dvölinni í Ölafsvík var ákveðið
að halda beint til Amarstapa þar sem
ferðalanganna beið grillveisla í boði
Toyota. Þar sáu starfsmenn umboðs-
ins um að grilla meira en 3.000 grill-
pylsur frá Goða ofan í þátttakendur
en þegar þessi mikla þátttaka í ferð-
inni varð ljós hafði verið komið sér-
staklega með aukaskammt af pylsum
vestur.
Margir þátttakenda tjölduðu við
Amarstapa í hægu kvöldkulinu að
lokinni grillveislunni um kvöldið en
aðrir héldu heim á leið eftir vel
heppnaða og áfallalausa ferð sem
sýnir að það er hægt að ferðast um
landið í sátt og samlyndi þótt hópur-
inn hafi verið í stærra lagi.
-JR