Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1992, Síða 9
\ 5' i!. $? a \ (, rrn^n'3
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1992.
Utlönd
Sex daga friðarför Bakers um Mið-Austurlönd lokið:
Söguleg ferð til Líbanons
James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sótti Líbana heim í
gær, fyrstur háttsettra Bandaríkja-
manna í níu ár. Líbanar fögnuðu
heimsókninni sem merki þess að lífið
væri farið að ganga sinn vanagang í
landinu en það hefur verið stríðs-
hijáð í um áratug.
Baker viðurkenndi að aldrei í 12
ára ríkisstjómarsetu sinni hefði hon-
um dottið í hug að hann ætti eftir að
fara til þessa lands. Fundi Bakers
með forseta Líbanons, Elias Hrawi,
og forsætisráðherra og utanríkisráð-
herra landsins var haldið leyndum
fram á síðustu stundu af öryggis-
ástæðum.
„Við styðjum eindregið stjórn-
málalegt sjálfstæði, fullveldi og
óskert landsvæði Líbanons," sagði
Baker' eftir fundinn og sagði að það
væri tímabært að 40 þúsund sýr-
lenskir hermenn héldu burt úr land-
inu.
Baker lauk sex daga ferð sinni um
Mið-Austurlönd í gær á fundi með
Fahd, konungi Saudi-Arabíu.
Baker hefur gert það að tillögu
sinni að friðarviðræðumar á miUi
Palestínumanna og ísraelsmanna
hefjist aftur í Washington í næsta
mánuði en hingað til hefur verið tal-
að um að halda fundinn í Róm.
Að sögn fréttaskýrenda viil Baker
að þrjár mismunandi friðarviðræður
á milli deiluaðila hefjist í næsta mán-
uði. í fyrsta lagi viðræður milh ísra-
els og Sýrlands, í öðru lagi viðræður
ísraels og Líbanons og í þriðja lagi
viðræður sendinefndar Israels og
sameiginlegrar nefndar Palestínu og
Jórdaníu.
Palestínumenn hafa vísað því á bug
að eftir að ísraelsstjórn bannaði
byggingar á herteknu svæðunum þá
sé komið að þeim að vera með tilslak-
anir. „Það má ekki gleyma því að
arabar gerðu allt sem í þeirra valdi
stóð til að gera friðarviðræðurnar
mögulegar. Það er því kominn tími
til að ísrael breyti sinni afstöðu til
samræmis við okkur,“ sagði Farouq
al-Shara, utanríkisráðherra Sýr-
lands. Reuter
Eyöniráðstefnan í Amsterdam:
Fimmtíu lönd
takmarka ferðir
eyðnisjúklinga
Bandaríska leikkonan Elísabet
Taylor gagnrýndi stjómvöld Banda-
ríkjanna harkalega á eyðniráðstefn-
unni í Amsterdam fyrir að leyfa ekki
eyðnisjúklingum inngöngu í landið.
„Hinn hræðilegi og sorglegi sann-
leikur er sá að ríkisstjóm Bandaríkj-
anna er of fáfróð, of hrokafull og of
mikill heigull til að leyfa fólki með
HTV-veiruna að ferðast og setjast að
í Bandaríkjunum eins og það vill,“
sagöi Taylor.
Leikkonan Elísabet Taylor ásamt eyðnisjúklingnum Tomas Fabregas. Fa-
bregas hefur verið meinað að koma til Bandaríkjanna. Simamynd Reuter
James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Elias Hrawi, forseti
Libanons, skömmu fyrir fund þeirra. Símamynd Reuter
tefla
Bobby Fischer, fyrrum heims-
meistari í skák, ætlar að tefla sína
fyrstu opinberu skák í 20 ár í
Júgóslavíu í næsta mánuði að því
er júgóslavneskt dagblaö skýrði
frá í gær. Blaðið sagði aö Fischer
hefði fallist á að tefla við Rússann
Boris Spassky en Flscher varð
heimsmeistari er hann vann
Spassky árið 1972 í Reykjavík.
EnginnviNvera
Lenín
Vladímír Lenin er svo óvinsæll
að alls hafa 16 leikarar í Úkraínu
neitað að leika hann í nýrri kvik-
mynd í ílmm hlutum. Það var
ekki fyrr en leitað var til sauij-
ánda mannsins að leikari fékkst
til að taka að sér hlutverk hins
látnaleiðtoga. Myndin á að heita:
Þegar hinir dauðu lifna við.
Japanar kjósa
aðgiftastafást
Aukinn fjöldi Japana kýs frem-
ur að gjftast vegna ástar en að
láta skipuleggja giftinguna fyrir-
fram að því er opinber skýrsla
skýrir frá. Einungis 13 prósent
þeirra sem giftu sig i júní 1991
sögðust hafa leitað sér að maka í
gegnum hinar hefðbundnu
hjónabandsmiðlanir Japana en
það er um helmingi minna en
fyriráratug. Reuter
Leikkonan er meðal þeirra fjöl-
mörgu sem styðja við bakið á eyðni-
sjúklingnum Tomas Fabregas sem
hefur dvalarleyfi í Bandaríkjunum
en er spænskur ríkisborgari. Mun
Fabregas ætla að láta reyna á það á
flugvellinum í San Francisco hvort
hann fær að koma inn í Bandaríkin
en Bandaríkin eru eitt 50 landa sem
takmarka ferðir fólks sem reynst
hefur HlV-jákvætt.
Reuter
TITANhf
TITAN
ÞRÍKEPPNIM
YKJAVIK-AKRAMES-REYKJAVIK
Viöamesta kjölbátakeppni
ársins. Keppt verður í: sigl-
ingu kjölbáta, hjólreiöum
og golfi.
Siglingakeppnin hefst í dag
kl. 14.00 í Rauöarárvík viö
Sæbraut. Reiöhjólakeppn-
in hefst kl. 19.30 á Akra-
nesi.
Golf á laugardag kl. 11.00
á Leynisvelli á Akranesi.
. #########/#//
'fa^fce///7/7//
Sportbátar
4frJeanneau E EJOhu
Seglbátar
NORWAV BOATB A.8
Snekkjur