Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1992, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1992. 33 Leikhús STÚDENTALEIKHÚSIÐ sýnir Beðíð eftir Godot eftir Samuel Beckett. Laugard. 25. júlí kl. 20.30. Allra siðasta sýning. Sýnt er á Galdratoftinu, Hafnarstræti 9. Ekki er unnt að hleypa gestum inn i salinn eftir að sýningin er byrjuð. Miðasala i s. 24650 og á staðnum eftirkl. 19.30. Þann 20. júní voru gefin saman í hjónaband í Áskirkju af séra Birgi Ásgeirssyni Ragnheiður Þórisdóttir og Brock Featherstone. Heimili þeirra er í Bandaríkjunum. Ljósm. Sigr. Bachmann. Tilkyimingar Hana nú í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Fannborg4 kl. 10. Nýlagað molakaíFi. Fjölskyldumótið Úlfljótsvatni. Um verslunarmannahelg- ina verður efnt til samkomu fyrir fjöl- skyldufólk að Úlfljótsvatni í Grafningi. Samkoman hefur hlotið nafniö Fjöl- kyldumótið og er haldin í samstarfi For- eldrasamtakanna, skáta, nýstofnaðs fé- lags Náttúruvina og Eimskips. Mótinu er ætlað að vera vettvangur þeirra sem haf áhuga á þvi að njóta útilífs með fjöl- skyldum sínum. Takmark Fjölskyldu- mótsins er að gestir þess njóti verunnar í öruggu umhverfi í friði og ró. Dagskrá mótsins tekur mið af náttúrunni og mik- ið verður um dagskrárliði sem tengjast henni, beint eða óbeint, t.d. gróðursetn- ing, náttúruskoðun, skipulagðar göngu- ferðir, vatnasafarí og kvöldvökur. Vík- ingaskipið Öminn verður í siglingum á Úlfljótsvatni og er gestum mótsins boðið að sigla með skipinu. Mótsgjald verður 2.300 kr. fyrir fullorðna og 600 kr. fyrir börn í fylgd með foreldrum. Aðgangseyr- ir mun þó aldrei fara yfir 5.500 kr. fyrir hverja fiölskyldu. Þeim sem vilja meiri uppl. eða tryggja sér miða á samkomuna er bent á að hafa samband í síma 628505. Pollamót Kaupfélags Hér- aðsbúa Laugardaginn 25. júli og sunnudaginn 26. júlí nk. verður haldið í Hallormsstaða- skógi knattspymumót 6. flokks. Mótiö er opið öllum íþróttafélögum og er búist við liðum viðs vegar af landinu. Mótið hefst kl. 11 á laugardaginn og um kvöldið verð- ur haldin kvöldvaka við Lagarfljót þar sem grillað verður og farið í leiki. Kaupfé- lag Héraðsbúa er stuðningsaðili mótsins. Þann 11. júlí voru gefin saman í hjónaband á Hárenge-slott í Svíþjóð af séra Gunilla Drotz Jenny Mandai og Hreggviður Eyvindsson. Heimih þeirra er í Svíþjóð. Ljósm. Kristbjörg Eyvindsdóttir Listsmiðjan í Hafnarfirði opnar nýja verslun að Nóa- túni 17, Rvík., í dag, fóstudaginn 24. júlí. Listsmiðjan hefur verið starfrækt í 8 ár og hefur sérhæft sig í framleiðslu á keramikhlutum, bæði til skrauts og nytja, sem viðskiptavinir hafa síðan get- að málað eftir eigin vali. Námskeið í keramikmálun verða haldin í tengslum við verslunina. Símanúmer í Nóatúni er 623705 og í Hafnarfirði 652105. Hjónaband Þann 4. júlí voru gefin saman í hjóna- band í Áðventistakirkjunni af Stein- þóri Þórðarsyni Þórdís Ragnheiður Malmquist og Einar S. Jónsson. Heimili þeirra er að Efstaleiti 12, Reykjavík. Ljósm. Sigr. Bachmann. Þann 18. júlí voru gefin saman í hjónaband að Hólum í Hjaltadal af séra Bolla Gústafssyni Sigríður Kjartansdóttir og Kristján Þ. Hall- dórsson. Ljósm. Sigurður Þorgeirsson Nýlega héldu þessar stúlkur mynd- listarsýningu til styrktar Rauða krossi íslands. Þær heita Nína Gall Jörgensen, Sunna Dögg Ásgeirsdótt- ir og Marta Gall Jörgensen og söfn- uðu alls 1.536 kr. Veiðivon GM silungsveiði víðð iihi land Lax, lax og aftur lax er það sem verið að veiðast og sjóbleikjan hef- hljómar sífeilt þessa dagana en sil- ur veiðst í þúsunda tali víða um ungsveiðin hefur lika verið góð það land. sem af er sumri. Stórir fiskar hafa Viö kíktum á málið í gærkveldi og þaö kom ýmsilegt bitastætt í Ijós. Silungsveiðin er líka miklu ódýrari en laxveiðin. -G. Bender Halla Leifsdóttir með 13,5 punda urriðann stóra stuttu eftir löndun hans. DV-mynd Jón Pétur Vesturhópsvatn í Húnavatnssýslu: Veiddi þrettán og hálfs punds urriða Góð silungs- veiði í Rangánum „Á þessari stundu eru komnir 150 siiungar á land, sá stærsti er 9 punda urriði,“ sagði Þröstur Elliðason í vik- unni. „Þriðja svæðið hefur gefið flesta þessa fiska en komnir eru 120 urriðar og 30 þleikjur. Stærsti urriðinn er 9 pund og stærsta þleikjan er 5 pund. Ég held að silungsveiðin eigi eftir að verða góð í sumar og örugglega veið- ast stærri fiskar,“ sagði Þröstur í lok- in. Rangárnar hafa gefið 110 laxa og sá stærsti er 15 pund, veiddur úr Ægissíðufossinum. Silunga- fréttir Veiðin í Elhðvatni hefur verið feiknagóð það sem af er sumri og stærstu fiskarnir eru kringum 5 pund. Einn og einn lax er farinn að veiðast í vatninu. Fyrir skömmu sáust tveir rígvænir laxar rétt fyrir ofan opiö á laxastiganum upp í Ell- iðavatnið. Stærri laxinn var kringum 20 pundin. Fyrst við erum að tala um Elliðárn- ar þá er Höfuðhylurinn rétt fyrir neðan stífluna í Elliðvatni. Þessi hyl- ur er frægur fyrir margt og þá sér- staklega rígvæna urriða sem hylur- inn hefur að geyma. Veiðimaður, sem var þarna fyrir skömmu, sá urriða rétt um 10 pundin og jafnvel eru þeir til stærri þarna. Skorradalsvatnið hefur að geyma marga væna urriða og fyrir skömmu veiddist einn þvíhkur bolti, fiskurinn var 16 pund. Það var Reykvíkingur- inn Guðmundur Tryggvi Sigurðsson sem veiddi urriðann. -G. Bender Þeir eru til vænir, silungarnir í vötnum og ám landsins. Það sannað- ist fyrir skömmu. Fyrir fáum dögum veiddi Haha Leifsdóttir 13,5 punda urriða í Vest- urhópsvatni. Fiskinn veiddi Halla á maðk en þetta var urriði. Með henni var eiginmaður hennar, Jón Pétur Guðbjörnsson, og sonur, Guöbjörn Jónsson. Fiskurinn var 49 cm. „Þetta var meiri háttar barátta við urriðann en hann tók hjá eiginkon- unni úti á báti á vatninu og viður- eignin stóð yfir í hálftíma," sagði Jón Pétur Guðbjörnsson, eiginmaður Höllu, í gærkveldi. „Við veiddum þarna á stuttum tíma 12 fiska og þeir stærstu voru 3 pund. Ég fór upp á Veiðimálastofnun og þeir sögðu fiskinn vera 10 ára,“ sagði Jón Pétur ennfremur. -G.Bender Eftir einn mánuð í Veiðivötnum: Eru komnir 3.800 fiskar og sá stærsti er 11 pund „Veiðin hefur gengið upp og niður í Veiöivötnum síðustu dagana en það eru komnir 3.800 fiskar og hann er 11 pund sá stærsti," sagði Rúnar Hauksson, veiðivörður í Veiðivötn- um, í gærkveldi. En fengsæld Veiði- vatna hefur í gengum árin verið mik- il og margir fengið þar væna fiska og góða veiði. „Sá stóri 11 punda veiddist í Hraunsvötnunum en þeir eru til stærri hérna. Þetta er góö veiði eftir einn mánuð en veðurfarið mætti vera betra," sagði Rúnar veiðivörður ennfremur. „Við fórum sex félagar í Veiðivötn og veiðin var ágæt þá en gott veður var annan daginn en slæmt hinn,“ sagði Pálmi Gunnarsson en hann var á bökkum Veiðivatna fyrir skömmu. „Viö fengum 4 silunga í Stóra- Hraunsvatni og þeir voru frá 3 upp í 9 pund sá stærsti. Sá stóri tók maðk en hinir spinner. Við fengum 3 sil- unga í Ónýtavatni á maðk og þeir voru upp í 3 pund. 3 silunga veiddum við í Kvíslarvatnsgýg á maðkinn og sá stærsti þar var 4 pund. Seinni daginn var leiðinlegt veður svo að við héldum heim en þá fréttum við af fólki sem veiddi í Litlasjó 20 fiska,“ sagðiPálmiílokin. -G.Bender Pálmi Gunnarsson meö góða sil- ungsveiði úr Veiðivötnum fyrir skömmu en stærsti fiskurinn var 9 pund. DV-mynd AGG Allt í veiðiferðina Laxinn er kominn í Eystri-Rangá, höfum veiðileyfi. LAUGAVEGI 178, SÍMAR 16770 - 814455, FAX 813751

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.